Síða 1 af 1

GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 09.okt 2011, 22:58
frá birgthor
Jæja strákar nú vantar mig smá hjálp fyrir pabba en hann er að fara gera upp GMC Jimmy (orginal)

Hvar er best að panta parta á netinu í 1988 árgerð af Gmc Jimmy (stóri bíllinn)

Vitum af LMC Truck, ef þið hafið pantað frá þeirri síðu endilega gefið okkur smá review.

Einnig ef þið vitið um staði hérna heima t.d. partasölur eða einstaklinga sem luma á hlutum í þessa bíla.


Það sem vantar er: bílbelti, fjaðrir, grill og mögulega heila bodyhluti. Svo týnist sennilega eitt og annað til sem vantar.

Þessir hlutir mega svosem alveg koma frá Chevrolet framleiðandanum en helst ekki áberandi merktir.

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 09.okt 2011, 23:15
frá jeepson
Harið þið feðgar kíkt á summitracing.com? Það er aldrei að vita nema að þeir eigi til eitthvað.

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 10.okt 2011, 20:34
frá birgthor
Það er töluvert meira á LMC síðunni, við vorum bara að vonast eftir því að einhver hérna heima væri með svona bíl(a) á partasölu eða í skúr. Kannski eina málið sé að auglýsa eftir þessum pörtum út um allann veraldarvefinn ;)

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 10.okt 2011, 21:00
frá biggi72
Gætuð tékkað á manni sem er kallaður Hjalli og er með partasölu á höfðabakkanum bak við Dominos.
Hann gæti lumað að einhverjum pörtum í gripinn.

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 11.okt 2011, 14:45
frá elfar94
þú átt póst

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 11.okt 2011, 15:00
frá atlifr
Sælir

Ég hef pantað frá LMC, að vísu nokkuð langt síðan en þeir voru með topp þjónustu og ágætis gæði á flestu sem ég pantaði. En þeir eru ekki ódýrastir í pörtum m.v. spjallborðin úti. Ég myndi finna mér spjallborð sem tileinkað er þessum jeppum og þar geturu fengið fínar upplýsingar um hverjir eru góðir í nýju og jafnvel keypt e-ð notað. Hérna heima eru mestu líkurnar á að finna bíla í gegnum verkstæðiskalla og spjall.

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 10.jún 2012, 20:38
frá birgthor
Jæja, ég ætla fá að kasta þessu upp aftur. Er einhver hér sem veit um Jimmy, Blazer, Suburban eða mögulega pikka frá árunum 1981-1990. Þá þarf þessi bifreið að sjálfsögðu að vera tilbúin í niðurrif gagnvart núverandi eiganda :)

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 11.jún 2012, 15:43
frá vp36
Það var bíll fyrir ofan Grafarholt á leiðini að Langavatni rétt við nýa veginn svartur bíll

Re: GMC Jimmy Uppgerð

Posted: 11.jún 2012, 18:38
frá LFS
rockauto.com eru með svolitið urval