Súkkan mín

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Súkkan mín

Postfrá sonur » 17.nóv 2013, 15:23

Þetta er orðið flottur jeppi :D


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2768
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Súkkan mín

Postfrá elliofur » 17.nóv 2013, 17:03

Þetta er mjög flott verkefni og verður örugglega fjandi seigur á fjöllum. Þú dregur mig upp einhvenrtíman seinna ;)

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 19.nóv 2013, 18:37

Búinn að setja breskan stýrisdempara í bílinn alveg ótrúlega stífann og flottan, fékk hann frá BSA eins og árni sagði á rétt yfir 5000, flott verð það

jeppaveikin er alveg hvorfin held ég, það er einhver örlítill skjálfti í kringum 70 en ég held að það sé frekar vegna þess að dekkin eru algjörlega óballanseruð

Búinn að keyra eitthverja 50km og líkar vel, held þó að ég neyðist til að laga hallann á aftur skaftinu áður en farið verður í langferð og þá sömuleiðis þarf ég að setja tvöfaldan hjörlið uppi við kassa
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Súkkan mín

Postfrá SævarM » 19.nóv 2013, 20:24

ekki varstu að kvarta undan jeppaveiki og ekki búin að balancera dekkinn...
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 20.nóv 2013, 08:00

Ég þekki muninn á slátti í dekkjum og slátt í stýrisbúnaði, slátturinn í stýrisbúnaði er núna hættur.

Það er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Súkkan mín

Postfrá Kiddi » 20.nóv 2013, 11:07

Átta mig ekki alveg á því hvernig það er hægt að aðskilja þetta tvennt.
Ég skil þetta þannig að sveiflur (titringur) í stýri eiga sér upphaf í dekkjunum og leiða þaðan upp í stýrisgang sem getur magnað sveiflurnar með svignun í öllum búnaðinum. Þú losnaðir við titringinn með því að setja dempara á stýrisganginn en sveiflurnar eiga sér samt upphaf í dekkjunum og þess vegna hefði nú kannski ekkert verið vitlaust að reyna hvort þetta myndi ekki hverfa við það að ballansera dekkin. Svosem alltaf gott að hafa stýrisdempara en ég átta mig bara ekki á þessum rökum?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 20.nóv 2013, 11:58

Rökin eru þau að ég hef keyrt þennan bíl áður með ballanseruðum dekkjum og þá var vandamálið samt sem áður til staðar, nú hefur það snarminnkað eða nánast horfið og eftir stendur örlítið hopp í dekkjunum sem vissulega hefur ýtt undir jeppaveikina en ballansering ein og sér hefði ekki eytt vandamálinu.

Ég er kannski ekki að forgangsraða rétt svona samkvæmt formúlu á blaði en ég tel mig vita vel hvað ég er að gera og vissi því vel að þetta þyrfti að gera hvort sem ég byrjaði á að ballansera dekkin eða setja demparann.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Súkkan mín

Postfrá SævarM » 20.nóv 2013, 11:59

Hvernig útskýrirðu þá jeppaveiki sem hverfur ef skipt er um dekk og sett minni undir..
þetta á alltaf upptök í sveiflum á dekkjunum. T.d getur þetta verið verst þegar dekk hafa staðið lengi hreyfingalaus og eru orðin pínu "ferkönntuð"

Það þarf alltaf að balansera dekkin áður enn þetta er marktækt. Og sérstaklega ef þetta eru notuð dekk.
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 20.nóv 2013, 12:20

Ég tel frekar að jeppaveikin í mínum bíl eigi sér upphafið í hönnunargalla í stýrisbúnaðinum sem er engum nema mér að kenna, allavega stekkur stýrið alveg jafn mikið á 30" 35" og 38", bæði 30 og 35" voru fullkomlega ballanseruð og létu vel undir öðrum bílum.

Málið er að hallinn á togstönginni og panhard stífunni er glannalega mikill og ég tel að það geti verið að orsaka þá miklu jeppaveiki sem finnst í súkkunni minni. Vegna þess að þegar bíllinn fjaðrar örlítið upp og niður þá færist hásingin talsvert til hliðanna, og auk þess er hallinn á togstöng og panhard ekki alveg sá sami og því beygir bíllinn örlítið á sama tíma.

Ég er sammála því að sveiflan kemur frá dekkjunum en það er spurning hvor kraftanna er drífandi, þ.e. sá sem myndar sveifluna. Hoppið í dekkjunum getur líka verið þessi drífandi kraftur, og var það sjálfsagt að einhverju leiti hjá mér líka, hinsvegar afsannaði ég það að það væri aðalsökudólgurinn með því að keyra bílinn á öðrum dekkjum og samt var jeppaveikin rosaleg.

Í mínu tilviki vil ég meina að drífandi krafturinn sé höggið sem kemur þegar bíllinn fjaðrar, þá hoppa dekkin örlítið en svo eykst sveiflan alltaf og eykst þar til ekki er lengur við ráðið og eina lausnin er að hamra á bremsuna.

Kenningu mína sanna ég helst á því að ef ég keyri bílinn á þurru malbiki án stýrisdempara þá lætur hann eins og anskotinn og hoppar hægri og vinstri alltaf meira og meira þar til stoppað er.

Svo keyri ég hann með dempara á þurru malbiki og það eina sem ég finn er hopp í dekkjunum en stýrið er nánast stopp

Svo keyri ég hann aftur án stýrisdempara á hálku og þá er það eins og þegar hann var með dempara á þurru, það eina sem finnst er hoppið í dekkjunum

Þannig tel ég mig geta þekkt muninn á hoppi í dekkjum og sveiflum í stýrisgang

Auðvitað skil ég vel að menn séu hneykslaðir á mér að gera þetta svona en það er alls ekki þannig að ég ætli ekki að ballansera dekkin undir bílnum, eingöngu var ég að bíða með það þar til minna yrði að gera á dekkjaverkstæðum því undanfarið hafa allstaðar verið raðir út á götur þegar allir eru að fara á vetrardekkin sín.


Vonandi kem ég þessu frá mér, allavega tel ég mig sannfærðan um að ég sé ekki að bulla einhverja tóma þvælu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 20.nóv 2013, 12:23

og til að fyrirbyggja misskilning þá geri ég mér fullkomlega grein fyrir því að með því að setja stýrisdemparann var ég eingöngu að dempa (FELA) vandamálið en ekki að laga það.


Til að laga jeppaveikina fullkomlega myndi ég byrja á því að lagfæra hallann á togstöng og panhard armi og setja almennilegar fóðringar í arminn.

Þessi lausn með stýrisdemparann verður samt vonandi til þess að ég geti jeppast eitthvað á bílnum í vetur og haft áhyggjur af stýrisenduskoðun næsta sumar.

mk. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Súkkan mín

Postfrá Stebbi » 20.nóv 2013, 19:06

Er ekki líka hluti af vandamálinu þessi hilux hásing. Hef átt tvo hiluxa sem ég prufaði án stýrisdempara og þeir létu báðir eins og þú lýstir, alveg eins og andskotinn sjálfur væri að djöflast á stýrinu í kringum 70 og ekkert annað í stöðuni en að stoppa bílinnl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 21.nóv 2013, 21:09

jæja strákar nú er ég í fjöðrunarhugleiðingum fyrir afturhásinguna, langar að bæta aðeins ur málum þar.

þetta er viðmiðið

Image

Er algjör óþarfi að nota þverstífu þegar svona búnaður er hafður? Hver þyrfti gráðan minnst að vera á stífunum m.v. grind til að koma í veg fyrir að hásingin gangi til hliðanna?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1056
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá gislisveri » 21.nóv 2013, 21:18

Það er óþarfi að nota þverstífu, þú getur líka látið neðri stífurnar vera samsíða grind eða hvernig sem þú vilt, nóg að hafa horn á efra stífusettinu (eða öfugt).
Ég er nú enginn verkfræðingur, en þónokkur besservisser. Ég myndi telja nóg að hafa 30°horn á milli efri stífanna ef þær neðri eru samsíða. Gleiðara horn er þó betra, en ef þær eiga að festast innan á grindina, þá er það takmarkandi faktor, gleiðara horn=styttri stífur.
Þú getur líka látið duga að hafa eina góða fóðringu ofan á drifkúlunni, eða ,,stýrisenda" eins og þú þekkir úr orginalbúnaðinum. Líklega myndi maður þó svera það eitthvað upp m.v. orginal Suzuki.

Súkkukveðja,
Gísli.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 21.nóv 2013, 23:13

já ég hugsa að ég fari að sanka að mér smíðaefni í þetta og láti svo vaða eftir fyrstu ferð i januar og rippi þessu af í snöggheitum, skipti þá afturgormunum út fyrir lödu gorma sem ég á
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Súkkan mín

Postfrá Maggi » 22.nóv 2013, 00:03

Ég myndi hafa sem mest horn á þessum stífum. Sérstaklega ef þú ætlar að nota venjulegar fóðringar í þetta.
Wrangler Scrambler

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 22.nóv 2013, 07:50

Hvernig fóðringar væri annars æskilegt að nota, eða kannski rótenda?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Súkkan mín

Postfrá Maggi » 22.nóv 2013, 10:07

Getur notað rótenda eða eina fóðringu sem leyfir víxlhreifinguna á hásingunni. Einhverjir hafa notað fórðringu ættaða úr framstífu á Land Cruiser 80. fóðringuna sem upp við grind.
Wrangler Scrambler


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Súkkan mín

Postfrá villi58 » 22.nóv 2013, 10:21

Hvað mundi kosta í þetta ef þú verslar enda ofaná drifkúluna í BSA, ég held að Land rover útbúnaðurinn sé fínn og mundi henta þínum bíl vel.

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Súkkan mín

Postfrá Eiður » 22.nóv 2013, 12:24

Það er hægt að finna endalaust um þetta á amerískum spjallsvæðum, en ég myndi hafa horn á neðri stífunum líka svo að hann þurfi ekki að snúa uppá fóðringar í víxlfjöðrun. en á móti kemur að hann verður sennilega meira svagur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 22.nóv 2013, 12:33

Gormarnir að framan eru alveg út við dekk svo ég held að hann haldist þokkalega stöðugur, þar er líka mesta þyngdin.

Þetta verður áhugavert og ég ætla að teikna þetta upp í jólafríinu og fara svo í þetta í jan-feb
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 03.des 2013, 01:14

Ekki margt að frétta, er að vinna í að lækka hann aðeins niður þessa dagana, pillerí eins og að koma mælum fyrir og laptop og gps og svona, þarf að finna stað fyrir fini dælu og helst einhvern nettan kút

Image

fékk þetta snyrtilega mælaborð í bílanaust á 4000kr
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 04.des 2013, 16:31

Kominn í hæð sem ég er sáttur við, er samt ekki nógu sáttur við hallann á stífunum að framan, þarf að fá mér lengri stífur og smíða vasana upp á nýtt, síðari

Eins þarf að færa gormasæti á betri stað að framan við grind, við fulla samanfjöðrun passa gormasæti grindar og hásingar ekki nógu vel saman, hluti orsakarinnar er vegna þess hve stuttar stífurnar eru


Image

Image

Image

þarf að enduskoða samslátt að aftan og stöðu gormanna að framan,

Svo þarf sem fyrst að huga að fjöðrunar línkum að aftan því undir álagi veltur hásingin dálítið

Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Súkkan mín

Postfrá StefánDal » 04.des 2013, 20:22

Afhverju halla framhjólin svona?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 04.des 2013, 20:30

Hallinn á framhjólunum er +0'04° v/m og +0'02° h/m sem er óvenju gott miðað við margar hilux hásingar sem ég hef hjólastöðumælt :)

ef þú ert að tala um á videoinu þá ýtti ég óvart á eitthvað stabilize video og þá varð þetta svona sjóaralegt allt saman
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 08.des 2013, 23:32

Skrapp í gærkvöldi á gæðingnum upp á úlfarsfell, hann er heldur lág gíraður svona á 5.71:1 ennþá en ég ætla að brjóta þau áður en ég skipti hugsa ég.

Veit ekki hvað vélin snýst á 100 en það er slatti, fyrsti í lága drifinu er skemmtilega lágur og togið í vélinni hjálpar einnig mikið

Dekkin fletjast vel út í snjó og átti ekki erfitt með að fljóta vel á frostsnjónum sem var enn í gærkvöldi á 5psiHinsvegar er stórt vandamál ég þarf að slita kassann úr í þriðja sinn og sjá hvað er að leka frammúr kassanum það kemur olía í kúplingshúsið líklega með þéttingu á millistykkinu ekki gaman það en spennandi að sjá hvað hægt er að gera...

Svo er ég ekki nógu sáttur við hvæsið sem heyrist í turbínunni gegnum svepp loftsíuna og langar því að reyna að koma upprunalega loftsíuboxinu einhversstaðar fyrir, eða öðru nettara boxi með álíka hljóðeinangrun, einhverjar tillögur?

er samt búinn að fá að keyra kaggan tæpa 200 km og brosti mest allan tímann... :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Súkkan mín

Postfrá sonur » 09.des 2013, 10:57

Bara flott hjá þér!!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 12.des 2013, 01:05

Jæja smá update kippti kassanum úr í fyrradag, var kominn uppá borð fyrir hádegi og í sundur ákvað að skipta um burðarlegurnar í honum í leiðinni nú er ekki til hljóð í honum og lekinn alveg hættur, setti fljótandi pakkningalím með öllum samskeytum og það virðist hafa dugað auk þess sem fremsta efri burðalegan er með innbyggðri pakkdós

kíkti svo í gær á úlfarsfell og fann nokkra griplausa skafla prófaði dekkin á 4 psi bældust mjög vel kom mjög á óvart og drifgetan rosaleg sérstaklega með svona lágan fyrsta gír

flýtur með miklum ágætum líka svona í fyrstu prufu, athygli skal vakin er eingöngu búinn að aka um 400 km frá því hann fór á númer

Image

Image

nú er ég að verða fjandi sáttur með kaggan og verkefnalistinn orðinn stuttur, þá ber hæst fjöðrunarmál að aftan
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Súkkan mín

Postfrá Svenni30 » 12.des 2013, 01:12

Ferlega flott hjá þér Sævar, vel gert og gaman að skoða þenna þráð
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 22.des 2013, 15:04

Image

nýþrifinn og fínn

Image

loksins næ ég að lyfta honum þannig hann snúi rétt á lyftunni Þarf að stytta sundurslagið að framan gormarnir losna úr sætunum

Image

hér eru verk fyrir höndum

Image

Triangulated four link (sjá google) verður smíðað þarna undir
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Súkkan mín

Postfrá StefánDal » 22.des 2013, 16:53

Þetta verður flott hjá þér. Farðu nú samt að gluða lakki á þessa nýsmíði í bílnum :)

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 22.des 2013, 16:58

hæbb það verður allt hreinsað af afturhásingunni og smíðað á nýtt,

gormaskálar að framan verða líka smíðaðar upp á nýtt, þetta er allt og sumt sem eftir stendur ryðgað og ómálað, nema sílsarnir :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

joisnaer
Innlegg: 478
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Súkkan mín

Postfrá joisnaer » 22.des 2013, 22:52

er þetta A stýfa úr land rover sem þú ert með þarna?
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Súkkan mín

Postfrá Játi » 22.des 2013, 23:44

það er aldeilis vinnan sem er búin að fara í þennan, enda vita allir að það er betra að smíða oft heldur en vel :P
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 23.des 2013, 13:11

Sæll jóhann nei þetta er upprunalega vitara A stífan

hún er alltof stutt í svona verkefni eins og sést á þessum vígamiklu lengingum ofaná hásingunni til að stiga á móti
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 23.des 2013, 13:12

Játi wrote:það er aldeilis vinnan sem er búin að fara í þennan, enda vita allir að það er betra að smíða oft heldur en vel :Pþað er nú þannig með mig líka að mér þykir álíka gaman að smíða og pæla eins og að keyra og ferðast, þó það eigi sjálfsagt eftir að eldast af mér

það er ekkert lítið sem ég er búinn að læra á þessu, þá aðallega hvað á ekki að gera ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 29.des 2013, 10:07

ákváðum í flýti að skreppa á langjökul nokkrir ungir félagar

Image

Image

Bilun nr. 1 allt of fá volt á bílnum, seinna kom í ljós að það var mælirinn sem var að sýna rangt gildi, við ákváðum að keyra bara þar til hann myndi drepa á sér en svo gerði hann það bara ekkert

Image

Image

Gott skyggni en á köflum þungfært í púðurfoki með þunnri skel upp frá Jaka

Image

Hér eru voltin orðin færri en 8

Image

Með þrjósku og þolinmæði komumst við áfram upp, á þessum tímapunkti sannfærðist ég um það sem mig grunaði varðandi dekkin undir súkkunni, þau eru of hörð no surprise, í þessu færi kom þó að gagni hvað þau grípa vel en broddarnir á þeim brutu sig auðveldlega gegnum þunnu skelina meðan þyngri bílar á mýkri dekkjum flutu vel ofan á

Image

Image

Verið að fylla dekkin af fjalla lofti

Image

Eftir umþb. 180 km voru 36 lítrarnir á aðaltanknum búnir, ég læt það nú vera miðað við tímann sem við vorum á leiðinni eða frá uþb. 9.30 um morguninn og til að verða 5 seinnipartinn, við komum í reykjavík kl 7.

Mér reiknast því að eyðslan hafi verið uþb. 20 lítrar per 100km eða ca. 5 lt per klst
Niðurstaða ferðarinnar og bilanalisti

Voltmælir bilaður sýnir röng gildi
Demparafesting að framan slitin(skrifast á fúsk og lélegan frágang af minni hálfu)
Bremsur að aftan (útílega)
Læsing í afturdrifi stendur á sér
Fjöðrun að aftan óþægileg(áður vitað mál, dekk rekast óþarflega mikið í yfirbyggingu)
Drifhlutföll (snúningshraði á þjóðvegaakstri er allt of hár)

Að öðru er ég bara mjög sáttur með bílinn, vél og drifrás voru í fullkomnu lagi alla leið og vélin slóg aldrei fret, og mér tókst aldrei að kæfa á henni í hjakkinu upp jökulinn, í slíku færi var startarinn á 1600 bensínvélinni sveittur allan tímann og kúplingin sömuleiðis

Þannig ég er bara áfram bjartsýnn :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Súkkan mín

Postfrá Hfsd037 » 29.des 2013, 15:03

Ánægður með þig, manni langar svo agalega að hella sér í Hiluxinn þegar maður sér þessar myndir hjá þér, maður týmir því varla á meðan veturinn stendur yfir hehe :)

Þið virðist hafa hafa lent á flottu færi, hefurðu eitthvað pælt í því að prufa AT eða Mudder?
Síðast breytt af Hfsd037 þann 29.des 2013, 15:16, breytt 2 sinnum samtals.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 29.des 2013, 15:14

Já ég er mjög hrifinn af AT dekkjunum, þau virka vel undir flestum bílum og eru mjúk og hljóðlát, hvort tveggja sem súkkunni minni vantar sárlega
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Súkkan mín

Postfrá StefánDal » 29.des 2013, 15:18

Flott í sínu rétta umhverfi.
Þú þyrftir að vera með 9v. batterí með í handskahólfinu ef voltin eru eitthvað löt hjá þér. 9v. rafhlaða dugar til þess að halda segulokanum á olíverkinu opnum ;)


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: Súkkan mín

Postfrá birgthor » 29.des 2013, 17:56

Flottur gangur á þessu hjá þér og bíllinn reffilegur.

Nú væri ráð að taka segullokann og skutla honum upp með miðnæturrkettunni, skella svo barkastýrðum loka í staðinn á olíuna :)

Þá verður þetta öruggt
Kveðja, Birgir Þór


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir