Síða 1 af 1

Solla

Posted: 02.mar 2010, 23:11
frá gislisveri
Sælir félagar.

Þetta er hún Solla. Hún er samsett úr tveimur súkkum, boddíið er talsvert nýrra en kramið, en allt er þetta þó með sæmilega reynslu.
Það er 1300tbi mótor í henni og Rocklobster millikassi. Hún er hækkuð um 5cm á boddíi en öðru hefur ekki verið breytt.
Á stefnuskrá er að setja aðeins viljugri mótor og aðeins liprari fjöðrun.
HPIM0480.JPG

HPIM0481.JPG


Það er allt og sumt.
Ykkur er velkomið að hafa skoðanir á þessu, ég hlusta hvort eð er ekki á þær :)

Re: Solla

Posted: 02.mar 2010, 23:37
frá jeepson
Ég ætla að koma með mína skoðun á þetta nafni. Mér er alveg sama hvort að þú hlustir eða ekki :)
En ég hef ekkert annað að segja en að hann er þrusu flottur hjá þér. Ég verð eiginlega að segja að hún solla og svo svarti pikkinn eru bara þeir flottustu af þessum Fox/samurai súkkum. :)

Re: Solla

Posted: 03.mar 2010, 00:04
frá Haffi
Virkilega smekklegur þessi!

Sá þig einmitt á fartinni í dag, bara fallegur bíll í alla staði!

Re: Solla

Posted: 03.mar 2010, 09:33
frá stebbi1
Viljugri vél? þetta er það allra besta sem fæst :D

Re: Solla

Posted: 03.mar 2010, 18:15
frá EinarR
Myndar bíll. Kom alveg hefrarlega vel útúr breitingu.

Re: Solla

Posted: 03.mar 2010, 18:31
frá Sævar Örn
Þetta er alveg mögnuð samsetning, bæði línurnar á bodýinu og litirnir, eins finnst mér kannski hvað mesta snilldin er að þessi bíll stendur ábyggilega ekki í mörgum tugþúsundum með öllum þeim búnaði sem hann er búinn, fyrir utan hve fallegur hann er.