Síða 5 af 9

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.jan 2013, 16:12
frá Hr.Cummins
Ég var að vinna með Erni hjá B&L á sínum tíma, topp náungi :)

Þetta er alveg sick project, hlakka til að sjá þetta og skoða.. :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.jan 2013, 20:09
frá Bskati

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.jan 2013, 20:10
frá Bskati
Hr.Cummins wrote:Ég var að vinna með Erni hjá B&L á sínum tíma, topp náungi :)

Þetta er alveg sick project, hlakka til að sjá þetta og skoða.. :)


Já hann er góður drengur.

Ég verð að reyna að mæta eitthvert með þetta þar sem menn geta skoðað.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.jan 2013, 21:30
frá ellisnorra
Það er farið að sjást fyrir endann á þessu, sjúklega flott :)

Eitt sem mér finnst samt stinga smá í augað, afhverju fylltiru ekki upp í húsið þar sem hjólboginn var fyrir afturhjólið, í staðinn að láta kantinn covera það?

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 26.jan 2013, 22:26
frá Bskati
elliofur wrote:Það er farið að sjást fyrir endann á þessu, sjúklega flott :)

Eitt sem mér finnst samt stinga smá í augað, afhverju fylltiru ekki upp í húsið þar sem hjólboginn var fyrir afturhjólið, í staðinn að láta kantinn covera það?


áttu við af hverju ég fyllti það ekki upp með blikki?

það var þægilegt að gera þetta svona, og svo er mun meiri hætta á ryðmyndun í blikki heldur en í trebba :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 18:56
frá hobo
Mr.Kool wrote:meiri heimskan að eyða allri þessari vinnu í að smíða jeppa sem á aldrei eftir að drífa neitt ! ALLTOF lár og svo vita nú allir sem eitthvað hafa smá vit í hausnum að þetta klafadrasl á aldrei eftir að endast neitt og safnar bara snjó fyrir framan sig..

ps á fyrir þig Patrol hásinga sett þegar þú gefst upp á þessari vitleysu !


Svona svona, það þýðir ekkert að vera djellöss ;)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 19:13
frá Hfsd037
hobo wrote:
Mr.Kool wrote:meiri heimskan að eyða allri þessari vinnu í að smíða jeppa sem á aldrei eftir að drífa neitt ! ALLTOF lár og svo vita nú allir sem eitthvað hafa smá vit í hausnum að þetta klafadrasl á aldrei eftir að endast neitt og safnar bara snjó fyrir framan sig..

ps á fyrir þig Patrol hásinga sett þegar þú gefst upp á þessari vitleysu !


Svona svona, það þýðir ekkert að vera djellöss ;)


Þetta er bara grautfúll Patrol karl eins og þeir eru flestir hehe

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 19:27
frá seg74
Við skulum nú lofa manninum að klára hann áður en við setjum út á drifgetuna.....

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 19:54
frá jeepson
seg74 wrote:Við skulum nú lofa manninum að klára hann áður en við setjum út á drifgetuna.....


Ég held að það sé algjört lágmark. Enda bara gaman þegar að menn fara aðrar leiðir og geta þá kannað hvort að hlutirnir virki eða ekki. Enda get ég ekki séð hvað er að því að vera með bílinn lágann. Hann þolir mun meiri hliðar halla og verður bara skemtilegri. Þeir sem hafa eitthvað útá þessi skrif mín að setja vinsamlegast sendið það í einkapóst.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 19:56
frá jongud
seg74 wrote:Við skulum nú lofa manninum að klára hann áður en við setjum út á drifgetuna.....


Alveg sammála, það eru alltaf til einhverjir afturhaldsseggir. En sem betur fer eru alltaf til menn sem prófa eitthvað nýtt, annars værum við ennþá með glóðarhausmótora...

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 20:23
frá gislisveri
Akuru seturðu ekki 3.4 Bjúik í bílinn, það er alger rjómi, þú kemst ekkert á svona grútarbrennara, svo er eina vitið að nota klofhásingu úr gömlum bronkó, það er gæðastöff, sjálfstæð fjöðrun OG hásing, gerist ekki betra, færa vélina alveg fram yfir hásinguna, helst fram fyrir hana, annars drífurðu ekkert í brekku, eða er kannski planið að fara ekki í brekkur, láttu mig þekkja það ég er nú búinn að eiga hælux skal ég segja þér, hann var á blaðfjöðrum og það var eins og að svífa á skýi.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 20:25
frá Hr.Cummins
hahahaha, frekar 3.0 V6 Toyota bensín :D

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 20:40
frá -Hjalti-
jeepson wrote:
seg74 wrote:Við skulum nú lofa manninum að klára hann áður en við setjum út á drifgetuna.....


Ég held að það sé algjört lágmark. Enda bara gaman þegar að menn fara aðrar leiðir og geta þá kannað hvort að hlutirnir virki eða ekki. Enda get ég ekki séð hvað er að því að vera með bílinn lágann. Hann þolir mun meiri hliðar halla og verður bara skemtilegri. Þeir sem hafa eitthvað útá þessi skrif mín að setja vinsamlegast sendið það í einkapóst.


Sérðu ekkert slæmt við það að hafa bíl lágan ? Ákveða öll leiðarvöl með það í huga að þurfa aldrei að krossa ár eða háa bakka ? Lenda í klaka eða álíka ?

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 20:41
frá Hr.Cummins
-Hjalti- wrote:
jeepson wrote:
seg74 wrote:Við skulum nú lofa manninum að klára hann áður en við setjum út á drifgetuna.....


Ég held að það sé algjört lágmark. Enda bara gaman þegar að menn fara aðrar leiðir og geta þá kannað hvort að hlutirnir virki eða ekki. Enda get ég ekki séð hvað er að því að vera með bílinn lágann. Hann þolir mun meiri hliðar halla og verður bara skemtilegri. Þeir sem hafa eitthvað útá þessi skrif mín að setja vinsamlegast sendið það í einkapóst.


Sérðu ekkert slæmt við það að hafa bíl lágan ? Ákveða öll leiðarvöl með það í huga að þurfa aldrei að krossa ár eða háa bakka ? Lenda í klaka eða álíka ?


Háir bakkar... þá bara taka menn þetta á ferðinni :) Baja style stökk bara ;)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 20:51
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:
jeepson wrote:
seg74 wrote:Við skulum nú lofa manninum að klára hann áður en við setjum út á drifgetuna.....


Ég held að það sé algjört lágmark. Enda bara gaman þegar að menn fara aðrar leiðir og geta þá kannað hvort að hlutirnir virki eða ekki. Enda get ég ekki séð hvað er að því að vera með bílinn lágann. Hann þolir mun meiri hliðar halla og verður bara skemtilegri. Þeir sem hafa eitthvað útá þessi skrif mín að setja vinsamlegast sendið það í einkapóst.


Sérðu ekkert slæmt við það að hafa bíl lágan ? Ákveða öll leiðarvöl með það í huga að þurfa aldrei að krossa ár eða háa bakka ? Lenda í klaka eða álíka ?



Hvaða væl er þetta :D hefurðu aldrei heyrt um að keyra ská í bakkana?
Lágir jeppar eru miklu skemmtilegri að öllu leiti heldur en háir jeppar..
Ef ég væri að breyta jeppa í dag þá færi ég svipaða leið og Bskati

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 20:54
frá -Hjalti-
Væl ? hver er að væla ? Þetta á alveg rétt á sér og gangi þér vel að keyra á ská útum allt... þetta hefur marga kosti , ég sé líka marga ókosti. Hálendið er ekki ein flöt harðfenn eyðimörk.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 31.jan 2013, 21:00
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:Væl ? hver er að væla ? Þetta á alveg rétt á sér og gangi þér vel að keyra á ská útum allt... þetta hefur marga kosti , ég sé líka ókosti


Jájá þetta hefur vissulega bæði kosti og ókosti, en ég er viss um þessi gefi ekkert eftir mínum upp bakka þótt minn sé upphækkaður á bodýi.
Svo er hann líka búinn að færa hásinguna aftar sem hjálpar rosalega til í bökkum

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 00:56
frá juddi
Þetta hlítur að vera ástæðan fyrir því að menn setja háan topp á Econoline hann drífur mikið meyra á eftir djöfull er ég heppin að eiga háan topp get þá slept því að punga út fyrir 46"

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 01:08
frá Forsetinn
Hvað er þetta barnaland.is?

Leyfið manninum að smíða draumabílinn sinn og hættiði þessu þrasi.

Kv. Halldór

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 12:14
frá halli7
Mr.Kool wrote:
Forsetinn wrote:Leyfið manninum að smíða draumabílinn sinn og hættiði þessu þrasi.


haha hvern dreymir um að smíða Hilux ! Við vitum það allir að jeppar drífa betur með frammhásingu ! og að efribrún á dekki á að vera við neðri brún á sílsa . þá drífa menn LANG mest !

Slepptu því bara að commenta ef þér finnst þetta svona hrikalega heimskulegt...

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 12:41
frá Dúddi
Eru allir orðnir krossvangefnir, leifið manninum að smíða sinn bíl í friði og eins og hann vill hafa hann, það þarf að prófa svona hluti til að vita hvort hann virki, hvernig haldiði að þetta hafi byrjað i þessum breytingum, það þurfti einhver að prófa að breyta bronco í upphafi til dæmis, prófa hlutina.
Reyniði að taka þessa umræðu upp á þroskað level og leifa venjulegu fólki að njóta þess að fylgjast með þessu protjekti, hinir haldi sig til hlés.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 12:48
frá -Hjalti-
Forsetinn wrote:Hvað er þetta barnaland.is?

Leyfið manninum að smíða draumabílinn sinn og hættiði þessu þrasi.

Kv. Halldór


Dúddi wrote:Eru allir orðnir krossvangefnir, leifið manninum að smíða sinn bíl í friði og eins og hann vill hafa hann, það þarf að prófa svona hluti til að vita hvort hann virki, hvernig haldiði að þetta hafi byrjað i þessum breytingum, það þurfti einhver að prófa að breyta bronco í upphafi til dæmis, prófa hlutina.
Reyniði að taka þessa umræðu upp á þroskað level og leifa venjulegu fólki að njóta þess að fylgjast með þessu protjekti, hinir haldi sig til hlés.


Hvað er í gangi hérna ? Er orðið bannað að ræða hluti hér ? Það var engin að ráðast á þessar breitingar hjá Baldri! Voðalega eru menn orðnir viðkvæmir fyrir annara hönd. Auðvitað hefur það eitthverja ókosti að vera með lágan bíl en kostirnir yfirgnæfa þá alveg örugglega.
Slakið á félagar :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 12:52
frá gislisveri
Jú Hjalti, það var einn sem fór yfir strikið, enda fékk hann að fjúka út í hafsauga og póstarnir hans með. Veit ekki hvort Mr. Kool er tröll eða bara illa upp alinn, en hann var ekki bannaður, svo ef hann vill taka þátt hérna getur hann skráð sig aftur og verið til friðs.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 15:01
frá Karvel
Minna mas, fleiri myndir ! :)

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 15:45
frá xenon
Myndir seigja meira en 1000 orð, flott verkefni hér á ferð, ég dáist af svona mönnum

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 15:55
frá SævarM
Þetta verður klárlega með flottari Hiluxum á landinu hvort sem hann drífur mest eða lengst af öllum.
Enda er málið ekki alltaf að komast lengst heldur skemmta sjálfum sér og ferðast um landið í leiðinni..

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 01.feb 2013, 16:38
frá Hr.Cummins
SævarM wrote:Þetta verður klárlega með flottari Hiluxum á landinu hvort sem hann drífur mest eða lengst af öllum.
Enda er málið ekki alltaf að komast lengst heldur skemmta sjálfum sér og ferðast um landið í leiðinni..


Vantar like-takka á þetta spjall...

Eins þykir mér svo fyndið að hugsa til þess að allt sem að er gert á Íslandi er best í heimi, það kemur náttúrulega ekki til greina að það sé til sá staður í heiminum þar sem að hlutirnir geta verið betri og öflugari...

Menn eru alltaf svo vanafastir hérna...

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 02.feb 2013, 10:24
frá juddi
Ég veit ekki betur en Orange Tacoman hans Gísla drifi vel og virki á fjöllum ofl bílar sem hafa verið lagt smíðaðir, menn eru bara lengi að venjast þessu, þetta hefur auðvitað kosti og galla bara spurning eftir hverju menn leyta þegar þeyr smíða sér jeppa, ég tók td 36" breyttan stóra Bronco fyrir ca 15 árum og tók allar upphækanir úr honum og setti á 40" breikkaði bara orginal brettin, og var talin gjörsamlega galinn en þetta virkaði hefði reyndar viljað nota eithvað annað en 40" muddera

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 02.feb 2013, 18:04
frá lecter
ja ef ég væri að smiða 38" bil i dag þá klipti ég bara úr boddy eingar hækkanir og færi með kantana upp fyrir húdd ef þörf væri á ,, en ef jeppinn væri á cool over þarf að leingja föðrun töluvert

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 02.feb 2013, 18:27
frá Magni
Er verið að trolla alla ??

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 02.feb 2013, 18:57
frá Bskati
svaka stuð hérna!

Það er allt að gerast, búið að mála, setja rúður í, innrétting kominn í að mestu ofl.

Prófaði að hjólastilla í dag og það gekk bara nokkuð vel. Svo framstífurnar mínar hafa bara heppnast þokkalega.

Ég á nú ekki mikið af nýjum myndum og myndavélin er líka á verkstæðinu... koma kannski einhverjar nýjar á morgun.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 02.feb 2013, 21:02
frá olafur f johannsson
Þetta verður bara flottar og flottar með öllu og djö gaman að fylgjast með þessu hjá þér

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 09.feb 2013, 11:51
frá íbbi
myndir myndir myndir myndir!!

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 09.feb 2013, 22:36
frá Bskati
það eru ferskar myndir á facebook, fer í skoðun í vikunni!

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 09.feb 2013, 22:47
frá jeepson
Þetta er að verða ansi flott hjá þér Baldur. Ég bíð spenntur ef að sjá myndir af honum utan dyra :) Mér lýst altaf vel á að hafa jeppana lága og breiða.

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 01:01
frá Bskati
Image

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 02:56
frá Oskar K
hvernig er að geta farið yfir hraðahindranir á 100+ ?

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 05:19
frá Hfsd037
Bskati wrote:Image



Flooottur !

Nú vantar bara Go Pro myndavél á aðra hurðina til þess að sýna okkur hvað hann finnur lítið fyrir einu stykki af umhverfisráðherra

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 07:28
frá Hordursa
Til hamingju með þetta Bróðir

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Posted: 12.feb 2013, 08:12
frá HaffiTopp
Glæsilegt. Hvaða hlutföll eru í honum?