Litla Navörugreyið
Posted: 28.okt 2024, 21:53
Núna nýverið eignaðist ég Navöru. Hugmyndin var alltaf að finna D40 navöru annaðhvort með framenda úr titan bílnum eða þá swappa sjálfur, en þar sem ég ákvað að halda bílnum í krónuflokknum virtist það ekki vera í boði nema þá að að fá eitthvað sem var búið að keira hringinn í kringum hnöttin 20 sinnum, eða þá svo haugryðgaða að það lá við að bíllinn héngi saman á lakkinu og þrjóskunni einni saman.
úr því var þessi "stiku fallegi" D22 bíll sem hafði verið 35" breytt af óþekktum einstaklingi einhverntíman á síðustu 19 árum.
Ef einhver þekkir til sögu þessa bíls, þá má endilega deila með mér öllu sem hefur verið gert, þetta er bíll sem er upprunalega úr hinum fallega eyjafirði, en hefur haft þá ólukku í að lenda hérna í sandpæklinum fyrir nokkrum árum síðan.
Eins og ég kom að hérna áðan þá lýtur hann þokkalega út af utan ef þú stendur í stiku fjarlægð. Seljandinn er eflaust ánægður með það að ég hafi samþykkt að skoða hann í skammdeginu.
Vél gengur þokkanlega þrátt fyrir kraftleysi og það var víst búið að skipta um stanga og höfuðlegur, og þ.a.l. fyrirbyggja þetta leiðinda mál með þessar YD25 vélar sem áttu til að losa stangaboltana.
búið var að skipta út headunitinu úr kasettu spilaranum yfir í eitthvað annað nýtískulegra sem reyndar passaði engann veginn í brakkettið og hékk fronturinn því eitthvað asnalega á þessu. fronturinn var tekin af og þá leyndist fyrir aftan þessi fíni spennumælir. veit varla hvaða gagni hann hefur átt að gegna svona falinn bakvið innréttinguna. síðan neðst á frontinn var búið að mixa lítinn aignep loftloka, bíllinn er hvorki með loftlæsingar, loft pressu né úrhleypingarbúnað... þarf líklega að leggjast í það að fara að rekja þetta dæmi, það er þó allavegana búið að leggja 8mm loftrör uppí mælaborð ef til kemur að setja úrhleypibúnað í framtíðinni (þ.e.a.s ef þetta rör liggur frammí húdd eða aftur í skúffu)
Það eru svosem engin stór breytingar plön fyrir þennan bíl í augnablikinu,aðalega bara laga það sem hefur slappast niður. reikna með að halda honum á 35" fyrst um sinn.
úr því var þessi "stiku fallegi" D22 bíll sem hafði verið 35" breytt af óþekktum einstaklingi einhverntíman á síðustu 19 árum.
Ef einhver þekkir til sögu þessa bíls, þá má endilega deila með mér öllu sem hefur verið gert, þetta er bíll sem er upprunalega úr hinum fallega eyjafirði, en hefur haft þá ólukku í að lenda hérna í sandpæklinum fyrir nokkrum árum síðan.
Eins og ég kom að hérna áðan þá lýtur hann þokkalega út af utan ef þú stendur í stiku fjarlægð. Seljandinn er eflaust ánægður með það að ég hafi samþykkt að skoða hann í skammdeginu.
Vél gengur þokkanlega þrátt fyrir kraftleysi og það var víst búið að skipta um stanga og höfuðlegur, og þ.a.l. fyrirbyggja þetta leiðinda mál með þessar YD25 vélar sem áttu til að losa stangaboltana.
búið var að skipta út headunitinu úr kasettu spilaranum yfir í eitthvað annað nýtískulegra sem reyndar passaði engann veginn í brakkettið og hékk fronturinn því eitthvað asnalega á þessu. fronturinn var tekin af og þá leyndist fyrir aftan þessi fíni spennumælir. veit varla hvaða gagni hann hefur átt að gegna svona falinn bakvið innréttinguna. síðan neðst á frontinn var búið að mixa lítinn aignep loftloka, bíllinn er hvorki með loftlæsingar, loft pressu né úrhleypingarbúnað... þarf líklega að leggjast í það að fara að rekja þetta dæmi, það er þó allavegana búið að leggja 8mm loftrör uppí mælaborð ef til kemur að setja úrhleypibúnað í framtíðinni (þ.e.a.s ef þetta rör liggur frammí húdd eða aftur í skúffu)
Það eru svosem engin stór breytingar plön fyrir þennan bíl í augnablikinu,aðalega bara laga það sem hefur slappast niður. reikna með að halda honum á 35" fyrst um sinn.