Síða 1 af 1

'90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 22.nóv 2011, 02:41
frá Steini B
Ég hef lengi ætlað að fá mér jeppa. lét loksins verða af því í vor og keypti mér þennann..

Image

Toyota Hilux árgerð 1990
Rauður
2,4 Dísel N/A
38" Breyttur (á 35" dekkjum)
5.71 hlutföll
Loftlæsing framan og aftan
Loftpúðar aftan ásamt forlink
Aukatankur


Braut framdrifið og setti annað drif í, ætla að láta laga hitt og fara yfir læsinguna
Ég málaði hann svo í sumar Appelsínugulann
Og smá dútl bara. Er hægt og hægt að betrumbæta hann...

Image

Image

Image

Image

Image

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 22.nóv 2011, 09:52
frá Freyr
Sæll, velkominn í hóp jeppaeigenda.

Hvar er mynd nr. 3 tekin?
Hvar kemstu upp á fjallið vestan við Múlakvísl?

Kv. Freyr

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 22.nóv 2011, 10:04
frá hobo
Já velkominn, það er eitthvað við appelsínugula litinn sem fer bílum nokkuð vel.
Það mætti líka halda að lúxanum þínum þykir gott að standa á grasi..

..úps, það mætti líka halda það sama um minn, miðað við prófílmyndina..

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 22.nóv 2011, 16:20
frá jeepson
Þessir lúxar eru voða mikið fyrir að bíta gras greinilega. lúxinn hjá bróðir mínum stendur einmitt á grasi líka. En það fer heldur ekkert á milli mála að orange liturinn er vinsæl þarna þar sem að maður sér nú þennan flotta Xj bíl líka á neðstu mynd.

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 22.nóv 2011, 16:47
frá Hfsd037
Flottur, velkomin

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 22.nóv 2011, 19:56
frá Steini B
Freyr wrote:Sæll, velkominn í hóp jeppaeigenda.

Hvar er mynd nr. 3 tekin?
Hvar kemstu upp á fjallið vestan við Múlakvísl?

Kv. Freyr

Með því að fara veginn uppá Háfell, fer útaf þeim vegi þar sem maður kemur að gömlum kirkjugarði til þess að fara þarna nær brúninni...


jeepson wrote:Þessir lúxar eru voða mikið fyrir að bíta gras greinilega. lúxinn hjá bróðir mínum stendur einmitt á grasi líka. En það fer heldur ekkert á milli mála að orange liturinn er vinsæl þarna þar sem að maður sér nú þennan flotta Xj bíl líka á neðstu mynd.

Það er á hverju ári menningarhátíð hérna í Vík og þá eru allar götur skreyttar í ákveðnum lit.
Við Valdi ákváðum að henda bílunum okkar þarna upp þar sem við erum í Appelsínugulu götunni
(liturinn á bílnum mínum var samt ekki ákveðinn með þetta í huga, fannst hann bara koma svo vel út á BMW sem ég málaði að ég ákvað að prufa á luxann líka :) )

Já, honum þykir greinilega gott að bíta gras, hehe...
Ég á nú líka myndir af honum þar sem hann er niðrí fjöru, hlakka samt til að prufa hann í snjó.

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 23.nóv 2011, 22:33
frá Valdi B
haha já ég á þennan cherokee xj þarna á neðstu myndinni hann er falur fyrstur kemur fyrstur fær !

alltaf flottir þessir tveir !!

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 23.nóv 2011, 23:00
frá LFS
er þettað hilux brettakantur að framan a cherokee ?

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 24.nóv 2011, 12:10
frá Valdi B
já ég á alltaf eftir að setja þá á að aftan og klára að laga þá til.... kemur ótrúlega vel út...

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 06.des 2011, 01:02
frá Steini B
Jæja, loksins kom snjór svo ég gat tekið myndir af honum þar sem hann stendur ekki á grasi :)

Image

Image


Svo er núverandi project:
Um daginn keypti ég mér 2x Hella Luminator kastara sem þola bæði allt að 130w halogen perur
Var svo að fá í dag 100w HID Xenon kit að utan og setti í í dag, á eftir að ganga betur frá snúrunum
tengdi bara allt fyrst lauslega til að tékka hvort allt virkaði ekki örugglega

Munurinn er svakalegur...

Image

100w Halogen lýstu nokkuð vel, en hverfur bara við hliðina á Xenoninu


Kastararnir og HID kerfið

Image

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 06.des 2011, 09:33
frá powerram
Flottur hjá þér frændi en er ekki komin tími á 38" undir ;)

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 06.des 2011, 17:00
frá kári þorleifss
flottur Steini en hvað ertu samt ennþá að gera á sumardekkjunum??

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 08.des 2011, 22:14
frá Valdi B
það er vegna þess að við náum ekki 38" dekkjunum undan cherokee inum... felgurnar eru svo ryðgaðar við bremsuskálarnar að aftan !!! fáránlega fast undir... annars væri steini kominn á 38....

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 09.des 2011, 18:30
frá arni hilux
það er bara kúbein og góð sleggja!

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 09.des 2011, 19:04
frá Eiður
hvað kostaði HID settið í kastarana heim komið og ekki áttu link á síðuna

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 10.des 2011, 00:14
frá Valdi B
arni hilux wrote:það er bara kúbein og góð sleggja!



hehe það virkar ekki... pikkfast helvíti...

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 10.des 2011, 09:12
frá arni hilux
valdibenz wrote:
arni hilux wrote:það er bara kúbein og góð sleggja!



hehe það virkar ekki... pikkfast helvíti...


það er ekkert annað,

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 10.des 2011, 16:32
frá biggi72
arni hilux wrote:
valdibenz wrote:
arni hilux wrote:það er bara kúbein og góð sleggja!



hehe það virkar ekki... pikkfast helvíti...


það er ekkert annað,

Losa uppá rónum og keyra smá hlýtur að losna þannig. :)

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 10.des 2011, 18:17
frá Steini B
Eiður wrote:hvað kostaði HID settið í kastarana heim komið og ekki áttu link á síðuna

Þetta er rétt undir 20þ. hingað komið með skatti.

http://www.ebay.com/itm/100W-xenon-HID- ... 43a879e7cd

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 17.des 2011, 17:35
frá Valdi B
jæja þá er þessi kominn á 38" steini að drepast úr hamingju!

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 27.jan 2012, 00:57
frá Steini B
Já, langt síðan ég fór loksins á 38" aftur, allt annað að hafa hann á þeim...

Svo fór önnur framhjólalegan gjörsamlega. Tók með sér legustútinn og lokuna.
Keypti nýjar lokur en þær pössuðu ekki, þanni að ég festi hann bara í framdrifinu
(Vantar samt ennþá þessa loku)
Já og svo skipti ég um báða krossana í framskaftinu í leiðinni


Hérna er mynd af því sem var áður lega

Image


Og svo var ég að leika mér aðeins í dag í góða veðrinu og tók nokkrar myndir.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 27.jan 2012, 01:00
frá BergurMár
Þessi er hrikalega líkur mínum, sýnist þetta vera sami litur og allt nema minn er extracab :) Mjög reffilegur hjá þér!

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 29.jan 2012, 13:40
frá nonni k
flottur hilux hjá þér. en ertu ekkert hræddur við að hafa kastarana svona neðarlega?

Kv. Nonni

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 29.jan 2012, 18:09
frá Valdi B
hann á eftir að færa þá ofar... held að hann sé að bíða eftir mér í að redda því hehe :D

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 29.jan 2012, 23:10
frá steinarxe
hehe nákvæmnin verður bara betri eftir tvær könnur af polar beer ,það má varla koma a4 blaði á milli bíls og húss þarna á einni myndinni sýnist mér;)

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 30.jan 2012, 10:35
frá Valdi B
ef ég þekki steina rétt þá hefur hann bara dólað á húsið .... :D

Re: '90 Hilux [Orange] 38"

Posted: 16.apr 2012, 00:38
frá Steini B
Jæja, búinn að fara í 2 ferðir á þessum núna, og stendur sig bara nokkuð vel þrátt fyrir lítið vélarafl

Fyrri ferðin fór ég ásamt 4x3 Á flugi, jeppaklúbbur héðan, upp hjá hólaskjól


Nokkrar myndir, á eftir að fá fleiri

Image

Image

Image

Image



Seinni ferðin þá fórum við tveir á Hiluxum uppí Landmannalaugar rétt fyrir páska.

Image

Image

Image


Geggjuð mynd...

Image



Patrol sem við rákumst á, á bakaleiðinni, hann var einbíla og pikkkfastur í krapapitt...

Image