Síða 1 af 1

Blatrol

Posted: 29.mar 2010, 19:14
frá Izan
Sælir

Þessi vefur er hrein snilld og ætla ég að melda mig til leiks með því að segja frá og sýna bíldósina mína. Hann er Nissan Patrol 92 módel breyttur fyrir 36" dekk af Bílabúð Benna árið 95. Það eru ekki til brettakantar fyrir 36" dekk svo að 38" hefur alltaf passað bærilega undir hann. Þannig er hann heldur lágr, akkúrat eins og ég vil hafa jeppa. Þessi árátta má þó ekki ganga of langt og eftir 4 ára notkun er það mér ljóst að hann er of lágr.

6 cyl. 2.8 TD vélin knúði hann áfram fyrstu 340.000 kílómetrana en andaðist síðasta vor. Þá gerði ein stimpilstöngin tilraun til að yfirgefa bifreiðina og skildi eftir sig stórt gat á blokkinni. Skortur á afli er þekkt málefni Patrol eigenda og ekki langaði mig að fá samskonar mótor aftur. Þá fann ég 6.2 GM mótor og möndlaði honum saman við gírkassan aftan af 4.2 patrol vélinni. Þessi vélaskipti eru að taka á sig mynd núna og enn hef ég ekki prófað að beita bílnum í snjó að ráði. Ég hækkaði hann 45mm á bodýi og nauðsynlegt er að hækka hann líka á gormum vegna þess að hann lemur mótorfestingunum niður í hásinguna.

Hér er mynd af honum áður en mótorinn fór og þá í sinni lægstu stöðu.

Kv Jón Garðar
IMG_5863 breytt.jpg

Re: Blatrol

Posted: 29.mar 2010, 19:29
frá Járni
Takk fyrir og vertu velkominn.

Vonandi að þú hefur verið duglegur að skjalfesta möndlið og sendir inn lýsingu á verkinu á tæknispjallið við tækifæri.

Re: Blatrol

Posted: 29.mar 2010, 20:29
frá gislisveri
Mjög áhugavert.
Veistu hvað munar á þyngdinni á þessum vélum?

Re: Blatrol

Posted: 29.mar 2010, 22:58
frá Stebbi
Er hann ekki Turbo hjá þér?

Re: Blatrol

Posted: 29.mar 2010, 23:42
frá Izan
Sælir.

Ég ætlaði að vera voðalega duglegur að mynda en afraksturinn eru 3 myndir af bílnum tómum s.s. vélarlaus, gír og millikassalaus og innréttingarlaus. Ætlaði svo að vera voðalega vísindalegur og skoða myndirnar en eðlilega voru þær ekkert spennandi. Kosturinn við þessa leið var sá að fyrir aftan kúplingshúsið var engu breytt. Bara skipt um gírkassann sem smellpassaði á festingarnar nema að prikið í millikassann þurfti ég að lengja um 3 cm. Var með 3" púst sem var nýtt til hálfs áfram.

Túrbínan kom ekki að þessu sinni. Buddan var löngu tæmd áður en kom að þeim pælingum. Kosturinn er sá að ef til þess kemur að ég fæ svoleiðis fæ ég nújann bíl í 3 skiptið síðan ég keypti þennan. Bína myndi pottþétt gera stóra hluti fyrir þessa vél.

Þyngdarmunurinn.....Svolítið flókið. Ég er sannfærður um að V8 amerískur díselmótor með 2 stálheddum sé þyngri en línu6a með einu álheddi. 4.2 patrolgírkassinn er mun þyngri en tannstönglaboxið sem ég fjarlægði en samt munaði 180kg hvað hann er léttari núna heldur en hann er skráður. 2.320kg minnir mig að hann sé núna reyndar án hreidýragrindarinnar. Kannski er lítil þyngd í götum..... Ég held samt að það verði handleggur að útskýra fyrir skoðunarmönnunum að ég hafi létt bílinn um 180 kíló með þessari aðgerð.

Kv Jón Garðar

Re: Blatrol

Posted: 30.mar 2010, 10:22
frá Maggi
Svona bíll á stálfelgum og 38 GH er ca 2250kg tómur af dóti en einhver olía á tank.


kv
Maggi