hilux 81módel uppfært 20.12.2016

User avatar

smaris
Innlegg: 229
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: hilux 81módel update 29.10

Postfrá smaris » 07.jan 2012, 11:37

Og þarna er hann annar í röðinni fyrir 18 árum. Þá átti Atli hann sem breytti bílnum. Til gamans má geta þess að allir bílarnir á myndinni eru enn til og á götunni.

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... emId=13106

Kv. Smári
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: hilux 81módel update 29.10

Postfrá Big Red » 07.jan 2013, 20:25

Er þessi kominn á fullt í snjófjörið?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: hilux 81módel update 29.10

Postfrá lecter » 07.jan 2013, 20:59

talandi um svona gamlar Toyota jeppa ,,, en þetta er flott að bjarga þessum ....

það er til landcruser F55 var það ekki langi jeppinn ég atti einn þannig ,,,þetta var 4 dyra ymist með hurðum að aftan eða hlera ég veit bara um einn sem er að gera upp slikan bil hann heitir Magnús Þórðarson eydal held að hann sé með 2


Höfundur þráðar
ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Re: hilux 81módel update 29.10

Postfrá ojons » 07.jan 2013, 22:54

Þessi er nú ekki kominn í fjörið enþá en það styttist verulega í það, ég er alltaf á leiðini að setja inn myndir hérna á jeppaspjallið en mér finnst það bara svo mikið einfaldara á facebookinu.

Ég skipti um hedd pakkningar og allar þar fyrir ofan í fyrra vetur og seti inn myndir af því hér :http://www.facebook.com/media/set/?set=a.3559559516289.2167835.1491818946&type=3

og svo byrjaði ég að safna dóti seinasta vetur til að hressa mótor aðeins og er bara ný byrjaður að vinna í honum fyrir veturinn hérna eru myndir af því ferli :http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200342867482926.2201287.1491818946&type=3

ég er búinn að opna mynda albumin með lúxanum inná féssinu endilega skoðið :)


björninn2
Innlegg: 90
Skráður: 21.júl 2010, 18:36
Fullt nafn: Sigurbjörn Hansson

Re: hilux 81módel update 2013

Postfrá björninn2 » 07.jan 2013, 23:35

þessi er með þeim flottari


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: hilux 81módel update 29.10

Postfrá Valdi B » 08.jan 2013, 00:11

lecter wrote:talandi um svona gamlar Toyota jeppa ,,, en þetta er flott að bjarga þessum ....

það er til landcruser F55 var það ekki langi jeppinn ég atti einn þannig ,,,þetta var 4 dyra ymist með hurðum að aftan eða hlera ég veit bara um einn sem er að gera upp slikan bil hann heitir Magnús Þórðarson eydal held að hann sé með 2


var ekki til allavega einn rauður og einn svona fjólublaár /svartur, félagi minn átti þann fjólubláa/svarta á 44" fun country , ég á mótorinn úr honum, 302 með þrykktum stimplum og fullt af dóti, á víst að vera helvíti skemmtilegur mótor sem á að vinna vel, hann situr bara í skúrnum að biða eftir bronco tila ð fara ofaní hehe :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Re: hilux 81módel uppfært 20.12.2016

Postfrá ojons » 20.des 2016, 18:27

Jæja rétt að koma með smá uppfærslu, búinn að breyta töluvert síðan síðast.
Stæðsta breytingin er líklega mótorinn en ég er búinn að setja 2.7 tdi úr terrano í húddið, aftan á honum er terrano kúplingshús og svo patrol gírkassi og millikassi. Það er skemmtilegt við þennan kokteil að þetta er bara skrúfað samann einginn sérsmíði fyrir utan mótor festingar og gírkassabita.
Svo keypti ég mér stóran ál vatnskassa af ebay og kom honum í það var töluverð smíði þar sem kassinn var eiginlega of stór ;) en stærra er betra er það ekki?
Með þessari diesel væðingu þorði ég ekki öðru en að lækka hlutföll í hásingum og keypti hásingar með 5:42 hlutföllum og færði kögglana á milli.
Svo keypti ég mér haugslitin 44" gleðigúmmí, skar í þaug og smíðaði mér 16" breyðar felgur klárar fyrir úrhleypibúnað.
Dekkin skulfu náttúrulega svo svakalega að ég þurfti að tækla það, var að pæla í stýristjakk en prufaði að kaupa stýrisdempara úr benz vörubílskálf og hann bara svínvirkar allur skjálfti farinn úr bílnum.
Ég ferðaðist þó nokkuð á honum seinasta vetur og gekk það bara príðilega, sáttur með aflið og eyðslan er mjög skapleg eða á milli 12 og 13 l.pr 100km í langkeyrslu.
Fyrir þennan vetur ætlaði ég svo að breyta fjöðrunarkerfinu/stýfum til að rýma til fyrir stærri eldsn. Tank og ætla setja loftpúða undir að aftan.
Ég á lítið til af myndum inná símanum núna annað en frá núverandi framkvæmdum en redda þeim seinna
Læt þetta duga í bili.
Viðhengi
20161218_183636.jpg
Mjakast
20161218_183636.jpg (1.4 MiB) Viewed 1983 times
20161218_175956.jpg
Gat ekki ákveðið mig með stífu halla þannig að efri verður stillanleg.
20161218_175956.jpg (1.72 MiB) Viewed 1983 times
20161210_112222.jpg
Útskurðurinn
20161210_112222.jpg (1.5 MiB) Viewed 1983 times
20161218_143452.jpg
Svona fékk ég fullkomið snið...
20161218_143452.jpg (1.66 MiB) Viewed 1983 times
20161214_222146.jpg
Uppstilling á stýfum fyrir suðu
20161214_222146.jpg (1.78 MiB) Viewed 1983 times
20161210_112251.jpg
Svona líta turnarnir út sem fara á hásinguna
20161210_112251.jpg (1.54 MiB) Viewed 1983 times
20161115_113941.jpg
Væri gaman ef einhver kynni fleirri hetjusögur af þessum bíll, búinn að vera á nokkrum númerum í gegnum árin...
20161115_113941.jpg (1.84 MiB) Viewed 1983 times

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: hilux 81módel uppfært 20.12.2016

Postfrá íbbi » 21.des 2016, 17:45

Snilld, töff bíll
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Re: hilux 81módel uppfært 20.12.2016

Postfrá ojons » 21.des 2016, 21:14

Gróf upp nokkrar myndir úr dropboxinu og af fésinu svona til dægrastyttingar
Viðhengi
FB_IMG_1482354308745.jpg
Hèrna er svo lookið seinasta vetur
FB_IMG_1482354308745.jpg (59.49 KiB) Viewed 1873 times
2015-09-16 17.51.29.jpg
Smá breytting á gólfinu
2015-09-16 17.51.29.jpg (1.77 MiB) Viewed 1873 times
2015-11-25 22.08.29.jpg
Þurfti að færa og endursmíða fremstu bodyfestingarnar
2015-11-25 22.08.29.jpg (1.91 MiB) Viewed 1873 times
2015-10-17 22.10.55.jpg
Kemst bara ekki stærri
2015-10-17 22.10.55.jpg (1.69 MiB) Viewed 1873 times
2015-10-17 11.01.32.jpg
Þarna var ég að rýma til fyrir vatnskassan...
2015-10-17 11.01.32.jpg (1.89 MiB) Viewed 1873 times


olei
Innlegg: 808
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hilux 81módel uppfært 20.12.2016

Postfrá olei » 22.des 2016, 07:41

Lítur glæsilega út Óskar.
Ég get vottað það að þessi bíll stóð sig vel síðasta vetur í nokkrum ferðum. Hörkugræja.


Ísak
Innlegg: 2
Skráður: 23.sep 2018, 00:48
Fullt nafn: Ísak Þorsteinsson
Bíltegund: 2000 Mdl Hilux 38"

Re: hilux 81módel uppfært 20.12.2016

Postfrá Ísak » 23.jan 2020, 12:06

Er eitthvað að frétta af þessum mola?


Höfundur þráðar
ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Re: hilux 81módel uppfært 20.12.2016

Postfrá ojons » 23.jan 2020, 13:18

Það er svosem ekkert mikið að frétta, hann lenti í bið í ca. 2 ár á meðan ég smíðaði mér torfærubíl. Hann fór ekkert sérstaklega vel á því, farið að sjá svoldið mikið á bodyinu en hann komst inní skúr aftur í okt eða nóv og ég kom honum í gang aftur það var oxaður vír í sundur að relayinu fyrir vélatölvuna og svo voru báðir lyklarnir mínir ónýtir þannig að hann datt í gang en drap strax aftur á sér. Það er búið að laga þetta allt núna og hann er kominn með fulla skoðun og búinn að skreppa 2 dagsrúnta nýlega. Stefni bara á að brúka hann eins og ég get í vetur.

Ps. Er að leita af framlás í hann ef einhver veit um svoleiðis á lausu (patrol 5:42hlutföll, skoða kögla, hásingar og/eða staka lása
Viðhengi

[ Play Quicktime file ] Snapchat-1752038966.mp4 [ 11.23 MiB | Viewed 620 times ]

20200112_154808.jpg
Komnir niður að vörðu aftur
20200112_154808.jpg (2.48 MiB) Viewed 620 times
20200112_154758.jpg
Vígalegur skemtilegt færi en leiðilegt skyggni þennan dag.
20200112_154758.jpg (2.53 MiB) Viewed 620 times


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur