Síða 9 af 9

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.feb 2015, 16:28
frá Bskati
Valdi B wrote:
ekkert að fyrirgefa hehe :) en það verður gaman að sjá þennan þráð fara í gang aftur þegar hilux fær nýjann mótor.

síkkaðir þú klafafestingarnar neðar á grindinni þegar þú smíðaðir klafana ? og eins, færðir þú þær framar ?

ég er með 90 krúser sem er svona planið að nota original í sumar og sanka að sér hlutum í breytingu og breyta honum svo fyrir næsta vetur og ætla að halda klöfunum. en vil samt ná sæmilegri fjöðrun og spurning hvað ég kemst upp með...nenni ekki brasi við að síkka klafana eða færa framar en vil samt gera þetta að nothæfum jeppa


Það eina sem ég gerði við neðri festingarnar var að sjóða boltaða biltann milli fremri festingana fastann og bæta svo styrkingum á þetta hér og þar.

Efri festingarnar smíðaði ég nýjar, þar sem það var ómögulegt að nota originalfestingar því þær gera ráð fyrir vindustönginni.

Ég færði þetta sem sagt ekkert fram eða niður. Það sem ég gerði hinsvegar var að ég hafði neðri spindilkúluna 10 mm framar í nýju neðri spyrnunni til að fá aukið svigrúm í spindilhalla stillingum. Ég notaði það svo reyndar ekkert, því hann var ómögulegur með mikinn spindil halla, hefði þurft að breyta king pin horninu líka ef ég æltaði að nota meiri spindil halla.

Ég held þú þurfir ekkert að eiga við þetta á LC90, bara klippa duglega úr og fá þér svo góða dempara sem eru aðeins lengri og gefur c.a. 40 mm lift, td Fox coilover minnir að þeir séu til bolt on, ef ekki þá má nota Hilux eða lc150 Fox dempara.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.feb 2015, 23:17
frá Valdi B
takk fyrir svörin ég á eftir að grafa þetta upp þegar ég fer að byrja á breytingum :)

það er draumurinn að geta bara skorið nóg úr og sagt það gott hehe

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 06.nóv 2019, 17:45
frá juddi
Skrambans myndirna týndar held að þetta sé álýka slvarlegt og ef handritin mundu týnast held samt að þetta séu merkilegri heimildir