Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta uppfært 8 jan.


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta uppfært 8 jan.

Postfrá sverrir karls » 17.nóv 2011, 21:13

Sælt veri fólkið, Sverrir heiti ég Karlsson og er frá húsavík, er búinn að vera að fylgjast með þessarri síðu en aldrei haft mig í það að skrá mig hér inn :)

Betra er seint en aldrei ?

Anyway, hér er apparatið mitt..

Keypti þennan bíl í haust og hann er bara búinn að vera vandamál, að vísu hefur það verið fyrir skort á viðhaldi undanfarin misseri, ástandið var svona:

Sprunginn loftpúði að aftan. Bíllinn lak öllu sem hægt var að leka nema rafmagni og bremsuvökva..
Þ.e.a.s , Hráolíutankur lak, afturdrif, framdrif, millikassi, gírkassi, mótor og vatn. Allir krossar í öllum sköftum ónýtir og það var sannarlega ekkert nýskeð. Pinnjónpakkdós á báðum drifum. Jóki á afturdrifi bráðónýtur sökum þess að það var ónýtur kross og hann var réttað segja að verða búinn með jókann sjálfann. Kúplingsdiskur óslitinn enn ónýtur. (bjána gorma system sem var í skralli). Sveifarás pakkdós ónýt. Glóðarkerti ónýt. Þétti hringur fyrir knastás ónýtur: Pakkdós fram úr tímagír ónýt. Pakkdós í stýrismaskínu ónýt. forðabúr fyrir vökvastýrisvökva pisslak. Loftlás að framan óvirkur sökum arfaslaks frágangs á slöngum. Svo fannst mer sérlega fyndið þegar ég tók eftir að annar framdemparinn er á hvolfi... og trékubbur 2by4 til að halda loftkút undir bíl föstum (einnig 1 takki fyrir báða lása, eh sem ég hef ekki séð áður þar sem hinn takkinn var í skottinu á bílnum ásamt loka og öðru) svo var greyið nátturulega gat riðgaður líka.

Svo datt honum í hug að hætta að ganga á öllum uþb mánuði eftir að ég keypti hann. Kippti ventlalokinu af og sá mér til mikillar ánægju að ein undirliftu stöng var komin undan rocker arm og búin að nudda fallegt gat í gegn um ventlalokið, þetta gerðist vegna þess að það brotnaði undirlifta í vélinni og miðjan fór úr henni (því betur fann ég hana) og þessi bíll er með 2.5 Turbo diesel VM motor sem er þannig hannaður að til þess að ná undirliftu úr þarf heddið af vélinni. OG fyrst að heddið þurfti af þá pantaði ég eftirfarandi:

Nýtt efra pakkningarsett
Nýjar undirliftur
Nýjar undirliftu stangir
Nýja vatnsdælu
Ný glóðarkerti
Nýja sveifaráspakkdós
Nýjann O hring fyrir knastás
Nýja pakkdós fram úr tímagír
Nýja eyrhringi í allt sem viðkemur hráolíu
Nýja kúplingu

Það sem ég var búinn að kaupa og skipta um er eftirfarandi:

Alla nýja krossa í alla skapaða hluti undir bílnum
Nýjar pinnjóns pakkdósir
Nýjann jóka í afturdrif
Gera við alla leka undir bílnum nema það sem við kemur mótor
Liðka upp allt sem þurfti að liðka.
Smyrja í allt sem hægt er að smyrja

OG svo keypti ég meira af gramsi sem ég er að vinnaí þessa dagana

4stk 1200KG loftpúða
4 mæla 1-10bar fyrir þá
deilistykki og tengi, lagnir og tilheyrandi fyrir púðana
Svo keypti ég úrhleypibúnað með öllu tilheirandi 4stk mælum, krönum , lögnum og því sem þarf.Svo setti ég líka í hann mp3 spilara, 4 stk 3way hátalara 2stk 2way hátalara 1stk 15" 2600RMS watta Power accoustic MOFO bassakeilu 2500w Class D monoblock magnara og 1stk 4 rása hátalaramagnara, stórann öflugann kraftþétti og sverar snúrur og lagnir Þannig að á endanum verður þetta líklega bíll

Hann stendur hálf berrassaður inní skúr núna vélarlaus, innréttingarlaus, mjög götóttur fjöðrunardapur og vitlaus.

En ef ég horfi á björtu hliðarnar, þá verður þetta hörku helv.. .jeppi þegar ég er búinn ;)

2.5Diesel turbo intercooler, 130hp, 300nm tog, 5 gíra beinskiptur, loftpúða fjöðrun framan og aftan, úrhleypibúnað, hvorutveggja stýrt innan úr bíl, loftlæstur framan og aftan, með ný yfirfarinn mótor, og vitað mál að bíllinn er í lagi. Þá verður loks gaman að fara að leika sér ;)

Læt nokkrar myndir fylgja.

ÞESS MÁ TIL GAMANS GETA AÐ ÖKUTÆKIÐ ER NÝ SKOÐAÐ!... væri til í að eiga nokkur vel valin orð við viðkomandi skoðunarmann......

litli dótahaugurinn minn
Image


aðeins að byrja að riðga, þess má geta að þetta er skárri hliðin...
Image

ekkert sérlega smekklegur gófflötur
Image

búinn að klippa almennilega úr
Image

búinn að sauma sárin saman aftur
Image



enn ógeðslegur er hann nú samt þó hann sé að lagast
Image

það er að byrja að verða pláss. enda voru dekkin sundur skorin og tætt sökum plássleysis
Image

rið rið rið og meira rið
Image

setti helv.. í megraun
Image

búinn að þrífa heddin, betri en ný
Image

þetta var meinið
Image
Síðast breytt af sverrir karls þann 08.jan 2012, 19:49, breytt 5 sinnum samtals.



User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá StefánDal » 17.nóv 2011, 21:18

Frábært framtak! Vona svo sannarlega að þú hafir fengið vagninn á góðu verði;)


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá Offari » 17.nóv 2011, 21:23

Það er dugnaður í þér.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2011, 00:34

Góður - þú færð stórt prik í kladdann fyrir að bjarga svona höfðingja :)

Fékkstu þér nýjan tank undir bílinn og hvar fékkstu hann ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá -Hjalti- » 18.nóv 2011, 07:07

Gaman að sjá þig hér Sverrir. Það er aldeilis dugnaðurin í þér.
ertu búin að selja Broncoinn?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá Burri » 09.des 2011, 23:04

Sælir .. Heyrðu .. Ég átti svona bíl med þessari ógeðs vél. Þú verður að setja í hann svona spennur sem halda undirliftunum á sínum stad. Þetta er hönnunargalli í þessari vél .. Sem wm sjálfir framliddu og settu í þessar vélar eftir á!.. Þetta kostar ekki rassgat og bjargar þessu kaldstarts veseni og endalaust bognu mundirliftustöngum á vélinni. Óþolandi að þurfa opna ventlalokið anna hvern morgun ogmtroða stöngunum undir rokkerarmana.. Þ.e. Eftir að maður er búinn að réttta þær á gangstéttinni.
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá sonur » 11.des 2011, 01:31

Burri wrote:Sælir .. Heyrðu .. Ég átti svona bíl med þessari ógeðs vél. Þú verður að setja í hann svona spennur sem halda undirliftunum á sínum stad. Þetta er hönnunargalli í þessari vél .. Sem wm sjálfir framliddu og settu í þessar vélar eftir á!.. Þetta kostar ekki rassgat og bjargar þessu kaldstarts veseni og endalaust bognu mundirliftustöngum á vélinni. Óþolandi að þurfa opna ventlalokið anna hvern morgun ogmtroða stöngunum undir rokkerarmana.. Þ.e. Eftir að maður er búinn að réttta þær á gangstéttinni.


Hvaða kaldstart vesen er átt við?

Ég á einn svona með vm og á auka vm inni skúr sem fer í Comanche
gott að vita hvað er að áður en ég fer að slaka henni oný.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá Burri » 11.des 2011, 17:47

Þessar vélar eiga það til ad beigja og losa undirliftustangir eins og enginn sé morgundagurinn. losna undan rokkerörmunum og hoppa útum allt og skemma og bogna. Vegna þess að þessi vel a i vandræðum með ad ná upp olíuþriýstingi sérstaklega í kulda og vökvaundirlifturnar lengi að taka við sér. Sem orsakar þetta.
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá sverrir karls » 11.des 2011, 21:46

já það er gott að vita þetta þar sem að þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem að þessi vél gerir þetta. Ekkei ertu svo vel búinn að muna hvar þú fékkst þetta ? Eða hvað þetta heitir á fræðimálinu?


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta

Postfrá sverrir karls » 16.des 2011, 21:04

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sonur » 17.des 2011, 03:04

Mjög flott!!!

gleymdiru nokkuð að taka afturrúðuþurkuna af?

hvernig er það mattaðiru hann niður og bara nýr litur með glæru eða er nýr grunnur undir?
Þarf að gera svona við Comanche-inn
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 17.des 2011, 03:11

ni ákvað að nenna ekki að taka hana af ;) föst á. en virkar..... Mála hana svarta eftir á. mattaði hana bara og málaði svo. mála bara aftur yfir arminn og set nýja þurrku á. Hann er mattaður fyrst með 220 pappír og grunnað það sem gert var við, svo mattaður með 400 og "trukkalína" yfir. Þetta er hreinn litur, glærulaus.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sukkaturbo » 17.des 2011, 07:53

Flottur Sverrir þú færð þetta til baka í skemmtilegum bíl ég öfunda þig af öllu veseninu það er það sem gerir þetta skemmtilegt kveðja guðni á Sigló


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 22.des 2011, 22:19

Hann er allur að koma til, kanntar komnir á, búið að kítta. Búinn að sjóða upp gólfið, grunna það og trefja yfir það alltsaman. Svo er það bara að grunna yfir trebbann á morgun og skutla loftlögnum í fyrir púða og dekk og svo tengja allt heila draslið og henda svo innréttingunni í :)



Image

Image

Image

Image


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá gaz69m » 22.des 2011, 22:24

sverrir karls wrote:Hann er allur að koma til, kanntar komnir á, búið að kítta. Búinn að sjóða upp gólfið, grunna það og trefja yfir það alltsaman. Svo er það bara að grunna yfir trebbann á morgun og skutla loftlögnum í fyrir púða og dekk og svo tengja allt heila draslið og henda svo innréttingunni í :)



Image

Image

Image

Image



afhverju seturu treppa yfir gólfið ertu ekkert hr´ddur um að vatn komist á milli og botnin hverfi í rið drullu
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 22.des 2011, 22:30

akkurat þess vegna sem ég set trebbann. Nú er gólfið alveg heilt undir trebbanum. Það sem er að eyðileggja botninn í þessum bílum er bleita innan frá. Þ.e.a.s menn í blautum skóm og annað og fer niður í gegn um teppið og situr þar og þornar seint og illa... Trebbinn er ekki sérlega viðkvæmur fyrir vatni. Ef að það er trefjað almennilega upp í hliðar á sílsum og almennilega gengið frá hlutunum þá á ekki að komast vatn undir. Svo riðver ég bílinn vel neðanfrá. Þá er von mín sú að þetta Haldi Kj.. þar til bíllinn er úrsér keyrður.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá gaz69m » 22.des 2011, 22:45

með hverju ættlar þú að ryðverja bílin að neðan
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 22.des 2011, 22:49

riðvörn. 70% tektil og 30% vaxi. Það er rosa flott blanda. Ekkert mál að sprauta honum og smígur allstaðar. Myndar svo fallega kolsvarta filmu sem litast alls ekki auðveldlaga af drullu. Helst svartur alveg ótrúlega lengi.


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 23.des 2011, 22:58

afrakstur dagsins :)

Image

Image



Image

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá Bskati » 23.des 2011, 23:28

varstu að dekka kók Sverrir?

Hringdu í mig þegar þú verð að prófa, ég skal draga þig heim þegar hann bilar :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 23.des 2011, 23:37

það er uppi á þer typpið eins og venjulega :)

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá Bskati » 23.des 2011, 23:42

sverrir karls wrote:það er uppi á þer typpið eins og venjulega :)


alltaf
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá gambri4x4 » 24.des 2011, 00:51

Jæja Sverrir verður Cherokee klár á gamlárs?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá jeepson » 24.des 2011, 01:27

Djöfull er þetta orðið flott hjá þér. Þú færð hrós frá mér fyrir alla vinnuna og tímann sem hefur farið í þetta :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá Turboboy » 26.des 2011, 21:27

Flottur hjá þér ! Greinilega lagður metnaður í þetta svo viðgerðin dugi !

Mér finnst þessi hugmynd með trebban góð, mögulega eitthvað sem ég mun nota í framtíðini :)

Glæsileg kerra hjá þér !
Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá LFS » 26.des 2011, 21:59

hver er hugmyndinn bak við trebban ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá gambri4x4 » 26.des 2011, 22:04

sverrir karls wrote:akkurat þess vegna sem ég set trebbann. Nú er gólfið alveg heilt undir trebbanum. Það sem er að eyðileggja botninn í þessum bílum er bleita innan frá. Þ.e.a.s menn í blautum skóm og annað og fer niður í gegn um teppið og situr þar og þornar seint og illa... Trebbinn er ekki sérlega viðkvæmur fyrir vatni. Ef að það er trefjað almennilega upp í hliðar á sílsum og almennilega gengið frá hlutunum þá á ekki að komast vatn undir. Svo riðver ég bílinn vel neðanfrá. Þá er von mín sú að þetta Haldi Kj.. þar til bíllinn er úrsér keyrður.





Þetta er hugmyndin með trebban


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá sverrir karls » 27.des 2011, 23:50

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá sonur » 29.des 2011, 02:57

BARA svalt!!

Hvernig er að keyra þetta tómt? eða er einhver dempari inní þessu?
notaru ekki bara demparana orginal áfram?

Hef veri að pæla í svipuðu í Comanche, verðið á stærri gormum og fjöðrum að aftan er
næstum sama verð og að kaupa loftpúða system
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá sverrir karls » 29.des 2011, 03:21

eru á leið nuna frá borg óttans nýjir rancho 5000 demparar að framan, er á fínum að aftan

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá AgnarBen » 29.des 2011, 13:52

sverrir karls wrote:eru á leið nuna frá borg óttans nýjir rancho 5000 demparar að framan, er á fínum að aftan


Hvað kostar parið nýtt og hvar keyptirðu þá ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 16 des

Postfrá gaz69m » 29.des 2011, 14:01

sverrir karls wrote:akkurat þess vegna sem ég set trebbann. Nú er gólfið alveg heilt undir trebbanum. Það sem er að eyðileggja botninn í þessum bílum er bleita innan frá. Þ.e.a.s menn í blautum skóm og annað og fer niður í gegn um teppið og situr þar og þornar seint og illa... Trebbinn er ekki sérlega viðkvæmur fyrir vatni. Ef að það er trefjað almennilega upp í hliðar á sílsum og almennilega gengið frá hlutunum þá á ekki að komast vatn undir. Svo riðver ég bílinn vel neðanfrá. Þá er von mín sú að þetta Haldi Kj.. þar til bíllinn er úrsér keyrður.



en hvernig ættli væri að mála botnin vel smyrja svo feiti yfir allan botnin og gera svo trebbaskel sem nær vel uppíhliðar og almennilega gengið frá , er mikið farin að spá í að trebba yfir botnin á bílnum mínum en spurning hvort ég set feiti á milli
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá sverrir karls » 29.des 2011, 18:42

eg er ekki viss um að trebbinn yrði sérlega ánægður með að hafa feiti á milli..... Það er amk eitthvað sem ég myndi ekki þora að prófa.. Trefjinn bindur sig ofan í járnið og þegar maður setur resin í trefjann þá að sjálfsögðu gegn blotnar hann og ég er ekki viss um að það yrði skynsamur grautur að hafa resin með feiti í og jukka því ofan í trefjann.

Án þess að ég fullyrði nokkuð en þá get ég ekki ímyndað mer að það sé skynsamlegt.


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá sverrir karls » 29.des 2011, 18:45

AgnarBen wrote:
sverrir karls wrote:eru á leið nuna frá borg óttans nýjir rancho 5000 demparar að framan, er á fínum að aftan


Hvað kostar parið nýtt og hvar keyptirðu þá ?



Þeir eru 49.5 cm saman og sléttir 80 sundur. með auga ofan og neðan (sker augað frá að ofan og set tein í staðinn til að þeir passi)

stykkið af þessum kostar rétt tæpann 11 þus kall.

Hann gaf mer afslátt og ég fæ parið á 19 þusund.

Talaðu við Tóta hjá Bílabúð Benna. 5902015

Kveðja Sverrir K

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá LFS » 29.des 2011, 19:05

sverrir karls wrote:eg er ekki viss um að trebbinn yrði sérlega ánægður með að hafa feiti á milli..... Það er amk eitthvað sem ég myndi ekki þora að prófa.. Trefjinn bindur sig ofan í járnið og þegar maður setur resin í trefjann þá að sjálfsögðu gegn blotnar hann og ég er ekki viss um að það yrði skynsamur grautur að hafa resin með feiti í og jukka því ofan í trefjann.

Án þess að ég fullyrði nokkuð en þá get ég ekki ímyndað mer að það sé skynsamlegt.


ekki nema að hafa plast ofan á feitinni og trebba svo en þá er trebbinn nattlega laus frá botninum og spurning hvort það skapi einhver leiðindi svo sem ef farið er ofan i á og það flæði i bilinn og vatn kemst undir trefjaplastið eða einhvað slikt !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá sverrir karls » 29.des 2011, 19:28

það er að öllum líkindum akkurat það sem myndi gerast :)


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá nicko » 29.des 2011, 23:54

Hvað er púðinn langt frá ballansstönginni með lofti í?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá Freyr » 30.des 2011, 00:15

AgnarBen wrote:
sverrir karls wrote:eru á leið nuna frá borg óttans nýjir rancho 5000 demparar að framan, er á fínum að aftan


Hvað kostar parið nýtt og hvar keyptirðu þá ?


Sæll Agnar.

Demparar sem eru 49,5 saman og 80 sundur eru allt of langir fyrir þig. Hjá mér er gormasætið og um leið demparafestinginn færð upp um 8 cm á hásingunni. Max lengd af dempara sem ég get notað er um 34 cm saman og þú væntanlega örlítið styttri (man ég ekki rétt að gormasætið ásamt demparafestingu fór upp um 10 cm?). Auk þess ganga þeir svo langt í sundur að það myndi verða mjög mikil spenna á stýrisendana, þeir gera ekki meira en að rétt sleppa eins og þetta er hjá þér í dag.

Kv. Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá AgnarBen » 30.des 2011, 01:01

Freyr wrote:
AgnarBen wrote:
sverrir karls wrote:eru á leið nuna frá borg óttans nýjir rancho 5000 demparar að framan, er á fínum að aftan


Hvað kostar parið nýtt og hvar keyptirðu þá ?


Sæll Agnar.

Demparar sem eru 49,5 saman og 80 sundur eru allt of langir fyrir þig. Hjá mér er gormasætið og um leið demparafestinginn færð upp um 8 cm á hásingunni. Max lengd af dempara sem ég get notað er um 34 cm saman og þú væntanlega örlítið styttri (man ég ekki rétt að gormasætið ásamt demparafestingu fór upp um 10 cm?). Auk þess ganga þeir svo langt í sundur að það myndi verða mjög mikil spenna á stýrisendana, þeir gera ekki meira en að rétt sleppa eins og þetta er hjá þér í dag.

Kv. Freyr


jamm, ég veit. Rancho 5000 að framan fyrir stock Cherokee (RS5128) er gefið upp sem saman 33cm og sundur 53 cm en síðan er líka hægt að fá lengri dempara í Cherokee-inn (RS5239) sem eru gefnir upp saman 36,5cm og sundur 60cm. Þessir demparar eru með pinna að ofan.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
sverrir karls
Innlegg: 50
Skráður: 17.nóv 2011, 20:34
Fullt nafn: Sverrir Yngvi Karlsson

Re: Cherokee XJ diesel 36" loft hitt og þetta update 27 des

Postfrá sverrir karls » 30.des 2011, 02:06

það er búið að færa festingarnar.. Dempararnir sem voru í voru 51 og 70 :)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir