Lítill Hilux með fjöðrun

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Magni » 23.feb 2012, 22:20

Þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt verkefni hjá þér, og vinnubrögðin eru virkilega flott! Leggur mikla vinnu í að hugsa þetta og pæla first greinilega.
En ein spurning, hvað ertu búinn að eyða miklum tíma í framklafann? að hugsa hann svona og smíða hann? Hefði ekki bara verið fljótlegra að henda röri undir hann? eða ertu bara að prófa að fara aðrar leiðir.
Þetta eru bara forvitnis spurningar ég er ekki með nein leiðindi:)
Hlakka til að sjá meira.


- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 24.feb 2012, 21:19

Magni81 wrote:Þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt verkefni hjá þér, og vinnubrögðin eru virkilega flott! Leggur mikla vinnu í að hugsa þetta og pæla first greinilega.
En ein spurning, hvað ertu búinn að eyða miklum tíma í framklafann? að hugsa hann svona og smíða hann? Hefði ekki bara verið fljótlegra að henda röri undir hann? eða ertu bara að prófa að fara aðrar leiðir.
Þetta eru bara forvitnis spurningar ég er ekki með nein leiðindi:)
Hlakka til að sjá meira.


Ég hugsa að ég sé ekki búinn að eyði mikið meiri tíma í að smíða þetta að framan heldur en þeim tíma sem fór í að smíða fram fjöðrun í hinn bílinn minn. En samt er alveg klárt mál að ég hefði verið fljótari að setja hásingu undir þennan, sérstaklega þar sem ég hef gert það áður og á allar teikningar í það.

Hönnunin hefur tekið mikið lengri tíma, ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan ég sá Dakar/Score racera video í fyrsta skiptið, og ég er ekki viss um að ég hafði verið kominn með bílpróf þá. Ég svo búinn að vera að spá í þessu í c.a. ár núna að einhverju viti, mæla, teikna og reikna. En það á svo sem við um allan bílinn og vissulega ekki stöðugt. Hef ekki mælingu á því hvað hefur farið mikill tími í þetta, en hann er mikill.

Kostnaðurinn er heldur meiri, mér sýnist þetta verða eitthvað um 150 þús kalli í efni í þetta að framan, fyrir utan dempara, gorma og samsláttarpúða. Minnir að það hafi verið um 100 þús í gamla.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá birgthor » 25.feb 2012, 20:56

Var ekki líka annað verðlag á málmi og öðru efni þegar þú breyttir þeim gamla.

Svo var hann líka á hásingu var það ekki, hér hefðirðu þurft að kaupa hana.
Kveðja, Birgir


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá olafur f johannsson » 25.feb 2012, 21:03

mér finnst þetta allt alveg magnað og gaman að fylgjast með svona þráðum
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Hjörvar Orri » 25.feb 2012, 21:48

Þetta er rosalega skemtilegur og fræðandi þráður og virkilega flottur hilux hjá þér. En væri ekki ráð að skipta út framdrifinu fyrir eitthvað sterkara?

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 26.feb 2012, 00:44

birgthor wrote:Var ekki líka annað verðlag á málmi og öðru efni þegar þú breyttir þeim gamla.

Svo var hann líka á hásingu var það ekki, hér hefðirðu þurft að kaupa hana.


já það er alveg rétt, sennilega væri þetta svipaður kostnaður, svo þyrfti örugglega að skipta um allar pakkningar og legur í gamalli hásingu svo það væri örugglega dýrara þegar upp er staðið

Ég er nú samt ekkert að spá mikið í kostnaðinn á þessu, aðallega bara að smíða þetta eins og mig langar að hafa þetta. Enda ekkert gaman að fara einföldu leiðina sem oft hefur verið farin áður.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 26.feb 2012, 00:49

Hjörvar Orri wrote:Þetta er rosalega skemtilegur og fræðandi þráður og virkilega flottur hilux hjá þér. En væri ekki ráð að skipta út framdrifinu fyrir eitthvað sterkara?


Þetta framdrif heldur nú alveg ágætlega, sérstaklega með ARB lás þar sem það er nú oftast mismunadrifið sem brotnar ekki hlutfallið. En ef hlutfallið endist svona 70 þús km þá verð ég sáttur.

Ég held að það væri frekar að fá sterkari öxulliði, ég hef amk meiri áhyggjur af þeim, því á þeim IFS hiluxum sem ég hef komið nálægt hafa þeir brotnað oftar en drif.

En ég ætla að prófa þetta svona, þetta gengur alveg nógu hægt svo maður sé ekki að bæta fleiri verkefnum ofan á þetta. Keyra og brjóta fyrst, skipta svo út í sterkara :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 17.jún 2012, 17:40

Gormarnir eru komnir :)
Image

Passar vel
Image

Standa 16 cm upp fyrir pall, ættu að fara 20 cm þegar bíllinn sest á þá og verður kominn í fulla þyngd.
Image

stendur í hjól og fjaðrar. of hár að aftan þar sem það vantar svona 200 kg í hann að aftan, of lár að framan, þarf að stilla hæðina á gormunum
Image

pressar gorminn um 15 cm saman, svo 15 sundur 15 saman gæti gengið upp.
Image

Passar bara vel. Beygði rör í 'strut bar' í dag. Tók engar myndir samt...
Image
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 17.jún 2012, 17:49

ef myndirnar virka ekki, þá er facebook albúmið hér:

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 431&type=3
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá StefánDal » 06.sep 2012, 17:47

Jæja?

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 06.sep 2012, 19:46

já...

ég var nú búinn að setja eitthvað meira inn á facebook albúmið. Það á að vera opið.

Gengur allt rólega, þar sem ég er meira en hálft árið að vinna erlendis. Hins vegar er búið að smíða allar festingar fyrir coilovera, bæði framan og aftan. Ný hjólskál kominn örðu meginn að aftan. Verið að vinna í struct braceum. Tankarnir verða klárir fljótlega, en TIG suðumeistarinn minn er með þá.

Fer að verða næst á dagskrá að rífa bílinn í sundur og mála vélarrúm og að innan. Stenda grindina í sandblástur og málun, stilla inn drif, raða saman og setja í gang. Þegar það verður komið á að fara í að smíða kanta og málun á ytri hlutanum. Ég vona að ég geti keyrt hann fyrir jól, annars þarf ég að selja lexusinn og kaupa mér minni hilux til að draga sleðann norður :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá íbbi » 08.sep 2012, 14:51

djöfull er þetta flott maður. svona fýla ég. finnst þessi útfærsla á framfjöðrun hrikalega spennandi
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 18.sep 2012, 23:28

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 8ee7c55110

var að bæta við myndum, fer að komast mynd á þetta bráðum.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá juddi » 19.sep 2012, 12:02

Hefurðu ekkert spáð í að breyta halanum á spyrnufestingunum að framan þannig að aftari festipunktur í grind sé neðar en fremri svo tilhneigingin til að fjaðra upp við að keyra á fyrirstöðu sé meyri, td á þessum bíl er þessu snúið við reyndar hásing en tilgangurinn sá sami, ef spirna í hásingu hallar mikið niður frá grind í hásingu þegar hún er fyrir aftan frammhásingu hefur hún ekki eins mikla tilhneingu til að fjaðra upp heldur gengur krafturinn beint uppí grind, bara pæling í þessari annars flottu smíði hjá þér , hvað breikkar bíllin annars mikið við þetta ?

Image
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 19.sep 2012, 16:54

juddi wrote:Hefurðu ekkert spáð í að breyta halanum á spyrnufestingunum að framan þannig að aftari festipunktur í grind sé neðar en fremri svo tilhneigingin til að fjaðra upp við að keyra á fyrirstöðu sé meyri, td á þessum bíl er þessu snúið við reyndar hásing en tilgangurinn sá sami, ef spirna í hásingu hallar mikið niður frá grind í hásingu þegar hún er fyrir aftan frammhásingu hefur hún ekki eins mikla tilhneingu til að fjaðra upp heldur gengur krafturinn beint uppí grind, bara pæling í þessari annars flottu smíði hjá þér , hvað breikkar bíllin annars mikið við þetta ?


Ég lækkaði festinaguna fyrir efri stífuna til að fá betri hreyfingu á hjólið og stífuna í heild beinni í akstursstöðu. En aftari punkturinn á efri stífunni eru neðan er sá fremri, munar ekki mjög miklu en smá.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Hfsd037 » 23.sep 2012, 23:19

Djöfull öfunda ég þig að vera að þessu!
Image

Það verður spennandi að sjá hvort þú verðir sáttur með útkomuna.
Hver er efniskostnaðurinn á þessu sirka?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 24.sep 2012, 00:15

Hfsd037 wrote:Hver er efniskostnaðurinn á þessu sirka?


ég reyni að hugsa ekki um það
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá halli7 » 07.okt 2012, 23:24

Einhvað meira búið að gerast í þessum?
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 07.nóv 2012, 01:14

nú er mikið að gerast. Sjá myndir á facebook (opið öllum held ég)

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 8ee7c55110

kv
Baldur
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2012, 14:36

Þetta er alveg geggjað verkefni! Svakalega held ég að það sé skemmtilegt að svínkeyra þetta í allskonar ófærum eftir þetta!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá DABBI SIG » 07.nóv 2012, 14:46

Þetta er bara flott, og skemmtilegt að menn fari nýjar leiðir og flott smíði!
En ein spurning; við að hækka svona samsláttinn, þ.e. leyfa bílnum að fjaðra lengra uppí brettin, ertu þá ekki hreinlega komin með hættu á að dúndra kviðnum niður í tíma og ótíma.
Þessi samsláttur með 2-3 pund í dekkjum gefur ekki nema kannski hnefabreidd uppí kvið að framan?
Bara pæling fyrir þig, er ekki að halda því fram að ég geti gert þetta betur.
-Defender 110 44"-

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 07.nóv 2012, 16:01

DABBI SIG wrote:Þetta er bara flott, og skemmtilegt að menn fari nýjar leiðir og flott smíði!
En ein spurning; við að hækka svona samsláttinn, þ.e. leyfa bílnum að fjaðra lengra uppí brettin, ertu þá ekki hreinlega komin með hættu á að dúndra kviðnum niður í tíma og ótíma.
Þessi samsláttur með 2-3 pund í dekkjum gefur ekki nema kannski hnefabreidd uppí kvið að framan?
Bara pæling fyrir þig, er ekki að halda því fram að ég geti gert þetta betur.


jú það er hætta á því og mun alveg pottþétt gerast. Þess vegna þessi ég 'skid-rör' þarna að framan til að reyna að taka á móti þessu. Mun svo setja góða skid plötu undir hann með tíð og tíma.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Magni » 07.nóv 2012, 22:00

Thumps up!! hrikalega flott verkefni hjá þér og vinnubrögðin til FYRIRMYNDAR :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá -Hjalti- » 07.nóv 2012, 22:46

Flott val á köntum :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Svenni30 » 07.nóv 2012, 23:03

Hrikalega flott hjá þér
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 07.nóv 2012, 23:53

-Hjalti- wrote:Flott val á köntum :)


þarf nú samt að laga þá töluvert
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Hfsd037 » 08.nóv 2012, 02:59

Glæsilegt !
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá -Hjalti- » 08.nóv 2012, 12:27

Bskati wrote:
-Hjalti- wrote:Flott val á köntum :)


þarf nú samt að laga þá töluvert


það fylgir þeim alltaf
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 09.nóv 2012, 11:01

-Hjalti- wrote:
Bskati wrote:
-Hjalti- wrote:Flott val á köntum :)


þarf nú samt að laga þá töluvert


það fylgir þeim alltaf


já þeir eru of mjóir, of lágir og kannski of langir líka :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá -Hjalti- » 09.nóv 2012, 18:49

afhverju smíðaru þá ekki aðra kanta?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 09.nóv 2012, 22:42

-Hjalti- wrote:afhverju smíðaru þá ekki aðra kanta?


mun fljótlegra að hafa eitthvað sem hægt er að breyta en að smíða þetta frá grunni. Þessi voru líka býsna nálægt að passa :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 09.nóv 2012, 22:50

https://www.facebook.com/photo.php?v=10151464520020432

hann fór í gang í kvöld! Í fyrstu tilraun eftir að hafa verið óhreyfður í 2 ár. Sannur Hilux :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Stóri
Innlegg: 145
Skráður: 14.jan 2011, 23:54
Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Borgarnes
Hafa samband:

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Stóri » 10.nóv 2012, 01:14

nú skil ég að menn noti það sem næst er hendi, og gríðarlega efnilegur bíll hjá þér !
en þeir kantar sem að mér finnst fara þessu boddý best eru þessir:

Image

Image

sá að þú varst að máta svona afturkanta á bílinn, er einhver ástæða fyrir því að þú notaðir þá ekki ?
Kristófer
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 10.nóv 2012, 02:54

Stóri wrote:nú skil ég að menn noti það sem næst er hendi, og gríðarlega efnilegur bíll hjá þér !
en þeir kantar sem að mér finnst fara þessu boddý best eru þessir:

Image

Image

sá að þú varst að máta svona afturkanta á bílinn, er einhver ástæða fyrir því að þú notaðir þá ekki ?
Kristófer


ég var búinn að kaupa svona kanta, en það er bara svo langt frá því að þeir passi. Hefði þurft að breikka þá um 70 mm, hækka um 80 mm og lengja einhvern slatta. Þetta hefði þýtt að taka hvern kant í sundur á 4 stöðum.

Þessa sem ég er kominn með núna þarf bara að taka í sundur á 2 stöðum
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Turboboy » 12.nóv 2012, 10:34

Djöfulsins fjöðrunar flækja ! Þetta er geðveikt !

Þessi litur er líka alveg freekar sjúkur!
Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 08.des 2012, 20:07


ýmislegt búið að gerast. Búið að ganga frá bremsum, kúplingu þess háttar svo hann keyrir og gerir núna :)

Núna er verið að vinna í brettaköntunum. Slatti af myndum hér:

https://www.facebook.com/media/set/?set ... tif_t=like
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá ellisnorra » 08.des 2012, 20:55

Þetta er að mínu mati eitt mest spennandi verkefni líðandi stundar hér á klakanum. Svakalega flott vinnubrögð og hvergi til sparað. Thumbs upp, all the way!
http://www.jeppafelgur.is/


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Gunnar » 08.des 2012, 21:06

þessi kemur væntanlega í áramótaferð norður?

User avatar

Höfundur þráðar
Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Bskati » 08.des 2012, 21:17

Gunnar wrote:þessi kemur væntanlega í áramótaferð norður?


ekki þetta árið nei. Náum ekki að klára að mála og svona fyrir jól. Fer vonandi á númer seinni hluta janúar. Hugsa að ég komi í þorrablótsferðina.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Lítill Hilux með fjöðrun

Postfrá Gunnar » 08.des 2012, 21:22

já okey, ég hélt hann væri gott sem tilbúinn, en já það fer býsna tími í dundið


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir