Volvo 6x6


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 19.aug 2011, 17:09

Jæja gat ekki verið aðgerðalaus lengur foxinn farinn og stæðið tómt. Þannig að ég og fór og fjárfesti í 78 árgerð af Volvo Valp ekinn 24.000km.Búnaður er B-30 Volvo 6 cyl línuvél 6 gíra kassi hái og lági 2 gírar í lága og 4 í háa niðurgíraðar hásingar með vagum læsingum og hlutföll 7, 20 sirka er ekki alveg viss komið í hann vökvastýri. Er á 34"x16" felgum 8 gata rugl deiling og dekkum og er smíðaður sem sjúkrabifreið.Flutti hann norðu á kerru þar sem ekki er vogandi að aka eða gangsetja fyrr en búið er að yfir fara alla hluti.Tók af honum kassan og fór með hann á hafnarvogina svo til bensín lausan og vigtaði hann 2080kg og var ég frekar hissa á þeirri tölu og taldi vigtina vitlausa.Mér var sagt að standa á vigtinni og vigtaðist ég 142kg sem er nærri lagi svo hún er líklega rétt.Þannig að grunnurinn er 2 tonna bifreið á 6 hjólum og veghæð undir kúlu á 34" er sléttir 40cm. Einnig kom á óvart hversu mjúk fjöðrun er í þessu dóti eiginlega alveg ótrúlegt. Setti hann í gang og keyrði nokkra metra í holum og ójöfnum.Nú ætla ég að halda úti þræði ef menn hafa áhuga á framhaldinu. Næst er að finna út úr hvernig maður leysir felgu og dekkamálin og hvort sé ekki hægt að breita deilingunni í 6gata felgur og auka kraftinn í B-30 vélinni með turbo dæmi ef einhver veit um svoleiðis dæmi. Svíar hafa smíðað millistykki þannig að 300 Bens 6 cyl diselvélin hefur gengið á kassan og passar hún á mótorfestingarnar og vantar mig þannig vél. Góð ráð þeginn og allar upplýsingar vel þegnar þá þarf maður ekki að finna upp hjólið.mail gudnisv@simnet.is eða gsm 8925426
Viðhengi
Ymíslegt 2008 224.jpg
Ymíslegt 2008 223.jpg
millikassi.JPG
byrjað að rífa (2).JPG
DSC03130.JPG



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Volvo 6x6

Postfrá hobo » 19.aug 2011, 17:35

Þetta getur ekki orðið annað en flott hjá þér.
Hvað er betra á fjallabíl en að vera með svefnaðstöðu afturí. Ef blindbylur skellur á og klukkan orðin margt er ekkert annað að gera en að kveikja á gasmiðstöðinni og henda sér í koju.

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Volvo 6x6

Postfrá elfar94 » 19.aug 2011, 17:52

alltof fáir lappar eftir ,virkilega flottur, gangi þér vel ;)

- Elfar
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá Freyr » 19.aug 2011, 18:50

Kveikti þessi áhugann á 6x6 Volvo?

Image

6,5 GM diesel í kassa á pallinum, 4 millikassar, hásingar með niðurgíruðum nöfum og 6 stk. 49" dekk...............

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá Freyr » 19.aug 2011, 18:52

4 stk millikassar í lága + 1. gír í ssk. + 7,2 í hásingum. Þetta gæti verið nálægt 600:1 í 1. gír í lága lága lága lága ;-)

Freyr

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo 6x6

Postfrá Einar » 19.aug 2011, 19:17

Ég hef stundum misst mig í myndaskoðun á þessum tækjum, ætli Cummins diesel myndi passa ofaní í staðin fyrir þennan Volvo Tiger mótor?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 19.aug 2011, 23:37

Sælir það er þessi guli á you tube sem er fyrir myndin hjá mér þetta er ekki nema 2000 kg og 49 allt of stíf 6 x 38 slitin og léttur pallur og bens 300 disel eða turbo á b-30 vélin síðan kassan á aftur á sumrin gæti kanski virka svo þarf úrhleypibúnað og milligír í þetta

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá Freyr » 19.aug 2011, 23:58

Sæll Guðni

"þessi guli á youtube", værir þú til í að smella inn link á hann fyrir okkur?

Kv. Freyr


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 20.aug 2011, 08:59

Linkur:http://www.youtube.com/watch?v=XWWSUsnrMLk&feature=relatedSæll þessi er kominn með turbo heimasmíðað og b-30 vélina og er um 300 hestöfl fullt af myndböndum með þessum bíl en hann vann paris dakar rallið í flokki undir 3000kg og er enn á fjöðrum en búið að fækka blöðum í framfjöðrum setja stífur fram í grindarnefið og spes dempara bara flottur og er á 33 eða 35 er ekki alveg viss kveðja guðni

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo 6x6

Postfrá Stebbi » 20.aug 2011, 15:43

[youtube]XWWSUsnrMLk[/youtube]
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Volvo 6x6

Postfrá Izan » 20.aug 2011, 23:24

Sæll

Ég er nokkuð viss um að það sé í honum vökvastýri og ef svo er þá smíðaði ekki ómerkari maður en Þórir Gíslason búnaðinn í bílinn úr Izusu Trooper stýrismaskínu sem ég átti.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 20.aug 2011, 23:30

Jú það er vökvastýri í honum og tjakkur en stimpill er ónýtur af ryði og einhver nefndi Viðar Finns veit ekki meir kveðja guðni

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Volvo 6x6

Postfrá Örn Ingi » 20.aug 2011, 23:46

Þú ert svo yndislega bilaður guðni :P

Enn já mér hlakkar til að sjá útkomuna úr þessu hjá þér !

Gangi þér vel félagi ;)


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Volvo 6x6

Postfrá G,J. » 20.aug 2011, 23:51

Það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér Guðni,ég hef lengi verið spenntur fyrir þessum bílum....klárlega flottur efniviður í hálendis/veiðibíl.

Kv.GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá Freyr » 21.aug 2011, 01:06

Tek undir með hinum hér að ofan, það er gaman að fylgjast með því sem þú gerir Guðni.

Kv. Freyr

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Volvo 6x6

Postfrá arnijr » 21.aug 2011, 02:27

Leitaði aðeins á netinu og fann kappa sem smíðar ný nöf, sem taka Toyotu diskabremsur og eru fyrir 6 bolta felgur: http://www.omt-offroad.com/index_e.htm. Finnur þetta undir "Products".

Svo er annar kappi, í annarri heimsálfu, sem smíðar ný "cv joint" (alveg stolið úr mér í augnablikinu hvað svoleiðis heitir á íslensku): https://rcvperformance.com/store/catalog/product_info.php?products_id=33&osCsid=35a5f71569e8bc83bf9f05b886111214.

Hvorugt af þessu er náttúrulega gefið, sérstaklega þegar talað er um svona margar hásingar.

Þetta verður spennandi þráður. Hvað heldurðu að húsið sem þú tókst af vigti?
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 21.aug 2011, 08:43

Sælir tók húsið af og vigtaði það rétt yfir 1000kg klætt með áli hægt að ganga á þakinu og vel einangrað með lokuðum og þéttum hliðarhólfum sér rafkerfi og tafla. Festingar fyrir fjórara sjúkrabörur það eru sleðar og krókar í veggjunum fyrir handföng á sjúkrabörum og svo krókar í loftinu til að halda þeim á lofti síðan sér mistöð og svo plastspjöld orginal til að setja fyrir glugga húsins held til að myrkva það.Bíllinn sjálfur er um 2000kg. Ætla að láta smíða millistykki úr áli til að geta notað 6 gata felgurnar. Hef þá þann möguleika að setja orginal herdekkin og felgur undir.Nota hugmyndina frá gula bílnum verð með léttan álpall sem notar sömu festingar og húsið og þá hægt að skipta um á klukku tíma með kaffi pásu.Prufaði bremsurnar og þær vægast sagt virka mjöög vel. Hægt er að opna framrúðuna upp á gátt og bjargaði það mér þegar ég bremsaði í fyrsta skipti því ég fór hálfur út um framrúðuna og stoppaði á one pakkinu og kemur það sér vel að vera í góðu formi um mittið eða sirka 180cm. Er núna að berjast við risa kóngulær sem komu með norður vinum mínum til skelfingar.Stutt saga af því ég sá eina alveg risastór og voru gripkrókarnir eins og meðal visegrip töng. Rauk til og náði í að ég hélt spreybrúsa með eitri og úðaði á kvikindið og beið svo og horfði á stykkið. Hún glansaði öll og hélt sínu striki og var ekkert lát á henni.Hvað nú ég leit á brúsan og sá þá að þetta var glans efni fyrir mælaborð.Hljóp og náði í annan brúsa og úðaði enn betur og nú skyldi helvítið drepast.Nei nei hún varð bara ofvirk og prílaði um allt. Leit á brúsan og sá að þetta var startsprey. Þetta gekk ekki svo ég fór og náði í logsuðutækin og ætlaði að klára þetta með eldi og viti menn hún sprakk í tætlur eins og gamal mudder þegar hann er settur á með of miklum eter.Ef þessu heldur áfram verð ég búinn að kveikja í bílnum og verkstæðinu fyrir haustið. Verð líklega að nota gömlu haglabyssuna sem ég skaut Foxinn með kveðja guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 08.jan 2012, 16:34, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Volvo 6x6

Postfrá Polarbear » 21.aug 2011, 10:32

árnijr, CV-joints stendur fyrir Constant velocity.... eða jafnhraðaliður, sem virkar betur en hjöruliðskross vegna þess að hann breytir um hraða meðan hann snýst... :)

hér má lesa um Universal joint, með hefðbundnum hjöruliðskrossi: http://en.wikipedia.org/wiki/Universal_joint

og hér er svo hægt að lesa um CV eða constant velocity joint: http://en.wikipedia.org/wiki/Constant-velocity_joint


:)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Volvo 6x6

Postfrá Stebbi » 21.aug 2011, 15:06

Polarbear wrote:árnijr, CV-joints stendur fyrir Constant velocity.... eða jafnhraðaliður, sem virkar betur en hjöruliðskross vegna þess að hann breytir um hraða meðan hann snýst... :)

hér má lesa um Universal joint, með hefðbundnum hjöruliðskrossi: http://en.wikipedia.org/wiki/Universal_joint

og hér er svo hægt að lesa um CV eða constant velocity joint: http://en.wikipedia.org/wiki/Constant-velocity_joint


:)


Oft kallaður fjölkúluliður eða kúluliður á toyota máli.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Bassi6
Innlegg: 36
Skráður: 11.mar 2010, 16:40
Fullt nafn: Bjarni Friðriksson
Bíltegund: Willys og Wrangler

Re: Volvo 6x6

Postfrá Bassi6 » 21.aug 2011, 21:18

Djö... hvar fær maður svona bíl!

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Volvo 6x6

Postfrá elfar94 » 21.aug 2011, 21:19

það eru 2 á bilasolur.is
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"


Bassi6
Innlegg: 36
Skráður: 11.mar 2010, 16:40
Fullt nafn: Bjarni Friðriksson
Bíltegund: Willys og Wrangler

Re: Volvo 6x6

Postfrá Bassi6 » 21.aug 2011, 22:12

Er það bara ég ?? ég sé þá ekki, undir hverju leitar maður??

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá Freyr » 21.aug 2011, 23:01



Bassi6
Innlegg: 36
Skráður: 11.mar 2010, 16:40
Fullt nafn: Bjarni Friðriksson
Bíltegund: Willys og Wrangler

Re: Volvo 6x6

Postfrá Bassi6 » 21.aug 2011, 23:10

Takk

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Volvo 6x6

Postfrá jeepson » 27.aug 2011, 00:09

Ég fór og skoðaði mig um á norðurlandinu í viku. Og kikti til hans Guðna í leiðinni. Það var hellvíti gaman að sjá græjuna með eigin augum. Ef maður þekkir Guðna rétt. Þá verður þetta orðin alveg suddaleg græja fljótlega :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo 6x6

Postfrá Einar » 27.aug 2011, 08:43

Þessi Dani segist eiga á lager 45 stykki af sjúkrabílaútgáfunni...
http://www.staaling.dk/default.asp?pageload=salgsliste&id=27798

...og 52 stykki af vörubílaútgáfuni
http://www.staaling.dk/default.asp?pageload=salgsliste&id=27797


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Volvo 6x6

Postfrá Grímur Gísla » 31.aug 2011, 05:05

Sæll Guðni. Til hamingju með lappann. Hvernig er útfærslan á drifsköftum milli afturhásingana? Þú varst að spyrja um
Bronco II um daginn ég veit um nokkur stykki ef þú ert að leita ennþá. kveðja Grímur Gísla.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 31.aug 2011, 07:53

Sæll Grímur og takk fyrir það vantar léttan vetrabíl breittan á einhverjum túttum á 44 og 38 og 40" dekk á sex gata felgum og finnst Bronco ll álitlegur. Drifkúlur eru allar hægramegin í bílnum og er það gott í snjó allar í sama farinu. það er tekið úrtak úr fremri afturhásingunni úr pinnjón eins og lítill millikassi og aftur í þá aftari og er það alltaf tengt. Síðan er það sem gerir afturhásingarnar spennandi er veltibúnaðurinn á milli hásingana.Þegar fremri afturhásingin fer upp á einhverja fyrirstöðu þá þrýstir millifjöðrin sem er á búkkanum aftari hásingunni niður og heldur fullu gripi eða alla vega tel ég þetta vera kost. Síðan eru vírstrappar sem passa að hásingarnar velti ekki of mikið.Bíllinn er skemmtilega hannaður til ofrod keyrslu nema kanski vélarvana.En 300 disel bens turbo passar á mótorfestingar og svíinn á millistykki á kúplingshúsið. Er búinn að taka allt í gegn og hef unnið nótt og dag í 10 daga. Allt var tekið í sundur og skoðað og lagfært og losað um smurt og málað vökastýrið lagað og er ég núna að pæla í hvort vit sé að setja millitek á niðurgíringarnar. Verið er að smíða millistykki þannig að hægt verður að nota sex gata felgur og 38"dekk. Svo er ég að fara að innrétta kassan og er að safna húsbílahlutum borð og rúm og eldavél og vask miðstöð og hvað eina en það er 24Volta kerfi í bílnum.Fann einhver hestöfl í vélinni þegar ég henti þessu fáranlega pústkerfi og loftsíu sem var síðan 78 orginal og stillti blöndungana. Allar læsingar virka fínt þannig að núna bíð ég eftir drullusokkum merktum VOLVO frá Svíþjóð. Nóg í bili set inn myndir fljótlega kveðja guðni

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Volvo 6x6

Postfrá jeepson » 31.aug 2011, 11:00

Altaf nóg að gera hjá þér Guðni. :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá scweppes » 31.aug 2011, 13:19

Þetta er nú bara ein skemmtilegasta síðan á internetinu þegar þú ert með einhver próject í gangi, snilld.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 31.aug 2011, 20:31

Jæja sælir félagar var að brasa í allan dag tók eftir að bensínslanga var farinn að leka við gruggkúluna þannig að ég ákvað að skera aðeins af endanum og gerði það og setti í gang en áfram hélt lekinn þannig að ég aftengdi gruggkúluna með miklu brasi og prufaði en enn þá lak fjandans slangan. Stytti hana enn meira og var nú orðinn pirraður vont að komast að þessu á mill sætana og inn í bíl en þar er lúga sem ekki væri hægt að skíta niður um þó lífið lægi við og allt orði fullt þegar maður var búinn að stinga höndunum þarna niður.En nú var slangan orðin of stutt.Það fauk eitthvað í mig og tók ég frekar fast í slöngunni með þeim afleiðingum að hún slitnaði og fékk ég hana beint í fésið sem er nú ekki falleg fyrir og er ég kominn með rauða og blá sportrönd frá enni og niður á höku.Eftir smá æðiskast og rétt búinn að velta bílnum fór ég að skoða slönguna og kemur þá í ljós að hún er orðin fúinn og sprungu rönd eftir henni endilangri. Skipt um allar slöngur í bílnum og virkar nú allt fínt.Setti nýjar olíur á drifin og niðurgíranirnar og MILLITEKK smurði alla koppa.Fæ Volvo drullusokkana á morgun og tek bílinn út til að prufa.Nýjar myndir kveðja Guðni
Viðhengi
DSC03146.JPG
Handa Grím tenging á aftari hásingu
DSC03145.JPG
Fyrst pennslað í viku og síðn verður sprautað í restina með þvotta könnu fyrir utan verkstæðið þá verður þetta fullkomið

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Volvo 6x6

Postfrá Einar » 31.aug 2011, 21:13

Hvað komast stór dekk undir án þess að lengja milli hásinga?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 31.aug 2011, 23:18

38 og lítið mál að lengja fyrir allt að 49"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Volvo 6x6

Postfrá jeepson » 31.aug 2011, 23:20

Djöfull er þetta að verða flott hjá þér Guðni. Greinilega mikið búið að gerast síðan að ég kíkti á þig um daginn.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 01.sep 2011, 07:14

þetta gengur þegar maður vinnur 10 tíma á dag alla daga vikunnar og með félagana til að segja sér til og aðstoðar og aðstað ekki slæm bíllinn á lyftu allan tímann. Nú vantar mig einhvern léttan jeppa toy sukk willys Bronco 38 til 44 sem ég get notað í vetur endilega sendið mér upplýsingar ef þið vitið um eitthvað ódýrt og nothæft má þarfnast lagfæringa kveðja guðni


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo 6x6

Postfrá birgthor » 01.sep 2011, 09:53

Engann fíflaskap Guðni, þú setur almennilegann dísil mótor í þennan og stærri dekk. Þá þarftu ekkert annan bíl.
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 01.sep 2011, 18:23

Jæja ætlaði að klára í dag en hlutir drógust á langinn.Fékk þurkumótorinn til að virka var orðin fastur af ryði og boraði út rúðupissið og virkar það svo vel að ég sprændi eina fjóra metra framdrifs rofinn farinn að virka en hann kveikir á vagum pung er að setja drullusokkana á. Það sem ergir mig núna er surg í vökvastýrisdælunni og froða í boxinu??

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Volvo 6x6

Postfrá jeepson » 01.sep 2011, 19:03

sukkaturbo wrote:Jæja ætlaði að klára í dag en hlutir drógust á langinn.Fékk þurkumótorinn til að virka var orðin fastur af ryði og boraði út rúðupissið og virkar það svo vel að ég sprændi eina fjóra metra framdrifs rofinn farinn að virka en hann kveikir á vagum pung er að setja drullusokkana á. Það sem ergir mig núna er surg í vökvastýrisdælunni og froða í boxinu??


Er ekki séns að það sé loft á kerfinu? fyrst að það er froða í þessu?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Volvo 6x6

Postfrá birgthor » 01.sep 2011, 19:53

Eða vatn?
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Volvo 6x6

Postfrá sukkaturbo » 01.sep 2011, 20:32

tók tjakkinn í sundur og skipti um öxul og tæmdi nærri boxið


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 31 gestur