Land Cruiser 70
Posted: 18.nóv 2011, 19:50
Fyrst að maður er nýr á þessu spjallborði er spurning um að kynna sig.
Ég heiti Halldór og er land Cruiser eigandi, Ég er mikill áhugamaður um allt með 4hjóladrifi. Hef lítið ferðast um hálendið, nema sem krakki að sumarlagi með fjölskyldunni. Vona ég að breyting verði þar á með tilkomu þessa stórfenglega fjórhjóladrifstæki sem Land Cruiserinn er :-)
Ég keypti hann 2005 , notaði hann sem vinnubíl fyrst og fremst, tók hann svo af númerum í nokkur ár. Enda stóð til að gera hann enn betri. Kom hann aftur á götuna sumarið 2009.
Þegar ég keypti hann var hann alveg orginal á 33", keyrður 275þús km, ryð var smávægilegt undir brettaköntum en botn og grind einsog ný. Var búið að bletta samt í svona 300þús skellur. Keypti nýtt gluggastykki í hann 2007minnir mig.
Setti ég undir hann stífari OME gorma sem gáfu mér 40-50mm lift. Og setti hann á 35". Fór einusinni á honum uppá Lyngdalsheiði ásamt vini mínum á sleða. Ofmetnaðist aðeins og ætlaði að negla yfir læk þar sem 44-46" bílar höfðu farið yfir. Tek það fram að björgunarsveitin átti leið þarna framhjá :-)
Fljótlega eftir þetta var bíllinn tekinn af númerum og í skurðaðgerð sem stóð yfir með hléum til sumarsins 2009.
Svona lítur djásnið út í dag, keyrður 325þús km og til í allt. Vantar samt fleiri hesta í húddið, en kemst slatta þó.
Þessi gripur gengur undir nafninu Forsetinn í vinahópnum.... sennilegast sökum ríkulegs staðalbúnaðar.
Ég heiti Halldór og er land Cruiser eigandi, Ég er mikill áhugamaður um allt með 4hjóladrifi. Hef lítið ferðast um hálendið, nema sem krakki að sumarlagi með fjölskyldunni. Vona ég að breyting verði þar á með tilkomu þessa stórfenglega fjórhjóladrifstæki sem Land Cruiserinn er :-)
Ég keypti hann 2005 , notaði hann sem vinnubíl fyrst og fremst, tók hann svo af númerum í nokkur ár. Enda stóð til að gera hann enn betri. Kom hann aftur á götuna sumarið 2009.
Þegar ég keypti hann var hann alveg orginal á 33", keyrður 275þús km, ryð var smávægilegt undir brettaköntum en botn og grind einsog ný. Var búið að bletta samt í svona 300þús skellur. Keypti nýtt gluggastykki í hann 2007minnir mig.
Setti ég undir hann stífari OME gorma sem gáfu mér 40-50mm lift. Og setti hann á 35". Fór einusinni á honum uppá Lyngdalsheiði ásamt vini mínum á sleða. Ofmetnaðist aðeins og ætlaði að negla yfir læk þar sem 44-46" bílar höfðu farið yfir. Tek það fram að björgunarsveitin átti leið þarna framhjá :-)
Fljótlega eftir þetta var bíllinn tekinn af númerum og í skurðaðgerð sem stóð yfir með hléum til sumarsins 2009.
Svona lítur djásnið út í dag, keyrður 325þús km og til í allt. Vantar samt fleiri hesta í húddið, en kemst slatta þó.
Þessi gripur gengur undir nafninu Forsetinn í vinahópnum.... sennilegast sökum ríkulegs staðalbúnaðar.