Toyota Hilux 89 38"


Höfundur þráðar
Fúsi Fjallatrukkur
Innlegg: 8
Skráður: 01.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Sigfús Jónsson
Staðsetning: Borgarfjörður

Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Fúsi Fjallatrukkur » 02.mar 2010, 00:19

Jæja þá er það apparatið mitt.

Í eigu minni ku vera eitt stykki ágætlega búinn Toyota Hilux

Specs

2.8 Daihatsu TDI
ARB læsingar að framan og aftan
4-link að framan og aftan
Gormar að framan, 1200 kg loftpúðar að aftan sem að eru btw allt of stífir fyrir bílinn og verður skipt út sem fyrst
5,29 hlutföll
38" Mudder
2 stimpla loftdæla og kútur, hraðtengi í olíuloki
Ca. 100 lítra auka tankur og dæla sem dælir á milli tanka Tankpláss samtals 150l
3" Púst
Prófíltengi að framan og aftan
Spiltengi sem að vonandi fer að komast í notkun
Xenon aðalljós
Hella gulir kastarar að framan
Bosch gulir kastarar á toppi
4 Hella vinnuljós á pallhúsi
2 Hella bakkljós á pallhúsi
Auka rafkerfi
Garmin gps og pungur
VHF
CB
Gæti vel verið að ég sé að gleyma einhverju.

Bíllinn er í hægri uppgerð sem endar vonandi með glænýju paint jobi og kanski örlítið meiri aukabúnaði og vissulega 100% í lagi með allt. Keypti bílinn í bullandi niðurníðslu að sökum fyrri eiganda sem þó hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi.. en engu munaði að ég hefði drepið mig á leiðinni heim þar sem að stýrismaskínan var við það að detta af festingunum og ekki bætti úr skák að ekki voru neitt sérlega góðar bremsur á bílnum heldur meira svona hægjur. Svo vantaði líka þverstífu að framan. Nú er flest að verða komið í lag nema bremsur sem að ég þarf að láta laga fyrir mig sökum þess að ég stend á gati með sjúkdómsgreiningu og púst. sem ég þarf líka að láta gera við fyrir mig og miðstöð, sem að ég einfaldlega nenni ekki að gera við sjálfur. Þetta endar vonandi allt á besta vegr

Myndir

Á sumardekkjunum og fátt búið að dunda í honum nema að laga stýrismaskínufestingarnar og þverstífuna
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Kominn á vetrardekk í prufutúr uppi á langjökli. Slatta búið að fiffa og laga, t.d. kúplingsþræl, stýrisháls, búið að ganga betur frá snúrum í framkastara og komnir kastarar á toppinn og xenon aðalljós og nýtt grill og nýverkaðar krómfelgur og nýjir drullusokkar ekki má gleyma svo loftlúðrinum sem ég græjaði. Svo var ýmislegt fleira, safnast þegar saman kemur

Image

Image

Image

Image

Image

Svo er nú það. Ég ætla að reyna að taka svolítið af myndum á morgun á meðan að snjórinn heldur sér..




Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Jens Líndal » 02.mar 2010, 01:03

Alltaf góðir þessir japönsku pikkar, en ég verð að fá að tuða yfir einu.
Þú ert ekki að vanda fyrri eiganda kveðjurnar,

" Keypti bílinn í bullandi niðurníðslu að sökum fyrri eiganda sem þó hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi.. en engu munaði að ég hefði drepið mig á leiðinni heim þar sem að stýrismaskínan var við það að detta af festingunum og ekki bætti úr skák að ekki voru neitt sérlega góðar bremsur á bílnum heldur meira svona hægjur. Svo vantaði líka þverstífu að framan. Nú er flest að verða komið í lag nema bremsur sem að ég þarf að láta laga fyrir mig sökum þess að ég stend á gati með sjúkdómsgreiningu og púst. "

Að kaupa bíl í bullandi niðurníðslu er þitt val og skoðunarskylda kaupanda er nokkuð mikil, þannig að þér bar í raun að skoða tækið og prufuaka áður en þú gekkst frá kaupunum og áður en þú brunaðir heim eða uppá fjall. Mér fynnst oft með menn og sérstaklega svona um 20-25 ára aldurinn (án þess að ég viti hve gamall þú ert) oft kenna fyrri eiganda um hitt og þetta en það verður að hafa í huga að oft eru menn búnir að missa áhugann og eru þessvegna að selja eða það er orðið of margt að gera við að þeir nenna því ekki eða hafa ekki kunnáttu til né peninga til að láta lagfæra á verkstæði.
Það þarf oft að vanda til verka þegar keyptur er jeppi og þarf oft að skoða í þaula, ss hvernig hann er breyttur, hvaða ástandi apparatið er , hvort eitthvað sé brotið eða bogið eða bramlað og þessháttar og það á meira við um svona eldri jeppa sem oft hefur örugglega komist í hann krappann, Þannig að bíllinn sem þú verslaðir er einfaldlega í því ástandi sem þú verslar hann og tel ég seljandann ekki eiga meiri sök á því heldur en þú að hafa keyft bílinn af honum.

Góðar stundir.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Þorri » 02.mar 2010, 11:18

þessir bíla voru ekki framleiddir með bremsum heldur hæjum. Þessu er hægt að redda með því að setja höfuðdælu og vacum kút
úr 4runner diesel í þá. Þetta sagði mér maður sem var búinn að eiga svona bíl í mörg ár og líkaði vel.


Höfundur þráðar
Fúsi Fjallatrukkur
Innlegg: 8
Skráður: 01.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Sigfús Jónsson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Fúsi Fjallatrukkur » 10.mar 2010, 11:08

Jens Líndal wrote:Alltaf góðir þessir japönsku pikkar, en ég verð að fá að tuða yfir einu.
Þú ert ekki að vanda fyrri eiganda kveðjurnar,

" Keypti bílinn í bullandi niðurníðslu að sökum fyrri eiganda sem þó hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi.. en engu munaði að ég hefði drepið mig á leiðinni heim þar sem að stýrismaskínan var við það að detta af festingunum og ekki bætti úr skák að ekki voru neitt sérlega góðar bremsur á bílnum heldur meira svona hægjur. Svo vantaði líka þverstífu að framan. Nú er flest að verða komið í lag nema bremsur sem að ég þarf að láta laga fyrir mig sökum þess að ég stend á gati með sjúkdómsgreiningu og púst. "

Að kaupa bíl í bullandi niðurníðslu er þitt val og skoðunarskylda kaupanda er nokkuð mikil, þannig að þér bar í raun að skoða tækið og prufuaka áður en þú gekkst frá kaupunum og áður en þú brunaðir heim eða uppá fjall. Mér fynnst oft með menn og sérstaklega svona um 20-25 ára aldurinn (án þess að ég viti hve gamall þú ert) oft kenna fyrri eiganda um hitt og þetta en það verður að hafa í huga að oft eru menn búnir að missa áhugann og eru þessvegna að selja eða það er orðið of margt að gera við að þeir nenna því ekki eða hafa ekki kunnáttu til né peninga til að láta lagfæra á verkstæði.
Það þarf oft að vanda til verka þegar keyptur er jeppi og þarf oft að skoða í þaula, ss hvernig hann er breyttur, hvaða ástandi apparatið er , hvort eitthvað sé brotið eða bogið eða bramlað og þessháttar og það á meira við um svona eldri jeppa sem oft hefur örugglega komist í hann krappann, Þannig að bíllinn sem þú verslaðir er einfaldlega í því ástandi sem þú verslar hann og tel ég seljandann ekki eiga meiri sök á því heldur en þú að hafa keyft bílinn af honum.

Góðar stundir.


Skal viðurkenna það að ég hefði átt að fara með hann í söluskoðun og að ég hefði ekki átt að taka orð hans gilt bara sisvona. EN. Ég er samt fjúkvondur út í hann. Ég hefði hæglega getað drepist.

Þorri wrote:þessir bíla voru ekki framleiddir með bremsum heldur hæjum. Þessu er hægt að redda með því að setja höfuðdælu og vacum kút
úr 4runner diesel í þá. Þetta sagði mér maður sem var búinn að eiga svona bíl í mörg ár og líkaði vel.


dugar ekki úr 4runner bensín?

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá oggi » 10.mar 2010, 19:32

Jens Líndal wrote:Alltaf góðir þessir japönsku pikkar, en ég verð að fá að tuða yfir einu.
Þú ert ekki að vanda fyrri eiganda kveðjurnar,

" Keypti bílinn í bullandi niðurníðslu að sökum fyrri eiganda sem þó hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi.. en engu munaði að ég hefði drepið mig á leiðinni heim þar sem að stýrismaskínan var við það að detta af festingunum og ekki bætti úr skák að ekki voru neitt sérlega góðar bremsur á bílnum heldur meira svona hægjur. Svo vantaði líka þverstífu að framan. Nú er flest að verða komið í lag nema bremsur sem að ég þarf að láta laga fyrir mig sökum þess að ég stend á gati með sjúkdómsgreiningu og púst. "

Að kaupa bíl í bullandi niðurníðslu er þitt val og skoðunarskylda kaupanda er nokkuð mikil, þannig að þér bar í raun að skoða tækið og prufuaka áður en þú gekkst frá kaupunum og áður en þú brunaðir heim eða uppá fjall. Mér fynnst oft með menn og sérstaklega svona um 20-25 ára aldurinn (án þess að ég viti hve gamall þú ert) oft kenna fyrri eiganda um hitt og þetta en það verður að hafa í huga að oft eru menn búnir að missa áhugann og eru þessvegna að selja eða það er orðið of margt að gera við að þeir nenna því ekki eða hafa ekki kunnáttu til né peninga til að láta lagfæra á verkstæði.
Það þarf oft að vanda til verka þegar keyptur er jeppi og þarf oft að skoða í þaula, ss hvernig hann er breyttur, hvaða ástandi apparatið er , hvort eitthvað sé brotið eða bogið eða bramlað og þessháttar og það á meira við um svona eldri jeppa sem oft hefur örugglega komist í hann krappann, Þannig að bíllinn sem þú verslaðir er einfaldlega í því ástandi sem þú verslar hann og tel ég seljandann ekki eiga meiri sök á því heldur en þú að hafa keyft bílinn af honum.

Góðar stundir.




ef ég er að skilja þatta rétt þá má maður ljúga eins og maður er langur til þegar maður er að selja bíl og ég hélt að maður þurfti að segja frá því sem er að bilnum

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá SiggiHall » 10.mar 2010, 23:17

Ef þú veist ekki að eitthvað sé að, þá geturðu varla sagt frá því, eða hvað?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Kiddi » 10.mar 2010, 23:27

Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér og það er hvernig 1200 kg loftpúðar geta verið of stífir fyrir Hilux.
Er ekki rétt munað hjá mér að þessi 1200 kg sem eru uppgefin eru miðað við hámarksþrýsting í púðanum?
Nú hefði ég haldið að það þyrfti minna loft til að bera uppi svona léttan bíl (ca 500 kg á hvorn púða?) og þar sem þrýstingurinn sem þarf til að halda púðanum í góðri hæð væri minni þá væri púðinn mýkri?
Ef þetta er rétt hugsað hjá mér þá myndi ég frekar halda að dempararnir væru of stífir

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá JonHrafn » 11.mar 2010, 18:54

Fúsi Fjallatrukkur wrote:
Jens Líndal wrote:Alltaf góðir þessir japönsku pikkar, en ég verð að fá að tuða yfir einu.
Þú ert ekki að vanda fyrri eiganda kveðjurnar,

" Keypti bílinn í bullandi niðurníðslu að sökum fyrri eiganda sem þó hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi.. en engu munaði að ég hefði drepið mig á leiðinni heim þar sem að stýrismaskínan var við það að detta af festingunum og ekki bætti úr skák að ekki voru neitt sérlega góðar bremsur á bílnum heldur meira svona hægjur. Svo vantaði líka þverstífu að framan. Nú er flest að verða komið í lag nema bremsur sem að ég þarf að láta laga fyrir mig sökum þess að ég stend á gati með sjúkdómsgreiningu og púst. "

Að kaupa bíl í bullandi niðurníðslu er þitt val og skoðunarskylda kaupanda er nokkuð mikil, þannig að þér bar í raun að skoða tækið og prufuaka áður en þú gekkst frá kaupunum og áður en þú brunaðir heim eða uppá fjall. Mér fynnst oft með menn og sérstaklega svona um 20-25 ára aldurinn (án þess að ég viti hve gamall þú ert) oft kenna fyrri eiganda um hitt og þetta en það verður að hafa í huga að oft eru menn búnir að missa áhugann og eru þessvegna að selja eða það er orðið of margt að gera við að þeir nenna því ekki eða hafa ekki kunnáttu til né peninga til að láta lagfæra á verkstæði.
Það þarf oft að vanda til verka þegar keyptur er jeppi og þarf oft að skoða í þaula, ss hvernig hann er breyttur, hvaða ástandi apparatið er , hvort eitthvað sé brotið eða bogið eða bramlað og þessháttar og það á meira við um svona eldri jeppa sem oft hefur örugglega komist í hann krappann, Þannig að bíllinn sem þú verslaðir er einfaldlega í því ástandi sem þú verslar hann og tel ég seljandann ekki eiga meiri sök á því heldur en þú að hafa keyft bílinn af honum.

Góðar stundir.


Skal viðurkenna það að ég hefði átt að fara með hann í söluskoðun og að ég hefði ekki átt að taka orð hans gilt bara sisvona. EN. Ég er samt fjúkvondur út í hann. Ég hefði hæglega getað drepist.

Þorri wrote:þessir bíla voru ekki framleiddir með bremsum heldur hæjum. Þessu er hægt að redda með því að setja höfuðdælu og vacum kút
úr 4runner diesel í þá. Þetta sagði mér maður sem var búinn að eiga svona bíl í mörg ár og líkaði vel.


dugar ekki úr 4runner bensín?


Var með höfuðdælur úr hilux 2,4 bensín og 4runner v6 bensín, fékk ekki betur séð en þær væru nákvæmlega eins. Lét nú 4runner dæluna í hiluxinn með v6 vélinni en hann bremsar ekki rassgat fyrir því á 38".

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Stebbi » 11.mar 2010, 19:05

Ég veit að það eru helgispjöll að blanda saman tegundum en ef að menn vilja losna við Hilux hægjurnar og fá bremsur þá er handhægt að rífa úr næsta diesel pajero og fá það til að passa. Þar erum við að tala um bremsur sem læsa 38" á þurru malbiki. Ég er búin að eiga nokkra hiluxa og voru þeir allir með jafn ónýtar bremsur og þetta skálabremsudót að aftan á bara ekki rétt á sér í þetta þungum bílum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Fúsi Fjallatrukkur
Innlegg: 8
Skráður: 01.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Sigfús Jónsson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Fúsi Fjallatrukkur » 14.mar 2010, 15:40

SiggiHall wrote:Ef þú veist ekki að eitthvað sé að, þá geturðu varla sagt frá því, eða hvað?


málið var það að hann vissi hvað var að.. hann hefur greinilega soðið stýrismaskínuna í staðinn fyrir að setja bolta vegn a þess að þegar ég hringdi í hann út af því og fleiru þá varð hann voðalega vandræðalegur og skellti á


Höfundur þráðar
Fúsi Fjallatrukkur
Innlegg: 8
Skráður: 01.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Sigfús Jónsson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Fúsi Fjallatrukkur » 14.mar 2010, 20:26

oggi wrote:
Jens Líndal wrote:Alltaf góðir þessir japönsku pikkar, en ég verð að fá að tuða yfir einu.
Þú ert ekki að vanda fyrri eiganda kveðjurnar,

" Keypti bílinn í bullandi niðurníðslu að sökum fyrri eiganda sem þó hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi.. en engu munaði að ég hefði drepið mig á leiðinni heim þar sem að stýrismaskínan var við það að detta af festingunum og ekki bætti úr skák að ekki voru neitt sérlega góðar bremsur á bílnum heldur meira svona hægjur. Svo vantaði líka þverstífu að framan. Nú er flest að verða komið í lag nema bremsur sem að ég þarf að láta laga fyrir mig sökum þess að ég stend á gati með sjúkdómsgreiningu og púst. "

Að kaupa bíl í bullandi niðurníðslu er þitt val og skoðunarskylda kaupanda er nokkuð mikil, þannig að þér bar í raun að skoða tækið og prufuaka áður en þú gekkst frá kaupunum og áður en þú brunaðir heim eða uppá fjall. Mér fynnst oft með menn og sérstaklega svona um 20-25 ára aldurinn (án þess að ég viti hve gamall þú ert) oft kenna fyrri eiganda um hitt og þetta en það verður að hafa í huga að oft eru menn búnir að missa áhugann og eru þessvegna að selja eða það er orðið of margt að gera við að þeir nenna því ekki eða hafa ekki kunnáttu til né peninga til að láta lagfæra á verkstæði.
Það þarf oft að vanda til verka þegar keyptur er jeppi og þarf oft að skoða í þaula, ss hvernig hann er breyttur, hvaða ástandi apparatið er , hvort eitthvað sé brotið eða bogið eða bramlað og þessháttar og það á meira við um svona eldri jeppa sem oft hefur örugglega komist í hann krappann, Þannig að bíllinn sem þú verslaðir er einfaldlega í því ástandi sem þú verslar hann og tel ég seljandann ekki eiga meiri sök á því heldur en þú að hafa keyft bílinn af honum.

Góðar stundir.




ef ég er að skilja þatta rétt þá má maður ljúga eins og maður er langur til þegar maður er að selja bíl og ég hélt að maður þurfti að segja frá því sem er að bilnum


Sammála

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá oggi » 14.mar 2010, 22:54

hef lent í svipuðu máli mjög leiðinlegt að lenda í svona tala nú ekki um ef fyrri eigandi skellir á og svarar svo ekki. En eins og sumir hafa sagt þá á maður að skoða bílinn vel en ég veit ekki hvor menn séu tilbúnir
að leyfa manni að reynsluaka bílanna í viku en það er svona tímin sem tekur að finna og greina öll aukahljóð samkvæmt minn reynslu. Ég hef líka látið ástandskoða bíl sem ég keyfti og nokkrum dögum seinna fór hjólalega sem þeir í skoðunni hefðu átt að finna en svona er þatta maður verður að passa sig rosavel því að bíla bissnes er algjör monkybissnes(",)


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá beygla » 23.apr 2010, 21:00

þegar eg seldi hann var eg ný búin að setja ný hluttföll og allar legur í hásingar þá 4.88 hlutföll þessi drýfur helling ps er samt ekki sá sem seldi honum bílinn :)


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Toyota Hilux 89 38"

Postfrá Valdi B » 11.jan 2012, 05:45

veit að þetta er uppgröftur afsakið það ...

en ég ætlaði að kaupa þennan bíl af þeim sem að kaupir hann af sigurði sem breytti honum minnir mig... og var þetta algjör haugur þá... veit eitthver hvað er að fréttaaf þessum ?

var þessi tekinn eitthvað í gegn ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 103 gestir