Síða 1 af 1

Bronco áhugamaður

Posted: 13.mar 2011, 21:50
frá guðlaugsson
sælir, ég er glænýr hér á spjallinu og langaði að sýna ykkur bronco-ana mína.

fyrst er bronco 1966 sem ég fékk þegar ég var 13 ára, hann er með línu 6 mótor 170cu og 3ja gíra beinaður í stýri. hann var byrjaður að ryðga aðeins þannig ég tók hann aðeins í gegn, sauð nýjan síls vinstra megin og skar úr hér og það og sauð nýtt og spraslaði og lét sprauta hann, fékk orginal lit í n1 og hann kom svona út einsog á myndum.
fékk mér númerið L11. það þurfti aðeins að ditta að honum t.d. skifta um aftur drifskaft, hjörulið vinstramegin, bremsuslöngur framan, alternator.
Fékk á hann ný gler að aftan af 66 bíl(var með með gleri fyrir bakkljós af yngri bíl), handföng að innan.
Hugmyndin með þennan er að skera úr aftur brettum og......djók ;) neinei ég á 200cu vél sem er búið að eiga aðeins við og langar mér að gera hana upp og setja í hann.

bronco nr. 2 þetta er bronco sem ég er að sameina úr tvem, 1966 0g 1974. ég er búinn að rífa þá tvo í frumeindir og sandblása grind og skar úr öllum boddýfestingum og sauð nýtt og boraði göt,sandblása hásingar og fleira smádót í undirvagni. fékk mér 302 vél með flækjum og gotteríi sem er búið að eiga einhvað við, aftaná henni er 4ja gíra beinskiftur kassi ásamt trukka millikassa. náði mér í gorma, stífur og turna af gömlum rover til að smíða gorma að aftan. keypti allt nýtt í bremsur, 4stk skálar, legur og pakkdósir og í hásingar/9" ford og d44 og gúmmi fyri stífur og nýja samsláttar púða. frammhásing komin undir ásamt stífum og gormum og búinn að stilla afturhásingunni upp með gormum og stífum. undirvagn verður tilbúinn í vor og mótor settur ofaná. boddý fer í sandblástu í sumar og þá tekur undirvinnan við og meiri suðuvinna....boddýið af gula er mjög gott en ég nota líka einhvað af rauða, á líka flastbretti sem ég nota.

ég reikna með að hann verði á 35" dekkjum

endilega kommentið...hér koma myndir, það sést á einni myndinni gulur camaro sem er í minni eigu, 1982, 350 motor

Image

Image

Image

Image



bronco sem ég er að sameina, grindin undan rauða nota ég og boddý og hásingar undan gula verða notaðar

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 14.mar 2011, 10:56
frá jeepson
Þetta er auðvitað bara klassi. Ekkert annað :)

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 14.mar 2011, 12:33
frá elfar94
gullfallegir bílar

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 14.mar 2011, 13:03
frá gaz69m
glæsilegir bílar hjá þér , gaman að sjá eithvað eftir af óbreittum bronco .

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 14.mar 2011, 20:23
frá ellisnorra
Þótt ég hafi aldrei skilið þessa bronco veiki, þá er þetta glæsilegt framtak hjá þér! Flottir bílar (miðað við bronco :) ) og vinnubrögðin virðast vera af betri gerðinni.
Thumbs up!

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 17.mar 2011, 18:13
frá Ásgrímur
Hverning er boddýið af þessum rauða sem þú notar ekki?

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 20.mar 2011, 14:37
frá guðlaugsson
boddýið af þessum rauða er ónýtt, ég ætla samt að bjarga afturbrettunum og henda rest! eina sem ég þarf að gera við gulu skelina er að skipta um fremri hurðastafina báðu megin. svo eru lítil riðgöt hér og þar.

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 21.mar 2011, 00:51
frá Valdi B
sæll, þetta er rosalega flott verkefni hjá þér !

en viltu láta boddy ið af þessum rauða eða jafnvel af þessum brúna hérnaImage

eða jafnvel allan bílin, ég átti 74 bronco sem var ónýtt boddy af , henti boddyinu af honum en á grindina og langar að fara í að gera upp einn svona þegar jeppinn hjá mér fer úr skúrnum ;)

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 21.mar 2011, 08:39
frá JHG
Glæsilegt!

Re: Bronco áhugamaður

Posted: 21.mar 2011, 19:34
frá guðlaugsson
takk! en ja sko... þessi rauði og þessi topplausi og alls lausi er sami bíllinn bara búið að rífa, svo það sé á hreinu :D en þetta boddý er alveg búið, gólfið ónýtt!, fremri helgingur ónýtur(innribretti drullu mixað, kíttað, hnoðað og fl.), sílsar, gluggastykki, toppur...aaaallt ónýtt, gat rifið þetta af með hönundunum...þannig ég held að það sé ekkert vit í því að hirða neitt. þessvegna fékk ég þennan gula...til þess að hirða skelina.

staðan á þessum er á góða leið, vonandi næstu helgi get ég farið í að mæla og smíða allt gorma, spyrnu og skástífu settið að aftan og þá er að klára að mála grindina og setja mótorinn á!....er bara svo mikið að vinna í gera camaroinn klárann á númer að þessi er í smá biðstöðu...allavega um tvær eða þrjár helgar.