Súkkan mín

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Súkkan mín

Postfrá jeepson » 31.jan 2010, 16:27

Jæja best að taka frumkvæðið og koma með fyrstu jeppa kynninguna.

Ég er semsagt með suzuki sidekick 95 árgerð á 33"
Bíllinn er ekinn um 105þús mílur eða í kringum 168þús km. Bíllinn er með 1600 16V mótor og er alveg heil spriklandi 96 hestöfl. Svo aftan á mótornum er 5gíra kassi. Í hásingunum eru 5:12 hlutföll og er hann ólæstur. Bíllinn er hækkaður upp um 2" á boddýi og 1" á gormum. Aukabúnaður er eftirfarandi: 4 kastarar á topnum, vinnljós í húddinu og gamall sony geislaspilari. Á dagskránni er að breyta þessu kastara dóti. setja 4 sem lýsa fram og færa aftur kastarana aftar svo þeir lýsi upp eitthvað meir en bara toppinn. Svo stendur til að hafa cb til að geta kallað á milli bíla. Einnig stendur til að smíða kastara grind framan á hann fyrir þokuljós og svo drullutjakks platta til að geta tjakkað hann upp ef þörf er á. Bíllinn er í nokkuð góðu standi og hefur verið að koma bara nokkuð vel út í snjónum hann vigtar 1320 með hálfum tank. Ég á eftir að láta vigta hann með flullum tanki. Ég læt þó þetta duga í bili og set inn nokkrar myndir af græjuni.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir