Síða 1 af 3
Skítsæll
Posted: 02.feb 2010, 15:46
frá draugsii
Djásnið mitt er Hilux dc 1993 árg er með 5/29 hlutföll
eins og hann stendur í dag þá er ekkert búið að lyfta honum fyrir utan að skrúfa klafana aðeins upp
bara klipt vel úr og 36" dekk undir nagar að vísu aðeins í mikklum torfærum en það venst furðu vel
Stefni nú samt á að hækka hann eitthvað meira svona þegar efni og aðstæður leifa.

- Svona er hann í dag 29/11 2011

- Svona var hann þegar ég fékk hann nema pallhúsið var hvítt

- á tímabili var hann svona ótrúlega ljótur
Re: Skítsæll
Posted: 02.feb 2010, 16:04
frá jeepson
Töff að sjá gulan hilux :D
Re: Skítsæll
Posted: 25.des 2010, 17:00
frá LeibbiMagg
þennan sá ég á þórshöfn rétt fyrir jól fyrir utan hjá óðinn getur það ekki passað
Re: Skítsæll
Posted: 25.des 2010, 23:06
frá draugsii
Það gæti passað
Re: Skítsæll
Posted: 25.des 2010, 23:55
frá LeibbiMagg
er þetta hilmar?
Re: Skítsæll
Posted: 26.des 2010, 08:50
frá draugsii
Það er víst svo
Re: Skítsæll
Posted: 26.des 2010, 14:09
frá LeibbiMagg
sæll leifur heiti ég og fór með þér óðin og dabba á hálsinn í rjúpu fyrir stuttu
Re: Skítsæll
Posted: 28.maí 2012, 21:46
frá draugsii
Re: Skítsæll
Posted: 28.maí 2012, 22:16
frá steinarxe
hehe þetta er helvíti töff,alvöru skæruliði:)
Re: Skítsæll
Posted: 29.maí 2012, 05:13
frá -Hjalti-
Re: Skítsæll
Posted: 29.maí 2012, 20:43
frá steinarxe
haha elska svona myndir,svona fær mann til að brosa þegar 2,4 er staðinn flatur,skjótast svona myndir í hugann.:)
Re: Skítsæll
Posted: 29.maí 2012, 21:20
frá cameldýr
Ætli hann sé skráður 12 manna?
Re: Skítsæll
Posted: 13.jún 2012, 22:52
frá draugsii
Re: Skítsæll
Posted: 16.mar 2014, 10:38
frá draugsii
Re: Skítsæll
Posted: 16.mar 2014, 18:43
frá Stebbi
Þú ætlar vonandi að bólstra þetta áður en að fjöðrunarkerfið frá japan setur djúpan skurð í hausinn á þér.
Re: Skítsæll
Posted: 16.mar 2014, 20:28
frá draugsii
veistu fjöðrunarkerfið frá japan hefur bara aldrei sent hausinn á mér upp í topp
þessi bíll er bara ekkert svo hastur
Re: Skítsæll
Posted: 16.mar 2014, 20:53
frá Turboboy
gaman að skoða þennan þráð :)
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 00:56
frá TDK
Töff takkaborð. Ekkert harðara en owerhead switch
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 15:22
frá Gunnar00
Ég er svolítið forvitinn, hvernig festiru takkaborðið í toppinn?
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 15:31
frá biturk
Festum það í original festingar fyrir inniljós og spegil :)
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 17:44
frá draugsii
Ég lét það ná svona langt aftur til að hafa möguleika á að setja eitthvað meira þarna upp
rofa og mæla fyrir úrhleipibúnað og svoleiðis það er nánast endalaust hægt að leika sér með þetta.
Ég hefði getað látið þetta enda þar sem rofarnir eru og fest þetta bara í speglafestinguna
það er nægur styrkur þar til að halda svona en langaði að láta þetta ná þarna aftur
þá fékk ég líka festingu fyrir betra inniljós
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 17:57
frá hobo
Þetta er þrælflott, og ekki veitir af takkaplássi í þessa bíla.
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 17:57
frá Gunnar00
lítur helvíti vel út, er að velta fyrir mér að gera svipað í bílinn hjá mér.
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2014, 18:22
frá draugsii
hobo wrote:Þetta er þrælflott, og ekki veitir af takkaplássi í þessa bíla.
Segðu, maður er búin að vera í tómu brasi með að koma rofum fyrir
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2015, 22:38
frá draugsii
Jæja þá er nú kominn tími á að setja inn nokkrar myndir af því sem hefur verið gert fyrir Hilux undanfarið.
Setti aukatank í hann. Notaði orginal bensíntank úr Hilux og læt hann dæla yfir í hinn tankinn.
upprunaleg hugmynd var að setja skiftir á lögnina svo maður gæti bara svissað á milli tanka en það dagaði uppi.

- Aukatankur
- IMG_20140325_014105.jpg (158.7 KiB) Viewed 168654 times
Svo var farið í það að færa afturhásingu á eðlilegan stað. Náði mér í hásingu undan 4runner með gormum og stífum
og þessu var möndlað undir á nokkrum kvöldum.

- Hásing við það að kveðja bílinn
- IMG_20141006_223743.jpg (139.18 KiB) Viewed 168654 times

- Þetta vigtar alveg sæmilega
- IMG_20141005_231719.jpg (160.01 KiB) Viewed 168654 times

- Skástífu turn
- IMG_20141014_230905.jpg (134.24 KiB) Viewed 168654 times
Fórum í smá tilraunamensku í mega bjartsýniskasti

- tilraun sem gekk ekki upp
- IMG_20141014_223951.jpg (145.86 KiB) Viewed 168654 times
Þetta gekk ekki upp og endaði með brotinni stífu en mig grunaði svosem alltaf að það gæti gerst
svo það var bara drifið í því að smíða festingu upp í grind

- festing á efri stífu í grind
- IMG_0073.JPG (84.51 KiB) Viewed 168654 times
Ég byrjaði á því að nota gormana undan 4runnernum en var ekki ánægður með þá svo ég skifti þeim út fyrir afturgorma úr Cherokee
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2015, 23:21
frá draugsii
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2015, 23:22
frá draugsii
þið getið kanski frætt mig á því af hverju síðustu myndirnar eru á hvolfi þær eru réttar í tölvuni hjá mér
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2015, 23:35
frá Adam
Djöfulsins dugnaður ! með myndirnar ert þú ekki bara að snúast eða ?
Re: Skítsæll
Posted: 17.mar 2015, 23:41
frá sukkaturbo
flott bara snúa skjánum á hvolf
Re: Skítsæll
Posted: 29.apr 2015, 22:14
frá draugsii
Re: Skítsæll
Posted: 29.apr 2015, 22:47
frá Svenni30
Glæsilegt, vel leist með handbremsuna, Djöfull eru þessi bretti flott allt annað að sjá bílinn. Ætti svo að minka drullan á honum :)
Re: Skítsæll
Posted: 29.apr 2015, 23:31
frá juddi
Snild með handbremsuna en hvar fékstu vigtina
Re: Skítsæll
Posted: 29.apr 2015, 23:40
frá draugsii
Gunni Mágur fann hana á ebay
Re: Skítsæll
Posted: 17.maí 2015, 22:54
frá draugsii
Re: Skítsæll
Posted: 18.maí 2015, 09:07
frá E.Har
Til lukku skemtileg útfærsla :-)
Re: Skítsæll
Posted: 07.sep 2015, 21:14
frá draugsii
Jæja best að setja inn nýjustu aðgerðir,
setti annað par af kösturum framan á hann
og svo eru kominn skjólborð á pallinn

- P8300318.jpg (2.23 MiB) Viewed 166311 times

- P8300317.jpg (2.02 MiB) Viewed 166311 times

- P8300311.jpg (2.09 MiB) Viewed 166311 times
Re: Skítsæll
Posted: 07.sep 2015, 21:37
frá ellisnorra
Þetta er nú að verða frekar reffilegur bíll. Þá er bara að finna framenda af sr5 bíl, krómið er alltaf flottara en þetta daufgráa grill og stuðari.
Re: Skítsæll
Posted: 07.sep 2015, 22:12
frá Járni
Þetta er geggjað. Svona ættu allir bílar að vera útfærðir.
Re: Skítsæll
Posted: 08.sep 2015, 09:19
frá kári þorleifss
þetta er svo ógeðslegt að það er komið hringinn! Svona ættu allir sveita pikkupar að vera, Virkilega töff!!
Re: Skítsæll
Posted: 08.sep 2015, 22:54
frá Lindemann
Þetta er hrikalega töff!