Blatrol
Posted: 29.mar 2010, 19:14
Sælir
Þessi vefur er hrein snilld og ætla ég að melda mig til leiks með því að segja frá og sýna bíldósina mína. Hann er Nissan Patrol 92 módel breyttur fyrir 36" dekk af Bílabúð Benna árið 95. Það eru ekki til brettakantar fyrir 36" dekk svo að 38" hefur alltaf passað bærilega undir hann. Þannig er hann heldur lágr, akkúrat eins og ég vil hafa jeppa. Þessi árátta má þó ekki ganga of langt og eftir 4 ára notkun er það mér ljóst að hann er of lágr.
6 cyl. 2.8 TD vélin knúði hann áfram fyrstu 340.000 kílómetrana en andaðist síðasta vor. Þá gerði ein stimpilstöngin tilraun til að yfirgefa bifreiðina og skildi eftir sig stórt gat á blokkinni. Skortur á afli er þekkt málefni Patrol eigenda og ekki langaði mig að fá samskonar mótor aftur. Þá fann ég 6.2 GM mótor og möndlaði honum saman við gírkassan aftan af 4.2 patrol vélinni. Þessi vélaskipti eru að taka á sig mynd núna og enn hef ég ekki prófað að beita bílnum í snjó að ráði. Ég hækkaði hann 45mm á bodýi og nauðsynlegt er að hækka hann líka á gormum vegna þess að hann lemur mótorfestingunum niður í hásinguna.
Hér er mynd af honum áður en mótorinn fór og þá í sinni lægstu stöðu.
Kv Jón Garðar
Þessi vefur er hrein snilld og ætla ég að melda mig til leiks með því að segja frá og sýna bíldósina mína. Hann er Nissan Patrol 92 módel breyttur fyrir 36" dekk af Bílabúð Benna árið 95. Það eru ekki til brettakantar fyrir 36" dekk svo að 38" hefur alltaf passað bærilega undir hann. Þannig er hann heldur lágr, akkúrat eins og ég vil hafa jeppa. Þessi árátta má þó ekki ganga of langt og eftir 4 ára notkun er það mér ljóst að hann er of lágr.
6 cyl. 2.8 TD vélin knúði hann áfram fyrstu 340.000 kílómetrana en andaðist síðasta vor. Þá gerði ein stimpilstöngin tilraun til að yfirgefa bifreiðina og skildi eftir sig stórt gat á blokkinni. Skortur á afli er þekkt málefni Patrol eigenda og ekki langaði mig að fá samskonar mótor aftur. Þá fann ég 6.2 GM mótor og möndlaði honum saman við gírkassan aftan af 4.2 patrol vélinni. Þessi vélaskipti eru að taka á sig mynd núna og enn hef ég ekki prófað að beita bílnum í snjó að ráði. Ég hækkaði hann 45mm á bodýi og nauðsynlegt er að hækka hann líka á gormum vegna þess að hann lemur mótorfestingunum niður í hásinguna.
Hér er mynd af honum áður en mótorinn fór og þá í sinni lægstu stöðu.
Kv Jón Garðar