Síða 1 af 1
Suzuki Refur
Posted: 26.apr 2011, 17:18
frá birgthor
Jæja ég fór um daginn og keypti mér gamlann "jálk" en um ræðir Suzuki Fox 410, árgerð 1987.
Bíllinn er á 31" dekkjum og orginal að öllu leiti fyrir utan bodýhækkun. Vélin hefur líklegast ekki öll sín orginal 45 hestöfl til staðar og því ekkert alltof kraftmikil ;)
Það sem stendur til að gera er:
Hugsa sem mest um hvað væri hægt að gera og sjá svo til hvað gerist :)

Re: Suzuki Refur
Posted: 26.apr 2011, 23:39
frá gislisveri
1987 er svo gott sem nýr bíll.
Til hamingju, fagur er hann. Varla þarftu neitt að gera nema S-in þrjú, setjast, skella, svissa og starta.
Re: Suzuki Refur
Posted: 27.apr 2011, 12:03
frá birgthor
Já takk fyrir það Gísli, en ég hugsa að ég þurfi að kíkja í skúrinn hjá þér svona til þess að geta fengið myndræna umgjörð fyrir draumana. Þá verða þeir miklu raunverulegri :)
Re: Suzuki Refur
Posted: 27.apr 2011, 12:22
frá jeepson
djöfullinn að hafa mist af þessum. Ég var að pæla í að kaupa hann. Hann er flottur :)
Re: Suzuki Refur
Posted: 27.apr 2011, 14:16
frá Haffi
Þessi bíll er svakalega flottur. Ég pældi mikið í að versla hann á sínum tíma, þangað til þáverandi eigandi hætti við að selja, en ég fann mér annan í næsta bæjarfélagi. Nú þarftu bara að breyta þessu almennilega og setja aðeins fleiri hesta í hesthúsið. ;)
Er þetta ekki með seinustu foxunum sem voru framleiddir? Kom ekki Samurai fyrst '88?
Re: Suzuki Refur
Posted: 27.apr 2011, 14:42
frá birgthor
Var það, ég hélt að Sj410-413 hefði verið fyrir evrópu markað og samurai fyrir ameríku, svo voru þeir með enn eitt nafnið í asíu.
Annars veit ég ekki alveg hvaðan þetta fox nafn kemur, það virðist ekki notað úti.
Re: Suzuki Refur
Posted: 27.apr 2011, 15:10
frá Haffi
Fox er "íslenska" nafnið á bílnum að mig minnir.
En jú kannski, en þeir voru samt framleiddir eins.
Minn er t.d. '88 og hann er með öðrum framenda.
Re: Suzuki Refur
Posted: 27.apr 2011, 18:01
frá Einar
Haffi wrote:Fox er "íslenska" nafnið á bílnum að mig minnir.
Það passar, afi minn keypti einn af fyrstu 410 bílunum sem komu 1982 og hann fékk þá skýringu á nafninu hjá umboðinu (sem var Sveinn Egilsson á þeim tíma ef ég man rétt) að þeim hefði þótt eitthvað snautlegt að selja þá bara undir númerinu SJ410 og hefðu þessvegna óskað eftir að fá að selja þá með nafni og sent nokkrar tillögur til Suzuki og þeir hefðu samþykkt að það mætti selja hann hér á landi sem "Fox" (sem fyrir þá sem ekki eru sleipir í ensku þýðir einfaldlega "Refur"). Ég veit ekki til að það hafi verið notað nokkurstaðar annarsstaðar.
Samkvæmt Wikipedia hefur hann verið seldur undir eftirfarandi nöfnum:
Suzuki Caribbean
Suzuki Katana
Suzuki Potohar
Suzuki SJ410
Suzuki Samurai
Suzuki Santana
Suzuki Sierra
Holden Drover
Maruti Gypsy
Þetta er sá sem afi minn átti:

Re: Suzuki Refur
Posted: 28.apr 2011, 00:03
frá juddi
Svipað og Lada sport þekkist bara hér heima
Re: Suzuki Refur
Posted: 31.maí 2011, 20:40
frá gislisveri
Bendi áhugasömum á sögu súkkunnar á sukka.is, sjá hér:
http://sukka.is/page.php?4
Re: Suzuki Refur
Posted: 02.jún 2011, 21:11
frá Einar
Efnið í þessari grein er fínt en í guðanna bænum fáið einhvern til að laga uppsetninguna á þessu.
Mér leikur forvitni á að vita hvaðan bílarnir sem voru fluttir hingað komu, voru þetta Spánverjar eða ekta Japanar? Veit það einhver?
Af reynslu veit ég að það er ekkert að marka það sem stendur í skráningarskýrteinum.
Re: Suzuki Refur
Posted: 03.jún 2011, 01:21
frá Sævar Örn
eitt sinn var þessi grein fallega skrifuð og myndir á flottum stöðum en það virðist allt hafa farið út í veður og vind.
gísli átt þú upprunalega útgáfu af greininni?
Re: Suzuki Refur
Posted: 03.jún 2011, 17:30
frá gislisveri
http://www.off-road.com/trucks-4x4/tech ... 20356.htmlHún var tekin að láni héðan og þar kemur skýringin á því að myndirnar eru horfnar.
Ég hef samt rekist hana annarsstaðar með sömu myndum, svo þá er um að gera að gúgla.