Síða 1 af 1

44" Patrol í smíðum

Posted: 13.apr 2011, 02:23
frá nervert
Jæja ég ætla að sýna ykkur Verkefnið sem ég er með í skúrnum

Ég keypti bílinn svona
Image
Þarna var búið að fela allt ryð og spasl með málningu
Svo var nú farið að breyta
http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/215083_1868655149488_1034340141_2074661_3123211_n.jpg

Enn svo endaði með því að kanntar voru farnir að týnast af, Boddý farið að hoppa á grind og bíllinn orðinn ansi efnis lítill svo að það var ákveðið að fara í ryðbætingar og nýtt boddý keypt í þær
Image

Svo á Sunnudaginn síðastliðinn var farið í breytingar, Boddý var tekið af Bílnum
Image

þá kom en og aftur ryð í ljós, allar boddý festingar voru ónýtar og grindin sjálf næstum horfin, svo farið var á lagerinn og náð í ný grind sem var búið að síkka stífuvasa o.fl. og svo voru hásingar og vél færðar á milli.

Image
Nýja grindin

Image
hásingar komnar undir

Image
vél á leiðinni í

Eftir þetta þá voru settir 5cm hækkunar klossar undir boddýið og það sett á, Eins og staðan er í dag stendur hann svona:

Image

Boddý skipti kláruðust öll á sama deginum
Svo er eftir þetta skemmtilega sem er rafkerfið ásamt eitthverju smotteríi
En í bílnum eru orginal hlutföll og orginallæsing ásamt nóg af 2,8 datsun power

Hérna eru svo myndir af öllum líffæragjöfunum
Image
Grindinn fékkst úr þessum
Image
Hásingar og vél með öllu úr þessum
Image
og boddý að þessum

svo læt ég fylgja með eina eðal mynd af þessum datsun í aksjón
Image



Kv. Nervert

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 14.apr 2011, 22:31
frá Valdi B
haha þú ert ágætur narfi :D en ég verð að fara að kíkja á þetta hjá þér fljótlega, helvíti ertu búinn að gera mikið :D

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 15.apr 2011, 15:44
frá arni hilux
haha síðasta mynd ég man alltaf í þessari ferð að maður gat aldrey tínt narfa maður sá alltaf reykin;)

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 19.apr 2011, 01:10
frá nervert
jájá valdim um að gera að koma og skoða, samt verður hann mjög líklega tilbúinn næst þegar þú kemur framhjá, það er orðið eitthvað lítið eftir, búið að tengja altt rafmagn í vél, og eina sem er eftir er að svissa olíu pedalanum fyrir þann úr þeim gamla og rafkerfið aftan á bílinn, Hann ætti að vera klár fyrir helgi....

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 02.jún 2011, 00:57
frá Kárinn
þessi fór í gangi í dag og fer út að keyra á morgun

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 02.jún 2011, 19:50
frá Izan
Já sæll. Þegar ég sá síðustu myndina var það fyrsta sem flaug í gegnum hugann að hann hafi verið að kíkja á eldgosið í Grímsvötnum.

Er ekki tímabært að setja afgashitamæli í þennan Patrol, bara til að eiga möguleika á að eiga mótorinn út árið?

Kv Jón Garðar

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 25.aug 2011, 15:01
frá nervert
Það hefur ekki mikið gerst í þessum síðustu misseri en þó eitthvað.
ég er búinn að vera með hann á númerum í 2 mánuði og búinn að fara s-fjallabak og nokkrar ferðir uppí Landmannalaugar.
svona stendur hann allavega
Image
Það sem stendur til eru kantar, klára rafmagn og sprautun
svaka fjör

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 27.aug 2011, 13:12
frá RunarG
bara flott verkefni hjá þér!

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 27.aug 2011, 17:30
frá jeepson
En segðu mér eitt. Ertu þá semsagt að nota alt kramið úr Y61 bílnum?

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 29.aug 2011, 23:31
frá nervert
Ég notaði ekkert kram úr '99 bílnum, kramið er úr '96 bílnum og er þæginlegra að því leitinu til að það eru ódýrari varahlutir og auðveldara að komast yfir þá

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 12.sep 2011, 03:31
frá nervert
jæja þá eru komnir kanntar og 39,5" super swamper og bíllin er næstum því í lagi fyrir utan jeppaveiki
Image

Image

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 12.sep 2011, 11:43
frá bjornod
Þetta eru allt of litlir kantar fyrir 38" og því minni fyrir 44". Ætlarðu ekki að breikka þá?

Annars ágætt púsluspil í gangi ;)

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 12.sep 2011, 11:55
frá nervert
ég held þessum út veturinn og kaupi bara aðra kannta næsta sumar, fékk þessa fyrir lítið, þeir duga fyrir skoðun

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 12.sep 2011, 13:41
frá bjornod
nervert wrote:ég held þessum út veturinn og kaupi bara aðra kannta næsta sumar, fékk þessa fyrir lítið, þeir duga fyrir skoðun


Mátaðir þú Y60 kantana við? Þeir virðast vera nokkuð breiðir.

Re: 44" Patrol í smíðum

Posted: 13.sep 2011, 00:44
frá nervert
Ég redda þessu eitthvern vegin, þetta verður bara fjör