Pattinn minn


Höfundur þráðar
villi
Innlegg: 445
Skráður: 01.feb 2010, 00:55
Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
Bíltegund: Ford F250 7.3
Staðsetning: patreksfjörður

Pattinn minn

Postfrá villi » 03.mar 2010, 23:37

Jæja. þetta er nú pattagreyið mitt. Eignaðist hann í lok nóvember 2007 og svo virtist vera að við ætluðum bara ekki að ná saman til að byrja með því að 1300 km eftir að ég eignast hann brotnar stimpilstöng og 15.000 km eftir þá upptekt þá kveðja höfuðlegurnar en við erum orðnir sáttir við hvor annan í dag :) En hann er 98 árg, 2.8 l á 38" með 5:42 hlutföll með orginal afturlás en nýji ARB framlásinn er bara uppí hillu þar sem að ég hef ekki séð þörfina fyrir að setja hann í , það er ekki snjókorn á mínu svæði. Loftpúðar að aftan og er að vinna í að setja púða að framan, Webasto olíumiðstöð, afgasmælir, Kenwood VHF stöð, svo á að fara í hann blow off ventil, og svo 4 vinnuljós (reyndar eru bara tvö á þessari mynd) og xenon kastarar. Frændi minn er búin að skíra bílinn en hann gaf honum nafnið Strókur þar sem að hann reykir aðeins, sérstaklega þegar ég fer að fikta í tölvukubbnum :)


IMG_0524.JPG




johannesmar
Innlegg: 5
Skráður: 11.júl 2010, 22:59
Fullt nafn: Jóhannes Már Sigurðarson

Re: Pattinn minn

Postfrá johannesmar » 11.júl 2010, 23:06

Flottur bíll!!


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 98 gestir