Síða 1 af 1

Rauðlúxi

Posted: 21.mar 2010, 21:51
frá Hlynurh
Ég á mér Toyota Hilux extra-cap á 38 tommu gh eins og svo margir aðrir jeppa hérna á klakanum þá er hann hálfgert eilífðar verkefni enn maður hefur gaman af því =)
Í vélasalnum er ennþá litla 22re vélin setti vísu á hana flækjur enn hún fær að fjúka sem fyrst
hann er komin á hásingu að framan undan litla 70 crúsernum sem hann Sigurður Kárason í Háholti smíðameistari sauð undir fyrir mig og græjaði speisera svo ég gæti notað tvöfalda kælda diska úr klafaslátrinu, keyfti rover gorma frá bsa (mæli hiklaust með að versla þar) og OME dempara frá Benna skifti svo um allt í liðhúsunum (keyfti sett af k2m á akureyri) og stýfu fóðringa.
Ég pantaði mér 5.29rev í orginal köggulinn úr framhásingunni frá bandaríkjahrepp og stillti inn sjálfur niðrí vinnu eftir að hafa lesið þessa síðu fram og til baka http://www.gearinstalls.com/ og gekk bara vel.
var svo lánsamur að það fylgdi honum loftlás að aftan enn hann var smá tjónaður, þannig ég gerði við hann fyrir 16 þús og eins og nýr eftir
svo er maður búin að græja loftdælu í hann úr ac dælu setti í hann vhf talstöð og er langt komin með að smella í hann gamalli hp fartölvu með gps pung.

það sem koma skal er
5m-ge mótor 6cyl lína 2.8l
Lógír
fourlink í staðin fyrir fjaðrir
grind að framan með prófíltengi
ný sæti ef þið vitið um eitthver góð sæti til að nota megið þið endilega skjóta hugmyndinni að mér
svo auðvitað ný dekk helst mickey thompson 38t +
Myndir http://www.flickr.com/photos/48592199@N04/4451429259/in/photostream/

Re: Rauðlúxi

Posted: 21.mar 2010, 22:08
frá Stjáni Blái
Er þessi 22-RE vél svona mikill galla gripur ?
Er hann svona afl-laus eða er hann að eyða miklu ?

Re: Rauðlúxi

Posted: 22.mar 2010, 03:11
frá Hlynurh
22re mótorinn er mjög góður mótor eyðir ekki miklu ef hann er rétt stilltur enn þegar það er búið að stækka dekkin svona mikið þá er ekkert afgangs afl

Re: Rauðlúxi

Posted: 22.mar 2010, 07:50
frá Hansi
Image

Re: Rauðlúxi

Posted: 23.mar 2010, 02:26
frá Hlynurh
Þakka þér fyrir hansi fékk þetta ekki til að virka hjá mér

Re: Rauðlúxi

Posted: 28.jún 2010, 13:37
frá bragig
Sammála þér þarna:

http://www.gearinstalls.com/

Þetta er snilldarsíða alveg, hef notað hana mikið í mínu hlutfalla-brasi.
Annars er hilux extracab alltaf flottur, virðist vera flott eintak hjá þér líka.

Re: Rauðlúxi

Posted: 09.sep 2010, 22:11
frá sexlux
Ég var með minn á 35-38" dekkjum með 2 1/4 púst og hann var að eyða svona frá 11-20 á hundraðið, svona miðavið eðlilegan akstur, En hann var furðu sprækur. 2,4 bensín með 5.29 hlutföll og pallhús,
Það var allvega hægt að drifta á honum ;)

klafar að framan og loftpúðar að aftan

Re: Rauðlúxi

Posted: 12.sep 2010, 03:11
frá mattador_vido
Sælir... er orðinn virkilega forvitin hvernig þér gengur...
er sjálfur að braska í 1 stk low lux rétt eins og fyrrum eigandi kallaði hann...

er að klára að koma laptop fyrir í mælaborðinu hjá mér...
hvernig ætlaru að tækla þá hraðahindrum hjá þér ?

mbk, Vídó

Re: Rauðlúxi

Posted: 12.sep 2010, 12:21
frá Hlynurh
Heyrðu ég er búin að græja það hjá mér fór í garmin búðina og keyftir mér Ram arm og http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=124661 græjaði svona setti snittein sem kúlan skrúfast uppá sauð hann við járnið þarna á bakvið og svo þurfti að skástýfa eitthvað til að styrkja þetta þarna á bakvið er bara mjög sáttur við það....+

þú hefur semsagt keyft hann af honum Snævari úr hveragerði ??