Patrol '98 6.5td


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 17.aug 2011, 00:07

Sælir

Ég keypti 38" Patrol gæðing í fyrra og náði að nota hann í sirka 4 mánuði og þá fór heddið í honum. Ákvað ég þá að stækka við mig í húddinu og fara í 44" í leiðinni. 6.5 td varð fyrir valinu þar sem ég endaði á nokkuð góðum mótor, 4l80e skipting verður við mótorinn og Patrol millikassinn notaður áfram.

Í honum er VHF,CB og GPS og NMT dótið fékk að fjúka úr honum. Orginal vacuum læsing að aftan sem verður breytt í loft, Arb loftlæsing að framan sem er til en á eftir að setja í. Skipti út kösturunum að framan sem fylgdu honum í IPF sem ég er bara nokkuð ánægður með.

Það sem á eftir að gera og er í vinnslu er t.d:

Færa aftur hásingu, sem verður klárað í vikunni
Skipta um alla gorma og dempara
Nýtt pústkerfi
Setja stýristjakk, hann er til
Vinnuljós á toppinn
Aukarafkerfi
Loftkerfi
Og margt fleira.....

Læt nokkrar myndir fylgja af honum og breytingaferlinu. Fyrsta skiptið sem ég set inn myndir hérna, vona að þetta hafi virkað.

IMG_0611.jpg

IMG_1395.jpg
Hér er Datsun mótorinn að fara upp úr

IMG_2375.jpg
Hér er verið að máta 6.5, eins og sést þá rekst túrbínan í hvalbakinn og breyta þurfti hvalbaknum.

IMG_2380.jpg
Hér eru nýju mótorfestingarna komnar

IMG_2574.jpg
Hér sést hversu mikið þurfti að taka úr Hvalbaknum

IMG_2573.jpg
Byrjað að bæta í hvalbakinn

IMG_2609.jpg

IMG_2612.jpg

IMG_2614.jpg
Smá kíttivinna

IMG_2618.jpg
Þetta var svo útkoman


Það er víst bara hægt að setja inn 10 myndir í einu, set inn fleiri myndir síðar.
Síðast breytt af stjanib þann 17.aug 2011, 03:52, breytt 2 sinnum samtals.




Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: 44" 1998 Patrol 6.5td

Postfrá stjanib » 17.aug 2011, 03:48

Jæja nokkrar fleiri myndir, það gekk svo vel að setja inn hinar :)

IMG_2620.jpg

IMG_2577.jpg
Verður gaman að ganga frá þessu

027.jpg
Hér er verið að setja hitaeinangrun á þar sem að túrbína og púst mun liggja

IMG_2390.jpg
Breyta þurfti crossmembernum fyrir skiptinguna

IMG_2388.jpg
Hér er milliplata og múffa til að tengja saman patrol millikassa og 4l80e

IMG_3271.jpg
Hér er verið að ganga frá chevy rafmagni og tölvu

IMG_3270.jpg
Svona lítur þetta út í dag, á aðeins eftir að ganga frá en mótorinn er gangfær

IMG_3273.jpg
Hér er millikassi og skipting komin saman, datt inn á nýjan millikassa á uppboði, þannig að gamli verður sennilega notaður í milligír


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá birgthor » 17.aug 2011, 17:38

Bara glæsileg frammistaða, alltaf gaman að sjá fagmannlega smíði og vinnubrögð.
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 17.aug 2011, 19:14

birgthor wrote:Bara glæsileg frammistaða, alltaf gaman að sjá fagmannlega smíði og vinnubrögð.


Takk fyrir það Biggi. Þegar maður er á annað borð að fara útí svona æfingar reynir maður að gera þetta almennilega svo maður fái þetta ekki í hausinn seinna.

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Bóndinn » 18.aug 2011, 11:06

Sæll
Langaði að forvitnast.
Hvaða gormar eru undir honum að framan?
Hvaða vatnskassa notaru?
Verður intercooler í honum og þá úr hverju?

Kv Geiri
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá TF3HTH » 18.aug 2011, 11:25

Flott verkefni.

Hvað kostar dótið til að setja patrol kassa aftan á sjálfskiptinguna?

-haffi


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 18.aug 2011, 12:08

Bóndinn wrote:Sæll
Langaði að forvitnast.
Hvaða gormar eru undir honum að framan?
Hvaða vatnskassa notaru?
Verður intercooler í honum og þá úr hverju?

Kv Geiri


Sæll Geiri

Undir honum eins og er eru bara orginal gorma, ég á eftir að finna út hvaða gorma ég ætla að nota. Hef aðeins verið ath þetta og hafa menn sagt að ég ætti að prófa 100mm lift patrol gorma eða fara í 100mm lift Land cruiser því að þeir eru aðeins stífari og lengri og þá er spurninginn hvort það jafnist út miða við þyngdaraukninguna á framan á mótornum.

Vatnskassinn lét ég smíða hjá grettir, það er 4 raða með chevy bökkum sem eru með olíuklælir og sjálfskiptikælir í, mig minnir að málið á kassanum hafi verið 85*50*8.5.

Það verður intercooler í honum, en hvaða veit ég ekki alveg. Mér var sagt að prófa patrol intercoolerinn eða fá mér vatnskældan cooler. Það er kannski einhver hér sem getur frætt mig um hvaða stærð að intercooler ég ætti að nota?

TF3HTH wrote:Flott verkefni.

Hvað kostar dótið til að setja patrol kassa aftan á sjálfskiptinguna?

-haffi


Sæll Haffi

Það kostaði 120 þús að mig minnir..

K.v
Stjáni


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá birgthor » 18.aug 2011, 12:59

Þú getur talað við Theodór Kristjánsson á Kjalarnesi, hann er búinn að fara í gengum sambærilegt ævintýri með landcruise 60. Hann var líka byrjaður að uppfæra 6,5 vélina sem hann var að nota.
Kveðja, Birgir

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Kiddi » 18.aug 2011, 16:17

Ég hef verið mikið á töluvert þungum Patrol með 3.0 vélinni og á 44" dekkjum og sá bíll varð mikið mikið skemmtilegri þegar hann fór á fjólubláu Land Cruiser gormana frá Arctic Trucks. Þeir eru prógressivir og bíllinn bara slær ekki saman. Það hjálpar sjálfsagt líka að hann er með Land Cruiser samsláttarpúða.

En annars flott verkefni hjá þér.
Ef hann þyngist eitthvað við þetta er ég alls ekki viss um að hann drífi minna þar sem það háir þessum bílum finnst mér hvað þeir eru aðeins of afturþungir, ekki mikið en maður verður var við það þegar landið hallar aðeins upp á við.
Ef ég ætlaði að smíða svona bíl held ég að ég myndi toga hásinguna um 10 cm aftar en flestir gera og smíða aðaltank undir miðjan bíl, þar sem flestir hafa aukatankana. Síðan myndi ég hafa aukatank aftast en mér finnst hálf kjánalegt að dæla úr tank í miðjum bíl og í tank sem er aftast, semsagt færa þyngdina aftar...

Það er hins vegar á hreinu að góður bíll verður ávallt betri með Chevrolet mótor. Spurning hvort það væri ekki flott lausn hjá þér ef þú ætlar að fara í milligír að smíða hann úr Chevy millikassa og fá með því 2.72:1 hlutfall í hann. 2:1 í báðum kössum finnst mér heldur hátt gírað!

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá AgnarBen » 18.aug 2011, 22:11

Sammála Kidda, LC80 progressiv gormarnir eru mjög góðir og slaglangir, var með svoleiðis undir mínum og enga klossa. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst 3.0 Patrolinn minn ekkert rosalega rassþungur enda meiri vigt á framhásingunni en aftur. Kiddi hefur kannski verið með svona mikið af vara framhjólalegum í skottinu ;-)

N.B. það fæst 2.86 og 3.74 hlutfall í Patrol millikassan en væntanlega kosta þau arm og legg í dag í innkaupum erlendis frá. Ég var með 3.74 og var heildarniðurgírunin 1:186 sem ég var nokkuð ánægður með.

Þú verður að vanda þig mikið við kælinguna á þessari vél, félagi minn er með 6.5TD í Patrol og var í miklu kælingarvandræðum lengi vel.

kv
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Kiddi » 19.aug 2011, 00:24

Þetta er kannski ekki alltaf að há honum að sökkva að aftan en þegar hann stoppar, þá er það iðulega afturþyngdin sem veldur því og ekki hjálpar að kveljan er allt allt of hátt gíruð, enda með 2:1 í báðum millikössum :-)
Þannig að já kannski ég orði þetta þannig að ef það er eitthvað sem ég myndi vilja bæta við drifgetuna á Patrol þá er það þetta!


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 19.aug 2011, 01:32

Sælir

Þakka fyrir ábendingarnar, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Hvernig er það eru þið þá að nota LC80 gorma að aftan líka eða bara á framan? Ég þekki ekki þessa progressiv gorma, hvað er öðruvísi við þá en OME lift gormanna? Og hvernig er það ef ég er með 100mm kubba get ég tekið þá í burtu og munu þessir progressiv gormar halda þessu lifti?

Agnar hvar get ég nálgast þessi hlutföll sem þú varst að tala um?
Varðandi kælinguna þá eru til nokkur upgrade, þessi mótor sem ég er með er t.d. með H.O vatnsdælu og tvöfalt thermostat hús sem GM kom með í þessa mótora 97 og uppúr til að laga þetta kælivandamál, svo er ætlunin að fá sér heavy duty spaða og kúplingu. Hvað endaði félagi þinn á að gera til að losna við kælivesenið hjá sér?

K.v
Stjáni


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Izan » 19.aug 2011, 10:34

Sælir

Þetta stefnir allt í hörku helv... jeppa.

Kunningi minn lenti í kælingarveseni með 4.2 í 98 patrol og það var ekki lagað með öðru en auka húddskópi sem snéri öfugt við hitt. Það enduðu s.s. tvö skóp á húddinu, annað snéri fram og hitt aftur. Vandamálið var að loftið sem fór í gegnum vatnskassann átti ekki nógu greiða flóttaleið úr hesthúsinu og þá er alveg sama hversu öflugt kælivatnskerfið er ef vatnið fær ekki að kólna í kassanum.

Í sambandi við milligíra og hlutföll þarf að hafa í huga að chevy snýst tölvert hægar en Patrolvélin. Hámarkstog í 6.2 er t.d. við 2000 snúninga og ég á von á að 6.5 sé ekki ósvipuð enda nánast því sama vélin. Ég er ekki að draga úr því að þú smíðir milligír en þetta er eitthvað sem er gott að vita. Ég t.d. lækkaði aldrei hlutföllin hjá mér og var sáttur við það þegar 6.2 fór ofaní. Á sama tíma hefði verið betra að græja milligír í staðin en það er svosum ekkert of seint heldur. Sé eiginlega mest eftir því að hafa ekki sett chevy gírkassann á vélina og Patrolkassann aftan á hann.

Með 6.2 stendur minn ekkert öðruvísi en hann stóð þannig að mótorinn er ekki að sliga hann. Ég er reyndar með original LC gorma að framan patrol dempara sem ég skipti sennilega út fyrir veturinn. Þyngdarmunur á Patrol og chevy er s.s. ekkert voðalegur, allavega ekki 6,2 og 2,8, spurning hverju er bætt í viðbót og fyrir aftan mótor.

Þú leyfir okkur að fylgjast með framvindunni,
Kv Jón Garðar

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 13.nóv 2011, 00:48

Djöfull er þetta ógeðslegur Patról...... fáðu þér Cruiser.

Kv. Forsetinn
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá HaffiTopp » 13.nóv 2011, 10:21

Forsetinn wrote:Djöfull er þetta ógeðslegur Patról...... fáðu þér Cruiser.

Kv. Forsetinn


Djöfulli er þetta ógeðslegt comment........ fáðu þér vinnu.
Kv. Haffi


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá juddi » 13.nóv 2011, 11:50

Til hvers að eyða peningum í að smíða millistykki fyrir patrol kassan í staðin fyrir að nota NP millikassa sem passar beint aftan á skiptinguna og með lægra lágadrif ? nota frekar peningin í 203 kassa í milligír
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá geirsi23 » 13.nóv 2011, 13:07

því það er handbremsa á patrol kassanum sem aansi margir hafa verið að sækjast eftir


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 13.nóv 2011, 14:51

Forsetinn wrote:Djöfull er þetta ógeðslegur Patról...... fáðu þér Cruiser.

Kv. Forsetinn


Blessaður.. ertu þá mættur á spjallið. Það var nú annað í þér hljóðið þegar ég hitti þig síðast, var svona meiri öfund yfir að eiga ekki Patról :)


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 13.nóv 2011, 14:53

juddi wrote:Til hvers að eyða peningum í að smíða millistykki fyrir patrol kassan í staðin fyrir að nota NP millikassa sem passar beint aftan á skiptinguna og með lægra lágadrif ? nota frekar peningin í 203 kassa í milligír


Sammála honum Geir, það er handbremsan og svo eru þetta líka sterkir kassar síðast þegar ég vissi..

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Hagalín » 13.nóv 2011, 14:54

Glæsilegt verkefni þarna á ferð.
Vottar af smá öfund hérna megin.....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 13.nóv 2011, 15:07

stjanib wrote:
Forsetinn wrote:Djöfull er þetta ógeðslegur Patról...... fáðu þér Cruiser.

Kv. Forsetinn


Blessaður.. ertu þá mættur á spjallið. Það var nú annað í þér hljóðið þegar ég hitti þig síðast, var svona meiri öfund yfir að eiga ekki Patról :)



Hehe, samkvæmt mínum útreikningum er það 50% vinna að eiga Patról... þannig að ég er bara góður á Cruiser :-)
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jeepson » 13.nóv 2011, 19:45

Forsetinn wrote:
stjanib wrote:
Forsetinn wrote:Djöfull er þetta ógeðslegur Patról...... fáðu þér Cruiser.

Kv. Forsetinn


Blessaður.. ertu þá mættur á spjallið. Það var nú annað í þér hljóðið þegar ég hitti þig síðast, var svona meiri öfund yfir að eiga ekki Patról :)



Hehe, samkvæmt mínum útreikningum er það 50% vinna að eiga Patról... þannig að ég er bara góður á Cruiser :-)


Samkvæmt mínum útreikningum ertu með 110% leiðindi og vertu þá úti á þínum cruiser. :p
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá AgnarBen » 13.nóv 2011, 20:16

stjanib wrote:Agnar hvar get ég nálgast þessi hlutföll sem þú varst að tala um?
Varðandi kælinguna þá eru til nokkur upgrade, þessi mótor sem ég er með er t.d. með H.O vatnsdælu og tvöfalt thermostat hús sem GM kom með í þessa mótora 97 og uppúr til að laga þetta kælivandamál, svo er ætlunin að fá sér heavy duty spaða og kúplingu. Hvað endaði félagi þinn á að gera til að losna við kælivesenið hjá sér?


Þú ert sjálfsagt búinn að redda þessu öllu en ætla nú samt að svara, hlutföllin voru innflutt frá Ástralíu af nokkrum aðilum, Kliptrom á Akureyri og sjálfsagt geta Ljónin líka reddað þessu. Svo hlýtur að vera hægt að panta þetta bara beint. Ljónin smíðuðu gírinn minn, alveg frábær smíði hjá þeim og hægt að keyra í milligírnum svo klukkustundum skipti og honum var bara alveg skítsama :) Ég var með 3.74 hlutfall og hefði ekki viljað hafa það hærra.

Félagi minn jók hjá þér kælinguna með öflugri viftu og svo hætti hann líka að keyra í D-inu á fjöllum ! (væntanlega til að hann fari ekki í overdrive eða hvað, þekki ekki þessar skiptingar sjálfur .......)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 13.nóv 2011, 21:26

jeepson wrote:
Samkvæmt mínum útreikningum ertu með 110% leiðindi og vertu þá úti á þínum cruiser. :p


Heheh, ætlaði nú bara rétt að kynda í mönnum.... þetta eru bara bílar ekki trúarbrögð.

Annars væri ég sennilegast úti að leika mér á Cruisernum ef að hinir jepparnir í vinahópnum væru ekki búnir að vera inná verkstæði í marga mánuði.... annar (var) vélarlaus og hinn að detta í sundur af ryði. Ætla ég ekkert að nefna tegundina er víst búinn að espa ykkur nóg :-)

kv. Forsetinn.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Brjótur » 13.nóv 2011, 21:34

Hvað er þetta ,,cruiser ??? eru það ekki tíkurnar á stóru dekkjunum sem maður sér í reykjavík en ekki á fjöllum????' ;)

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 13.nóv 2011, 21:48

Brjótur wrote:Hvað er þetta ,,cruiser ??? eru það ekki tíkurnar á stóru dekkjunum sem maður sér í reykjavík en ekki á fjöllum????' ;)


Það er ekki skrítið að þú sjáir þá ekki, þeir eru svo langt á undan hehe.... mæli með kíkir þá kannski sérðu rétt glitta í þá :-)
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 13.nóv 2011, 22:05

AgnarBen wrote:
stjanib wrote:Agnar hvar get ég nálgast þessi hlutföll sem þú varst að tala um?
Varðandi kælinguna þá eru til nokkur upgrade, þessi mótor sem ég er með er t.d. með H.O vatnsdælu og tvöfalt thermostat hús sem GM kom með í þessa mótora 97 og uppúr til að laga þetta kælivandamál, svo er ætlunin að fá sér heavy duty spaða og kúplingu. Hvað endaði félagi þinn á að gera til að losna við kælivesenið hjá sér?


Þú ert sjálfsagt búinn að redda þessu öllu en ætla nú samt að svara, hlutföllin voru innflutt frá Ástralíu af nokkrum aðilum, Kliptrom á Akureyri og sjálfsagt geta Ljónin líka reddað þessu. Svo hlýtur að vera hægt að panta þetta bara beint. Ljónin smíðuðu gírinn minn, alveg frábær smíði hjá þeim og hægt að keyra í milligírnum svo klukkustundum skipti og honum var bara alveg skítsama :) Ég var með 3.74 hlutfall og hefði ekki viljað hafa það hærra.

Félagi minn jók hjá þér kælinguna með öflugri viftu og svo hætti hann líka að keyra í D-inu á fjöllum ! (væntanlega til að hann fari ekki í overdrive eða hvað, þekki ekki þessar skiptingar sjálfur .......)


Sæll Agnar

Takk fyrir upplýsingarnar, ég er nú ekki byrjaður á því að setja milligír en ætli maður endi ekki á að tala þá við Ljónin þegar að maður fer í millgírsæfingar.


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 13.nóv 2011, 22:07

Forsetinn wrote:
Brjótur wrote:Hvað er þetta ,,cruiser ??? eru það ekki tíkurnar á stóru dekkjunum sem maður sér í reykjavík en ekki á fjöllum????' ;)


Það er ekki skrítið að þú sjáir þá ekki, þeir eru svo langt á undan hehe.... mæli með kíkir þá kannski sérðu rétt glitta í þá :-)
Brjótur wrote:Hvað er þetta ,,cruiser ??? eru það ekki tíkurnar á stóru dekkjunum sem maður sér í reykjavík en ekki á fjöllum????' ;)


Þið tveir eruð rosalegir hehe :))

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá -Hjalti- » 13.nóv 2011, 22:13

ImageImage
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Hagalín » 13.nóv 2011, 22:22

Hjalti_gto wrote:ImageImage


Vel að mynd komið.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jeepson » 13.nóv 2011, 23:30

Hjalti. Það vantaði þrívíddar gleraugun með í þetta :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Hjörvar Orri » 13.nóv 2011, 23:41

stjanib wrote:
Forsetinn wrote:
Brjótur wrote:Hvað er þetta ,,cruiser ??? eru það ekki tíkurnar á stóru dekkjunum sem maður sér í reykjavík en ekki á fjöllum????' ;)


Það er ekki skrítið að þú sjáir þá ekki, þeir eru svo langt á undan hehe.... mæli með kíkir þá kannski sérðu rétt glitta í þá :-)
Brjótur wrote:Hvað er þetta ,,cruiser ??? eru það ekki tíkurnar á stóru dekkjunum sem maður sér í reykjavík en ekki á fjöllum????' ;)


Þið tveir eruð rosalegir hehe :))


Síðast þegar ég vissi að þá var svartur lítill forsetalegur cruiser á "38 lengst búin að fara uppá höfða, hehehe


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá juddi » 14.nóv 2011, 00:24

Það er nú ekki stærsti vandinn að redda hanbremsu og litlar lýkur á því að 6.5 sé að brjóta millikassa
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 14.nóv 2011, 00:44

juddi wrote:Það er nú ekki stærsti vandinn að redda hanbremsu og litlar lýkur á því að 6.5 sé að brjóta millikassa


Hvorum meginn er kemur framdrifið útúr þessum kössum sem þú nefnir?? Hægra meginn?
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá juddi » 14.nóv 2011, 08:48

Það er hægt að fá kassa sem koma bæði hægra og vinstra meigin en það er meira úrval af kössum sem koma vinstrameiginn
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


unnar7
Innlegg: 5
Skráður: 02.feb 2010, 21:40
Fullt nafn: Unnar Bjarki Egilsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá unnar7 » 14.nóv 2011, 09:27

Sælir

ég á til sett af þessum hlutföllum í Patrol millikassa .. 3,92:1
nýtt ónotað part no. NP35100-30
mér sýnist þetta kosta um 1300$ úti


óskað er eftir tilboði í þetta

Kveðja Benni 825-4570
benedikt.egilsson@ks.is


Ice800
Innlegg: 2
Skráður: 09.des 2010, 12:58
Fullt nafn: Otti Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Ice800 » 08.feb 2012, 23:08

Jæja drengur, á ekkert að fara að vekja "Mjallhvítu" og koma henni á götuna? Mér finnst eins og hún sé búin að sofa nóg... hehe
Otti Ágústsson
Nissan Patrol ´94 - 4.2td

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 12.mar 2012, 20:25

Ég frétti að þessi væri kominn á götuna, og í tilefni þess að það er að koma sumar.
Þá fékk hann GRÆNAN miða... sel það ekki dýrara en ég stal því.

kv. Forsetinn
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Járni » 12.mar 2012, 22:06

Ég er ekki frá því að ég hafi séð þennan í dag og fannst hann óvenju snöggur af stað á ljósum, sjálfur veit ég að aldrei kæmist ég svona hratt á ekki styttri vegalengd.
Og þetta var örlítið upp í móti í þokkabót.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 12.mar 2012, 22:21

Sælir

Ice800 wrote:Jæja drengur, á ekkert að fara að vekja "Mjallhvítu" og koma henni á götuna? Mér finnst eins og hún sé búin að sofa nóg... hehe


Mjallhvít er sennilega ennþá sofandi enn Pattinn er vel vaknaður :)

Forsetinn wrote:Ég frétti að þessi væri kominn á götuna, og í tilefni þess að það er að koma sumar.
Þá fékk hann GRÆNAN miða... sel það ekki dýrara en ég stal því.

kv. Forsetinn


Jújú mikð rétt, og með smá kvef eftir veturinn inn í skúr ekkert þó alvarlegt, drullusokkar á framan, bremsaði ekki nóg að aftan þar sem að ég gleymdi að stilla hleðslujafnarann, númeraljós að aftan og filmur í rúðum frammí tel þetta helvíti gott miða við hvað hann er búinn að standa lengi...

Járni wrote:Ég er ekki frá því að ég hafi séð þennan í dag og fannst hann óvenju snöggur af stað á ljósum, sjálfur veit ég að aldrei kæmist ég svona hratt á ekki styttri vegalengd.
Og þetta var örlítið upp í móti í þokkabót.


Gæti vel verið þar sem að ég var á rúntinum í allan dag, aðeins að hreyfa dýrið... Þetta er allt annað en 2.8td að það er bara ekki hægt að lýsa því.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir