Síða 1 af 1

GrandLúser 65

Posted: 03.feb 2010, 01:33
frá Polarbear
GrandLúserinn minn er einstök blanda af 60 og stuttum 70 landkrúser, og fær því millitöluna 65.

bíllinn er kexbreyttur Landcruiser 70 árgerð 1987.
60 krúser mótor, 12H-T, 6cyl 4L diesel lína ásamt gír- og millikassa. kom í stað 2.4L-T sem hafði ekki nógu mikið "OMPFH"
10 cm hásingafærsla að aftan, 60 krúser barkalæst afturhásing og 4-link með loftpúðum. þurfti að sérsmíða áltank í hann því orginallinn varð að víkja.
loftlæsing að framan í orginal reverse röri. 4.88:1 hlutföll sem hæfa þessum bíl mjög vel.
38" túttur á 16" breiðum Bedlock felgum með festingum fyrir utanáliggjandi úrhleypisýstem ala Gundur á f4x4.
ýmislegt fyrir dótastuðulinn, m.a. biluð olíufýring og fleira ónothæft dót, og öll helstu staðsetningar- og fjarskiptatæki.

Jálkur þessi er búinn að þjóna mér í 6 góð ár og tekið miklum breytingum, m.a. gránað af elli. En latur er hann ekki lengur.

þessi bíll var lengi þekktur í vinahópnum sem "Hámarkshraðinn" stundum stytt í "Hraðinn" sökum skorts á afli :) það hrjáir hann ekki lengur.

Hér ætti að koma mynd:

Re: GrandLúser 65

Posted: 03.feb 2010, 01:56
frá jeepcj7
Þetta er nú bara með huggulegri cruiserum sem maður hefur séð,fór framhásingin ekkert fram?
Bara töff bíll.

Re: GrandLúser 65

Posted: 03.feb 2010, 01:56
frá EinarR
Mæta í súkkuferð. Munt halda að þú sér á Ferrari !

Re: GrandLúser 65

Posted: 03.feb 2010, 02:06
frá Polarbear
Takk fyrir það Jeep, hásingin að framan er á orginal stað.. hún mun samt fara fram um 2-4 cm þegar ég set barkalæstu framhásinguna í hann... vonandi fljótlega. það er annaðhvort að gera það eða klippa aðeins meira úr brettunum við hurðirnar, hann nagar þar á þessum fáránlega breiðu felgum :)

Einar, hver veit nema ég læði mér með í súkkuferð ef mér er boðið :) enda bíllinn minn nær þeirri tegund að mörgu leiti en stærri krúserum og Pjatt-rollum...

Re: GrandLúser 65

Posted: 03.feb 2010, 22:00
frá Fordinn
Flottur krúser!!!! þetta er græja sem madur myndi alveg vilja eiga

Re: GrandLúser 65

Posted: 03.feb 2010, 23:41
frá Polarbear
takk takk.. gaman að mönnum skuli líka við þetta grey :)

ég gleymdi reyndar að nefna nokkur smáatriði varðandi breytingarnar sem mega alveg koma fram.... t.d. að ég henti skálaruslinu og handsmíðaði diskabremsur á afturhásinguna, notaði til þess afturdælur úr Corollu og Musso bremsudiska. þrælvirkar. Handbremsan er kúplingsdæla sem tengd er við handbremsuhaldfangið og notar annað sett af corolla afturdælum á sama diskapar og heldur allavega nógu vel fyrir skoðun :)

Auk þess breytti ég vélinni úr 24 voltum í 12 og svona.. búinn að nostra dáldið við þetta grey... og læra alveg slatta á þessu öllu.

Re: GrandLúser 65

Posted: 04.feb 2010, 00:00
frá gislisveri
Sniðug lausn á handbremsunni.
Kom ekki til greina að setja hana aftan á millikassann?

Re: GrandLúser 65

Posted: 04.feb 2010, 10:17
frá Polarbear
jú það var það sem ég ætlaði að gera fyrst. En það var bara meira vesen að föndra það til heldur en að bæta 2 dælum á diskana útvið hjól.

Re: GrandLúser 65

Posted: 27.feb 2010, 22:20
frá steindór
..

Re: GrandLúser 65

Posted: 28.feb 2010, 01:31
frá StebbiHö
Sé ekki mynd!! Kanski eitthvað að hjá mér?

Kv, Stefán