Jeep XJ 46"

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 30.apr 2011, 15:56

Fyrsta XJ bílinum breytti ég 1995. Það var tveggja dyra bíll. Helsti útbúnaður þá var. 38" hjól, 3" hækkun. 9 " Ford afturhásing með diskalás 4.57 hlutfall Dana 30 rewers framhásing með 4,55 hlutfalli, 5 gíra beinskiptur, millikassinn NP231 með 2,72:1 hlutfalli og vélin 2.5 L bensín. þessi bíll var 1460 kg tómur og bensínlaus á slitnum 38"mudderum.

1997 uppfærði ég í 4 dyra, 4L, I6 og bæti við til dæmis 9" Ford afturhásingu frá Curry með 31 rillu öxlum, detroit true-track lás fram og aftan, flækjum og mopar vélartölvu, Sjálfskiptingu, Aisin AW4. Þessi bíl var 1620 kg tómur og bensínlaus á slitnum 38"mudderum.

2009 uppfærði ég aftur í 2001 boddí og hækkaði hann um 4” (samtals) og klippti úr fyrir hjól sem geta verið allt að 46" há. Þá setti ég 5.40 hlutföll í hann og Dana 44 framhásingu sem ég hafði 2" breiðari en þá gömlu. Nú nota ég hann á 41" Irok dekkjum og 46" Baja Claw. Bíllinn er 1700 kg tómur og bensínlaus á slitnum 46 tommu hjólunum.

myndir á f4x4
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... mId=108381



User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Brjótur » 01.maí 2011, 17:52

Í þessum þræði og öðrum eru menn að tala um vigt bíla sinna og þeir tala um tóman bíl, afhverju? ég myndi frekar vilja sjá tölur um bílinn tilbúinn í túr semsagt raunvigt, kanski þetta sé ástæðan fyrir því að maður heyrir allskyns kg tölur fyrir bíla sem eiga ekki við nein rök að styðjast, engin leiðindi bara pæling :)
En að bílnum Gummi nær þetta að virka eitthvað? ég spyr því að ég veit að gamli Patrol er ekki að bæla svona dekk og er hann nú þyngri en þessi Jeep hjá þér?

kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 01.maí 2011, 20:02

Brjótur

Ef þú vilt vita hvað bíll er þungur tilbúin í einhverja ferð þá þarftu taka fram, hvað ferð og hvernig búinn.

Nær þetta að bæla svona dekk ?
Nýtt 46” Baja Claw er 66 kg, alveg massíft og ónothæft undir léttan jeppa.
Dekk eins og eru undir bílnum mínum eru dekk sem búið er að keyra næstum út undir hestaford. Þannig dekk eru um 50 kg stykkið, ég sker svo 6 kíló af gúmmíi úr hverju dekki til viðbótar með það að markmið að mýkja það eins og frekast er kostur. 46” dekkin og felgurnar sem eru undir bílum eru 240kg samtals. Þannig dekk eru bara að virka ágætlega undir þessum bíl. það kemur mer að á óvart hvað þau virðast miklu betri en 44" DC.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá jeepcj7 » 01.maí 2011, 20:07

46" er líka með sama strigalaga fjölda og td.44" cepek en reyndar talsvert meira af gúmmíi,notað 46" dekk er alveg merkilega mjúkt.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 01.maí 2011, 20:10

svopni
Fótarímið er eiginlega meira en í gamla 38" tommu XJ-inum mínum. Ég færði framhásinguna meira fram og breikkaði hana um 2" til að búa til meira pláss.
myndir af breytingum

Image
Síðast breytt af gummij þann 24.mar 2014, 15:35, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 01.maí 2011, 20:26

jeep cj7

Það er sami strigalagafjöldi í hliðunum en 46" BC dekkin eru með tvö auka strigalög í bananum samtals 6 sem vantar í 44"DC
Það er að ég held ástæðan fyrir því hvað 46"BC dekin er miklu betri hvað akstur og grip varðar.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Brjótur » 01.maí 2011, 21:27

Gummi, já það hlaut að vera einhver meðhöndlun og já vel keyrð dekk :) en varðandi vigtina þá er ég nú yfirlett með það sama alltaf í bílnum, svo mismunurinn á þyngdinni hjá mér liggur yfirleitt bara í eldsneytinu, ok takk fyrir svarið.

kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 01.maí 2011, 22:01

Hásinagarnar eru færðar 3” fram, 4” aftur og niður um 4 eða 5” Bíllin er sem sagt lendur um 18 cm og hækkaður um 10-12.
Það er ekki mikið klippt að aftanverðu í fremra hjólgatinu en þess meira að framanverðu.

Image

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá AgnarBen » 01.maí 2011, 22:24

sæll Gummi,

Athyglisverð uppfærsla á Cherokee-inum, fyrirfram hafði ég nú ekki mikla trú á þessu þegar ég heyrði af þessu en hef heyrt að þú látir vel af þessu. Hvernig er svo drifgetan í samanburði við 41" Irokinn, ætlar þú að nota þessi dekk áfram sem snjódekk ?

Svona af því að menn eru að spá í þyngdum Cherokee XJ þá mældi ég minn fyrir breytingaskoðun 1720 kg með hálfan bensíntank og tvo kassa í skottinu á slitnum 38" Mudderum og stálfelgum (enginn í bílnum). Mældist 2060 kg með tveim köllum rúmlega 100 lítrum af bensíni og hefðbundnum farangri fyrir helgarferð.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 01.maí 2011, 23:09

Sæll Agnar
"ætlar þú að nota þessi dekk áfram sem snjódekk ?"
Ég er bara búín að nota 46" samtals í 7 daga í snjó, en þau hafa reynst betur en ég átti von á svo líklega er svarið já.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá AgnarBen » 02.maí 2011, 00:06

svopni wrote:Hvernig hásingu er hann á að aftan? Er einhversstaðar á netinu myndaalbúm af breitingaferlinu?


http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=300068
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá jeepcj7 » 02.maí 2011, 00:45

Það stendur 6 ply rating á 44" DC dekkjunum mínum og líka á 46" dekkjunum en ég hef reyndar ekki skorið þau nóg upp til að telja lögin eru þessar tölur þá ekki réttar?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Kiddi » 02.maí 2011, 00:51

Það er eins og mig minni að það standi 4 Ply sidewall, en 6 Ply rating á DC? Ég nenni ekki að labba alla þessa þrjá metra út í skúr og athuga það................... :-)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Freyr » 02.maí 2011, 01:27

Minn XJ '97 er 1710 kg án alls og bensínlaus á nýjum 38" DC mud country. Viktaði hann í morgunn á Kjalarnesi með 140l. af bensíni, tvo kalla, verkfæri og annað sem þarf í dagstúr yfir Langjökul. Hann var 1210 kg að framan og 1000 að aftan = 2210 í það heila.

til samanburðar var 38" L200 2.480 kg. og 2002 Grand cherokee á 38" en kominn á þyngri hásingar 2.5xx kg, man ekki nákv. töluna.

Það voru 40 kg. af krapa á viktinni þegar við komum að henni, man ekki hvort þau 40 kg. eru inní þessum tölum.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 02.maí 2011, 10:44

Sælir allir og takk fyrir að sýna þessu áhuga

Varðandi strigalög í dekkjum þá var það þannig að í árdaga hjólbarðans var burður mældur í strigalögunum. Því fleiri sem strigalögin voru því meira loft var hægt að hafa í dekkinu og því meira bar það. Síðan batnaði efnið í dekkjunum og í staðin fyrir striga er núna nylon, glassfiber, stál og fl. Þá var hægt að fækka “striga”lögunum og fá sama eða meiri burð. 6 ply rating er svipað og load range C sem stendur líka á dekkjum í dag og 10 ply rating sama og load range D að mig minnir.

Það stendur hinsvegar líka á dekkjum hvað raunverulega er í þeim til dæmis stendur á BC dekkjunum Sidewall 4 ply polyester / thread 6 ply polyester. Og ef maður grefur á heimasíðunni hjá þeim þá var þar eitthvað talað um baja belted , tækni frá MT sem er auka lag í bana bias ply dekkja sem er styrkt með glertrefjum, ég finn það reyndar ekki núna á síðunni hjá þeim ?

Í öllum öðrum bias dekkjum sem við erum að nota, DC, Irok og fl er sami fjöldi laga og sama efni í hliðum og bana.

Ég er búinn að saga í sundur mörg dekk um daganna til að sjá hvað er í þeim ég er með sneið úr 46” BC í höndunum núna ;-)

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá bragi » 03.maí 2011, 10:26

Strigalögin eru yfirleitt gefin upp hjá framleiðanda og þegar talað er um fjölda strigalaga, þá er átt við þau sem eru í bananum.
Eins á þetta að standa á dekkjunum sjálfum (ply rating).
Þetta sést vel hérna um Irok dekkin en t.d. Mickey Thompson gefur hins vegar ekki upp stigalög í hliðunum, bara í bananum (og jafnvel ekki).

Load Range C = 6 strigalög en hafa yfirleitt 2-3 lög í hliðunum
Load Range D = 8 strigalög og hafa yfirleitt 3-4 lög í hliðunum
Load Range E = 10 strigalög og hafa yfirleitt 3-4 lög í hliðunum

Þetta er svona grófa þumalreglan, síðan verður að skoða hverja tegund fyrir sig. T.d. 38" SSR, fyrir 15" felgur, eru LR-C (6 ply) en hafa 2 í hliðunum og þið sjáið einnig að sum Irok dekkjanna hafa líka bara 2 lög, þótt þau séu 8 strigalaga í bana. Ef við skoðum Irok 41" radial, þá eru þau sem eru gerð fyrir 16" og 17" felgur með 3 lög en þau sem eru fyrir 18"-22" felgur, hafa 2 lög, þannig að þetta er svolítið ruglingslegt og varla hægt að segja að það sé nokkur regla með þetta.
Það eru strigalögin í hliðunum sem segja til um hversu "hentugt" það er að hleypa úr þeim en það myndast meiri hiti eftir því sem lögunum fjölgar.

-Bragi Þór ("gamall" dekkjahundur)

btw. Þetta er helv... "snyrtilegur" bíll hjá þér Gummi ;)
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 04.maí 2011, 10:40

bragi wrote:Strigalögin eru yfirleitt gefin upp hjá framleiðanda og þegar talað er um fjölda strigalaga, þá er átt við þau sem eru í bananum.Eins á þetta að standa á dekkjunum sjálfum (ply rating).


Þetta er ekki alveg rétt Bragi PLY RATING og NUMBER OF CORDS eða PLIES er ekki það sama.

Today's load range/ply ratings do not count the actual number of body ply layers used to make up the tire's internal structure, but indicate an equivalent strength compared to early bias ply tires. Most radial passenger tires have one or two body plies, and light truck tires, even those with heavy-duty ratings (10-, 12- or 14-ply rated), actually have only two or three fabric plies, or one steel body ply.

Sjá meira hér

Taflan á heimasíðu interko er villandi eða beinlínis röng þar er side ply sennilega rétt en þar sem stendur thread ply er í reynd sett inn ply rating.

Á 41" irokdekkjunum mínum stendur:
load rang D 8 ply ratin
en á honum stendur líka:
Thread: 3 plies polyester + 2 plies steel + 1 plies nylon Sidewall: 3 plies polyester.
þetta eru samtals 6 lög ekki 8. (3 polyeste í hliðunum og 3 í bananum eru þau sömu )

sama á við um mudder
hann er 6 ply rating en það er bara 2 nylon + 2 stál í bananum og 2 nylon í hiliðunum sem eru að sjálfsögðu þau sömu og eru í hliðunum. samtals 4 lög.

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá bragi » 04.maí 2011, 15:22

Gott að fá þetta uppfært, það eru nefnilega komin 15 ár síðan ég var í þessu dekkjadóti og einhver framþróun hlýtur að hafa verið :)
(auk þess sem eitthvað hefur gleymst í millitíðinni)
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 23.mar 2014, 17:03

Fór í smá lagfæringar á jeppanum fyrir Stórferð f4x4 2014.
Stuðarahornin voru orðin mjög upplituð þannig að ég gerði þau samlit bílum og endurmálaði brettakantan og fleira sem sá á.
Ég gerði líka smá lagfæringar á sundurslætti til að fá meiri teygju sem tókst ágætlega held ég.
Ég skipti líka um aðra peruna í kösturunum. (55 W HID) ég var með 4300K perur í báðum ljósunum
en setti 3000K peru í annað fyrir ferðina. Það er alveg fáranlega mikið betra en að vera með tvær 4300K. Ég hef ekki prufað tvær 3000K
sjálfur en með því að standa fyrir ljósunum til skiptis í slæmu skyggni inn á Kaldadal þá virtist mun betra að blanda þessu saman.
Viðhengi
XJ2014-4.jpg
XJ2014-4.jpg (80.8 KiB) Viewed 9536 times
XJ2014-3.jpg
XJ2014-3.jpg (109.41 KiB) Viewed 9536 times
XJ2014-2.jpg
XJ2014-2.jpg (101.06 KiB) Viewed 9536 times
Síðast breytt af gummij þann 24.mar 2014, 18:53, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá jeepcj7 » 23.mar 2014, 18:19

Þessi er bara alveg snilld en hvenær á að splæsa í LS /Hemi í húddið eða eitthvað svoleiðis? ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Stóri
Innlegg: 145
Skráður: 14.jan 2011, 23:54
Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Borgarnes
Hafa samband:

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Stóri » 23.mar 2014, 20:09

þetta er snilld... hrikalega fallegur bíll Guðmundur :)
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Hilmar Örn » 23.mar 2014, 20:39

Hvað ertu með breiðar felgur á 46" dekkjunum og ertu sáttur við þá felgubreidd?

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 23.mar 2014, 21:02

"jeepcj7 "Ég er núna með mótorinn sem kom í 2001 bílnum, 4L og einhverja tölvu sem á að gera þetta rúmlega 200 hö. Það skilar þessu sæmilega áfram en meira afl er næst á dagskrá.
LS er nokkuð sem ég er mjög spenntur fyrir en Hemi finnst mér minnna spennadi þyngra en það sem ég er með og kostnaðarsamt að tjúna það dót . Undanfarið er ég farinn að hallast á að stróka bara 4l mótor úr 2000 bíl sem ég á til. Það er mun minna mál, kostar minna og ætti að geta gert allt að 300 hö ef maður vandar sig. Þannig kitt með sveifarás (nýjum rétt vigtuðum ekki gömlum rendun 4.2 ás), kanstás, gormum, stimplum, stöngum og öllu viðaeigandi kostar um 2000 usd.

"Stóri" Takk fyrir það.

"Hilmar Örn" Þetta eru 16" x 16" felgur það er fínt en ég mund sennileg hafa þærr mjórri ef ég væri að gera þetta núna fyrir svona léttan bíl.


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Hilmar Örn » 23.mar 2014, 21:19

Þetta eru 16" x 16" felgur það er fínt en ég mund sennileg hafa þærr mjórri ef ég væri að gera þetta núna fyrir svona léttan bíl


Hvernig er með þessi dekk, koma brot í þau við úrhleypingu, gæti það ekki gerst með mjórri felgum. Þekki þessi dekk ekki neitt en finnst þau áhugaverð.

kv Hilmar

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 23.mar 2014, 21:44

Hilmar Örn wrote:
Hvernig er með þessi dekk, koma brot í þau við úrhleypingu, gæti það ekki gerst með mjórri felgum. Þekki þessi dekk ekki neitt en finnst þau áhugaverð.
kv Hilmar


Þessi dekk dala mjög lítið undir svona léttum bíl, ég fæ beyglu í hliðina á kannski 0,5 PSI svona svipaða beyglu og kemur á 44" DC á 16" breiðum felgum og 3 PSI undir Patrol. Þá hættir maður að komast áfram, fyristaðan verður mjög mikil en stoppar samt ekki alveg. Félagi minn er á 14" breiðum felgum og ámóta léttum bíl það virðist ekki vera vandamál en samt ekki mikil reynsla komin á það.


andriorn
Innlegg: 46
Skráður: 02.feb 2012, 11:38
Fullt nafn: Andri Örn Sigurðsson
Bíltegund: Jeep
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá andriorn » 24.mar 2014, 11:41

Glæsilegur bíll hjá þér Gummi, ertu nokkuð með link á breytingarferlið sem virkar?
Ég fæ allavega bara forsíðuna á f4x4 þegar ég smelli á linkinn hérna ofar :)

Kv.
Andri Örn Sigurðsson

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 24.mar 2014, 15:30

andriorn wrote:Glæsilegur bíll hjá þér Gummi, ertu nokkuð með link á breytingarferlið sem virkar?
Ég fæ allavega bara forsíðuna á f4x4 þegar ég smelli á linkinn hérna ofar :)

Kv.
Andri Örn Sigurðsson


Þetta var kannski ekki merkilegt efni, en er greinilega horfið af f4x4.is. Ég átti backup og er búinn að stofna nýtt albúm með því sem var þarna.

http://www.f4x4.is/myndasvaedi/46-tommu-breyting-a-jeep-xj-2001/

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá Finnur » 24.mar 2014, 15:56

Sæll

Flottur bíll hjá þér.

Segðu mér hvernig finnst þer þessi 46" dekk koma út í samanburði við 44" DC. Mikill munur á drifgetu?
Eru þau ekki mun stífari en DC og auka því eysluna töluvert eða hvað?
Myndir þú mæla með þessum dekkjum undir 1800-2000 kg bíl.

kv
KFS

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá AgnarBen » 24.mar 2014, 16:03

Gummi, hvað ertu með breiðar hásingar og mikið backspace á felgunum ? Ertu ekki ennþá með 9" að aftan ?

Eru til einhverjar aðrar skiptingar sem þú veist um aftan á 4.0HO mótorinn ? AW-4 skiptingin er ágæt að mörgu leiti, gott að hjakka með henni og virðist þola vel álagið en mér finnst vanta þrep í hana og hún heldur sér illa í 1 gír í brekkum, vill stöðugt vera að skipta sér í 2. Væri alveg til í að finna 4 þrepa skiptingu með OD.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gislisveri » 24.mar 2014, 16:09

Þessi bíll lúkkar miklu betur en maður hefði fyrirfram haldið, ótrúlega flottur.
Annars skal ég lofa þér því að ef þú dælir myndunum hingað inn, þá fá þær að vera óáreittar um ókomna tíð.
Kv.
Gisli.

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 24.mar 2014, 17:14

Finnur wrote:Sæll

Flottur bíll hjá þér.

Segðu mér hvernig finnst þer þessi 46" dekk koma út í samanburði við 44" DC. Mikill munur á drifgetu?
Eru þau ekki mun stífari en DC og auka því eysluna töluvert eða hvað?
Myndir þú mæla með þessum dekkjum undir 1800-2000 kg bíl.

kv
KFS

Ég hef ekki notað DC sjáfur í 20 ár en mér hefur aldrei fundist þau virka nema illa. :-) Bíll sem er undir 2000 kg í ferð er að mínu mati betri að jafnaði á sæmilegum 38 tommu radialdekjum en 44 DC. Ég nota 46 BC vegna þess að mér finnst þau betri en hitt og ég er venjulega um 2000 kg ?.

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 24.mar 2014, 18:05

AgnarBen wrote:Gummi, hvað ertu með breiðar hásingar og mikið backspace á felgunum ? Ertu ekki ennþá með 9" að aftan ?

Eru til einhverjar aðrar skiptingar sem þú veist um aftan á 4.0HO mótorinn ? AW-4 skiptingin er ágæt að mörgu leiti, gott að hjakka með henni og virðist þola vel álagið en mér finnst vanta þrep í hana og hún heldur sér illa í 1 gír í brekkum, vill stöðugt vera að skipta sér í 2. Væri alveg til í að finna 4 þrepa skiptingu með OD.


Man ekki hvað hásingarnar eru breiðar en þær eru rúmelag 2 tommum breiðari en orginal. Þetta er að mestu eins og það var fyrir 5 árum þegar ég breytti bílnum . Ég man ekki back spaceið en það er talsvert minna fyrir BC dekkin en á orginal felgunum (Það er að segja minna en 5,5 tommur kannski 4 ? )

Ég er sáttur við skiptinguna í mínum eftir að ég setti hraðmæladrif sem sýnir 50% of mikin hraða. Ég er með annað stýrikerfi fyrir skiptinguna en þú svo það virkar sennilega ekki fyrir þig. Annars hef ég ekki spáð í mikið í þetta. þessi er með LS mótor og handskipta AW4.
http://www.youtube.com/watch?v=UprAIVlUoiU&feature=youtu.be
Síðast breytt af gummij þann 24.mar 2014, 18:58, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 24.mar 2014, 18:41

gislisveri wrote:Þessi bíll lúkkar miklu betur en maður hefði fyrirfram haldið, ótrúlega flottur.
Annars skal ég lofa þér því að ef þú dælir myndunum hingað inn, þá fá þær að vera óáreittar um ókomna tíð.
Kv.
Gisli.


Takk fyrir þetta.
Ég held ekki að myndirnar hafi verið fjarlægðar með vilja, heldur gengur þeim bara illa að halda utanum þetta.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá AgnarBen » 24.mar 2014, 19:53

gummij wrote:
AgnarBen wrote:Gummi, hvað ertu með breiðar hásingar og mikið backspace á felgunum ? Ertu ekki ennþá með 9" að aftan ?

Eru til einhverjar aðrar skiptingar sem þú veist um aftan á 4.0HO mótorinn ? AW-4 skiptingin er ágæt að mörgu leiti, gott að hjakka með henni og virðist þola vel álagið en mér finnst vanta þrep í hana og hún heldur sér illa í 1 gír í brekkum, vill stöðugt vera að skipta sér í 2. Væri alveg til í að finna 4 þrepa skiptingu með OD.


Man ekki hvað hásingarnar eru breiðar en þær eru rúmelag 2 tommum breiðari en orginal. Þetta er að mestu eins og það var fyrir 5 árum þegar ég breytti bílnum . Ég man ekki back spaceið en það er talsvert minna fyrir BC dekkin en á orginal felgunum (Það er að segja minna en 5,5 tommur kannski 4 ? )

Ég er sáttur við skiptinguna í mínum eftir að ég setti hraðmæladrif sem sýnir 50% of mikin hraða. Ég er með annað stýrikerfi fyrir skiptinguna en þú svo það virkar sennilega ekki fyrir þig. Annars hef ég ekki spáð í mikið í þetta. þessi er með LS mótor og handskipta AW4.
http://www.youtube.com/watch?v=UprAIVlUoiU&feature=youtu.be


OK. Dana 35 er 60,5" orginal í XJ og D30R svipað. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort það borgaði sig að fara í D44 að framan og skipta yfir í 5.13 drifhlutföll og setja 41" radial Irok undir. Ég veit samt ekki alveg hvort þetta upgrade borgar sig raunverulega. 39,5 Irok-inn sem ég er með er fínn en stundum væri ég til í örlítið meira flot. Varstu ánægður með 41" Irok-inn ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Jeep XJ 46"

Postfrá gummij » 24.mar 2014, 23:32

AgnarBen wrote:
AgnarBen wrote: Varstu ánægður með 41" Irok-inn ?


Þetta eu ágæt dekk nema að þau þola illa að vera á litlu lofti . Ég keyrði dekkin mín, sem ég fékk rúmlega hálf slitinn um 30Þ km og tókst að eyðileggja dekk á því að vera á of litlu lofti í vegaakstri. Ég nota ekki irok núna aðalega vegna þess að ég nenni ekki að vera alltaf með áhyggjur af loftinu í þessu, en ef þú ert að nota 39,5 Irok án vandamála þá verður 41 Irok líklega ekki vandamál fyrir þig og þú drífur örugglega talsvert betur á þeim.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir