Patrol '98 6.5td


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 12.mar 2012, 22:29

Ég er ekki búinn að vera nógu duglegur að uppfæra hérna breytingarferlið þar sem að myndavélin hjá mér bilaði, en það fara nýjar myndir að koma bráðlega.

Enn staðan í dag er að hann er ökuhæfur og búið að ganga alveg frá t.d mótor, búið að færa afturhásinguna, nýjir gormar og margt fleira. Það er smá lokafrágangur eftir enn ekkert stórvægilegt.

Svo er stefnan tekin á 46" og veit ekki alveg hvenær ég byrja á því.

K.v
Stjáni




Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 09.mar 2013, 22:49

Jæja er ekki kannski kominn tími til að setja inn smá update.... þar sem að lítill tími er búinn að vera til að sinna hoppy sínu þá miðar þessu verkefni hægt.

Ég er allavega að verða búinn með 46" breytinguna, og svo er það þegar að maður er með jeppann hálf nakinn þá finnur maður upp á að betrum bæta eitthvað og þá lengist í verkefninu.

Hér eru nokkrar myndir:
Viðhengi
IMG_0128.jpg
Búið að Polyhúða
IMG_0102.jpg
IMG_0100.jpg
IMG_0099.jpg
IMG_0098.jpg
Nýju felgurnar
IMG_0094.jpg
Þarna þurfti að taka úr fyrir snorkel
IMG_0090.jpg
Verið að mátta kannta
IMG_0438.jpg
Hér er niðurstaðan á aftur læsingunni
IMG_0083.jpg
Hérna er vacuum læsing úr patrol sem verður breytt
IMG_0078.jpg
Gömlu kantar komnir af


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 09.mar 2013, 22:57

Hér eru fleiri myndir..
Viðhengi
IMG_0209.jpg
Úrklippan að framan
IMG_0201.jpg
IMG_0200.jpg
Úrklippan að aftan
IMG_0206.jpg
Aftur,,, Toyotu menn voða hjálplegir hehe
IMG_0205.jpg
IMG_0192.jpg
Máttun í gangi
IMG_0199.jpg
Alltaf ánægulegt að láta Toyotu mann vinna fyrir sig :)
IMG_0196.jpg
IMG_0195.jpg
IMG_0129.jpg
Verið að setja 46 á felgurnar


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 09.mar 2013, 23:03

Nokkrar í viðbot
Viðhengi
IMG_0440.jpg
IMG_0442.jpg
IMG_0211.jpg
IMG_0210.jpg
IMG_0410.jpg
IMG_0407.jpg
IMG_0216.jpg
Tekið innan úr jeppanum..
IMG_0215.jpg
IMG_0214.jpg
IMG_0207.jpg


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 09.mar 2013, 23:10

Svo er ýmilslegt annað búið að gera t.d..

Setti Turbo master frá Heath diesel á túrbínuna.. semsagt manual control á waste gateið...
Skipta um spissa á mótor..
Allskonar mælar settir í...
Búið að skipta út öllum legum, framan og aftan..
Búið að henda út ABS og einfalda bremsukerfið,, semsagt nýja lagnir settar í og færðar...

Og margt annað á þessum litla tíma sem ég hef í þetta... en vonandi verður þetta búið í apríl-maí ef tími gefur.. en það er margt framundan að klára og ég kem með annað update síðar...

K.v

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jeepson » 09.mar 2013, 23:38

Þetta lofar góðu :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Eiður » 11.mar 2013, 10:32

þessi útfærsla á afturlæsinguni, hverjir útfærðu það og hvað kostaði það?


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 11.mar 2013, 11:38

Eiður wrote:þessi útfærsla á afturlæsinguni, hverjir útfærðu það og hvað kostaði það?


Vinur minn sá um breyta þessu þannig að ég veit ekki hvað vinnan myndi kosta, en tjakkurinn er frá landvélum og kosta í kringum 20þús að mig minnir.

Þú getur haft samband við hann, hann heitir Elvar og er rennismiður hjá Stál og Stönsum og tekur stundum að sér einhver verkefni. Ef þú vilt get ég sent þér síman hans.

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Eiður » 11.mar 2013, 11:57

neinei þetta eru bara pælingar eins og er, en ég hef hann í huga ef ég ákveð að græja þetta hjá mér. takk samt:)

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Hagalín » 11.mar 2013, 14:45

Helvíti er þetta að verða laglegur patti.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 27.apr 2013, 01:19

Jæja eitthvað aðeins að gerast í breytingamálum.

Það sem er búið er að vera að vinna í er breyting á spindilhalla, skipta út öllum dempurum þar á meðal stýrisdempara og varð Ástralíu Koni fyrir patrol fyrir valinu á dempurum framan og aftan, breyti festingum fyrir stýristjakk og setti rod enda og tók öll gúmmí í burtu og fullt af smá frágangi búið.

Hefði verið búinn að fara í skoðun en þar sem að ég er að berjast við jeppaveiki mun ég ekki ná að setja hann á götuna fyrr en í mai. Í sambandi við jeppaveikina þá erum við að eltast við að finna hana en við erum komnir á þá niðurstöðu að þverstífu gúmmíin eru of mjúk, var búinn að skipta þeim út fyrir polyurethan en þau eru bara ekki að gera sig, of mjúk. Allt annað er nýtt þannig að eins og er er verið að breyta þverstífuni og setja í landcruiser 80 gúmmí og beina stífu. Vonandi að þetta muni laga jeppaveikina...

Hér eru nokkrar myndir eins og hann er í dag..
IMG_0702.jpg
Svona lítur hann út í dag
IMG_0703.jpg
IMG_0704.jpg
IMG_0723.jpg
Smá munur :))
IMG_0706.jpg
Þarna sést í loftlæsinguna
IMG_0705.jpg
Nýjir Koni demparar aftan
IMG_0699.jpg
Nýir koni demparar framan
p.jpg
Smá teygjuæfingar
p1.jpg
p2.jpg

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Járni » 27.apr 2013, 06:39

Flottur

Ertu með einhverjar leiðbeiningar í sambandi við þennan lofttjakk á afturdrifslæsingunni?

edit; sá ekki fyrra svar
Land Rover Defender 130 38"


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá fordson » 27.apr 2013, 07:46

Flottur á alla vegu
já ætli það nú ekki


reyktour
Innlegg: 183
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá reyktour » 27.apr 2013, 09:30

Vönduð og vel hugsuð smíði.
Glæsilegur Patrol

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá hobo » 27.apr 2013, 10:18

Bara flottur þessi.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Magni » 27.apr 2013, 18:04

Vel gert!
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá íbbi » 27.apr 2013, 18:05

þessi er nú eflaust orðinn með flottari Y61 bílunum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jeepson » 27.apr 2013, 18:41

stjanib wrote:
Eiður wrote:þessi útfærsla á afturlæsinguni, hverjir útfærðu það og hvað kostaði það?


Vinur minn sá um breyta þessu þannig að ég veit ekki hvað vinnan myndi kosta, en tjakkurinn er frá landvélum og kosta í kringum 20þús að mig minnir.

Þú getur haft samband við hann, hann heitir Elvar og er rennismiður hjá Stál og Stönsum og tekur stundum að sér einhver verkefni. Ef þú vilt get ég sent þér síman hans.


Stjáni áttu nótuna fyrir tjakknum? Var aðalega að pæla í vöru númerinu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 27.apr 2013, 19:23

Takk fyrir það strákar... enda búið að vera langt process og komin mikil tilhlökkun að fara á fjöll :)

jeepson wrote:
stjanib wrote:
Eiður wrote:þessi útfærsla á afturlæsinguni, hverjir útfærðu það og hvað kostaði það?


Vinur minn sá um breyta þessu þannig að ég veit ekki hvað vinnan myndi kosta, en tjakkurinn er frá landvélum og kosta í kringum 20þús að mig minnir.

Þú getur haft samband við hann, hann heitir Elvar og er rennismiður hjá Stál og Stönsum og tekur stundum að sér einhver verkefni. Ef þú vilt get ég sent þér síman hans.


Stjáni áttu nótuna fyrir tjakknum? Var aðalega að pæla í vöru númerinu.


Heyrðu vörunúmerið er 60232025 og þetta er einvirkur lofttjakkur, vona að þetta hjálpi þér..

Járni wrote:Flottur

Ertu með einhverjar leiðbeiningar í sambandi við þennan lofttjakk á afturdrifslæsingunni?

edit; sá ekki fyrra svar


Ekki málið, en þetta er ekki flókin smíði. Eins og þú sérð á myndunum á fyrri síðu þá notuðum við gamla vacuum lásinn til að halda stýringunni fyrir gaffalinn á læsingunni. Vacuum pungurinn á gamla tjakknum var tekinn af og rendar gengjur þar, rendar voru gengjur á báðum endum á hólkinum, á nýja tjakkinum eru gengjur fyrir og svo var þetta allt sameinað með suðu og skrúfað inn í hólkinn... vona að þetta skiljist :))


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 09.maí 2013, 11:54

Jæja þá er þessi kominn á götuna með 14 skoðun :). Jeppaveikin farin úr honum og bara fínt að keyra hann, kemur alveg ótrúlega skemmtilega út með þessum mótor með þessi dekk og orginal hlutföll. Verður gaman að prófa hann á fjöllum.

Setti nokkur aukaljós á toppinn og framundan er að skipta um arminn á stýrismaskínuni og setja ægisarm í, svo á ég öryggja/relay box úr chevy sem ég er að spá í að nota sem aukarafkeri, setja kassan á hann að aftan og festingar fyrir drullutjakk og skóflu.. svo er ýmislegt annað smá dunderí sem á eftir að gera..

Hér eru myndir af því hvernig hann lítur út í dag..

IMG_0753.jpg
IMG_0755.jpg
IMG_0756.jpg
IMG_0758.jpg


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Magnús Þór » 09.maí 2013, 13:05

hvað er hann orðinn þungur eins og hann stendur í dag

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Svenni30 » 09.maí 2013, 13:13

Verulega flottur hjá þér
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jeepcj7 » 09.maí 2013, 13:22

Flottur bíll og sándar örugglega fínt.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jongud » 09.maí 2013, 14:39

Magnús Þór wrote:hvað er hann orðinn þungur eins og hann stendur í dag

Já, ég er líka ansi forvitin um það, Detroit vélin er enda sú léttasta frá "hinum 3 stóru"


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá StebbiHö » 09.maí 2013, 15:26

Sæll og til hamingju með þennann, er rosalega lítill Patrol maður en þessi er glæsilegur, og ekki skemmir mótorinn, hehe. En ég hef spurningu varðandi jeppaveikina, hvað gerðir þú til að ná henni úr, er að slást við slæma jeppaveiki í mínum, kom allt í einu, er helst á því að skifta út þverstýfunni, er sveikur á henni sem ég hef grun um að sé vandinn.

Kv Stefán

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá íbbi » 09.maí 2013, 15:45

djöfull er hann orðinn flottur. Y61 lúkkar hrikalega vel á 46"
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 10.maí 2013, 18:28

Sælir allir og þakka fyrir það, og alveg sammála þér Ívar að þeir eru drulluflottir á 46 :)

jongud wrote:
Magnús Þór wrote:hvað er hann orðinn þungur eins og hann stendur í dag

Já, ég er líka ansi forvitin um það, Detroit vélin er enda sú léttasta frá "hinum 3 stóru"


Sælir..Ég veit bara ekki hvað hann er þungur eins og hann stendur í dag eins og er...

StebbiHö wrote:Sæll og til hamingju með þennann, er rosalega lítill Patrol maður en þessi er glæsilegur, og ekki skemmir mótorinn, hehe. En ég hef spurningu varðandi jeppaveikina, hvað gerðir þú til að ná henni úr, er að slást við slæma jeppaveiki í mínum, kom allt í einu, er helst á því að skifta út þverstýfunni, er sveikur á henni sem ég hef grun um að sé vandinn.

Kv Stefán


Sæll Stefán og takk fyrir það. Það sem að gerði endaslagið að jeppaveikin fór úr er að ég breytti þverstífuni og setti landcruiser 80 gúmmí í þvi að þau eru með mjög lítið gúmmí og eru vel stíf ég setti fyrst polyurethan gúmmi en þau voru einfaldlega of mjúk, þverstífan var að hreyfast um 1-2 cm bæði upp við turn og niðrá hásingu þegar maður hreyfði stýrðið í kyrrstöðu. en þar undan var ég búinn að fara yfir alla stýrisenda og skipti um þá sem að voru orðnir lélegir, breytti festingum fyrir styristjakk og tók gúmmíin í burtu og setti rod enda, skitpi út öllum legum semsagt spindilegur og hjólalegur, setti nýjan stýrisdempara... þessi jeppaveiki er leiðinleg því að það er svo margt sem getur spilað inn í að hvað sé að, en ég vona að þú náir að vinna úr henni, á hvernig jeppa ertu??
Síðast breytt af stjanib þann 10.maí 2013, 23:39, breytt 1 sinni samtals.


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá StebbiHö » 10.maí 2013, 19:22

Sæll. Já það var og, ég er með Suburban með sérsmíðuðum stýrisgangi sem hefur ekki verið til neinna vandræða fyrr en í vetur, en mér sýnist eins og ég sagði hér að ofan, að helsta vandamálið sé þverstýfan, hana þarf ég að smíða upp á nýtt, spurning hvort ég skifti út gúmíunum líka, held að það séu stýfugúmí úr Bronco 74' í þeim. Ætla að skifta út gúmíunum í stýristjakknum líka og fá mér tvöfalda stýrisdempara, það er engin slíkur í. Legur og endar í lagi þannig að stýfann er líklegasta orsökin.

Kv Stefán

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Forsetinn » 10.maí 2013, 23:32

Hann er orðinn helvíti laglegur hjá þér... núna vantar bara 3 húddmerki ;-)

Nissan, Toyota og Chevy . þá er þetta einsog þetta á að vera hehe.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn


Arnþór
Innlegg: 152
Skráður: 06.feb 2010, 16:23
Fullt nafn: Arnþór Kristjánsson
Bíltegund: pajero

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Arnþór » 11.maí 2013, 01:13

Til lukku með gripinn og jeppaveikisigurinn....


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 11.maí 2013, 21:54

Forsetinn wrote:Hann er orðinn helvíti laglegur hjá þér... núna vantar bara 3 húddmerki ;-)

Nissan, Toyota og Chevy . þá er þetta einsog þetta á að vera hehe.


Já það er alveg spurning.... veit bara að Toyotu merkið færi undir einhverstaða aftarlega þar sem að það mundi ryðga hehe :) svo er alveg spurning um að bæta FORD inn í þetta þá er þetta orðinn besti Jeppi í heimi??? :)))


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 21.des 2013, 22:19

Sælir

Smá update hér á þessu endalausa verkefni :) allavega er þessi fastur inn í skúr og verður í einhvern tíma. Hér er svo vel stutt útgáfa og hvernig þetta byrjaði allt saman... Það sem að ég hef verið með síðan ég keypti mótorinn er að hann var alltaf með lágann olíuþrýsting þegar mótorinn var heitur semsagt 10psi sem er lágmarkið fyrir þennan mótor að sögn framleiðanda en datt stundum niður í 8psi. Þegar ég kaupi mótorinn var mér sagt að það sé nýbúið að taka upp kjallarann, allt nýtt þar enda flottur gangur í mótornum og hugsaði ég þá með mér að ég gæti verið með bilaðann olíuþrýstingsmæli enda ný olíudæla í honum þannig að ég lét þetta vera.

Semsagt mótorinn fór á legum, höfuð og stangar legum allar ónýtar og var aftasta legan verst og var hún nú í fjórum bútum. Sveifarásinn ónýtur, djúpar rispur þar sem að legan var verst. 5 stimpil stangir eru líka ónýtar. Eitt ónýtt hedd, sprungið á milli ventla. Olíudælan ónýtt og til að toppa þetta allt var þetta vitlaus olíudæla sem var í.

Hver er svo örsökin á þessu öllu saman: Það er olíudælan fyrst og fremst og það sem að ég komst að með hjálp netsins er að þessi olíudæla er fyrir 6.2 og 6.5 diesel árgerðir 1982-1996 en mín er 1997 og munurinn er sá að það er high volume olíudæla i 1997 og uppúr vegna þess að þær eru með oil squirters sem er að olia er sprautuð upp undir stimplanna, og asna skapur í mér að ath þetta ekki strax þar sem að mér fannst þetta eitthvað skrýtið, en svo var alltaf hin röddinn sem sagði mér að þetta er allt nýtt og getur ekki verið.....

Hvað er framundan og hvað er að gerast: Blokkin er hjá Egill vélaverkstæði eins og er, kappa heitir það í dag minnir mig þar sem að þurfti að línabora blokkina útaf því að aftasta legusætið og bakki litu illa út að mér skilst er að þeir felltu legubakkan niður og línuboruðu svo þannig að þetta á allt að vera í std stærðum, nýr sveifarás og legur eru komnar í hús. Nú vantar bara að finna og panta allt hitt draslið sem mig vantar. Og á meðan að það er verið að vinna í og taka upp mótorinn ætli maður dundi sér ekki eitthvað að klára aðra hluti eins og að setja lofkerfi og aukatanka.

Hér eru nokkrar myndir sem ég læt fylgja með..
IMG_1181.jpg
Aftasta legan
IMG_1181.jpg (116.25 KiB) Viewed 8315 times
IMG_1182.jpg
IMG_1182.jpg (122.26 KiB) Viewed 8315 times
IMG_1183.jpg
IMG_1183.jpg (110.42 KiB) Viewed 8315 times

IMG_1185.jpg
Sveifarásinn
IMG_1185.jpg (63.83 KiB) Viewed 8315 times
IMG_1186.jpg
Aftasti legubakkinn
IMG_1186.jpg (74.22 KiB) Viewed 8315 times
IMG_1187.jpg
Stangar legur
IMG_1187.jpg (93.1 KiB) Viewed 8315 times

IMG_1196.jpg
IMG_1196.jpg (66.81 KiB) Viewed 8315 times
IMG_1200.jpg
Olíudælu húsið
IMG_1200.jpg (92.82 KiB) Viewed 8315 times
IMG_1201.jpg
Olíudælan
IMG_1201.jpg (76.64 KiB) Viewed 8315 times

IMG_1295.jpg
Nýi sveifarásinn
IMG_1295.jpg (55.21 KiB) Viewed 8315 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá ellisnorra » 21.des 2013, 23:23

Ojbara, svekkelsi! Vonandi kemst þetta saman sem fyrst hjá þér, skemmtilegasti jeppatími ársins er að renna upp!
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 22.des 2013, 08:54

elliofur wrote:Ojbara, svekkelsi! Vonandi kemst þetta saman sem fyrst hjá þér, skemmtilegasti jeppatími ársins er að renna upp!


Já segðu maður!! ætla það sé ekki bara mesta svekkelsið af þessu rugli er að missa sennilega af vetrinum...

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá jongud » 22.des 2013, 09:36

Leitt að heyra þetta, og slæmt að svona flott tæki sé inni í skúr út af svona klúðri.

En það getur stundum verið leiðinlega djúpt á svona upplýsingum eins og þessu með olíudæluna, ég var að grúska helling á netinu um þessar vélar í fyrra og þetta er nýtt fyrir mér.
Ég fletti upp af rælni á vefnum hjá http://www.65diesel.com
Þar stendur hjá einni dælunni 6.2 OG 6.5
6.2 and 6.5 N/A and 6.5 detuned
Það gæti verið erfitt fyrir utanaðkomandi að skilja að N/A þýðir naturally-aspirated (ekki forþjöppuð)


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Kárinn » 22.des 2013, 21:45

ég á svona mótor sem er hálfslátraður.... á einhverja varahluti ef þig vantar


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 23.des 2013, 00:31

jongud wrote:Leitt að heyra þetta, og slæmt að svona flott tæki sé inni í skúr út af svona klúðri.

En það getur stundum verið leiðinlega djúpt á svona upplýsingum eins og þessu með olíudæluna, ég var að grúska helling á netinu um þessar vélar í fyrra og þetta er nýtt fyrir mér.
Ég fletti upp af rælni á vefnum hjá http://www.65diesel.com
Þar stendur hjá einni dælunni 6.2 OG 6.5
6.2 and 6.5 N/A and 6.5 detuned
Það gæti verið erfitt fyrir utanaðkomandi að skilja að N/A þýðir naturally-aspirated (ekki forþjöppuð)


Já þetta er einn af þessum mótorum sem að það komu í nokkrum útfærslum og uppfærslum og þarf því að lesa sig aðeins til áður en maður gerir eitthvað...

Kárinn wrote:ég á svona mótor sem er hálfslátraður.... á einhverja varahluti ef þig vantar


Er þetta mótor úr pickup eða van? Hvernig næ ég á þig?

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Subbi » 23.des 2013, 02:58

Er með 96 model af þessum mótor og hann hefur ekki slegið feilpúst en bíllinn er fyrrverandi alríkisbifreið í USA og kom ýmislegt góðgæti með honum þaðan

Vélin er með þykkari veggi milli cylindra og eitthvað sem á að koma í veg fyrir sprungumyndun í sveifarássæti og er vélin samkvæmt fæðingavottorði bílsins Marine útgáfa og er alltaf með flottan þrýsting á smurolíu

það er lítið mál að fá í þessar vélar beint að utan og flestir tilbúnir að senda hingað með hraði

aðalmálið með þessar vélar er að passa að punda ekki of miklu inn á þær frá Bínuni þar sem afgashúsið er allt of lítið og annar ekki nóg ef boostið er of hátt

Ég er að breyta minni vél fljótlega og er að fá nýtt intake manifold með tveim leggjum þannig að ég verð með sjálfstæða bínu á hverri hlið og er þar með búinn að auka boostið hressilega og aflosun á afgasi um 100% og örugglega að ná betri nýtni út úr vélini og kaldara afgas

menn sem hafa gert þetta erlendis hafa létt mikið á kjallaranum í 6.5 með þessu


en gangi uppgerðin á mótornum hjá þér sem best og það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér
Kemst allavega þó hægt fari


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá stjanib » 23.des 2013, 13:18

Það verður gaman að sjá hvernig twin turbo systemið kemur út hjá þér, verður að leyfa okkur að fylgjast með því. Að mig minnir er líka marine útgáfan með minni þjöppu 18:1 sem leyfir líka að boosta meira inn, en orginal er þetta dáldið hátt 21:1 að mig minnir. Hvaða turbinur ætlaru að nota? Hef lesið að þeir í kanahreppi eru að nota HX40.

Það er hægt að fá marine stimpla kit sem lækkar þjöppuna í mótorinn hjá mér, hvað finnst þér um það? Er það eitthvað sem maður ætti að skoða til að geta boostað aðeins meira? Er ekki í lægi að láta orginal turbinurnar blása 15-20psi??

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Patrol '98 6.5td

Postfrá Subbi » 23.des 2013, 15:10

Persónulega myndi ég taka marine kittið því þessar vélar eru með allt of hátt þjöppuhlutfall fyrir turbo

ég er að fá tvær nýjar original Bínur og eittthvað moddaðar og skilst mér að ég megi boosta helvíti vel og hvora og sé að sjá um 80 til hundrað hesta aukningu með Intercooler

Kemur allt í ljós en allavega er þessi ekki neitt að bía eftir neinum he he he

[youtube]http://youtu.be/gS8EMZzRVRQ[/youtube]
Kemst allavega þó hægt fari


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 93 gestir