Síða 1 af 1

1993 Grand Cherokee

Posted: 18.okt 2011, 23:39
frá ktor
Sælir félagar ég seldi 1996 v8 grandinn í júlí en það leið ekki á löngu þar til ég keypti fjórða Cherokee jeppan , virðist ekki geta verið án þess að eiga svoleiðis
Þetta er 1993 Grand Cherokee með 4 lítra vél ekinn 180þ km, nokkuð heill bíll en útlitið var ekki eins og best var á kosið þurfti líka að skipta um hub öðrumeginn að framan , laga ljós , og skipta um, bremsurör , þá fékk hann númer og fulla skoðun.
hér er svo gripurinn.
DSC02155.JPG
DSC02158.JPG

Eins og sjá má þurfti að laga útlitið á gripnum svo ég vatt mér í málið og sprautaði jeppan.
næst þarf ég að finna jeep merki á húddið og afturhleran svo er stefnan að setja 32" cooper stt dekk á svörtum felgum undir gripinn , og hækka hann aðeins .
svona lítur hann út í dag.
DSC02160.jpg

DSC02161.jpg

Re: 1993 Grand Cherokee

Posted: 24.okt 2011, 14:20
frá ktor
Ég er að leita að Kastaragrind - jeep merki á húdd og hlera - grand cherokee merki á frambretti og hækkunarklossum fyrir jeppan ef einhver skildi eiga þetta í skúrnum .
kv Stjáni

Re: 1993 Grand Cherokee

Posted: 24.okt 2011, 21:52
frá jeepson
Þú hlýtur að eiga eina gula grandinn á öllu landinu. hehe. Þetta er soddið öðruvísi en töff samt.

Re: 1993 Grand Cherokee

Posted: 24.okt 2011, 23:24
frá ktor
Já ég þarf ekki að leita að bílnum á bílastæði allavega :)