Síða 1 af 1

Minn Musso

Posted: 01.feb 2010, 20:07
frá arni87
Er með Musso 1997 árgerð.
Grænn að lit
Beinskiftur
Hjartað er 2,9 TDI með stærri túrbínu og 3" púst.
Hann notar 38" skó.

Loftlæstur að framan og aftan með ARB læsingar,
2 Loftdælur, eina ARB fyrir læsingarnar,
og hin er VIAIR 450 sem blæs í 100 psi og er eingöngu fyrir dekkin.

Í honum er GPS
Icom VHF stöð
einhver CB stöð
NMT sími (sem verður sennilegast fljótlega skift út fyrir föstum GSM)

Kastara grind með 2 tveggja geisla IPF Super rally 2000, með gulu dreifigleri.

Á planinu er að setja:
vinnuljós
Leitarkastara (ískastara)
Bakkljós
Aukatank
Glussaspil
Og eflaust á fleira eftir að koma á listann.

Image

Image
Hérna er han í Súgandafyrði.

Kveðja Árni F

edit: bætti einni mynd við

Re: Minn Musso

Posted: 01.feb 2010, 20:48
frá gislisveri
Fallegur Musso.
Hvernig ætlarðu að fæða glussaspilið? Með stýrisdælunni?

Re: Minn Musso

Posted: 01.feb 2010, 21:06
frá StebbiHö
Mér líst einmitt vel á að setja glussaspil, en ég er með þá hugmynd að setja aðra stýrisdælu, hafa hana á segulkúplingu, er það kanski vitleisa? Finnst eins og það sé nóg fyrir stýrisdæluna að vera með stýrið og tjakkinn, veit að maður er ekki að beygja mikið þega maður er að spila sig upp en einhvernveginn finnst mér að þetta yrði betri lausn. Hvað segja menn um það? Sjálfsagt hafa menn ekki altaf pláss fyrir svona ayukadælu en í mínu tilfelli er nóg pláss.

kv Stefán

Re: Minn Musso

Posted: 01.feb 2010, 21:27
frá arni87
Ég er ekki kominn svo langt, en líklegast verður það auka dæla.
Mín rök fyrir því eru þau að dælan slitnar mun hraðar við að fá spilið inn á sig líka.
En það er bara minn vinkill á þessu máli.

Re: Minn Musso

Posted: 02.feb 2010, 08:50
frá ofursuzuki
Mjög snyrtilegur Musso hjá þér, stórkostulega vanmetnir jeppar að mínu mati. Bróðir minn átti ein svona fyrir nokkru og
seldi hann svo en sér held ég enn eftir honum, það var aldrei neitt vesen á þessum bíl hjá honum.

Í þeim tilvikum sem ég þekki til þá nota menn stýrisdæluna og er þetta þá þannig útbúið að stýrið kúplast út á meðan verið er að nota spilið. Veit ekki til að þetta hafi verið að ganga frá stýrisdælunum en aukadæla er auðvitað ekki vitlaus hugmynd ef menn hafa pláss fyrir hana, það er bara ekki alltaf til staðar og því notamenn stýrisdæluna, það er eins og mig hálf minni að settar hafi verið öflugri dælur en orginal en er ekki viss. Svona glussaspil eru alveg þrælöflug og virðast toga endalaust og gefa mun mýkra áttak en rafmagnsspilin.

Re: Minn Musso

Posted: 02.feb 2010, 13:30
frá gislisveri
Þetta hlýtur að vera mjög sniðugt ef það er sæmilega ódýrt og snyrtilega frágengið. Hins vegar finnst mér meiri skynsemi í því að setja bara öflugri stýrisdælu heldur en að fiffa aukadælu þarna, það veitir hvort eð er ekki af vegna dekkjanna og er ábyggilega einfaldara.

Re: Minn Musso

Posted: 18.mar 2010, 14:39
frá arni87
Þá er komin ný heddpakkning, pústpaakning og soggrinapakning í kaggann og hann mun sprækari.

En þegar heddinu var lift þá kom í ljós að hann var farinn að pústa framhjá bínunni og soggreinin var full af sóti og drullu, var það allt hreinsað í burtu.

En þetta er eðlilegt miðað við árgerð en hann er "97 og keirður 158.000 km.

Re: Minn Musso

Posted: 29.mar 2010, 06:30
frá gto
ofursuzuki wrote:Mjög snyrtilegur Musso hjá þér, stórkostulega vanmetnir jeppar að mínu mati. Bróðir minn átti ein svona fyrir nokkru og
seldi hann svo en sér held ég enn eftir honum, það var aldrei neitt vesen á þessum bíl hjá honum.

Í þeim tilvikum sem ég þekki til þá nota menn stýrisdæluna og er þetta þá þannig útbúið að stýrið kúplast út á meðan verið er að nota spilið. Veit ekki til að þetta hafi verið að ganga frá stýrisdælunum en aukadæla er auðvitað ekki vitlaus hugmynd ef menn hafa pláss fyrir hana, það er bara ekki alltaf til staðar og því notamenn stýrisdæluna, það er eins og mig hálf minni að settar hafi verið öflugri dælur en orginal en er ekki viss. Svona glussaspil eru alveg þrælöflug og virðast toga endalaust og gefa mun mýkra áttak en rafmagnsspilin.

HEYR HEYR Björn Ingi pabbi er ánægður með sinn og þetta eyðir engu sá er á 33" einmitt 1997 árg arb framan og aftan

Re: Minn Musso

Posted: 25.mar 2012, 13:14
frá arni87
Jæja, þá er hann kominn í slæm mál greyið.

Það er komið smá rið á einn stað í grind, aukarafmagnið farið að detta út, einn hlutur í einu.
Svo það sem gerði útslagið með þetta líf hanns er að hann steikti hjólalegu og braut loku á leið í bónus.

En þessi bíll er svipaður ketti og búinn með 2 líf, en á nokkur eftir.

Aðgerðalistinn er því þannig:

Skifta um hjólalegu.
Skifta um hadbremsu.
Skifta um loku.
Fá skoðun.
Vinna eins og vitleisingur í sumar og taka alla auka vinnu sem manni bíðst.
Fá Sér snattara sem eiðir minna en jeppinn.
Gera við gatið í grindinni.
Sandblása grinsina og mála (Verður skoðað vel að fara í það, ekki endanlega ákveðið samt).
Riðbæta boddy (smá rið bakvið brettakanta og í gólfi, ætla í það áður en það verður alvarlegt).
Skoða hásingavæðingu að framan, verður þá Dana 44, og jafnvel með A stífu.
Laga brettakanta.
Nýtt aukarafkerfi.
Bæta við mælum (ERG, Búst, smurþrýstingur/hleðsla)
Smíða aukatank.
Bæta annari loftdælu í húddið.
Sprauta hann, (halda litnum).
Yfirfara vél, búið að bíða með það allt of lengi.
Skifta um sincrome í gírkassa.
Smíða milligír.
Og svo eithvað smotterí í viðbót sem bætist við, eins og gerist alltaf.

Gleymdi, taka nó af myndum og setja inn af þessu öllu.

Re: Minn Musso

Posted: 25.mar 2012, 16:16
frá lc80cruiser1
hvað erum við að tala um í seðlum að þetta kosti

Re: Minn Musso

Posted: 25.mar 2012, 16:44
frá arni87
Allt of mikið :D

Hjólalegurnar sem ég þarf að skifta um eru ca 16þúsund.
Handbremsan er ca 14þúsund.
Lokan kostar 0kr (á sett sem ég ætla að sjóða).
Skoðum er ca 7þúsund
bara þetta er þá í kringum 27þúsund.

Svo verður rest framkvæmd í rólegheitum.

En ég reykna með að frammhásing kosti ca 5-600þúsund undirkomin og klár.
Sprautuvinnan verður um 2-300þúsund.
Brettakantarnir verða vinnuskifti.
grindarvinnan verður í kringum 100þúsund.
aukarafkerfið er um 100þúsund.
Aukatankurinn verður bara efniskostnaðurinn.
Sincrome er um 50þúsund með legum og olíu.
Milligírinn þar er spurning á hvað ég fæ kassa í það og svo vinna við sköft.

Þá er þetta að kosta gróflega áætlað um hálfa til miljón, fer eftir því hvort ég fari í hásingarvæðingu eða ekki.
En þetta eru bara tölur sem ég hef verið að fá hjá mönnum sem hafa verið að vinna í svona vinnu og hún gæti orðið minni eða jafnvel hærri.

Ég réttlæti þessar upphæðir fyrir mig með því að þetta er bíll sem ég ætla að eiga, til lengdar og verð þar með kominn með bíl í flottu standi næstu árin :D

Re: Minn Musso

Posted: 26.jún 2012, 16:36
frá arni87
Fyrir þá sem höfðu samband og spurðu útí kostnaðinn þá eru nokkrir hlutir búnir, en ég tók engar myndir þar.
Þeir eru:
Hjólalegur 18.000 kr
Handbremsa komin í 21.000 kr og um 30.000 kr eftir að bætast við þar.
Lokan sem ég sauð brotnaði líka (orðin þreytt) Keifti nýa í benna á 24.000 kr (1 stk hin er eftir)
Skoðunin kemur á morgun og verður þá 1.300 (endurskoðun)

Svo var kominn víbringur í bæði drifsköft og er afturskaftið í yfirhalningu eins og er,
Þar eru hjöruliðskrossar og vinna??
Svo er frammskaft:
Dragliður 20.000 kr
Krossar ???
Vinna???
Sköftin verða bæði unnin á sama stað og gerð upp saman.

Svo kom í ljós ónýt pakkdós í afturhásingu við hjól og kostaði hún 3.400 kr

Grunnur 4.500 kr (Rauður ætibgunnur).
Lakk átti ég í skúrnum.

Þetta er það sem komið er og þá reyknast þetta :122.200 þúsund

Re: Minn Musso

Posted: 27.jún 2012, 22:48
frá íbbi
þar sem þetta er 97 bíll þá eru allar líkur á því að hann sé non turbo orginal og breytt heima nýjum fyrir bílabúð benna. ég vann við þjónustu við benz í nokkur ár og musso eigendur voru daglegir gestir þar sem bílabúð benna benti þeim sjálf á okkur varðandi varahluti í mótor/skiptingar.

þegar að það kom að turbínu vandræðum, sem þvar hvað algengasti höfuðverkurinn þá fékk ég þau svör frá benna að það hafi aðili tekið af sér þessar breytingar, svo þegar hann hætti þá hvarf mest öll vitneskjan með honum um hvaða breytingar voru framkvæmdar nákvæmlega og var í set-upinu frá honum.

ég sá dáldið af bílum með sömu einkenni og þinn, og vildu menn meina að það væri vegna þess að um aftermarket turbokerfi væri að ræða

Re: Minn Musso

Posted: 28.jún 2012, 11:35
frá Þorri
Þá er komin ný heddpakkning, pústpaakning og soggrinapakning í kaggann og hann mun sprækari.

En þegar heddinu var lift þá kom í ljós að hann var farinn að pústa framhjá bínunni og soggreinin var full af sóti og drullu, var það allt hreinsað í burtu.

En þetta er eðlilegt miðað við árgerð en hann er "97 og keirður 158.000 km.
Minn var keyrður ca 210000 þegar fyrst var kíkt á eitthvað í mótor þá skipti ég um vatnsdælu því það fór að dropa út með henni. Í ca 250000 skipti ég um heddpakkningu hún fór á milli tímakeðju og fyrsta cilinders á nákvæmlega sama hátt og hún fór í bens sprinter hjá félaga mínum.Í hvorugu tilfellinu sá neitt á heddi. Ég er með '96 bíl með aftermarket turbo (SST) hún er búin að vera í bílnum frá því að hann var nýr og það hefur ekkert þurft að eiga við hana. Þessi bíll er búinn að vera það lengi innan fjölskildunnar að ég þekki sögu hans mjög vel. Passaðu bara að taka á heddboltunum eftir svolítin tíma. Mér var sagt að herða þá meira en upp er gefið í endurherslunni lausir heddboltar og þar með lekar heddpakkningar eru algengt vandamál í bens er mér sagt.

Re: Minn Musso

Posted: 28.jún 2012, 19:06
frá arni87
Ég er með bíl sem þeir hjá benna vilja meina að sé orginal turbo bíll, kom í seftember 97.
Meinið við heddpakkninguna sem var í mínum var Kóresk heddpakkning, en þær eru víst þektar fyrir að fara í kringum 150.000 Km.

Ég þakka fyrir þessa ábendingu með heddboltana, og hef það á bakvið eyrun þegar ég fer í mótorinn, hann er á dagskrá hjá mér í þessari aðgerð á djásninu, en það á að oppna vélina eftir að hann dífði tríninu snirtilega í á og tók inn vatn fyrir 2 árum síðan

Image

Re: Minn Musso

Posted: 28.jún 2012, 19:57
frá StefánDal
Þú talar um að hásingarvæða hann að framan og hugsanlega A stífu? Það hef ég aldrei séð að framan. Ertu kannski að tala um að aftan?

Re: Minn Musso

Posted: 28.jún 2012, 20:44
frá arni87
Ég var að spá í A-stífum að framan hjá mér.
Ef ég verð fyrstur í þá aðgerð þá þarf ég að fyna upp hjólið, annas á ég eftir að leita af upplýsingum um svona fjöðrunnarkerfi og fynna hásingu, en ég fer í ekki í þetta fyr en flest annað verður klárt.

Re: Minn Musso

Posted: 28.jún 2012, 22:56
frá Þorri
Hvernig kemur A-stýfunni til með að semja við olíupönnuna? Ég hugsa að hún sé í hættu nema að þú ætlir að hafa bílinn þeim mun hærri. Eða snúa henni þannig að það séu tvær fóðringar á hásingu og ein í grind drif skaftið að framan gæti líka orðið fyrir A-inu. Mér hefur sýnst að radius armar og þverstýfa sé einfaldasta og einna besta formið á framfjöðrun. En það er mitt álit ekki láta það þvælast fyrir þér.

Re: Minn Musso

Posted: 29.jún 2012, 13:19
frá Rellinn
Sæll Árni,

Ég á einn svona ´96 Musso breyttan fyrir 33" Er að velta fyrir mér að fá mér stærri túrbínu. Hvaða túrbínu setturðu í bílinn hjá þér?

Re: Minn Musso

Posted: 29.jún 2012, 18:28
frá arni87
Hann fékk hana áður en ég kaupi hann.

Re: Minn Musso

Posted: 29.jún 2012, 18:36
frá StefánDal
Endilega fræddu okkur meira um A stífu pælingarnar að framan. Er virkilega spenntur að sjá og heyra hvernig þú ætlar að útfæra það.
Er búinn að googla fram og aftur en finn ekkert um þetta á netinu.

Re: Minn Musso

Posted: 04.júl 2012, 08:54
frá arni87
Ég er ekki farinn að plana neitt með stífurnar að framan, en eftir langa og strangar pælingar þá verður líklegast úr endum hásingar í grindarbita, og mun ég líklegast smíða nýan gírkassabita.

Þetta vinnst hægt og rólega hjá mér, ég er að berjast við tectyl eins og er og það kemur eitt og annað mis skemtilegt undan þeyrri drullu.
Svo þessi vinna er alltaf að taka lengri og lengri tíma.

Re: Minn Musso

Posted: 17.aug 2012, 03:56
frá arni87
Hér er pælingin mín með skástífurnar að framan.

Ég veit ekki hvort þetta muni virka eða ekki, svo endilega ef þið hafið eithvað um þetta að segja ekki vera feimin.

Image

Þetta er ekki besta myndin en sýnir mönnum gróflega hugmyndina

Mér sýnist ég þurfi aðeins að breyta olíupönnuni fyrir þetta.

Re: Minn Musso

Posted: 17.aug 2012, 20:41
frá Grímur Gísla
Þetta virkar ekkert. Mjói endinn á A-inu verður að vera á hásingunni og klofið fest við grindina. Klofið væri þá fest fram við stuðara fremst á grindinni.

Re: Minn Musso

Posted: 17.aug 2012, 20:57
frá Þorri
Um leið og framdekkið lendir á einhverju þá bognar stífan. Og hvort yrði drifskaftið fyrir ofan eða neðan stífuna?

Re: Minn Musso

Posted: 20.aug 2012, 07:27
frá arni87
Ég er ekki farinn að spá í skaftinu, en líklegast myndi það lenda fyrir neðan stífu.
Þar sem stífurnar yrðu festar ofaná og var ég búinn að spá í festingum þar eins og í bronco.

En þetta eru bara pælingar eins og er.

Re: Minn Musso

Posted: 08.feb 2013, 20:30
frá arni87
Þá er maður kominn með spil í bílinn.

Spilið er af gerðinni Warn M 8000
Og var í frekar döpru ástandi útlitslega séð (öll málning utan á spilinu laus), og ekki vitað um ástand mótors.
Svo spilið var rifið í sundur og ástandið kannað.
Þá kom i ljós að gírar voru óslittnit, og mótorinn virkaði ekki.
Við nánari skoðun á honum kom í ljós að eitt kol var brotið, en þau voru óslitin.

Hér koma myndir af spilinu fyrir og á meðan það var rifið, svo koma eftir myndir sýðar.

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Minn Musso

Posted: 09.feb 2013, 00:06
frá PalliP
Ef þú ætlar að vera með a stífu setup að framan og enga þverstífu, þá er mikil hætta á jeppaveiki. Þetta er langsótt að þetta virki. En gangi þér vel.

Re: Minn Musso

Posted: 09.feb 2013, 01:01
frá Kiddi
Það er ekki meiningin hjá mér að vera leiðinlegur. En A-stífa að framan gengur ekki upp.
Ástæðan er bara sú að togstöngin í stýrisganginum verður að liggja frá stýrismaskínunni og niður í liðhúsið hægra megin og þá hreyfist togstöngin alltaf til hliðar þegar bíllinn fjaðrar upp og niður.
Þess vegna vill maður hafa þverstífu sem hallar helst jafn mikið, og er jafnlöng og togstöngin. Þá hreyfist hásingin í sama boga og þverstífan og stýrið hreyfist ekkert.
Hins vegar ef maður hefur A-stífu, en ekki þverstífu. Þá hreyfist hásingin alveg lóðrétt en ekki í þessum boga sem þverstífan myndar. Á sama tíma hreyfist stýrisgangurinn í boga og þar af leiðandi mun jeppinn beygja við fjöðrun. 10 mm hliðarhreyfing á framhásingunni gæti alveg skilað sér í því að þú missir stjórn á bílnum og endir út í skurð.
Ég myndi samt ekkert vera að pæla í framhásingu. Finnur þú fyrir því að þú drífir minna en aðrir? Ertu að lenda í bilunum í framhjólabúnaði sem hásing myndi leysa (hjólalegur bila líka í framhásingum)... bara pæling...

Re: Minn Musso

Posted: 09.feb 2013, 04:08
frá jeepcj7
Er ekki bara málið að ef menn setja A stífu að framan að nota með því hrútshorn það virðist smellvirka með blaðfjöðrum sem eru ekki með mikla hliðarhreifingu td.eins og í hilux hásingabílum eða gömlum blazer.Bara passa að styrkja grindina þetta er talsvert öðruvísi álag frá þessháttar uppsetningu,endilega prufa eiithvað sem er öðruvísi.

Re: Minn Musso

Posted: 10.feb 2013, 20:46
frá arni87
Ég er ekki enn kominn neitt lengra en pælingar í frammhásingunni.

En ég mun setja Dana 44 að framan, þar sem klafarnir eru frábærir á malbikinu,
en í krapa og þungu færi þá pakkast á milli þeirra, og þeir festast (hætta að fjaðra).

En ég er búinn að vera að skoða pirates4x4.no og þar var einn að setja framm stífurnar ská inn á hásinguna að framan, ekki í A en þær halla inn á hásinguna og segir hann að það virki mjög vel.
Annas eins og ég segi þá er ég að skoða þetta og þakka allar athugasemdir, góðar eða "slæmar.
Það er það sem maður skoðar þegar kemur að endanlegum teikningum og smíði.

Re: Minn Musso

Posted: 19.des 2013, 17:14
frá arni87
Þá er hellingur búinn að gerast síðan síðast.

Það búið að púsla spilinu saman og vantar bara fjarstýringu, þar sem það var fasttengt í rofa inni í bíl hjá fyrri eiganda.
Og svo smíða vöggu undyr spilið.

Svo fékk hann leiðinlega miðann Notkun bönnuð í síðustu skoðun.
En það var brotin efri spyrnan Vinstra megin við fóðringu, það versta við það var að það var ekkert að heyra eða fynna að neitt væri að bílnum. Kem fljótlega með mynd af gömlu spyrnunni.

Svo fékk ég framm bremsur úr Musso sport og setti í hann og er það mun betra, allt skrölt hætt.

Það koma inn myndir um eða eftir helgi af spilinu og spyrnunni.

Svo verður farið í það um jólin að koma skóflunum utan á bílinn og fleira smotterí, manni má ekki leyðast yfir jólin.

Re: Minn Musso

Posted: 27.jan 2014, 22:48
frá arni87
Nú er maður farinn að spá í að prufa að skrúfa 44" undyr.
Og þá fór ég að hugsa út í frammdrifið.
Það er bara Dana 30 og klafar undir þessum bíl að framan, ættli það þoli 44" dekkin?
Eða kem ég kanski heim með brotið frammdrif?

Re: Minn Musso

Posted: 23.mar 2014, 14:00
frá Robert
Sæll,

Hvaða drfhlutföll eru í honum og hvernig eru þau að virka á 38"?

Kv.Róbert

Re: Minn Musso

Posted: 24.mar 2014, 20:11
frá arni87
Það er 1:4,88 í honum.
Þannig er 1 gír í háa svipaður og 3 í láa, og 1 og 2 gír í láa svipaður og lógír.

Og þau eru að svínvirka með 38" dekkjum.