Lítill Hilux með fjöðrun

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 02.nóv 2011, 18:45


Þar sem mér finnst gaman að skoða smíðaþræði frá örðum, þá datt mér í hug að einhver hefði gaman að því að skoða það sem ég er að gera.

Ég er með 2003 Hilux DC með 2.5 diesel sem ég er að smíða undir fjöðrun og setja á 38 tommu dekk.

Bíllinn verður eins lágur og hægt er, en á sama tíma með eins mikla fjöðrun og hægt er. Ekkert boddýlift, kannski svona 10-20 mm fjöðrunar lift.

Í þetta nota ég Bilstein 9100 Racing series coil-over dempara. 2.5 tommu með forða búri og ACV ventli, 17 tommu travel að aftan og 10 tommu að framan. Tacoma afturhásing, heimasmíðaðar stífur að framan og verður vindustöngunum hent. Með þessu vona ég að ég nái hátt í 500 mm fjöðrun að aftan og 300 mm að framan.

Þetta þýðir að bíllinn er orðinn 15 cm breiðari en venjulegur 38 tommu hilux og þarf því eitthvað að laga til kanta.

Það fara ARB lásar í hann framan og aftan og 4.88 hlutföll.

Vél og kössum verður haldið að mestu óbreytt til að byrja með amk fyrir utan intercooler, tölvukubb, púst eitthvað fleira jafnvel.

Hugmyndin er sem sagt að smíða nokkuð léttan bíl með eyðslugranna vél sem hefur fjöðrunarkerfi sem leyfir manni að keyra alltaf í botni. Svo verður bara að koma í ljós hvort það virkar.

Svona fékk ég hann í hendurnar. Hann lenti í framákeyrslu og félagi minn keypti hann af tryggingum og lagði.
Image

Ég byrjaði á því að rífa allt innan úr honum:
Image

Image

Svo byrjaði ég með sögina:
Image

Image

Úrklippan prófuð:
Image

Endaði c.a. svona, tók þó aðeins meira úr gólfinu:
Image

Nýja boddýfestingin kominn á sinn stað.
Image

Búið að sjóða í:
Image

Grunnað og kíttað:
Image

Nóg pláss fyrir 31 tommuna:
Image

Tók pallinn af og lengi hjólskálarnar:
Image

Image

Image

320 mm hásingafærsla. Kannturinn á eftir að breytast, m.a. færast upp
Image

Tacoma aftur hásing með 8.2 drifi og loftlás:
Image

A-stífunni tilt up:
Image

Image

Image

Svo kom dót:
Image

Image

Máta dempara og stífu:
Image

Demparinn verður á mörkunum að koma uppúr pallinum:
Image

Lúðruð göt:
Image

Verið að sjóða saman stífur
Image

Tilbúin stífa:
Image

Stífufestingar á hásingu:
Image

Image

Hálf festing uppí grind:
Image

Prófað með demparanum:
Image

Svo þurfti að rífa að framan:
Image

Einhverjar pælingar:
Image

Búið að pæla og svo lengja stífuna um 75 mm til að prófa. Mun svo smíða nýjar stífur frá grunni:
Image

Búið að lengja efri og pússla saman til að prófa hreyfingar gaf 250 mm travel, en þá rakst efri stífan í, ætti að geta nálgast 300 mm með nýjum stífum:
Image

Þetta er það sem komið er.
Síðast breytt af Bskati þann 08.des 2011, 23:06, breytt 2 sinnum samtals.


1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá juddi » 02.nóv 2011, 19:01

flott smíði á þessu hjá þér, hvar fékstu götin stönsuð í stýfunum ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Startarinn » 02.nóv 2011, 19:15

Áhugavert að sjá eitthvað nýtt

Það verður gaman að fylgjast með þessu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Hfsd037 » 02.nóv 2011, 19:25

Flott breyting, hvað kostar coilover?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá LFS » 02.nóv 2011, 19:52

virkilega gaman að sja svo flotta smiði ;)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Maggi » 02.nóv 2011, 20:20

Mjög töff

Hvenær áætlaru að vera tilbúinn?

kv
Maggi
Wrangler Scrambler

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá hobo » 02.nóv 2011, 20:34

Bara flott verkefni og flott smíði.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2011, 22:10

Ekkert smá flott smíðavinna og flott project :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 02.nóv 2011, 22:39

Stefni á að geta keyrt hann snemma á næsta ári. Fer svona eftir því hvað maður hefur mikinn tíma í þetta.

Svona demparar með spring hardware og Anti Cavitation Valve kosta um 850 USD stykkið útúr búð í Bandaríkjunum. En ég fékk góðan díl.

Félagi minn smíðaði verkfæri til að lúðra götin. Okkur finnst það ofsafínt og teljum að bílar komist töluvert hraðar ef þeir eru með lúðruð göt :P

En gaman að heyra að mönnum lýst vel á þessa vitleysu.

Kom jafnvel nokkar myndir í viðbót seinna í kvöld
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá elfar94 » 03.nóv 2011, 08:19

það er ekkert annað, bara trophy truck stíll á fjöðrunini, þetta lúkkar svakalega vel
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Freyr » 03.nóv 2011, 09:59

Sæll Baldur. Er einhver sérstök ástæða fyrir því hvernig þú snýrð fóðringunni í A-stýfunni ofaná hásingunni? Ég hef hugsað svolítið um þetta og er frekar á því að hafa hana samsíða hásingunni. Annars er þetta flott "project" hjá þér og verður gaman að sjá útkomuna.

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 03.nóv 2011, 22:39

Freyr wrote:Sæll Baldur. Er einhver sérstök ástæða fyrir því hvernig þú snýrð fóðringunni í A-stýfunni ofaná hásingunni? Ég hef hugsað svolítið um þetta og er frekar á því að hafa hana samsíða hásingunni. Annars er þetta flott "project" hjá þér og verður gaman að sjá útkomuna.

Kv. Freyr


Ég pældi töluvert í þessu. 1 eða 2 fóðringar og hvernig þetta ætti að snúa. Ég komst að því að það skiptir fóðringuna ekki miklu máli hvernig hún snýr, hornið verður það sama í misfjörðun hvort sem hún er lóðrétt eða lárétt. Það er hins vegar meiri þvingun í því að hafa hana svona lóðrétta.

Ég hefði þetta á endum svona af því að það var hreinlegast að smíða stífuna svona. Sem varð svo reyndar til þess að festingin á hásingunni verður flóknari. Svo kannski skiptir þetta ekki öllu á endanum. Bara að fóðringin ráði við hornið á hásingunni í misfjörðun. Hreyfingin í henni er mjög lítil þegar hásingin fer beint upp og niður þar sem stífan er frekar löng.

kv
Baldur
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 03.nóv 2011, 22:46

ég kom stífunum saman í gær og gat því hreyft hásinguna.

Ég náði 270 mm samslætti, sem er nokkuð gott held ég. Demparinn á að ráða við annað eins í sundur.

Misfjörðunin er fullmikil, ég gat ekki prófað hana í botn þar sem lyftan er fyrir. En það er alveg á hreinu að ég þarf að hefta hana með því að hafa samsláttinn eins utarlega og ég get.

nokkrar myndir:

Image

Image

Image

Image
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Freyr » 03.nóv 2011, 23:22

Ég er að fara að smíða A kerfi undir cherokeeinn minn og er búinn að ákveða að hafa fóðringuna samsíða hásingunni. Lengdin á A stýfunni verður stillanleg við drifkúluna svo gagnvart stýfusmíðinni skiptir þetta engu en festingin á hásingunni verður súper einföld, í raun bara tvö flatjárn upp úr miðri drifkúlunni. Hugsaði aðeins um hvort það væri sniðugt að vera með tvær aðskildar fóðringar ofaná drifkúlunni en ég held það verði meiri hreyfing á hásingunni svoleiðis, s.s. óæskilegar beygjuhreyfingar o.þ.h. Hef einnig íhugað að nota spindilkúlu en líst einhvernveginn ekki nógu vel á það, hef samt enginn sérstök rök fyrir því.

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 03.nóv 2011, 23:35

Freyr wrote:Ég er að fara að smíða A kerfi undir cherokeeinn minn og er búinn að ákveða að hafa fóðringuna samsíða hásingunni. Lengdin á A stýfunni verður stillanleg við drifkúluna svo gagnvart stýfusmíðinni skiptir þetta engu en festingin á hásingunni verður súper einföld, í raun bara tvö flatjárn upp úr miðri drifkúlunni. Hugsaði aðeins um hvort það væri sniðugt að vera með tvær aðskildar fóðringar ofaná drifkúlunni en ég held það verði meiri hreyfing á hásingunni svoleiðis, s.s. óæskilegar beygjuhreyfingar o.þ.h. Hef einnig íhugað að nota spindilkúlu en líst einhvernveginn ekki nógu vel á það, hef samt enginn sérstök rök fyrir því.

Kv. Freyr


Já ég er alveg á því að ein fóðring sé málið, hún verður bara að vera nokkuð góð. Lýst vel á það að þú hafir hana lárétta, því þá get ég fengið að vita hvering það virkar ef ég verð ósáttur með þetta hjá mér :)

bg
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Freyr » 04.nóv 2011, 00:24

Í sambandi við fóðringaval þá held ég að ég verði eins ófrumlegur og hægt er og nái í Bens fóðringar í ET. Einhverjar aðrar uppástungur frekar og þá af hverju? Orginal Bens fóðringarnar eru frekar mjúkar en síðan eru líka til í Et aðeins ódýrari aftermarket fóðringar sem eru stífari en samt úr gúmmíi.

Freyr


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Oskar K » 04.nóv 2011, 05:04

þetta er aðeins of mikil snilld, verður virkilega gaman að sjá hvernig þetta kemur út
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá HaffiTopp » 04.nóv 2011, 08:20

Er ekkert verra að hafa demparann og það dót svona aftarlega á stífunni, nálægt boltanum við grindina? Maður hefði haldið að þá væri meiri þvingun ("skæraeffect") svona nálægt grindinni og stífuvasanum þar sem hornið er þrenngst þarna á milli. Vonandi ertu að fatta mig.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 04.nóv 2011, 11:41

HaffiTopp wrote:Er ekkert verra að hafa demparann og það dót svona aftarlega á stífunni, nálægt boltanum við grindina? Maður hefði haldið að þá væri meiri þvingun ("skæraeffect") svona nálægt grindinni og stífuvasanum þar sem hornið er þrenngst þarna á milli. Vonandi ertu að fatta mig.
Kv. Haffi


Áttu við að það er meira álag á dempara og gorm útaf væginu sem er svona langt frá hásingu?

Það breytir ekki miklu ef maður gerir ráð fyrir því þegar maður reiknar gorma og lætur setja saman dempara, þetta þarf bara að vera stífara í réttu hlutfalli milli hreyfingu hjóls og hreyfingu dempara.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá HaffiTopp » 04.nóv 2011, 12:20

Já ætli það sé ekki nokkurn veginn það sem ég er að reyna að segja, þetta með að vægið sé meira þar sem þetta er á stífunum sjálfum en ekki hásingunni eins og maður er vanur að sjá. En það var einn (hér eða á F4x$.is) sem var að setja loftpúða og heimasmíðaðar stífur að aftan undir Ford Ranger og lét hann stífurnar halla of mikið niður að hásingunni, sem sagt þær voru ekki í láréttri línu við hlutlausa stöðu afturhásingarinnar og loftpúðana setti hann á nokkurn vegin miðja stífurnar, ekki ósvipað og þú ert að gera með þetta hjá þér. En það sem stakk mig var að hann lét einmitt stífurnar halla of mikið og púðarnir þar á (en ekki á hásingunni) og sá maður fyrir sér þetta meira vægi og álag ("skæraeffect") á loftpúðana og leiðinlegri fjöðrun en ella, sérstaklega við lítið trafel hásingarinnar við normal aflsappaðann akstur.
Vonandi er þetta að skiljast hjá manni. En flott smíði og skondið þetta með klafana að halda þeim en auka við þá fjöðunina og hafa þetta ekkert boddyhækkað.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 04.nóv 2011, 16:55

HaffiTopp wrote:Já ætli það sé ekki nokkurn veginn það sem ég er að reyna að segja, þetta með að vægið sé meira þar sem þetta er á stífunum sjálfum en ekki hásingunni eins og maður er vanur að sjá. En það var einn (hér eða á F4x$.is) sem var að setja loftpúða og heimasmíðaðar stífur að aftan undir Ford Ranger og lét hann stífurnar halla of mikið niður að hásingunni, sem sagt þær voru ekki í láréttri línu við hlutlausa stöðu afturhásingarinnar og loftpúðana setti hann á nokkurn vegin miðja stífurnar, ekki ósvipað og þú ert að gera með þetta hjá þér. En það sem stakk mig var að hann lét einmitt stífurnar halla of mikið og púðarnir þar á (en ekki á hásingunni) og sá maður fyrir sér þetta meira vægi og álag ("skæraeffect") á loftpúðana og leiðinlegri fjöðrun en ella, sérstaklega við lítið trafel hásingarinnar við normal aflsappaðann akstur.
Vonandi er þetta að skiljast hjá manni. En flott smíði og skondið þetta með klafana að halda þeim en auka við þá fjöðunina og hafa þetta ekkert boddyhækkað.
Kv. Haffi


ég hugsa að það sé nú rétt að þetta gæti orðið leiðinlegt ef maður notar bara eitthvað dót í þetta. En gormar og demparar sem ég nota eru smíðaðir með þetta í huga. Ég sendi allar upplýsingar um bílinn til þess sem setti þá saman; þyngd á ása, ófjaðrandi þyngd, gorm stuðla, hlutföll milli samsláttar og sundurfjörðunar og svo það mikilvægasta, hreyfihlutfallið milli dekkja og dempara. Þannig að þetta á að vera í lagi. Svona demparar eru sjaldan notaðir í annað en svona svipaða fjörðun, en með þessu móti er hægt að ná meiri fjörðun út úr styttri dempara. En hann þarf eins og áður sagði að vera örðuvísi tjúnnaður.

Svo er líka lítið mál að tjúnna þá aftur ef þetta verður ekki eins og stóð til.

Þetta er í raun ekkert örðuvísi en sjálfstæð gormafjörðum á nýlegum bílum, t.d. LC120, nema þar er hlutfallið milli hreyfingar dekks og dempara bara annað en hjá mér þar sem demparinn kemur á miðja stífu en e hjá mér er hann c.a. 1/3 frá enda.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá HaffiTopp » 05.nóv 2011, 09:02

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=272211&g2_page=2

Þetta er Ford Rangerinn sem ég var að tala um, að mér finnst fáránleg uppsetning á stífum og loftpúðum.
Kv. Haffi

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Startarinn » 05.nóv 2011, 10:51

HaffiTopp wrote:http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=272211&g2_page=2

Þetta er Ford Rangerinn sem ég var að tala um, að mér finnst fáránleg uppsetning á stífum og loftpúðum.
Kv. Haffi


Mér finnst ekkert að því að púðarnir séu eins og þeir eru, þ.e. réttir saman í samslætti, en mér finnst að stífurnar ættu að vera hallalausar í ökuhæð
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Turboboy » 05.nóv 2011, 13:55

Virkilega spennandi og flott smíði hjá þér ! Geggjuð smíði á stífunum, og virkilega flottar suður hjá þér :)
Kjartan Steinar Lorange
7766056


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Dúddi » 05.nóv 2011, 16:52

Ein smá tæknispurning, verður hægt að stíga á kúplinguna eða þarftu að breyta petalanum eitthvað?

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 05.nóv 2011, 18:20

Dúddi wrote:Ein smá tæknispurning, verður hægt að stíga á kúplinguna eða þarftu að breyta petalanum eitthvað?


ég nota skó númer 41 svo það rétt sleppur :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 05.nóv 2011, 18:22

himmijr wrote:Virkilega spennandi og flott smíði hjá þér ! Geggjuð smíði á stífunum, og virkilega flottar suður hjá þér :)


takk fyrir það, ég á samt ekki heiðurinn af TIG suðunum, félagi minn sem er með TIG dellu vildi endilega sjóða þetta.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá BragiGG » 06.nóv 2011, 11:30

afhverju stendur 13 á boddyfestingunni??
1988 Toyota Hilux

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Geiri » 06.nóv 2011, 14:38

BragiGG wrote:afhverju stendur 13 á boddyfestingunni??


Ég myndi halda að þetta væri B sem stæði fyrir bílstjórameigin

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 06.nóv 2011, 18:32

BragiGG wrote:afhverju stendur 13 á boddyfestingunni??


Af því að þetta verkefni á eftir að taka c.a. 13 ár, s.s. aðeins styttra en corolluverkefnið þitt :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

birgirn
Innlegg: 49
Skráður: 29.maí 2011, 19:52
Fullt nafn: Birgir Nielsen

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá birgirn » 07.nóv 2011, 09:49

Rosalega flott smíði hjá þér og gaman að fylgjast með þessu.

Þú skrifaðir "Búið að lengja efri og pússla saman til að prófa hreyfingar gaf 250 mm travel, en þá rakst efri stífan í, ætti að geta nálgast 300 mm með nýjum stífum:"
Varstu þá ekkert búinn að eiga við efri stífur? Bara lengja neðri?

Kv

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 07.nóv 2011, 21:53

birgirn wrote:Rosalega flott smíði hjá þér og gaman að fylgjast með þessu.

Þú skrifaðir "Búið að lengja efri og pússla saman til að prófa hreyfingar gaf 250 mm travel, en þá rakst efri stífan í, ætti að geta nálgast 300 mm með nýjum stífum:"
Varstu þá ekkert búinn að eiga við efri stífur? Bara lengja neðri?

Kv


jújú ég lengdi bæði efri og neðri original stífurnar til að prófa hvernig spindilkúlurnar myndu haga sér. Svo fer ég núna í það að smíða nýjar stífur frá grunni.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Finnur » 08.nóv 2011, 10:43

Sæll

Virkilega flott smíði hjá ykkur

birgirn wrote:jújú ég lengdi bæði efri og neðri original stífurnar til að prófa hvernig spindilkúlurnar myndu haga sér. Svo fer ég núna í það að smíða nýjar stífur frá grunni.


Smá ráðlegging varðandi klafana að framan. Þegar þú lengir klafana svona eykst álagið á grindina mikið, ég hef séð klafabíl með óbreytta klafa krumpa grindina aftan við klafa við það að keyra á stein á litlum hraða. Ef þú ætlar að smíða þetta upp myndi eg í þínum sporum breikka þá til muna, þ.e. lengja bilið á milli festinga í grindinni. Með því að færa aftari grindarfestingar eins aftarlega og þú kemur þeim með góðu móti eykst styrkurinn til muna og álag á grindina minnkar mikið.

kv
Kristján Finnur


Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Eyjo » 08.nóv 2011, 18:18

Þetta er ógeðslega flott hjá þér Baldur.

Kv. Eyjo


Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Eyjo » 08.nóv 2011, 18:21


User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 08.nóv 2011, 18:22

Finnur wrote:Sæll

Virkilega flott smíði hjá ykkur

birgirn wrote:jújú ég lengdi bæði efri og neðri original stífurnar til að prófa hvernig spindilkúlurnar myndu haga sér. Svo fer ég núna í það að smíða nýjar stífur frá grunni.


Smá ráðlegging varðandi klafana að framan. Þegar þú lengir klafana svona eykst álagið á grindina mikið, ég hef séð klafabíl með óbreytta klafa krumpa grindina aftan við klafa við það að keyra á stein á litlum hraða. Ef þú ætlar að smíða þetta upp myndi eg í þínum sporum breikka þá til muna, þ.e. lengja bilið á milli festinga í grindinni. Með því að færa aftari grindarfestingar eins aftarlega og þú kemur þeim með góðu móti eykst styrkurinn til muna og álag á grindina minnkar mikið.

kv
Kristján Finnur


Já ég veit af þessu. Ég ælta nú samt ekki að færa grindarbitana til í þessari atrennu. Ég myndi þá frekar smíða nýja frá grunni með tilheyrandi veseni. Held þetta verði nóg í bili.

Ég ætla hinsvegar að styrkja þetta dót töluvert. Stífa bitana saman, uppí grind framan og aftan, setja stífu milli aftari bitana og svo kemur stífa milli dempara turnanna yfir mótorinn.

Óbreyttir bílar eru líka sjaldan með stífu á milli aftari bitana, það er eitthvað sem er þó oftast bætt við í breytta bíla, svo ég gætu nú satt að segja trúað því að það séu meiri, amk ekki minni, líkur á því að beygja þetta í óbreyttum heldur en breyttum, fyrir utan það hvað stóru hjólin geta tekið mikið af högginu til sín.

Samt vissulega eitthvað sem maður þarf að hafa í huga þar sem þetta er nú eiginlega veiki hlekkurinn í þessum bílum.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 08.nóv 2011, 18:24

Eyjo wrote:Þetta er ógeðslega flott hjá þér Baldur.

Kv. Eyjo


Þakka þér fyrir það vinur :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá Bskati » 08.nóv 2011, 18:25

Eyjo wrote:http://www.polyperformance.com/shop/Johnny-Joints-p-1-c-865.html

svona kúturinn, kaupa svona

kv.E


Er þetta ekki í rallý bíla? Prófum þetta svona mjúkt fyrst ;)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


KOBERT
Innlegg: 24
Skráður: 01.feb 2010, 12:36
Fullt nafn: Jakob Hólm

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá KOBERT » 09.nóv 2011, 15:24

Hrikalega flott.. verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Lítill Hilux með fjörðun

Postfrá gudjonarnarr » 08.des 2011, 13:14

ég er með A stífu í hiluxnum mínum og fóðringin og festingin á afturhásingunni er lóðrétt og með rangerover fóðringu og hún er að fara í smá breitingar hjá mér þá verða settar bsa fóðringar alstaðar að aftan nema í A stífuni á hásingu


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir