Síða 1 af 1
46" breittur patrol Myndir
Posted: 07.jún 2011, 02:03
frá LeibbiMagg
jæja þá er maður búinn að losa sig við trooperinn
en ég skipti á honum og hvíta 46" breytta patrol tröllinu sem var verið að auglýsa hérna inná.
ég er svosem nokkuð sáttur með þann bíl en hugsa að hann verði ekki mikið notaður í sumar kanski einn stuttan dagstúr svona til að prófa svo verður hann tekinn af numerum og allt rifið úr honum
hann er nu frekar langt frá þvi að vera tilbúinn þessi bíll ef maður hugsar um smá atriðin til að nefna dæmi.
grindin orðin frekar léleg á nokkrum stöðum en það er verið að fara taka hana alla í gegn engin svaka þúfa sem fellir mann svosem, nu svo er rafkerfið í bílnum útum allar tær og trissur og þar kemur ástæðan fyrir þvi að ég ætla að rífa allt innan úr bílnum.
er nokkuð viss en þó ekki allveg að þetta rafkerfi se ekki rafkerfið við 2,8 94' en það rafkerfi á ég til og ætla að skipta um það allt í bílnum
svo vantar drullusokka á bílinn og einhverra hluta vegna var búta niður stigbrettin af bílnum þannig það vantar þau og svona s.s hitt og þetta sem á eftir að gera kem með myndir bráðlega
engu að síður fínn bíll keyrir fínt soldið leiðinlegur á dc en skemtilegt vekefni sem maður er kominn með í hendurnar og gaman að fara eithvað á honum í vetur vona ég
Re: 46" breittur patrol
Posted: 07.jún 2011, 17:16
frá jeepson
Varðandi rafkefrið. Þá var mér sagt að það væri sama rafkerfið í Y60 og Y61 bílnum. Þannig að það gerði það auðvelt að setja yngri boddýin á eldri grindurnar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Það eina sem væri ekki notað væri tölvu stýrirngin fyrir olíverkið. Endilega leiðréttið mig ef þetta er eitthvað bull. Ég heyrði þetta frá félaga sem er búinn að eiga nokkra patta. En hvernig væri nú að skella nokkrum myndum inn af tröllinu? :) Og til lukku með gripinn.
Re: 46" breittur patrol
Posted: 07.jún 2011, 19:19
frá LeibbiMagg
þakka þér fyrir það já ég veit ekki hvað skal segja um þetta rafkerfi en hvort sem er þá á ég það í heilu herna úti í skúr og þetta er í svo miklum graut þarna að maður botnar ekkert í þessu á eftir að skoða þetta aðeins betur en já set myndir af honum inná í kvöld
Re: 46" breittur patrol
Posted: 07.jún 2011, 20:59
frá nervert
Sæll
2,8 rafkerfið úr y61 er mjög svipað og y60 en 3,0 er meira vesen. Þetta er rafkerfi úr '94 bíll og búið að flétta þetta allt saman, Það var klipptur í burtu heill ruslapoki af aukavírum
Maðurinn sem byrjaði þessa breytingu heitir kári getur pottþétt heyrt í honum í síma 8490511 ef þú þarft eitthvað að vita
kv. nervert
Re: 46" breittur patrol
Posted: 07.jún 2011, 21:28
frá LeibbiMagg
já ég er buinn að vera í sambandi við hann og hann sendi mér teikningar og finn kall að tala við ég bara eins og ég sagði þá á ég þetta ú 94 bíl sem ég var að rífa og er þá ekki bara fint að skella því í?
Re: 46" breittur patrol
Posted: 09.jún 2011, 00:10
frá Geir-H
Hvernig væri að koma með myndir?
Re: 46" breittur patrol
Posted: 09.jún 2011, 12:02
frá LeibbiMagg
jæja þá eru komnar myndir
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 16:06
frá arni hilux
flottur hjá þér
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 17:13
frá brinks
ekki er þetta sami bíll
bara spyrja upp á forvitni
kv. þórir
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 17:24
frá LeibbiMagg
það gæti vel hugsast veit það bara ekki en þetta er þá líklegast áður en boddýið var fært á milli grinda bíllinn hjá mér er s.s á 94 grind og með 94 vél
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 17:51
frá brinks
já alveg örugglega þetta gerðist víst 2007 vann á þessum bíll sem er í kafi
var að spá hvort þetta væri sá sami en flottur bíll hjá þér
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 18:32
frá LeibbiMagg
held samt ekki ég hef ekki séð nein merki um leitarljós á toppnum á honum en eins og ég segi þa bara þori ég ekki að fara með það:) en já takk fyrir það ég er mjög sáttur með hann hlakka bara til að fara eitthvað á honum það er 2 raða vatnskassi í honum nuna og enginn cooler en ég er kominn með bæði og skelli því í hann á næstunni þá ætti að vera hægt að bjóða bílnum uppá eithvað
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 18:34
frá jeepson
Ég er einmitt með tveggja raða kassa í mínum og hann hefur verið að funkera fínt. En stefnan er tekin á 3gja raða kassa. Og svo auðvitað að skella coolernum í :) Ertu með olíu kælir á þínum bíl Lebbi??
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 18:39
frá LeibbiMagg
heyrðy nei ég er ekki buinn að setja þetta í en ég ætlaði að taka framm áðan að ég er kominn með bæði 3 raða og cooler á bara eftir að setja í en ég á olíukælir herna útí gám á allt kram í þennan bíl var að rífa 94 patrol eina sem var að er að það var eithver öxull eða eithvað man ekki hvað maðurinn sagði í s.s olíuverkinu allt annað í lagi þannig ég á allt
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 18:40
frá LeibbiMagg
ert þú með kælir í þínum?
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 20:06
frá jeepson
Já það er olíu kælir í mínum. Svo er vonandi stefnan tekin á 3gja raða kassa í sumar :) Svo er maður svona að velta því fyrir sér hvort að maður eigi að fjárfesta í 44" og henda undir.
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 20:20
frá LeibbiMagg
já hvernig væri það held það sé ekkert galið
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 20:25
frá jeepson
Nei það er nú margt vitlausara. Draumurinn er 46" svo til að hann standi vel undir nafninu sem að ég gaf honum. En það verður þá ekki nema að maður vinni í lottóinu eða eitthvað :p
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 20:38
frá LeibbiMagg
hehe ég ætla einmitt að vera kominn með minn á 46" þegar hann er reddý verður gaman á því í vetur uss!
hvar fyrir vestan ert þú?
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 21:19
frá Magnús Ingi
eftir því sem ég best veit er þetta boddýið af bílnum sem fór niður á leið í grímsvötn á sínum tíma.
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 21:26
frá jeepson
LeibbiMagg wrote:hehe ég ætla einmitt að vera kominn með minn á 46" þegar hann er reddý verður gaman á því í vetur uss!
hvar fyrir vestan ert þú?
Ég er á Þingeyri.
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 22:34
frá LeibbiMagg
smá þvottur á boddí gerir ekkert þar sem það er komin önnur vél og svona;)
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 23:11
frá Hagalín
Ertu kominn með 16" háar felgur fyrir 46"????
Hún fæst ekki lengur fyrir 15" er ég nokkuð viss....
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 23:15
frá LeibbiMagg
nei er ekki kominn með 16" háar það var einn sem ætlaði að skipta við mig á dekkjum sem voru fyrir 15" hár en svo kom í ljós að þeim dekkjum hafði verið stolið af honum þannig ég nennti ekki að standa í því en það kemur annað hvort skipti eða þá að ég kaupi bara felgur
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 09.jún 2011, 23:46
frá Hagalín
Ertu kominn með milligír (lóggír) í bílinn hjá þér???
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 10.jún 2011, 00:10
frá LeibbiMagg
nei en við gamli erum með 2 kassa útí bílskúr ætlum að fara með þá og láta setja þetta í bílana hjá okkur
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 10.jún 2011, 00:11
frá LeibbiMagg
er eitthvað hægt að bröölta á þessum bílum þegar þetta er komið á svona stór dekk án þess að hafa lóló?
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 10.jún 2011, 08:21
frá Hagalín
LeibbiMagg wrote:er eitthvað hægt að bröölta á þessum bílum þegar þetta er komið á svona stór dekk án þess að hafa lóló?
Það er alveg hægt, en er náttúrulega mun betra í ákveðnum aðstæðum. Það minnkar líka álagði á allt dótið þegar þungt færi er að geta haft þetta lægra gírað.
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 10.jún 2011, 10:04
frá LeibbiMagg
einmitt þetta á allt eftir að fara í hann
Re: 46" breittur patrol Myndir
Posted: 23.jún 2011, 01:20
frá nervert
Sæli Hauks átti boddýið af bílnum og náði að drekkja því tvisvar, annað skiptið inní grímsvötnum árið 2007 og hitt skiptið í krossánni árið 2010, en eina sem er einmitt eftir að því er boddýið vél og kassi og grind voru rifin....