Síða 1 af 2
Lada Sport ---> loksins kominn á 33"
Posted: 05.aug 2011, 22:35
frá elfar94
Þá er maður loksins búinn að kaupa sér fyrsta bílinn, og það er Lada Sport sem kærastan mín kallar strumpinn.
það er hellingur af ryði á honum og hitt og þetta sem þarf að laga og það er allt í vinnslu. svo bráðum fara á hann kastarar og fleira
http://www.facebook.com/photo.php?fbid= ... 182&type=1
Re: Strumpurinn
Posted: 06.aug 2011, 15:55
frá Lada
Sæll.
Ég sé ekki myndirnar á fésinu, en gaman væri ef einhver gæti sett þær hér inn. Agalega er ég samt ánægður að sjá að það eru fleiri en ég hér inni sem eiga Sportara. Er ekki upplagt að við sem eigum rússneska jeppa sameinumt í einhverja stutta ferð einverntímann? Eða erum við kannski bara tveir :)
Kv.
Ásgeir
Re: Strumpurinn
Posted: 06.aug 2011, 17:01
frá elfar94
Lada wrote:Sæll.
Ég sé ekki myndirnar á fésinu, en gaman væri ef einhver gæti sett þær hér inn. Agalega er ég samt ánægður að sjá að það eru fleiri en ég hér inni sem eiga Sportara. Er ekki upplagt að við sem eigum rússneska jeppa sameinumt í einhverja stutta ferð einverntímann? Eða erum við kannski bara tveir :)
Kv.
Ásgeir
já hvernig væri það, skreppa í rússaferð, hvaða árgerð er þín annars? og nú ættiru að geta séð myndina ;)
Re: Strumpurinn
Posted: 06.aug 2011, 18:26
frá Einar
Re: Strumpurinn
Posted: 06.aug 2011, 23:23
frá elfar94
takk einar, hvernig seturu myndina inn?
Re: Strumpurinn
Posted: 06.aug 2011, 23:53
frá Einar
Þú byrjar á því að bæta henni við sem viðhengi (flipi neðan við textaboxið) og þegar hún er kominn inn færðu möguleikann að fella hana inn í textann (kemur líka undir textaboxinu). En athugaðu að þú gætir þurft að minnka hana, það eru takmörk á því hvað viðhengi mega vera stór.
Re: Strumpurinn
Posted: 08.aug 2011, 09:37
frá Izan
Sælir
Þetter almennilegt!!!!!!
Ég átti svona sportara reyndar með 2.0l. Fíat mótor, anskoti hress og skemmtilegur jeppi en ég hafði alltaf mest gaman af því að monta mig á að eiga bíl með sama fjöðrunarkerfi og samskonar fjórhjóladrifskerfi og bauðst þá í nýjum landcruiserum og P.Samúelsson þótti svo magnað að hann notaði það sem epli í allar auglýsingar o.s.frv.
Þeir eru s.s. báðir með sjálfstæða fjöðrun að framan með gormi, ekki vindustöng, og læsanlegt sídrif. Það sem Ladan hafði hinsvegar framyfir Crúserinn var að það er hægt að keyra Löduna í lágadrifinu án þess að læsa millikassanum sem er gríðarlegur kostur á grófum slóða.
Kv Jón Garðar
Re: Strumpurinn
Posted: 08.aug 2011, 22:21
frá elfar94
þetta er stórkostlegur bíll í alla staði, fyrir utan að bílstjórasætið er bilað og ef ég keyri hann í fimmta gír þá hljómar hann eins og flugvél.
Re: Strumpurinn
Posted: 08.aug 2011, 23:06
frá Lada
elfar94 wrote:ef ég keyri hann í fimmta gír þá hljómar hann eins og flugvél.
Þú verður að venjast því, þetta batnar ekkert en hljóðið gæti breyst með tímanum :)
Ég er búinn að eiga nokkra í gegnum tíðina og er búinn að sjá það að það er ekkert að marka ef það kemur fram eitthvað nýtt hljóð nema það vari í nokkra daga. Ladan er nefninlega þeim eiginleikum gædd að hún á það til að laga sig sjálf, toppaðu það Toyota ! ! !
Ég á einn núna sem er árgerð 2006 og heyrði eitthvað brak fyrir helgi en hafði ekki tíma til að skoða það neitt nánar, en nú ekkert brak lengur :)
Kv.
Ásgeir
Re: Strumpurinn
Posted: 09.aug 2011, 16:48
frá elfar94
Lada wrote:elfar94 wrote:ef ég keyri hann í fimmta gír þá hljómar hann eins og flugvél.
Þú verður að venjast því, þetta batnar ekkert en hljóðið gæti breyst með tímanum :)
Ég er búinn að eiga nokkra í gegnum tíðina og er búinn að sjá það að það er ekkert að marka ef það kemur fram eitthvað nýtt hljóð nema það vari í nokkra daga. Ladan er nefninlega þeim eiginleikum gædd að hún á það til að laga sig sjálf, toppaðu það Toyota ! ! !
Ég á einn núna sem er árgerð 2006 og heyrði eitthvað brak fyrir helgi en hafði ekki tíma til að skoða það neitt nánar, en nú ekkert brak lengur :)
Kv.
Ásgeir
satt, það samt getur verið að legurnar í gírkassanum séu farnar hjá mér
Re: Strumpurinn
Posted: 14.aug 2011, 16:46
frá Refur
Re: Strumpurinn
Posted: 14.aug 2011, 22:38
frá elfar94
nei, sem betur fer ekki ;)
Re: Strumpurinn
Posted: 16.aug 2011, 23:04
frá elfar94
smá update hér. búinn að bletta í hann og verður spaslaður á næstu dögum . spegillin er með bráðabirgðafestingu sem heldur ekki vel. svo gaf pústið sig í gær en þetta er allt að gerast
Re: Strumpurinn
Posted: 16.aug 2011, 23:45
frá Sævar Örn
Góður, svo er bara rokkurinn á brettin og 33" dekk undir
Re: Strumpurinn
Posted: 16.aug 2011, 23:57
frá elfar94
auðvitað, um leið og ég á pening til að kaupa mér dekk og kanta, en ekki lumar þú nokkuð á speglum á gripinn?
Re: Strumpurinn
Posted: 17.aug 2011, 00:31
frá Sævar Örn
Ég fleygði öllu mínu lödudrasli fyrir ári síðan, átti 4 lödur af gömlu gerðinni, 7* til 87 módel með afturljósin þvert,
það var nú meiri ævintýraútgerðin.......
Re: Strumpurinn
Posted: 17.aug 2011, 17:26
frá elfar94
ok
Re: Strumpurinn
Posted: 18.aug 2011, 22:19
frá Islandsol
elfar94 wrote:smá update hér. búinn að bletta í hann og verður spaslaður á næstu dögum . spegillin er með bráðabirgðafestingu sem heldur ekki vel. svo gaf pústið sig í gær en þetta er allt að gerast
P8150237.JPG
Hvað geriru svo næst? Sparslaru í blettina og pússar? Og hvað, málar og massar svo yfir? Ég er að fara í akkurat þetta eftir helgi og veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Re: Strumpurinn
Posted: 18.aug 2011, 22:57
frá elfar94
Islandsol wrote:elfar94 wrote:smá update hér. búinn að bletta í hann og verður spaslaður á næstu dögum . spegillin er með bráðabirgðafestingu sem heldur ekki vel. svo gaf pústið sig í gær en þetta er allt að gerast
P8150237.JPG
Hvað geriru svo næst? Sparslaru í blettina og pússar? Og hvað, málar og massar svo yfir? Ég er að fara í akkurat þetta eftir helgi og veit ekkert hvað ég er að fara út í.
sparsla í blettina, pússa og grunna aftur, og bletta í. ætla reyndar að láta heilsprauta hann bráðum og svo er ég byrjandi í þessu líka þannig að ég veit ósköp lítið
Re: Strumpurinn ---> update 2. sept.
Posted: 02.sep 2011, 23:36
frá elfar94
jæja, þá er maður kominn með partabíl, og ef mér skjátlast ekki þá var spjallverji hér sem átti þennan bíl, svartur með 8 á hurðunum. myndir koma á morgun
Re: Strumpurinn ---> update 2. sept.
Posted: 04.sep 2011, 20:20
frá elfar94
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 4182&saved hér eru nokkrar myndir af þessu, fleiri myndir koma í album-ið á morgun, loforð
Re: Strumpurinn ---> update 2. sept.
Posted: 04.sep 2011, 22:06
frá elfar94
lödurnar tvær
Re: Lada Sport ---> update 2. sept.
Posted: 10.sep 2011, 18:27
frá elfar94
smá update, búið að mála bílinn,nýtt púst komið o.fl. ég næ ekki að setja inn myndirnar en hér er myndasafn af þessu
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... tif_t=like fleiri myndir á næstu dögum þegar meira gerist.
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 10.sep 2011, 19:11
frá elfar94
ladan orðin svört
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 29.sep 2011, 23:32
frá Svenni30
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 30.sep 2011, 07:37
frá elfar94
vantar bara pening til að kaupa mér hana
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 13.okt 2011, 11:55
frá elfar94
jæja, þá er maður loksins kominn með mynd af honum eftir að hann var málaður
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 13.okt 2011, 12:28
frá Dodge
elfar94 wrote:vantar bara pening til að kaupa mér hana
Þú getur sparað þér það, 1600 twincam er sáralítið öflugri en 1600 ladan og hálfu ónýtari
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 16.okt 2011, 11:14
frá elfar94
gott að vita það, þá er maður ekkert að fara útí að kaupa það
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 23.okt 2011, 13:00
frá elfar94
skrapp aðeins upp á úlfarsfell með nokkrum vinum um daginn, auðvitað var tekin mynd þar
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 23.okt 2011, 15:27
frá ofursuzuki
Lada Sport eru alveg snildar bílar og hefur maður í gegnum tíðina sé ýmislegt til þeirra.
Man eftir einum sem var velt á hliðina á malarvegi rétt hjá þar sem ég átti heima sem strákur og hann var bara réttur við og keyrður í burtu og var varla hægt að merkja að honum hefði verið velt, það brotnaði ekki einu sinni rúða hvað þá meira.
Einhver sú hrikalegasta keyrsla sem ég hef upplifað var í Lödu Sport með mági mínum um vegi og vegleysur vestur á fjörðum fyrir nokkrum árum. Var á það á einum stað að bíllinn tók svo hressilega niðri að það drapst á honum, það var bara startað í gang aftur og haldið áfram og ekkert verið að tékka á hvort ekki væri allt á sínum stað undir honum að framan eða eins og eigandinn orðaði það "þetta er bara Lada" og það var svo sannarlega rétt því ég stór efast að einhver af "betri jeppunum" hefði þolað slíka meðferð sem þessi bíll fékk og samt gekk þetta alltaf.
Lödurnar eru hráar en sterkar og með góða fjöðrun en kannski ekkert alltof aflmiklar og klárlega ekki flottustu jepparnir en standa samt vel fyrir sínu svo að þú skalt bara vera ánægður með þína eðal Lödu Sport.
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 23.okt 2011, 17:29
frá elfar94
ég er hæstánægður með þennan bíl, eins og þú sagðir þá þolir þetta allt, pabbi átti sportara einu sinni, það drapst á honum útí á og þegar vinirnir ætluðu að fara að binda í hann til að draga hann upp, þá startaði pabbi bara bílnum og keyrði uppúr
Re: Lada Sport ---> málun 9. sept
Posted: 24.okt 2011, 22:16
frá Moli
Ef eitthver heldur því fram að Löduvélin sé betri en 1600 Fiat twincam þá hefur hinn sami AÐEINS og mikið álit á Lödu vélinni.
Re: Lada Sport ---> update 22. nóv
Posted: 22.nóv 2011, 10:10
frá elfar94
skipti um bremsuklossa hjá mér um daginn

eins og nýr.
og svo hinn

svo keypti ég mér nýjar felgur um daginn, 15x8. meðan ég man, er hægt að fá 8" breið 33" dekk eða þarf ég að breikka felgurnar?

Re: Lada Sport ---> update 22. nóv
Posted: 22.nóv 2011, 22:22
frá jeepcj7
Ef þú heldur að felgan þurfi að vera jafnbreið dekkinu þá er það misskilningur það er allt í lagi að setja 33" dekk á 8" breiða felgu en það er samt flottara að nota 10 eða 12" breiða felgu
Re: Lada Sport ---> update 22. nóv
Posted: 22.nóv 2011, 22:47
frá jeepson
33" dekk hafa funkerað mjög vel á 10"breiðum felgum :)
Re: Lada Sport ---> update 22. nóv
Posted: 23.nóv 2011, 10:25
frá elfar94
takk fyrir þetta, ég læt breikka þær uppí 10 eða 12 tommu ef ég á pening til þess, annars verð ég bara að notast við það sem ég hef :P
Re: Lada Sport ---> update 22. nóv
Posted: 23.nóv 2011, 18:39
frá jeepson
elfar94 wrote:takk fyrir þetta, ég læt breikka þær uppí 10 eða 12 tommu ef ég á pening til þess, annars verð ég bara að notast við það sem ég hef :P
Ég gæti nú trúað því að það sé ódýrara fyrir þig að kaupa bara aðrar felgur sem eru t.d 10 breiðar heldur en að fara ða láta breikka þessar. Er ekki ladan með sömu deilingu og súkkan? Þá er efluast fullt af þessu til sölu inná sukka.is :)
Re: Lada Sport ---> mótorswap 19. jan
Posted: 19.jan 2012, 19:07
frá elfar94
startarinn minn gaf sig um daginn og það endaði með því að ég keypti mér bara gamla fiat tík og er að dunda mér við að mixa í. tölvan er að vera leiðinleg svo að ég get ekki sett myndirnar hér inn en hér er slóð af þeim
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 182&type=1 ef myndasafnið er læst, endilega bara adda mér
Re: Lada Sport ---> mótorswap 19. jan
Posted: 19.jan 2012, 21:49
frá Startarinn
Breyttu bara friðhelgisstillingunum á myndaalbúminu, simples