Overlander Súkka eða Landrover eða annað...


Höfundur þráðar
Toti2282
Innlegg: 3
Skráður: 19.jún 2024, 14:20
Fullt nafn: Þórarinn Þórarinsson
Bíltegund: N/A

Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá Toti2282 » 19.jún 2024, 14:31

Daginn,,,

Langar að koma mér upp svokölluðum Overlander til að þvælast um hálendið og þess háttar, líklega að mestu að sumri/hausti.
Ég er að velta fyrir mér hvort sé betra að nota í það t.d. lítið keyrðan Vitara 2015-ish eða fara í eitthvað stærra, þyngra og líklega dýrara eing og LandCruiser, LandRover etc.......

Ég bý að mikly leyti erlendis og nenni ekki að vera í verkstæðisveseni í hvert skipti sem ég kem heim, en vil líka geta komist svo gott sem hvert sem er þegar mér dettur það í hug, þarf ekki að komast upp á jökul samt...

P.s. ég var á Isuzu D-Max 2014 sem ég breytti lítillega og komst svosem allt sem ég þurfti en hann var ægilega hastur á löngum leiðum og eiginlega hættulegur ef ég lenti á þvottabretti.... þannig að búinn að prufa það...

Einhverjar hugmyndir?
DoddiUser avatar

jongud
Innlegg: 2647
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá jongud » 19.jún 2024, 14:57

Maður þyrfti eiginlega aðeins meiri upplýsingar til að svara almennilega.

Ertu einn á ferð eða með einhverja farþega?
Hvað er veskið þitt djúpt?
Ertu með mikinn farangur meðferðis?


Höfundur þráðar
Toti2282
Innlegg: 3
Skráður: 19.jún 2024, 14:20
Fullt nafn: Þórarinn Þórarinsson
Bíltegund: N/A

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá Toti2282 » 19.jún 2024, 15:29

Sæll

Líklegast yfirleitt 1 eða 2 í bílnum, stundum 3-4 eða gott að hafa möguleika á því allavega.
Farangur líklega ekki mikill, myndi líklegast splæsa í toppgrind.

Hef verið að gæla við 1M-1.5M fyrir bílinn sjálfan áður en ég geri nokkuð við hann.

User avatar

jongud
Innlegg: 2647
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá jongud » 19.jún 2024, 17:13

Fyrir 1,5 millu er hægt að fá nothæfan Land Cruiser 90 eða 150, að vísu töluvert ekið eintak, en kramið í þessum kvikindum endist lengi.
Það er hægt að útbúa þá þannig að tveir geti sofið í honum ef viðkomandi eru ekki þeim mun lengri í annan endann.
31 tommu dekk passa beint undir og 33 tommu með skóhorni.
Þetta eru skemmtileg kvikindi til að keyra og fara vel með mann.
Toppgrind er lítið mál, og hægt að draga kerru/tjaldvagn/fellihýsi ef margir eru í ferð.


Höfundur þráðar
Toti2282
Innlegg: 3
Skráður: 19.jún 2024, 14:20
Fullt nafn: Þórarinn Þórarinsson
Bíltegund: N/A

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá Toti2282 » 20.jún 2024, 13:41

Þakka fyrir þetta, hef verið að kíkja á þessa 90 bíla þegar þeir detta inn, kostur að 90 bíllinn er dottinn í fornbílaflokk... hef augun opin.
Hvernig eru annars Bensín Cruiserar að koma út eða t.d. Pajero 3.2 dísel.

User avatar

muggur
Innlegg: 357
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá muggur » 20.jún 2024, 14:51

Alltaf spurning hvað þú vilt setja í þetta. Varðandi gamla jeppa í fornbílaflokki þá er það ryð sem þarf að hafa áhyggjur af. Sérstaklega grind, sílsar, innri bretti, hvalbakur og gólf. Ef þú finnur heillegan bíl þá myndi ég skoða sérstaklega pajero 1990-2000. Notaði svoleiðis sem overlander lengi á 33-35 tommu dekkjum en svo endaði hann á 42 tommu. Pajero er yfirleitt mun ódýrari en toyota og ekki síðri. En annars er þetta svo sem allt ágætt svo framarlega sem þessu hefur verið vel við haldið.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

smaris
Innlegg: 233
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá smaris » 23.jún 2024, 08:55

Land Cruiser 100 eru frábærir ferðabilar. Vökvafjörðunin étur vonda vegi og svo mæli ég með að þú finnir þér gott eintak af bensínbíl. Þá ertu kominn með traustann og vesensfrían bíl. Vandamálið er bara að finna bíl sem er ekki mikið ryðgaður.

Kv. Smári.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1229
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá StefánDal » 26.jún 2024, 10:50

Ef þú nennir (og hefur kunnáttu og rökhugsun) að setja þig inn í hvernig á að halda Isuzu Trooper gangandi, þá færðu ekki betri bíl fyrir peninginn.
Sterkbyggðir og rúmgóðir bílar. Auðvelt að útbúa 190x130cm svefnpláss afturí og fara vel með mann á slóðum.
Eyða mjög litlu. Ég er að mæla 33” bíl undir 10 lítra á 100km í langkeyrslu.
Einnig eru þeir margir orðnir 25 ára og lausir við bifreiðagjöld. Eru ekki eins ryðsæknir og aðrir japanar.
En þeir eru ekki allra og ég skil það alveg. En það hefur hinsvegar einnig þau áhrif að verðið er algjörlega í lágmarki.


Elvar Turbo
Innlegg: 42
Skráður: 06.júl 2013, 19:28
Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
Bíltegund: Chevrolet Camaro

Re: Overlander Súkka eða Landrover eða annað...

Postfrá Elvar Turbo » 20.júl 2024, 09:47

Ég er á 2001 35" rooper er alveg hæstángæður með hann, er með 3.1 úr crew cab og hefur ekkert klikkað
Þeir ryðga merkilega lítið, grind og boddy er alveg í toppstandi


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur