Síða 1 af 1

Mengun frá Patta

Posted: 08.mar 2011, 22:01
frá lykill
Sælir hvað er helst að gera þegar gamall Patrol mengar ALLTof mikið til að fá skoðun, Er hægt að setja eitthvert bæti/hreinsi efni í olíuna til að minnka þetta, allavega svona rétt á meðan maður lætur skoða kvikindið.

Re: Mengun frá Patta

Posted: 08.mar 2011, 22:10
frá Óskar - Einfari
nýjasta töfralausnin er víst vetni.... hvort það virkar????

http://mbl.is/frettir/sjonvarp/55853/

svo er náttúrulega spurning hvort það sé búið að hræra eitthvað í olíuverki og/eða túrbínu??

Re: Mengun frá Patta

Posted: 08.mar 2011, 22:13
frá Kalli
Skrúfa niður í olíuverkinu og keira á Steinolíu.

kv. Kalli

Re: Mengun frá Patta

Posted: 08.mar 2011, 22:21
frá JonHrafn
olíumagn, wastegate á turbo, stífluð loftsía? Túrbínan getur verið að leka smurolíu inn í kerfið, ertu að tapa smurolíu? Hvernig er reykurinn á litinn þegar þú stendur hann ?

Re: Mengun frá Patta

Posted: 08.mar 2011, 23:54
frá patrol
sæll kipptu slönguni sem liggur frá túrbinu yfir á oliuverkið úr sambandi ofan á oliuverkinu áður en þú ferð i skoðun og kerðu hann soleðis i skoðun og keirðu hressilega. virkar allavega á minum.

Re: Mengun frá Patta

Posted: 09.mar 2011, 08:38
frá Izan
Sæll

Settu ca líter af smurolíu á fullan tank og farðu á rúntinn. Farðu bara ekki með olíuna á tankanum í skoðun.

Gæti verið að það sé ekki nóg loft miðað við olíuna og ef loftfilterinn er hreinn er spurning hvort einhverntíma hafi verið skrúfað frá olíuverkinu.

Ef þannig er skrúfað frá olíuverkinu skaltu skrúfa það til baka því að of mikil olia eyðileggur vélina nema þú hafir möguleika á aðfylgjast með afgashitanum.

Getur verið að túrbínan sé ekki að skila nægu. Það verður að mæla með boostmæli sem er bara loftþrýstinemi. Original heldur túrbínan ca 6-8 pund en henni er óhætt að fara í 13-14 pund. Kannski væri nóg fyrir þessa skoðun að leggja undir wastegate membruna til að fá aðeins aukningu á túrbínuna.

Kv Jón Garðar

Re: Mengun frá Patta

Posted: 10.mar 2011, 22:39
frá Stebbi
lykill wrote:Sælir hvað er helst að gera þegar gamall Patrol mengar ALLTof mikið til að fá skoðun, Er hægt að setja eitthvert bæti/hreinsi efni í olíuna til að minnka þetta, allavega svona rétt á meðan maður lætur skoða kvikindið.



Miðað við nýjustu fréttir þá er nóg fyrir þig að vera með flösku af Egils kristal í húddinu tengda á rafgeyminn og loftinntakið. Það er vísindamaður uppá höfða sem selur svona vítamínbættan kristal fyrir bíla og hjól. Þeir segja að bíllinn mengin 0 eftir aðgerðina.

Hérna eru væntalegir kaupendur að lofsyngja dásemdina