Volvo 6x6


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo 6x6

Postfrá birgthor » 24.jan 2012, 15:47

Ef þú notar belti undan snjósleða vantar þig stýringar, en ef þú heldur sem mestu af hliðum dekkjanna þá ertu ágætlega viss um að þau poppi ekki af.


Kveðja, Birgir

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Volvo 6x6

Postfrá jeepson » 24.jan 2012, 15:54

sukkaturbo wrote:Jú einn kostur við þetta. Konan sagði að þetta væri í fyrsta og eina skiptið sem hún hefur séð eitthvað sexý við mig svo kanski ætti maður að halda þessum bíl og fá sér einn bauk af Viagra það er aldrei of seint að byrja að stunda K--líf he he


Þú hefur altf húmorinn til staðar Guðni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 08.feb 2012, 21:20

Sælir félagar Valpinn búinn að vera á Blönduósi í marga daga og löngu búið að laga bilunina sem samanstóð af þremur rándýrum varahlutum.1. þéttir krónur 650 2. platínur 800 krónur og 3.bensín sía 1500kr. Ísetning og annað smálegt kr 12000.Viðgeramaðurinn prufaði svo bílinn rækilega í nokkur skipti og reyndist allt skothellt.Það var hringt í mig frá verkstæðinu og ég beðinn um að ná í bílinn sem fyrst því hann væri svo einmanna og með heimþrá og sí vælandi.Ég fékk félagan sem fór með hann á Blönduós til að fara méð mér og tókst eftir nokkrar fortölur að fá hann til þess enda hann ekki búinn að gleyma ferðinni á Blönduós og voru augabrýrnar alveg niður á munnvikum og mikil skeifa á karlinum. Við rukum upp á Blönduós og fundum Valpinn með því að ganga á ýlfrið í honum. Miklir fagnaðar fundir brutust út er við hittumst og mátti sjá tár á hvarmi og smá glampa í stöðuljósunum.Bíllinn var settur í gang og tankaður og nú skyldi mælt hvað karlinn færi með heim á 160km vegalengd.Sá brúnaþungi skreið um borð og hélt af stað kl.17.45 og vildi að ég skipti við sig upp á Þverárfjalli ef svo ólíklega vildi til að Valpinn kæmist þangað.Hann hélt svo af stað og ég fór til að kaupa nesti fyrir nóttina. Síðan dólaði ég af stað og taldi mig mundu ná Valpinum fljótlega. En viti menn ég náði honum ekki fyrr en á Sauðárkrók eða sá afturljósin á honum í fjarska.Síðan átti ég fullt í fangi með að halda í hann alla leið norður á Sigló og stoppaði félaginn ekki fyrr en við verkstæði hjá mér kl.19.30 á staðar tíma og voru augabrýrnar komnar aftur á hnakka og munnvikinn út að eyrum. Þetta er ekki saminn bíllinn og ég fór með áleiðis suður sagði hann heldur miklu betri kraftur og ég bara með aðra höndina á stýri og hina í súkkulaðiboxinu. Eyðslan mæld og fóru á hann 33 lítrar á 160km og þó var ekið greitt eða allt í botni mest 100km hraða niður í móti og frjálsu falli. Líklega er þetta heimþrá sem skilaði Valpinum svona hratt heim. En eftir þetta ferðalag verður sá sem kaupir þennan bíl að koma á Sigló og ná í hann ég nenni ekki fleiri svona ferðum og er orðinn of gamall í það.Ég var að pæla í verðinu á bensíninu á leiðinn heim og sá 1000 karlana fljúga aftur úr pústinu.Þá fékk ég snildar hugmynd um að gera Valpinn að Metanbíl. Best væri að setja heyrúllu fremst á pallinn og síðan tvo hesta af því að bíllinn er með tvo blöndunga stinga slöngu í rassinn á þeim og tengja þá við blöndungana og prufa svo. Svo væri hægt að hafa salt tunnu á pallinum ef þeir skyldu nú deyja og salta þá og hafa nóg nesti í fjallaferðina sem maður fer aldrei í. kveðja


IL2
Innlegg: 27
Skráður: 05.aug 2010, 23:01
Fullt nafn: Óskar Óskarsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá IL2 » 05.des 2012, 20:47

Hvar er þessi í dag, Guðni?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 05.des 2012, 23:07

Sæll hann er í eigu aðila sem gerir út á hundasleðaferðir held ég kveðja guðni


Klühe
Innlegg: 9
Skráður: 21.júl 2017, 23:45
Fullt nafn: Már Trausti Þórnýsson
Bíltegund: Volvo C306 Pajero

Re: Volvo 6x6

Postfrá Klühe » 23.júl 2017, 11:55

Settu power String inn í bíl í stýrið


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 24.júl 2017, 07:18

Sæll Már átt þú Volvo 6x6 í dag?


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá grimur » 25.júl 2017, 00:44

Setja power string?
Inn í bíl?
Í stýrið?

Hvaða endemis bull er þetta???


Klühe
Innlegg: 9
Skráður: 21.júl 2017, 23:45
Fullt nafn: Már Trausti Þórnýsson
Bíltegund: Volvo C306 Pajero

Re: Volvo 6x6

Postfrá Klühe » 24.aug 2017, 16:00

Já í Stíris rörið in í bíl


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 24.aug 2017, 19:49

jamm ég skil ekki alveg eða bara ekki neitt


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir