Síða 1 af 1

Eyðslan að fara með mig

Posted: 21.apr 2011, 23:32
frá bragir
Sælir félagar

Ég er með 35" Terrano Disel 2,7 sjálfskiptan 2001.

Mér finst hann eyða afskaplega miklu án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því. Ég er búinn að mæla hann í þrjá mánuði og hef verið að rokka á milli 17-19l. (yfirleitt í kringum 19l.) innanbæjar.

Ég er búinn að passa pinnan eins og gull, og þen hann nánast ekki til að reyna að halda honum nirði, en án árangurs.

Hann er ný smurður bæði vél og gírkassi, og búið að hreynsa síuna í gírkassanum. Þessar breytingar gerðu ekkert.

Það virðist ekki skipta neinu máli hvort ég keyri heilan tank í fjórhjóladrifinu eða bara lulla þetta í afturhjóladrifinu. Ég er einnig búinn að passa loftþrýsting í dekkjum eins og ég veit ekki hvað.

Ég er því nokkuð lost..... Er þetta eðlileg eyðsla á þessum bíl? Er eitthvað sem væri vert að skoða í honum greyjinu til að reyna að hemja þorstann.

Öll ráð virkilega vel þegin á þessum verstu.

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 21.apr 2011, 23:54
frá hfreyr
Ég er með musso á 35 sem eyðir svona og ef skoðað allt og ef komist að ég er á vitlausum hlutföllum kanski eitthvað sem þú ættir að skoða ?

Bestu kveðjur

Hfreyr

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 21.apr 2011, 23:57
frá bragir
hhumm

áhugavert, var ekki búinn að kveikja á þeirri pælingu. Ætla að telja hann og sjá hvaða hlutföll eru í honum. Takk fyrir þessa ábendingu allavega.

Fleiri vel þegnar.

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 00:30
frá TF3HTH
Þekki til Terrano 1999 2,7 beinskiptur á 33" sem eyddi alltaf 14-16L/100km. Svona svo þú hafir samanburð. Sá var ekinn um 130þ þegar þetta var.

Er ekki hugsanlegt að þ.s. þú ert komin á talsvert stærri dekk en orginal að þá ertu að fara talsvert lengra en vegalengdarmælirinn segir og þ.a.l. er eyðslan í rauninni minni?

-haffi

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 08:44
frá hobo
Hér er gömul umræða, 13 lítrar fyrir sjálfskiptan dísel talar einhver um.

http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=23&t=33&p=587&hilit

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 09:07
frá ellisnorra
Frændi minn á svona óbreyttan terrano sem eyðir 9 í langkeyrslu og 11-13 í snattinu uppí hesthús, útí búð og þessháttar í vetrarfærð með miklum kaldræsingum.

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 12:33
frá Polarbear
smá pæling um sparaktur:


það er ekki sparakstur að ýta pinnanum eins lítið niður og hægt er. það eyðir í raun meiri olíu að taka hægt af stað og vera lengi að ná ferðahraða en að setja pinnan í gólfið til að ná ferðahraða snöggt og minnka svo bensíngjöf verulega, rétt nóg til að halda ferðahraðanum. þetta er hagstæðara vegna þess að einungis um 20% af orkuni fer í að fara áfram. hitt er hitatap í vélinni.

þarna á móti kemur hinsvegar að ákveða ferðahraða og lesa vel í umferðarljós og umferðina almennt til að bremsa sem minnst og kanski halda ferðahraðanum sjálfum í neðri mörkum leyfilegs hámarkshraða....

bara pæling. ég fór nefnilega á sparakstursnámskeið og ýmsir hlutir komu mér þar verulega á óvart varðandi sparaksturinn.

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 14:28
frá HaffiTopp
Skifta um loftsíuna og hráolíusíu. Er ekki tölvustýrt olíuverkið i þessum bílum? Ef svo er þá um að gera að láta lesa af bílnum. Hvernig sía er annars í sjálfskiftingunni? Er það netasía eða fíbersía?
KV. Haffi

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 21:53
frá Izan
Sæll

Það sem þú þarft að athuga er snúningshraðinn á vélinni ekki staðan á pedalanum, eða allavega minna. Þú þarft að vita hvar hámarkstog er á snúningsskalanum og nota þann snúningshraða í álagi s.s. upp brekkur og á móti vindi. Ef vélin er að snúast of hægt á of miklu álagi getur verið að þú sért bara að hella óbrunninni olíu í gegnum mótorinn og í raun eyðileggja hann með of háum hita í brunahólfunum. Þú verður að láta túrbínuna vinna fyrir þig og láta vélina snúast allavega eins og hún er gefin upp fyrir.

Hvað er vélin að ganga hratt á 90km pr.klst?

Þú áttar þig líka að sjálfsögðu á því að það er þyngra fyrir bílinn að snúa 35" dekkjum heldur en original en ég er sammála því að þessi eyðsla er heldur mikil. Súrefnisskynjarar, bæði mettunarnemi og í afgasi getur átt átt í mikilli eyðslu ef þeir eru til staðar og sömuleiðis getur slitin túrbína dregið niður í bílnum.

KV Jón Garðar

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 22:39
frá Freyr
Izan wrote:Sæll

Það sem þú þarft að athuga er snúningshraðinn á vélinni ekki staðan á pedalanum, eða allavega minna. Þú þarft að vita hvar hámarkstog er á snúningsskalanum og nota þann snúningshraða í álagi s.s. upp brekkur og á móti vindi. Ef vélin er að snúast of hægt á of miklu álagi getur verið að þú sért bara að hella óbrunninni olíu í gegnum mótorinn og í raun eyðileggja hann með of háum hita í brunahólfunum. Þú verður að láta túrbínuna vinna fyrir þig og láta vélina snúast allavega eins og hún er gefin upp fyrir.

Hvað er vélin að ganga hratt á 90km pr.klst?

Þú áttar þig líka að sjálfsögðu á því að það er þyngra fyrir bílinn að snúa 35" dekkjum heldur en original en ég er sammála því að þessi eyðsla er heldur mikil. Súrefnisskynjarar, bæði mettunarnemi og í afgasi getur átt átt í mikilli eyðslu ef þeir eru til staðar og sömuleiðis getur slitin túrbína dregið niður í bílnum.

KV Jón Garðar


"Súrefnisskynjarar, bæði mettunarnemi og í afgasi........"

Nú er ég bifvélavirki og verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt orðið mettunarnemi og ekki heldur heyrt um súrefnisskynjara í díselvél, hvað áttu við með þessu?

Kv. Freyr

Re: Eyðslan að fara með mig

Posted: 22.apr 2011, 22:41
frá Freyr
Aaaa, smá uppljómun í gangi hérna. Með mettunarnema áttu væntanlega við loftflæðiskynjara? En stend enn á gati varðandi súrefnisskynjara í díselvél.

Freyr