Súkkan mín

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 29.des 2013, 18:02

Ef ég fengi að ráða þá væri ádreparinn bara eins og á gamla Zetor, handinngjöf sem stýrir lágmarks snúningshraða vélarinnar og hann svo dreginn alveg til baka til þess að drepa á :)

Annars var þetta nú allt í góðu ég komst að því við Jaka að þótt voltmælir sýndi undir 8 v þá var nægt afl til að starta og kveikja öll ljós og forhita og allann pakkann þannig þar sannaðist að mælirinn var að ljúga. Ég er bara feginn að hafa ekki látið þetta trufla mig meira og ákveðið að halda áfram, við lentum í svo góðu veðri að það hefði ekkert verið að því að klæða sig í kuldagalla til að keyra og spara svo rafmagnið og nota bara minnstu nauðsynjar semsagt hitamæli og olíumæli og segulspólu á olíuverki, svona amk. þar til færi að dimma.

Ég fyrir slysni víraði þetta allt saman þannig upp að með því að fjarlægja eitt öryggi "main" þá fer straumur af öllum þægindabúnaði bílsins, svosem sætishiturum, rúðu upphölurum, rúðuhiturum, miðstöð ofl. en vél og mælar haldast gangandi, það hefði komið sér vel ef raunin hefði verið sú að rafallinn hefði hætt að virka í gær, hinsvegar sé ég að ég þyrfti að tengja rúðuþurrkurnar og ljósin framhjá þessu öryggi eða temja mér að slökkva á öllum þessum búnaði þegar bilun kæmi í ljós.

Allavega var ég feginn að þurfa ekki mikið rafmagn til að keyra, allavega var gamla rafkerfið með 20A öryggi fyrir ECU, og 15A öryggi fyrir fuel pump og 15A öryggi fyrir inst. panel þannig einhvern straum var græjan að taka þegar hún var í gangi


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 29.des 2013, 18:03

Sæll Birgir og takk fyrir innleggið, veistu til þess að slikt hafi verið gert á samskonar olíuverki? ég hef ekkert skoðað hvernig segullokinn vinnur, það er þjófavörn yfir honum sem ég reyndar tengdi framhjá en hef ekki enn brotið restina af innsiglinu í burtu til að skoða betur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Súkkan mín

Postfrá bjarni95 » 29.des 2013, 18:14

Flottar myndir, hefur greinilega verið gaman. Langaði svo að komast með en auðvitað þurfti hjólalegan að skemmast akkúrat núna :-(
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Súkkan mín

Postfrá StefánDal » 29.des 2013, 18:15

Ég veit til þess að svipuðum búnaði hefur verið breytt í vacuum


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Súkkan mín

Postfrá biturk » 30.des 2013, 15:27

Triangulated fourlink er snilld, skoðaðu ferozu þráðinn hjá mér til að sjá hvernig ég leisti þetta
Einnig fann ég leiðbeinimgar á netinu sem segja manni allt sem segja þarf, hornið á efri stífunum má ekki vera minna en 40 en 45-60 er ákjósanlegt

Svo bara et fóðringar og hólka, verður aldrei of þvingað nema þú sért að fara í ofur rockclimging fjöðru
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 30.des 2013, 15:32

Akkurat, ég er búinn að kaupa fóðringar og smíða hólka utanum þær, langar svolítið að hafa endana skrúfanlega í stifurnar en er að gera það upp við mig.

Fer sennilega ekki í þetta samt fyrr en í febrúar mars, jafnvel ekki fyrr en í sumar það er svo gaman að jeppast :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 02.jan 2014, 23:35

Image

Image

Image

Image

Hnupla þessum myndum af ferðafélögunum, Ívar á tvær og María eina og Gummi eina

Eins og sjá má á einni myndinni fór vel um farþegann í súkkunni og svaf hann eins og þægt ungabarn megnið af leiðinni.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Súkkan mín

Postfrá emmibe » 03.jan 2014, 10:42

Rebbaleg Súkka hjá þér Sævar, getur þú sýnt okkur hvernig þú kemur fartölvu fyrir í öllu þessu plássi?
Kv Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 03.jan 2014, 18:24

emmibe wrote:Rebbaleg Súkka hjá þér Sævar, getur þú sýnt okkur hvernig þú kemur fartölvu fyrir í öllu þessu plássi?
Kv Elmar



Image

Image

Image

Sauð og beygði 3mm flatjárn inn í mælaborðsgrindina og út um miðju miðstöðvarstokkinn

Hef enn ekki þurft bakstuðning við skjáinn en eflaust fara lamirnar á honum að þreytast og þá mun ég bara redda því, er ekkert að gera hlutina fyrirbyggjandi :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Súkkan mín

Postfrá jeepson » 03.jan 2014, 18:32

Það gæti nú kanski komið sér vel að bíllinn sé svona lág gíraður. Ef að þú þarft að fara hægt yfir í þungu færi.. Þú nýtir líka aflið í vélinni miklu betur. En þarftu eitthvað lága drifið fyrst að hann er svona þokkalega lár?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Súkkan mín

Postfrá kolatogari » 03.jan 2014, 21:19

Hefur einhver pælt í því hvort hægt væri að nota einhvað eins og I-pad til að keyra kortið? væri sjálfsagt auðveldara að möndla það inní bíl.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Súkkan mín

Postfrá StefánDal » 03.jan 2014, 22:30

jeepson wrote:Það gæti nú kanski komið sér vel að bíllinn sé svona lág gíraður. Ef að þú þarft að fara hægt yfir í þungu færi.. Þú nýtir líka aflið í vélinni miklu betur. En þarftu eitthvað lága drifið fyrst að hann er svona þokkalega lár?

Ég er ekki sammála því að hann nýti aflið í vélinni betur á þessum hlutföllum. Svona diesel vél er ekki að skila hámarks afköstum á 3000rpm +. Öfugt á við orginal bensín vélina (og kannski 2.8 patrol? )

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Súkkan mín

Postfrá jeepson » 03.jan 2014, 22:32

2.8 skilar svosem voða litlu á fullu gasi. Mér fynst allavega mínir ekki gera mikið fyrir mig eftir 3000sn En menn verða sjálfsagt seint sammála mér í því :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 03.jan 2014, 22:53

Ég fer ekki mikið hraðar en 80 úti á vegi og orkar ekki mikið upp brekkur en togar vel af stað og bætir vel við sig frá 50 til 80, þannig ef gírunin væri örlítið hærri þannig ég sé ekki yfir 4000 sn þá væri allt í góðu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Súkkan mín

Postfrá Stebbi » 04.jan 2014, 00:10

Svona vél líður mjög vel öðru hvoru megin við 3000sn úti á vegi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 23.jan 2014, 09:59

jæja er búinn að klàra fjöðrun að framan svo ég sé nokkuð sáttur, næsta ferð eftir c.a mánuð og eftir það fer eg i fjoöðrunina að aftan og annað smàlegt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 09.feb 2014, 16:52

Ok búinn að vera latur í 2 vikur en var samt að nota kaggann svolítið og álagsprófa framfjöðrun hún kemur mjög vel ut og held ég sé endanlega ánægður þar

afturfjöðrun næst á dagskrá, var að reykspóla afturábak þegar ég heyrði örlítinn dínk og þá var efri stífan byrjuð að rífa sig lausa, svona eins og ég hafði alltaf átt von á að gæti gerst í jeppaferð en sem betur fer var það nú bara á planinu utan við verkstæðið

Image

rörið komið undan, þarna sést hvar suðan var byrjuð að rifna ofan á drifkúlunni

Image

Image

Fóðringar frá E.T.

Image

Ætla að færa gormana undir grindina að aftan til að fá smá pláss fyrir eðlilegar felgur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 10.feb 2014, 21:37

Image

Buinn að tilla hásingunni c.a. á réttan stað langsum og þá er bara að festa hana þversum og fara að smíða stífur og stífuvasa...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 12.feb 2014, 18:14

Búinn að festa rörið á réttan stað og er kominn með bakþanka...

plássið býður ekki upp á takmarkalausa hönnun og því eru tveir valmöguleikar sem ég sé færa


Samskonar hönnun og upprunalega í Vitara, A laga efri stífa sem kemur saman í við drifkúluna með spindilkúlu

Eða V laga fjöðrun, 4 spyrnur 2 langsum niðri og tvær í V að ofan sem koma saman við grind, semsagt sitt hvorum megin við drifkúluna, ég hef ekki séð þetta setup á mynd og er að pæla hvort það sé tilviljun...

Það sem ég er semsagt að pæla í að gera er einhvernveginn svona...

Image

Til útskýringa þá koma ytri stífurnar(neðri) niðurfyrir rörið og þær efri V laga sitt hvorum megin við drifkúluna og festast með fóðringu í báða enda, stífurnar tvær festast hinsvegar ekki saman uppi við grind heldur festast í sinn hvorn stífuvasann og leika því lausar

Þetta setup hef ég aldrei séð smíðað sjálfur en hin gerðin sem algengari er, þ.e. þegar efri stífurnar koma saman ofan á drifkúlu virðist mun algengari

Því spyr ég, er einhver tæknifræðileg útskýring á því eða er það bara hermiheppni jeppamanna að gera eins og hinir í þessum málum?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Súkkan mín

Postfrá Grímur Gísla » 12.feb 2014, 19:24

Svona búnaður tekur ekki hliðarhreyfingu hásingu. Þú verður að setja hiðarstífu í viðbót.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 12.feb 2014, 20:26

Sennilega synir myndin ekki alveg rétt horn a efri stifunum en það horn verður akkurat 45'.

Hví ǽtti slík útfærsla ekki að virka jafnvel og ef stifurnar kæmu saman á drifkúlunni?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 13.feb 2014, 09:24

Nú er ég búinn að sofa á þessu, og hugsa þetta fram og til baka og fram aftur og fæ ekki skilið hver munurinn í praxís er á þessum tveim útfærslum, því ætla ég að vinda mér í smíði á þessari útfærslu í kvöld að öllu óbreyttu.

Engu að síður óska ég eftir öllum ábendingum því ég viðurkenni að þetta vefst svolítið fyrir mér en ég held samt sem áður að þetta komi til með að virka... :/

kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Súkkan mín

Postfrá Bjarni Ben » 13.feb 2014, 10:34

Þetta vefst svoldið fyrir mér líka... ég myndi smíða einfalt módel af þessu áður en þú byrjar, eða taka hring á breytingaverkstæðunum og spyrja kallana :)
Það er allavegana eitthvað sem böggar mig við að horfa þetta á myndinni hjá þér :)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Súkkan mín

Postfrá Játi » 13.feb 2014, 11:42

ef þú ert með þetta svona ertu bara með einn festipunkt uppi í grind og stífan getur snúist um hann til hliðanna og reiðir sig algjörlega á hinar tvær stífurnar til að halda við snuningin. hásingin yrði svosem sirka kjur ef það er engin hreifigeta í neinum liðum (rotendar). ég er ekki sérfræðingur en ég held að hreifingin á hásinguni yrði mjög óeðlileg við misfjöðrun og það er sennilega alskonar aukaálag á ytri stífurnar sem maður vill ekki. Það er mikklu betra að snúa stífuni við og þá getur festingin á drifkúluni bara hreifst beint upp og niður og ekkert til hliðanna og vinnur sitt verk eins og til var ætlast fyrir utan vesenið og þyngdina sem fylgir því að smíða nógu öfluga stífufestingu fyrir miðri grind
Ég vona að þessi rök dugi til að upplýsa ykkur um gallan við þessa hönnun og ástæðuna fyrir því að hún er ekki notuð
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Súkkan mín

Postfrá Brjotur » 13.feb 2014, 21:04

Ja eg er nu enginn snilli að utskyra svona en samt ser maður að þetta gengur ekki :( það er engin hliðarstifing nema að a stifan se með fastan punkt a hasingunni og 2 fasta punkta uppi i grind . En ef þu hefur þetta svona þa þarftu hliðarstifu þannig er þetta i Patrol og er nu talin mjög goð fjöðrun :)

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 13.feb 2014, 21:36

Sælir strákar, ég er bara alls ekki sammála...

Í patrol halla stífurnar ekki 45° og það er þess vegna sem þar er hafður hliðarstuðningur með þversum stífu.

Stífa sem hallar 45° stífir til jafns veltisnúning hásingarinnar og hliðarhreyfingu hennar, þetta er minn skilningur og honum hefur ekki fengist haggað með neinum rökum hingað til.

Ef ég man rétt þá er myndin í höfðinu á mér að sýna að patrol efri stífurnar halla c.a. 15° og vísa því báðar nokkurnveginn fram, þá gefur auga leið að fóðringarnar vinna að mjög litlu leiti til þess að takmarka hliðarhreyfinguna, þó mynda þær einhverja tregðu en það er enganveginn nóg og því þarf skástífan að vera.

Svona samskonar búnað má finna upprunalega í mörgum öðrum bílum, t.d. 4runner, landcruiser, suzuki grand vitara og svo mætti lengi telja...
Image

Þetta er bara ekki það sem ég er að spá í, heldur er það sem ég er að spá í svona og nú teikna ég aðeins betri mynd

Image

Rauðu stífurnar eru langsum og neðanvið hásingu örlítið framan við miðjupunkt hásingarrörsins, efri stífurnar eru 11% styttri en neðri stífurnar en halla 45° inn á við, festipuktur þeirra við hásingu eru örlítið aftan við miðju svo bein skurðarlína er um 10° í gegn um hásinguna í efri og neðri festipunkta


Hafi ég þetta svona uppsett fæ ég ekki betur skilið en að með nógu löngum stífum, þ.e. uþb. 60cm eða lengri verði hreyfing hásingarinnar við misfjöðrun sáralítil sem engin og að veltikraftur og hliðarkraftur styðjist að öllu leiti á 45° horni efri stífanna, átakið dreifist til jafns þ.e. að önnur stífan heldur á móti og hin togar í þegar hliðarátak verður.

Því fullyrði ég þar til annað er rökfært að þessi búnaður komi til með að verða svipað eða jafn sterkur 4 link uppsetningu með þverlagðri stífu til hliðarstuðnings(skástífu)

Ennfremur mun þessi búnaður verða til þess að hásingin mun aldrei hreyfast til hliðanna við upp og niðurfjöðrun eins og hásing með skástífufestingu mun alltaf gera að vissu leiti


Ég komst ekki í að smíða þetta í kvöld og því er þetta enn bara fullsmíðað í hausnum á mér og óska ég enn eftir rökfærðum grundsendum um að þetta sé rangt hugsað hjá mér, ég veit ég kann að vera þrjóskur en þær röksemdarfærslur sem fram hafa komið hafa ekki dugað til að ýta mér frá þessari hugmynd


kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Súkkan mín

Postfrá jeepcj7 » 13.feb 2014, 23:06

Ég held að þetta geti alveg virkað svona alveg eins og ef þríhyrningurinn snýr hinseigin en málið er eins og Játi bendir á að bitinn sem tekur við inni á miðri grind þarf að vera alveg gríðarlega sterkur ekki bara einhver rör ræfill eða prófílsdrusla það er bara dálítil smíði í viðbót að styrkja grindina til að taka við þessu átaki akkúrat þarna ef þetta á að halda.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Súkkan mín

Postfrá bjarni95 » 13.feb 2014, 23:18

Mér sýnist að þú verðir bara að afsanna þessa kalla með því að smíða þetta og sýna fram á að þetta virki :)

-Bjarni
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Súkkan mín

Postfrá Lindemann » 13.feb 2014, 23:31

Þetta er áhugaverð pæling. Ég hef nú ekki þekkingu eða reynslu til að sjá eitthvað sem mælir gegn þessu, er búinn að velta þessu dálítið fyrir mér og fannst þetta ómögulegt fyrst en nú er ég ekki viss.....

En hvað sem því líður þá væri ég til í að vita rökin fyrir því að þú vilt smíða þetta svona, ef þau eru einhver önnur en að prófa þetta til að vera ekki eins og allir hinir :) Ég er á þvi að hefðbundið A-stífu fjöðrunarkerfi sé mjög gott og sé ekki hvað þetta hefur framyfir ef þetta virkar svona.


En um að gera að prófa þetta, í versta falli geturu snúið þessu við seinna eða sett skástífu(sem ég myndi síður gera)
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Súkkan mín

Postfrá Játi » 13.feb 2014, 23:42

Ég var nú að reina að benda á fleira eins og til dæmis það í hefðbundnu uppsetningunni þá dugar að hafa þessar tvær efri sem koma á ská að hásingunni til að halda hliðarhreifingunni eða svo gott sem það og þá þarf hinar tvær stífurnar til að stoppa snúnigshreifinguna um festipunktana á hásingunni og til að halda á móti veltiálaginu við ingjöf en þegar stífurnar koma saman að festipunkt fyrir miðri grind duga þær ekki til að halda hliðarhreifingunni á hásingunni einar og sér því þá er búið að færa snuningspunktin á hásingunni frá henni og uppí festinguna upp í grind og þurfa þá ytri og neðri stífurnar að sjá um að hefta þá hreifingu en þær þurfa líka að halda á móti veltiálaginu við inngjöf og þar af leiðandi verða þær að vera í annari hæð á hásingunni og þá eru þær komnar í ofset við hinar stífurnar sem myndar ýmiskonar krafta sem ég kann ekki að útskýra betur
Ég vona að það skyljist eitthvað af þessu en ef ekki þá verður bara að hafa það.
Ég skil vel að það er gaman að fara ótroðnar slóðir en ég held að þetta sé bara ávísun á stóran hausverk. Og svo mynni ég á það að það er munur á svolítið rough looki á smíði og lélegri smíði Sævar, ekki ílla meint en mér sínist sumt hjá þér vera á mörkonum
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Súkkan mín

Postfrá Startarinn » 14.feb 2014, 09:45

Gamall vinnufélagi minn var með svona uppsetningu (reyndar speglað, þ.e. stutt milli festinga á hásingu en samt 4 stífur) en þetta virkaði hjá honum. Það eina sem hann kvartaði yfir var að honum fannst hásingin láta asnalega í beygjum þegar bíllinn fór að halla. Mig minnir að hann hafi líst því þannig að bíllinn léti eins og yfirstýrður þegar hann byrjaði að halla.

En ég sé ekkert því til fyrirstöðu að prófa þetta annað en að þú þarft að búa til ansi öflugan bita í grindinni eins og áður er nefnt, mér finnst þetta ekki eiga að virka neitt síður en að hafa stutt á milli á hásingunni.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá gislisveri » 14.feb 2014, 13:27

Kýldu á þetta Sævar, það verður lítið mál að breyta þessu ef það virkar ekki.
-Gísli.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 14.feb 2014, 17:34

Ég ætla að kýla á þetta um helgina og sjá svo hvað gerist,


-Ég tek það til mín að margt í þessum bíl hefur ekki staðist verkreglur sem sæmast útseldri vinnu en af þessu hef ég mikið lært og þessi bíll búinn að vera mér núna rúmur 6 ára skóli í bæði viðgerðum og smíði og ég er alltaf að læra meira og meira hvað á ekki að gera...

Hinsvegar tel ég mig halda mér innan skynsamlegra marka og er ekki að stofna mér né öðrum í umferðinni í hættu með þessum tilraunum mínum, ég leita þó ráða yfir hlutum sem ég er ekki viss um sbr. ofangreind atriði en það eru alls ekki allir sem gera það með allskyns afleiðingum...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Súkkan mín

Postfrá Kiddi » 14.feb 2014, 19:37

Tja... ég myndi segja að maður væri komin út fyrir skynsamleg mörk þegar stífufestingar brotna innanbæjar. Gerðu sjálfum þér og öðrum í umferðinni þann greiða að smíða ekki aðra festingu með svona löngum vægisarm og fest í þunnt efni (hásingin). Það er dæmt til að fara svona eins og það fór.


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Súkkan mín

Postfrá SævarM » 14.feb 2014, 19:49

Málið er að með stýfuna svona og þú ýmindar þér að þú ýtir á hásinguna beint frá hlið og bíllinn í aksturshæð þá er séns að hún hreyfist til hliðar vegna teygju í gúmmíum og hólkurinn inn í þeim vindur upp á sig og vegna þess að tengipúnktar við grind á efri stífur eru svo nálægt hvor öðrum, enn ef það væri lengra á milli þeirra væri það skárra. enn þegar stífan snýr hinsegin er allt annað átak á gúmmíin í sama átaki,
Svo er ekki hægt að líkja saman styrk á svona fjöðrun og 4link með skástífu ef þú berð saman styrk á beinu hliðar átaki og skástífan er þokkalega lárétt undir bílnum.
Enn það er gott að hásingin fari beint niður í misfjöðrun enn gallinn er að þegar hann hallar á aðra hvora hliðina þá beygir hásingin aðeins og það er bara þekkt vandamál með þetta og menn verða að sætta sig við það.

Svo er í þessu eins og öðru það þarf ekkert alltaf að finna upp hjólið og bara nota það sem er löngu sannað að virki
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 14.feb 2014, 19:54

Kiddi wrote:Tja... ég myndi segja að maður væri komin út fyrir skynsamleg mörk þegar stífufestingar brotna innanbæjar. Gerðu sjálfum þér og öðrum í umferðinni þann greiða að smíða ekki aðra festingu með svona löngum vægisarm og fest í þunnt efni (hásingin). Það er dæmt til að fara svona eins og það fór.



Þetta er eitthvað sem ég veit vegna þess að ég prófaði það, hinsvegar gaf þetta sig ekki, heldur fór að myndast sprunga við suðu en ekki fyrr en ég fór að spóla afturábak á þurru malbiki með driflás til að álagsprófa dótið þar sem mig hafði alltaf grunað sbr. ábendingum annarra að hönnunin væri gölluð.

Svona hafði þetta verið til friðs síðan 2011, ástæða þess að ég er í þessum vangaveltum yfir höfuð er sú að nú vil ég gera þetta rétt og varanlega og því eru allar þessar ábendingar mér og öðrum í umferðinni til góðs.

Í þessum þræði mínum er heill heimur af upplýsingum um jeppabreytingar sem bæði ég hef, og aðrir geta lært af, ég tel mig og mín verk ekki yfir gagnrýni hafinn og eins og ég sagði áður þá tek ég það til mín að ýmsar aðferðir og ýmiss frágangur í þessum tiltekna bíl hefur ekki verið til fyrirmyndar en þó vil ég ítreka að það stendur til bóta og er þessi breyting á stífukerfi afturfjöðrunarinnar nokkurnveginn lokahnykkurinn í þeirri rassíu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Súkkan mín

Postfrá villi58 » 14.feb 2014, 20:12

Ég hef ekki trú á því að þetta borgi sig, skástífurnar þurfa að taka gríðalegt snúningsátak sem hindrar góða og mjúka fjöðrun. Mundi frekar vilja sjá það sem er búið að margsanna að virki vel, LandRover fjöðrun er ein besta útfærsla sem þekkist, lítið viðnám og á auðvelt með að taka miklar hreifingar upp og niður.
4Link er líka nokkuð góð en LandRover fjöðrunin hefur yfirburði að mínu mati og auðveld smíði.
Ég held að það verði allt of mikil þvingun í þessu hjá þér sem er auðvitað ókostur, skil heldur ekki þegar menn reyna að finna upp hjólið aftur og aftur, það er löngu búið að gera það.
Þetta er bara mín skoðun og enginn er knúinn til að fara eftir eftir það sem mér finnst rétt.
Góðar stundir!

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Súkkan mín

Postfrá jeepcj7 » 14.feb 2014, 20:26

Ég myndi reyndar ekki smíða þetta svona en sé ekkert að því að prufa ef þú vilt og endilega ekki hætta að reyna eitthvað nýtt það eru engar framfarir ef menn hætta að reyna að finna upp hjólið eða eitthvað annað.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Súkkan mín

Postfrá Kiddi » 14.feb 2014, 20:26

Gott mál Sævar að læra af reynslunni. Það getur líka verið ágætt að læra af mistökum annara, ég er mjög mikið fyrir það.
En með þessa fjöðrun. Athugaðu vel hvort þú komir fyrir drifskafti og stífufestingum á skikkanlegum stað. Kosturinn við þessa venjulegu útfærslu er að þar eru festipunktar í grind á sterkum stað upp við grind. Drifskaftið gæti líka lent í samkeppni um plássið. Það er vitað mál að venjulega útfærslan virkar ljómandi vel. Ég hef sjálfur smíðað þannig, notaði Benz fóðringar og var ekki ánægður með útkomuna. Benz fóðringarnar eru allt of mjúkar til að halda hásingu til hliðanna og það fannst í akstri. Musso fóðringar frá Bílabúð Benna eru á sambærilegu verði og mikið betri í alla staði.
Ef þú ferð þá leið að hafa þetta "öfugt" settu þá rör þvert í gegnum báða grindarbita og settu stífufestingarnar í það.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 15.feb 2014, 15:40

jæja ég ákvað að taka þessa punkta ykkar til greina flestir eru sammála því að það borgi sig ekki að reyna þetta, ég þrjóskaðist og þaulaðist í morgun og endaði sirka svona...

búið að punkta létt og setja fóðringar í stífur og svona og þetta færist allt nokkuð beint upp og niður og engin þvíngun,

pinjónhalli helst réttur gegnum allt fjöðrunarsviðið og rúmlega það

Image

Image

plássið er ekki mikið en þetta dugar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir