Síða 1 af 1

Land Cruiser 70

Posted: 18.nóv 2011, 19:50
frá Forsetinn
Fyrst að maður er nýr á þessu spjallborði er spurning um að kynna sig.

Ég heiti Halldór og er land Cruiser eigandi, Ég er mikill áhugamaður um allt með 4hjóladrifi. Hef lítið ferðast um hálendið, nema sem krakki að sumarlagi með fjölskyldunni. Vona ég að breyting verði þar á með tilkomu þessa stórfenglega fjórhjóladrifstæki sem Land Cruiserinn er :-)

Ég keypti hann 2005 , notaði hann sem vinnubíl fyrst og fremst, tók hann svo af númerum í nokkur ár. Enda stóð til að gera hann enn betri. Kom hann aftur á götuna sumarið 2009.

Þegar ég keypti hann var hann alveg orginal á 33", keyrður 275þús km, ryð var smávægilegt undir brettaköntum en botn og grind einsog ný. Var búið að bletta samt í svona 300þús skellur. Keypti nýtt gluggastykki í hann 2007minnir mig.

PICT0817 (Small).JPG


Setti ég undir hann stífari OME gorma sem gáfu mér 40-50mm lift. Og setti hann á 35". Fór einusinni á honum uppá Lyngdalsheiði ásamt vini mínum á sleða. Ofmetnaðist aðeins og ætlaði að negla yfir læk þar sem 44-46" bílar höfðu farið yfir. Tek það fram að björgunarsveitin átti leið þarna framhjá :-)

FASTUR2.jpg


Fljótlega eftir þetta var bíllinn tekinn af númerum og í skurðaðgerð sem stóð yfir með hléum til sumarsins 2009.

PICT0218.JPG


Svona lítur djásnið út í dag, keyrður 325þús km og til í allt. Vantar samt fleiri hesta í húddið, en kemst slatta þó.

Image0037.jpg
Image0087.jpg


Þessi gripur gengur undir nafninu Forsetinn í vinahópnum.... sennilegast sökum ríkulegs staðalbúnaðar.

Re: Land Cruiser 70

Posted: 18.nóv 2011, 20:37
frá Forsetinn
Smá teygjuæfingar eftir langa kyrrsetu.

PICT0713breytt-f4x4.jpg


PICT0714-stj__ni.jpg

Re: Land Cruiser 70

Posted: 18.nóv 2011, 21:09
frá stjanib
Get nú sagt að hann er ekki kallaður Forsetinn útaf staðalbúnaði... það er frekar hvað hann er gamall og fer hægt yfir :) ótrúlegt samt hvað hann þraukar, flottur öldungur en vantar nýtt hjarta ( V8 )

Re: Land Cruiser 70

Posted: 19.nóv 2011, 00:12
frá stjanib
Forsetinn wrote:Tek það fram að björgunarsveitin átti leið þarna framhjá :-)
FASTUR2.jpg


Segir okkur það hehe.... en við vitum það að þar sem að cruiser er á ferð um fjöll, þar er björgunarsveitin líka :)))

Og hvenær á svo að skipta um vél??

Re: Land Cruiser 70

Posted: 19.nóv 2011, 00:22
frá Forsetinn
Nú líst mér á það, hvað ertu búinn með margar dósir Stjáni???
Keyptiru örugglega ekki litlar dósir?, Vitum báðir hvað áfengi fer illa með þig heheheh.

Það verður gert þegar þú klárar þinn, þannig að ekkert fyllerí... snáfaðu útí skúr.

Re: Land Cruiser 70

Posted: 25.nóv 2011, 20:41
frá Fetzer
flottur bill

Re: Land Cruiser 70

Posted: 25.nóv 2011, 21:19
frá Hjörvar Orri
Nýr mótor og lenging í leiðinni?

Re: Land Cruiser 70

Posted: 25.nóv 2011, 23:08
frá Forsetinn
Hjörvar Orri wrote:Nýr mótor og lenging í leiðinni?


Það er alltaf verið að spá og spekulera.... held samt að næsta skref sé að fá sér bjór....

Re: Land Cruiser 70

Posted: 26.nóv 2011, 16:39
frá Forsetinn
Fetzer wrote:flottur bill


Hann er fjarskafallegur greyið....

Re: Land Cruiser 70

Posted: 27.nóv 2011, 01:42
frá stjanib
Forsetinn wrote:
Hjörvar Orri wrote:Nýr mótor og lenging í leiðinni?


Það er alltaf verið að spá og spekulera.... held samt að næsta skref sé að fá sér bjór....


Ég held að þú ættir að leggja bjórinn á hilluna... greinilega búinn með of marga þegar að þú keyptir þennan jeppling :))))

Re: Land Cruiser 70

Posted: 07.des 2011, 20:38
frá GeiriLC
komstu kösturunum bara fyrir með því að bora göt í stuðarann eð eitthvað meira fansísystem þarna á bakvið?

Re: Land Cruiser 70

Posted: 09.mar 2013, 21:43
frá stjanib
Er þetta ekki málið og láta forsetann fara á eftirlaun.... best geymdur sem leiktæki fyrir börnin eins og aðrar Toyotur heheh :)

Re: Land Cruiser 70

Posted: 09.mar 2013, 21:48
frá Forsetinn
Þessi rennibrautarcruiser gerir nú meira gagn en druslan þín er búin að gera síðustu ár ;-)
Annars er þetta nokkuð líkleg toppgrind, er að spá í að smíða mér svona...

p.s. hættu að drekka Stjáni.

Re: Land Cruiser 70

Posted: 09.mar 2013, 23:21
frá stjanib
.

Re: Land Cruiser 70

Posted: 27.apr 2013, 01:41
frá stjanib
Var að heyra að Forsetinn væri að gefa upp öndina, drykki meira af olíu og kælivatni en af eldsneyti... er eitthvað til þessu??

Þá er mér spurn..... hver mun verða nýji líffæragjafinn?? Chevy, ford, Dogde eða kannski gamla kona á horninu Toyota :))

K.v

Re: Land Cruiser 70

Posted: 27.apr 2013, 23:26
frá Polarbear
ég á 60 krúser mótor og veit að hann passar í húddið :) en þú verður að skipta um afturhásingu ef þú setur hana í..... eða kaupa lager af afturbrettaköntum.

Re: Land Cruiser 70

Posted: 28.apr 2013, 14:47
frá Forsetinn
Já .... eitthvað verður að stækka slagrýmið til að draga Mjallhvít og Þyrnirós :-)

Re: Land Cruiser 70

Posted: 28.apr 2013, 17:32
frá nobrks
Ég á FF afturhásingarör í réttri breidd ef því er að skipta.

Re: Land Cruiser 70

Posted: 28.apr 2013, 21:42
frá Forsetinn
Já, þið megið báðir senda mér einkapóst með hvaða verð þið eruð með og hvað er í pakkanum/ástand.

kv. Halldór