Þetta er semsagt 1993 dodge dakota
318 Magnum mótor sem á að vera að skila 230 hrossum
komið 4 tommu púst
Sjálfskipur og selctrac millikassi
hitamælir fyrir skiptinguna
og eðal kasettutæki
33" dekk ekkert hækkaður bara skorið úr og settir kanntar
á að vera diskalás í afturdrifinu en hann virðist gera voðalítið, planið er skoða það etthvað í vetur.
keyrður rúmlega 80þús mílur og var bara gjörsamlega eins og nýr.
þangað til hann fékk vatn inná mótorinn sem skildi eftir sig eitthvað bank, líklega bogna stimpilstöng.
er að vinna í að rífa mótorinn úr svo verður tekin ákvörðum um hvað verður gert þegar hann verður kominn út á gólf.
þrjár hugmyndir hafa verið í gangi, gera bara við það sem fór í gamla mótornum og setja saman aftur, reyna að finna í hann 360 magnum mótor eða kaupa allt sterkara í gamla mótorinn, fá heitari ás og hafa hann að mestu leiti tilbúinn fyrir blásara ef ég skildi vilja fara þá leið í framtíðinni,
annars er planið bara að reyna að koma honum á númer aftur fyrir bílprófið í janúar
Svo er ég að spá í að sprauta hann allan í sama bláa lit og hann er í að ofan eða aðeins dekkri
bíllinn verður hugsaður hjá mér sem sumarferðabíll og skólabíll á veturnar
nokkrar myndir:








eins og hann stendur núna:


