Síða 1 af 1
Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 23.mar 2010, 14:06
frá Arsaell
Þetta er fyrsti jeppinn minn sem að ég hef eignast og er bara nokkuð sáttur með hann.
Hann er Mitsubishi L200 - 2006 árgerð. Búið að hækka hann á fjöðrun til að koma 35" undir.
Það er þó nokkrir hlutir á óskalistanum sem að manni langar að láta að verða af með tíð og tíma svo sem:
RallyArt Tölvukubb til að ná aðeins meira afli úr honum ásamt 2.5" tommu pústi.
Kastaragrind framan á hann, en hún er reyndar til inní skúr á bara eftir að græja festingar.
Þarf líka að fara að skipta út höggdeyfum að framan þar sem annar er orðinn lélegur.
Það væri gaman að heyra í einhverjum öðrum sem að er líka með þetta body af L-200, þ.e.a.s 2006 og seinna, sem að hefur verið að breyta honum þar sem ég hef ekki séð mikið af þessum bílum breyttum. Og þá sérstaklega ef að einhver hefur farið í meiri breytingu en 35".
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 24.mar 2010, 03:38
frá StefánDal
Vígalegur er hann. Afhverju finnst mér þetta samt vera 38" en ekki 35"?
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 24.mar 2010, 10:37
frá Arsaell
Já, það blekkir aðeins að þetta eru óvenju breið 35" dekk. Þetta eru super swamper ssr og eru þau 14,5" breið í stað 12" breið einsog flest önnur.
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 29.mar 2010, 06:16
frá gto
Arsaell wrote:Þetta er fyrsti jeppinn minn sem að ég hef eignast og er bara nokkuð sáttur með hann.
Hann er Mitsubishi L200 - 2006 árgerð. Búið að hækka hann til að koma 35" undir og er hann með orginal rafmagnslæsingu að aftan.
IMG_3676.JPG
Það er þó nokkrir hlutir á óskalistanum sem að manni langar að láta að verða af með tíð og tíma svo sem:
RallyArt Tölvukubb til að ná aðeins meira afli úr honum ásamt 2.5" tommu pústi.
Kastaragrind framan á hann, en hún er reyndar til inní skúr á bara eftir að græja festingar.
Þarf líka að fara að skipta út höggdeyfum að framan þar sem annar er orðinn lélegur.
Brynjudalur.JPG
LeidALangjokul.JPG
Það væri gaman að heyra í einhverjum öðrum sem að er líka með þetta body af L-200, þ.e.a.s 2006 og seinna, sem að hefur verið að breyta honum þar sem ég hef ekki séð mikið af þessum bílum breyttum. Og þá sérstaklega ef að einhver hefur farið í meiri breytingu en 35".
Glæsilegur Jeppi!
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 29.mar 2010, 12:12
frá arni87
Glæsilegur bíll hjá þér.
En ég er að velta fyrir mér hvernig Super Svamper er að koma út undir honum.
Enn og aftur flottur bíll og hlakka til að sjá hann á fjöllum :D
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 29.mar 2010, 20:43
frá dabbigj
Mér finnst hann bara geggjað flottur hjá þér !
Til hamingju með þennan glæsivagn.
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 30.mar 2010, 09:50
frá Arsaell
Já þakka ykkur fyrir það. Í sambandi við dekkin þá kann ég vel við þau allavega en sem komið er hef reyndar ekki enþá prófað að keyra neitt af ráði á þeim úrhleyptum en hef bara hleypt úr þeim heima í skúr til að sjá hvernig þau eru að bælast undir honum og bælast þau bara nokkuð vel þó svo að bíllinn sé ekki nema um 2 tonn. En það kemur vonandi reynsla á þau á morgun þar sem ég er að spá í að reyna að komast á honum upp að gosi. Ég á líka einhverstaðar mynd af því hvernig dekking bælast undir honum í 5 pundum sem ég gæti sett hérna inn ef einhver væri áhugi á því.
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 25.nóv 2010, 10:43
frá Arsaell
Skellti í nýjum hæðarstillanlegum radflo dempurum (
http://www.radflo.com/oe.htm ) að framan ásamt eibach gormum. Svakalegur munur að keyra bílinn með þá í samanburði við löskuðu orginal demparanna sem að voru í fyrir. Líka snilld að geta stillt gormasætið og þar með hæðina á bílnum. Set hérna með mynd af nýju dempurum í samanburði við þá gömlu.
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 28.nóv 2010, 08:29
frá hjaltipatrol
sæll
ég á einn svona 2007 sem er búin að fara á 35, 36, 37, og 38. ég kann best við hann á 37, er komin með læri hlutföll og læsingu í framdrifið, og er kominn á gorma að aftan. þetta eru skemtilegir bílar en hafa sína kosti og galla eins og allir aðrir bílar,
en hann er mjög seigur í snjó akstri
en samt fallegur bíll hjá þér
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 28.nóv 2010, 10:38
frá jeepson
Arsaell wrote:Já, það blekkir aðeins að þetta eru óvenju breið 35" dekk. Þetta eru super swamper ssr og eru þau 14,5" breið í stað 12" breið einsog flest önnur.
Ekki algengt að sjá þessa breydd á 35" :) Ég var einmitt að pæla í að fá mér 33x14,5 undir súkkuna sem að ég átti. En þar sem að dollarinn er full hár þá varð ekkert úr því að panta þau. En glæsilega bíll hjá þér.
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 28.nóv 2010, 10:54
frá Izan
Sæll
Þetta er sniðugt að nota svona breið dekk. Bíllinn verður svo skemmtilega ruddalegur að sjá.
Hvaða demparadót er þetta? Er MMC kominn með snjósleðafjöðrun undir fisksalabílana sína? Eru engar vindustangir með þessu eða hvernig fúnkerar þetta?
Kv Jón Garðar
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 29.nóv 2010, 09:53
frá Arsaell
Já, það er orðið double wishbone með gormum að framan í þessum bílum og engar vindustangir. Þess vegna framfjöðrunin er nokkuð breytt frá því í eldri bílnum skilst mér.
Hjalti er bílinn þinn dökkrauður, hef allavega séð einn svoleiðis á 37" sem að var mjög huggulegur. Ég hef einmitt verið að íhuga að setja lægri hlutföll í bílinn hjá mér, yrði án efa skemmtilegri á 35" miðað við þau hlutföll sem að eru í honum núna. Hvaða hlutföll settiru í bílinn hjá þér?
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 29.nóv 2010, 18:35
frá hjaltipatrol
ég á vínrauða bíllinn, það er kominn 4.88 hlutföll það er til líka 5.29 en mér þótti það of látt, það er orginal 4.10,
Re: Mitsubishi L200 - 2006
Posted: 20.nóv 2012, 19:27
frá studpinni
hvar fæ eg kanta á svona bíl? og hlutföll? eru þetta sömu hlutföll og úr pajero?