Síða 6 af 9

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 09:08
frá jeepcj7
Helflottur hilux hjá þér.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 11:26
frá Játi
Helvíti flottur!!!!
þú verður svo að deila reynsluni af þessu svo aðrir geti lært af þessu og prófað svipaðar aðferðir

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 12:00
frá reyktour
Þetta er BARA FLOTT.
Frábært að sjá að menn þora að fara aðrar leiðir.
Deildu endilega sem mest með okkur hinum.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 13:29
frá Tómas Þröstur
Gaman að fylgjast með þessu, sýnist að öll vinna og hugmyndafræði við breytinguna sé á yfirvegaðan og skynsaman hátt. Ekki verið að hækka bílinn of mikið eða setja allt of stór dekk heldur reynt að fá það besta út úr bílnum svona almennt séð án þess að ofgera.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 19:16
frá wstrom
Glæsilegur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 19:40
frá Lalli
flottur endilega setja fleiri myndir

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 22:45
frá Raggi B.
Á eftir að sprauta neðri hlutann á stuðaranum ?

Afsakið ef þetta hefur komið fram á fremri síðu ég renndi hratt í gegnum þær.

En þessi kemur mjög flott út hjá þér, verður gaman að sjá myndir fullkláraðann !

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 13.feb 2013, 01:24
frá Bskati
Raggi B. wrote:Á eftir að sprauta neðri hlutann á stuðaranum ?

Afsakið ef þetta hefur komið fram á fremri síðu ég renndi hratt í gegnum þær.

En þessi kemur mjög flott út hjá þér, verður gaman að sjá myndir fullkláraðann !


nei þetta er bara plast svunta sem verður þarna tímabundið, stendur til að smíða nýjan framstuðara.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 13.feb 2013, 01:25
frá Bskati
Oskar K wrote:hvernig er að geta farið yfir hraðahindranir á 100+ ?


veit ekki, það er 30 km/klst hámarkshraði á flestum stöðum þar sem eru hraðahindranir :)

svo er hann ekki kominn á númer heldur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 13.feb 2013, 01:26
frá Bskati
HaffiTopp wrote:Glæsilegt. Hvaða hlutföll eru í honum?


4.88:1

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 16.feb 2013, 01:41
frá Gilson
sá þennan á ferðinni í dag og það er greinilegt að hér er mjög verklegur jeppi á ferð. Til hamingju !

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 16.feb 2013, 09:06
frá HaffiTopp
Sá hann á ferðinni um daginn í Ártúnsbrekkunni. Dreif meira að segja niður hana og allt :D
Er soldið mikið rauður, svona Cherry rauður, það sést ekki á myndunum allavega.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 16.feb 2013, 13:28
frá jeepson
Bskati wrote:Image


Hrikalega flottur :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 16.feb 2013, 20:19
frá juddi
Það verður forvitnilegt að frétta hvernig græjan stóð sig um helgina , það var allavega settur afdankaður hermaður í farþegasætið sem tilraunadýr

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 17.feb 2013, 15:56
frá Bskati
já ég var að koma heim úr prufutúrnum. Þetta virkar flott. Smávægilegt vandamál með öxla að framan, hann fjaðrar of langt í stundur. Flangsinn á stubböxlinum hægrameginn brotnaði af. Þarf bara að setja samsláttarpúðana í eins og ég var að hugsa um að gera og skipta um þennan öxulstubb, nóg til af þeim.

En maður þarf ekki mikið að slá af á þessum bíl, intercoolerinn er kominn á forgang. Set inn myndir á morgun sennilega.

Eyðslan var hófleg, 16 lítrar á hundraði, landvegur-laugar-smá spól-reykjavík um 400 km.

kv
Baldur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 17.feb 2013, 16:50
frá kári þorleifss
slá af? Er þetta ekki bara 2.5 diesel hilux ;)

annars flottur bíll, langar að sjá fleiri myndir af honum utandyra og í snjó

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 17.feb 2013, 17:17
frá Bskati
kári þorleifss wrote:slá af? Er þetta ekki bara 2.5 diesel hilux ;)

annars flottur bíll, langar að sjá fleiri myndir af honum utandyra og í snjó


ég sló mun meira af á gamla 2.4 bílnum mínum. Þarna voru bílar með stærri vélum sem ég tók auðveldlega framúr í ósléttum.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 17.feb 2013, 17:35
frá Maggi
Hann er mjög flottur.

tvær spurningar, hvað nærðu löngu traveli út í hjól og hve mikið í samslátt?
Hvað er svona bíll þungur?

kv
Maggi

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 17.feb 2013, 18:10
frá StefánDal
Til hamingju! Það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með þessu og mig hlakkar til að sjá þetta í action.


kári þorleifss wrote:slá af? Er þetta ekki bara 2.5 diesel hilux ;)

annars flottur bíll, langar að sjá fleiri myndir af honum utandyra og í snjó


Ég held að menn séu ekki alveg að átta sig á því að lágur þyngdarpunktur og svona fjöðrun er ekki bara tíska. Gaman væri að reyna að setja upp formúlu þar sem maður getur séð það svart á hvítu hvað svona bíll nýtir hestöflin mikið betur en bíll með vanþróaða fjöðrun.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 18.feb 2013, 21:01
frá Bskati
Maggi wrote:Hann er mjög flottur.

tvær spurningar, hvað nærðu löngu traveli út í hjól og hve mikið í samslátt?
Hvað er svona bíll þungur?

kv
Maggi


60 cm travel að aftan 35 cm saman
30 cm að framan c.a. 17 cm saman eins og hann stendur núna

hann var viktaður 1860 kg fyrir skoðun

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 18.feb 2013, 22:07
frá Bskati
nokkrar myndir úr prufutúrnum

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 18.feb 2013, 22:35
frá MattiH
Hrikalega gæjalegur ;)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.feb 2013, 14:54
frá Hr.Cummins
BARA flott...

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 12:33
frá Dodge
Töff græja!

Þannig að nú má standa hann daglangt yfir allt eins og vélin getur?

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 12:36
frá Óskar - Einfari
Virkilega flottur Hilux. Búið að vera gaman að fylgjast með breytingarferlinu :)

Til hamingju með þetta :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 13:00
frá gislisveri
Rosalega flott, öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 15:04
frá Bskati
Dodge wrote:Töff græja!

Þannig að nú má standa hann daglangt yfir allt eins og vélin getur?


já eiginlega, alveg þangað til ökumaðurinn verður hræddur og slær af.

En það mætti alveg bæta nokkurn hestöflum við, þetta er voða fínt á jafnsléttu, en í löngum brekkum finnur maður að þetta er Hilux með litla vél. Ég þarf að setja intercoolerinn og kubbinn í við fyrsta tækifæri.

annars þakka ég falleg orð í garð bílsins :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 15:15
frá Forsetinn
Búið að vera gaman að fylgjast með þessum þráð og til hamingju með flottan hilux.

En náðist ekkert video af þessum í túrnum?
Væri gaman að sjá hreyfimyndir af þessari smíði hjá þér :-)

kv. Halldór

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 15:20
frá ellisnorra
Þú átt skilið stórt hrós fyrir flotta og vel unna smíði.
Tek undir með það, gaman væri að sjá video af fjöðruninni virka.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 16:45
frá Hfsd037
Bskati wrote:
Dodge wrote:Töff græja!

Þannig að nú má standa hann daglangt yfir allt eins og vélin getur?


já eiginlega, alveg þangað til ökumaðurinn verður hræddur og slær af.

En það mætti alveg bæta nokkurn hestöflum við, þetta er voða fínt á jafnsléttu, en í löngum brekkum finnur maður að þetta er Hilux með litla vél. Ég þarf að setja intercoolerinn og kubbinn í við fyrsta tækifæri.

annars þakka ég falleg orð í garð bílsins :)



Fyrst þú ert með common rail, hefur þér dottið í hug að fá þér D4D?

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 17:55
frá Bskati
Hfsd037 wrote:
Fyrst þú ert með common rail, hefur þér dottið í hug að fá þér D4D?


þetta er D4D common rail mótor ;) 2.5 (2KD-FTV)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 19:56
frá Hfsd037
Bskati wrote:
Hfsd037 wrote:
Fyrst þú ert með common rail, hefur þér dottið í hug að fá þér D4D?


þetta er D4D common rail mótor ;) 2.5 (2KD-FTV)



Úps, var búinn að gleyma því að D4D næði yfir aðra mótora líka.
Ég átti við 3 lítra vélina

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 27.feb 2013, 20:28
frá Bskati
Hfsd037 wrote:
Bskati wrote:
Hfsd037 wrote:
Fyrst þú ert með common rail, hefur þér dottið í hug að fá þér D4D?


þetta er D4D common rail mótor ;) 2.5 (2KD-FTV)



Úps, var búinn að gleyma því að D4D næði yfir aðra mótora líka.
Ég átti við 3 lítra vélina


þessi mótor verður í honum í einhvern tíma amk. En ef ég fer í mótorskipti einhvern tíman þá hugsa ég að það taki því varla að fara í 3 lítra vélina. Myndi sennilega fara í eitthvað stærra ef ég færi í þetta á annað borð. Allt óákveðið með það samt, margt sem þarf að klára í honum fyrst.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 28.feb 2013, 02:06
frá Valdi B
ég er rosa forvitinn með ljósbláa double cabinn sem sést á mörgum myndum þarna :) hefurðu eitthverjar upplýsingar um hann og betri myndir ? :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 28.feb 2013, 18:42
frá Bskati
valdibenz wrote:ég er rosa forvitinn með ljósbláa double cabinn sem sést á mörgum myndum þarna :) hefurðu eitthverjar upplýsingar um hann og betri myndir ? :)


Ég vil ekki setja inn upplýsingar um annarra manna bíla.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 28.feb 2013, 22:10
frá Valdi B
skil það svosem, en þú mátt benda eigandanum á að skrá sig á jeppaspjallið og setja inn þráð um þennan fallega bíl :D

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 06.apr 2013, 16:11
frá jongud
Ég er með smá spurningu varðandi breytinguna að framan;
Var eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar maður er að smíða svona uppá sérskoðun til að gera?
Eru gerðar einhverjar sérstakar kröfur varðandi klafasmíðina?

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 06.apr 2013, 19:39
frá Bskati
jongud wrote:Ég er með smá spurningu varðandi breytinguna að framan;
Var eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar maður er að smíða svona uppá sérskoðun til að gera?
Eru gerðar einhverjar sérstakar kröfur varðandi klafasmíðina?


Ekki vil ég meina það, ég sé ekki mun á því að smíða stífur hvort sem þær liggja langs eða þvert í bílnum. Menn hafa amk getað smíðað 4 link að framan án vandræða. Skoðunarmennirnir sem skoðuðu þennan veltu þessu svolítið fyrir sér en slepptu mér svo í gegn þegar ég var búinn að útskýra þetta allt fyrir þeim, hvernig ég hannaði þetta og reiknaði út styrkinn á þessu dóti. Vildu reyndar fyrst fá nafnið á framleiðendanum af þessu 'kitti' :)

Ef ég man rétt þá þarf vottun á öllum sérsmíðuðum hlutum í stýrisgangi, svo þetta er spurning hvort menn telja stífurnar hluta af stýrisbúnaði eða ekki.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 06.apr 2013, 19:54
frá lecter
ein spurning er hægt að nota þessa kanta annað hvort af þinum eða tacomuni á 92 4runner og kansk með smá föndri þá og hvar fást þeir

er bara að hugsa að þessir kantar eru mun ofar á brettunum minna að hækka upp eða leyfir mun leingri fjöðrun

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 06.apr 2013, 20:51
frá Gilson
ég leyfi mér að fullyrða að hvorutveggja séu sérsmíðaðir kantar.