LS 4runner sameignarverk

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 04.sep 2023, 21:07

Sælir félagar
Hér ætla ég að vera með þráð um 4runner sjálfrennireið sem félagi minn keypti upphaflega en svo varð þetta að sameign okkar.
Bifreiðin sem um ræðir er 4runner body á 90 model hilux klafagrind.
Bíllinn kaupum við breyttan einsog hann er í dag, 44'' breyttur á hilux framhasingu og gormum, með stýristjakk og dempara. Lc 80 afturhasingu sem búið er að mjókka og setja loftpúða. 4:88 hlutföll og loftlæsingar á báðum drifum. Tveir áltankar sérsmíðaðir og byrjað á úrhleipikerfi.
Í bílnum var LS vél held annaðhvort lq9 eða lq4 með 4l80 skiptingu og lógír. En við kaupum hann kramlausan.

Bíllinn stóð í dágóðan tíma hjá okkur áður en við létum slag standa og versluðum suburban sem líffæragjafa, úr honum var rifin vél og skipting.
Um er að ræða 5,3ltr vél L59 (LM7) og 4l60e skipting.
Ætlunin er að setja þessa vél í með 4l60e skiptingunni þar aftaná lógírinn NP241 sem hafði verið smíðaður í bílinn með milliplötu við v6 runner millikassann.
Í dag er búið að gera vélina alla upp, skipta um legur, stimpilhringi, pakkningar ofl. Sett var í hana stage 2 trukka knastás frá summit en allt uppgerða settið var verslað þaðan. Við ákvaðum að fara í ekki öflugri knastas í bili þar sem við sleppum með að uppfæra ventlagorma, rockerarma og slíkt með þessu. Orginal rafkerfinu verður hent og tölvunni og smellt á þetta standalone kerfi frá Holley Terminator Xmax fyrir bæði vél og skiptingu. Bætt verður við mat skynjara fyrir lofthita á inntaki og skynjara fyrir eldsneytisþrýsting.
Það á eftir að koma í ljós hvort trukka milliheddið geti sloppið ofaná og eins á eftir að skoða hvaða pústgreinar munu henta þessu verkefni.
Ég set inn myndir af bifreiðinni einsog hún var þegar við kaupum hann og týni svo inn af vinnunni sem búið er að framkvæma til dagsins í dag.
Viðhengi
FB_IMG_1693859856310.jpg
FB_IMG_1693859856310.jpg (215.28 KiB) Viewed 3122 times
FB_IMG_1693859853913.jpg
FB_IMG_1693859853913.jpg (111.4 KiB) Viewed 3122 times
FB_IMG_1693859851515.jpg
FB_IMG_1693859851515.jpg (112.6 KiB) Viewed 3122 times
FB_IMG_1693859861420.jpg
FB_IMG_1693859861420.jpg (114.42 KiB) Viewed 3122 times
FB_IMG_1693859858779.jpg
FB_IMG_1693859858779.jpg (181.93 KiB) Viewed 3122 times


F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 05.sep 2023, 09:29

Cevrolet suburban lúxusbifreið sem var notuð sem líffæragjafi í þetta verkefni

Screenshot 2023-09-05 091117.png
Screenshot 2023-09-05 091117.png (775.34 KiB) Viewed 3053 times


Einsog alltaf þá er vinnugleðin svo mikil að maður gleymir að taka nóg af myndum en það týnist eitthvað saman :)
Vélin var síðan rifin í spað og skoðuð, mikið búið að spá og spekúlera. Henni var skutlað suður í menninguna og sett í þvott og létt hónaðir cylendrar. Heddið og ventlar fóru í Kapp, til fíniseringar fyrir uppgerð.

2022-11-29 22.05.45.jpeg
2022-11-29 22.05.45.jpeg (643.76 KiB) Viewed 3053 times

2022-11-29 22.05.40.jpeg
2022-11-29 22.05.40.jpeg (570.16 KiB) Viewed 3053 times

2022-11-29 22.05.40.jpeg
2022-11-29 22.05.40.jpeg (570.16 KiB) Viewed 3053 times


Á meðan beðið var eftir pakkanum úr ameríkuhreppi þá smelltum við lit á blokkina og ventlalokin.
Tíminn var líka nýttur í að lesa úr sér allt vit á veraldarvefnum, allt um LS vélar uppgerðir ofl ofl Enda pistlahöfundur bara menntaður vírafikti (rafvirki) en vélvirkjamenntaði meðeigandinn fór með yfirverkstjórn yfir uppgerðinni.

20230227_180009.jpg
20230227_180009.jpg (1.73 MiB) Viewed 3050 times

2023-08-07 17.10.23.jpg
2023-08-07 17.10.23.jpg (2.43 MiB) Viewed 3053 times

2023-08-07 17.13.50.jpg
2023-08-07 17.13.50.jpg (2.13 MiB) Viewed 3053 times


Byrjað að raða mótornum saman og allt gert eftir leiðbeiningum, hert eftir specum, mældar rýmdir á legum osfrv
Smellt í hana nýjum knastás sem heitir 8701r1 frá summit, olíudælan aðeins tjúnuð, brúnir í portunum á henni fræstar uppá flæði og bætt við skinnum í lokann í henni til auka aðeins við þrýsting. Uppskriftin kom af youtube frá miklum gáfumönnum.

20230806_233214.jpg
20230806_233214.jpg (3.07 MiB) Viewed 3053 times

2023-08-06 19.36.28.jpeg
2023-08-06 19.36.28.jpeg (445.46 KiB) Viewed 3053 times

20230821_195459.jpg
20230821_195459.jpg (3.29 MiB) Viewed 3053 times

20230821_222449.jpg
20230821_222449.jpg (3.27 MiB) Viewed 3053 times

20230821_222451.jpg
20230821_222451.jpg (3.1 MiB) Viewed 3053 times

20230821_222453.jpg
20230821_222453.jpg (2.85 MiB) Viewed 3053 times

20230822_184609.jpg
20230822_184609.jpg (3.23 MiB) Viewed 3053 times

20230822_184613.jpg
20230822_184613.jpg (3.19 MiB) Viewed 3053 times

20230823_153116.jpg
20230823_153116.jpg (3.33 MiB) Viewed 3053 times

20230823_163202.jpg
20230823_163202.jpg (3.47 MiB) Viewed 3053 times

20230823_163827.jpg
20230823_163827.jpg (3.18 MiB) Viewed 3053 times

20230823_175837.jpg
20230823_175837.jpg (3.49 MiB) Viewed 3053 times

20230823_182938.jpg
20230823_182938.jpg (3.78 MiB) Viewed 3053 times


4L60e skiptinguna ætlum við að nota einsog komið hefur fram til að byrja með, allavega þangað til annað kemur í ljós. Við hendum rafskipta millikassanum sem var í suburbarn til hliðar, og smellum lógír smíðað úr Np241 aftan á skiptinguna, þessi lógír var í bílnum og með sérmíðaðri milliplötu til að fitta við V6 4runner millikassann. Þar sem í bílnum hafði verið 4l80 skipting þurfti að skipta um tengihjólið í lógírnum uppá öxulinn úr skiptingunni. 4l80 er með sverari 32 rillu öxli en 4l60e með 27 rillu, fengum við tengihjólið rétt frá Ljónsstöðum.
Skiptingin mun líklega fá sverari og öflugri pönnu, og verður auðvitað tengd kæli sem fyrir er í bílnum.
Það sem á eftir að koma í ljós, hvort við komum mótornum nógu aftarlega til að láta lengjuna smella uppá v6 millikassann þar sem hann er staðsettur í bílnum og sleppa við að breyta sköptum. Lengdar munurinn felst í að 4l80 er aðeins lengri en 4l60.

2023-08-24 17.36.25.jpg
2023-08-24 17.36.25.jpg (3.36 MiB) Viewed 3053 times

2023-08-24 17.45.41.jpg
2023-08-24 17.45.41.jpg (3.58 MiB) Viewed 3053 times

20230825_134240.jpg
20230825_134240.jpg (3.71 MiB) Viewed 3053 times

2023-08-26 12.40.47.jpg
2023-08-26 12.40.47.jpg (2.27 MiB) Viewed 3053 timesHolley rafkerfið er síðan mætt í hús og þarf að bæta við eða mixa 2 skynjara aukalega í verkefnið. Mat skynjara (hitanema í loftinntak) gætum notað hitaskynunina úr Maf skynjaranum úr suburban en ætlum að panta nema frá holley í það. Vss skynjara (hraðaskynara) þarf líklegast að mixa, hann er staðsettur í rafskipta millikassanum í suburban en hugmyndin er að nota hann úr honum, bora í húsið milli skiptingar og lógírs og smella þar uppá öxulinn úr skiptingunni 40 tanna hjóli úr rafskipta kassanum til að fá rétt merki inná Holley tölvuna. Fann reyndar í 4runner um daginn búnað frá dakota digital sem ég á eftir að skoða hvort geti eitthvað nýst í staðinn. Hraðamælirinn í runner fær sitt merki úr v6 kassanum, en það er ekki rétt signal fyrir holley svo einhvern merkjabreyti þarf í staðinn, datt í hug þetta dakota digital dót hefði verið nýtt í svoleiðis.

Til að auðvelda aðeins vinnuna við að koma lengjunni fyrir, var ráðist í að svipta body af grind. En auðvitað fékk maður þá flugu í höfuðið til að bæta ofaná verkefnalistann að mála grindina í leiðinni og ryðverja botninn á bodyinu.
Bíllinn er auðvitað leiðinlega mjór með þessa kanta á bodyinu og eitthvað er búið að vera pæla hvort ekki væri eina vitið að smella patrol hásingum undir, en það verður látið bíða í bili. Fáum dótið allavega í gang og prófum hann eitthað.
Hægt er að klippa helling í viðbót úr body að aftan og þá í leiðnni ef maður færi í hásingar swap að færa þá aftari mun aftar.

2023-09-04 18.35.55.jpg
2023-09-04 18.35.55.jpg (3.26 MiB) Viewed 3053 times


Svona er nú staðan í dag og týnum við inn uppfærslur af verkefninu, þar að segja ef maður man eftir því að taka myndir ;)
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 06.sep 2023, 23:07

Aðeins verið að nudda þessu áfram, meðan beðið er eftir sendingu frá summit, þar er eitt og annað að finna en aðallega það sem vantar eru boltarnir til að festa flywheelið.

Búið að rústberja alla grindina og sulla ryðbreyti efni frá wurth á hana.
Viðhengi
20230906_222012.jpg
20230906_222012.jpg (3.56 MiB) Viewed 2969 times
20230906_203558.jpg
20230906_203558.jpg (3.4 MiB) Viewed 2969 times
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648

User avatar

jongud
Innlegg: 2613
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá jongud » 07.sep 2023, 08:09

Flott þetta!
Persónulega myndi ég ekki fara í Patrol hásingar þarna undir. Afturhásingin er ágætlega sterk, og framhásinguna er hægt að stykja með patrol köggli (eins og er gert fyrir LC80 framhásingar). Hertir öxlar að framan væru svo endanleg trygging.

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 07.sep 2023, 10:53

Sælir takk fyrir það, vangavelturnar eru aðallega með hásingar að fá breiðari til að fylla útí kantana og mögulega koma 46 tommu undir.
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hobo » 08.sep 2023, 18:20

Það vantar ekki kraftinn í ykkur kumpána.
Með þessa uppskrift af jeppa verður útkoman líklegast stórkostleg ;D

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 08.sep 2023, 23:55

Þakka þér, já við vonum að þetta standist væntingar.
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 09.sep 2023, 00:13

Þetta potast allt í áttina þessa dagana. Alltaf gaman þegar eitthvað sést eftir kvölddundið hjá manni, verður víst nóg af dúlleríi og fíniseringum þegar allt er komið á sinn stað.

En grindin er orðin fullmáluð og búið að setja aftur tanka á sinn stað, skiptir og bensín lagnir.

Lengjunni var raðað saman í kvöld til mátunar og mælinga, nema milliplatan var endanlega sett á sinn stað kíttuð og boltuð á v6 kassann. Skipti svo um pönnu á sjálfskiptingunni, hún fékk nýja aFe power pönnu sem er stærri og betri. Hún var bara sótt uppí hillu í næsta skúr, gott að eiga vini sem panta vitlaust.
Máta líklegast bodyið á næst til að sjá hvort það sleppi við að rekast í hedd eða millihedd.
Viðhengi
20230908_201836.jpg
20230908_201836.jpg (2.78 MiB) Viewed 2815 times
20230908_231630.jpg
20230908_231630.jpg (3.89 MiB) Viewed 2815 times
20230908_223135.jpg
20230908_223135.jpg (3.82 MiB) Viewed 2815 times
20230908_210249.jpg
20230908_210249.jpg (3.81 MiB) Viewed 2815 times
20230908_182045.jpg
20230908_182045.jpg (3.49 MiB) Viewed 2815 times
20230908_111356.jpg
20230908_111356.jpg (3.97 MiB) Viewed 2815 times
20230908_182042.jpg
20230908_182042.jpg (3.89 MiB) Viewed 2815 times
20230907_132227.jpg
20230907_132227.jpg (3.23 MiB) Viewed 2815 times
20230907_132220.jpg
20230907_132220.jpg (3.76 MiB) Viewed 2815 times
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648

User avatar

Höfundur þráðar
hjallz
Innlegg: 15
Skráður: 25.jan 2012, 17:36
Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
Bíltegund: LS 4runner
Staðsetning: Blönduós

Re: LS 4runner sameignarverk

Postfrá hjallz » 10.sep 2023, 02:35

Tekin góð vinnutörn í dag, verið að nýta helgina þar sem maður er að stinga af í vinnuferð til Þýskalands alla næstu viku. Verður vonandi kominn restin af dótinu frá ameríkunni þegar maður kemur aftur heim.

Bodyinu var rúntað inn á lyftu á taxanum og slakað niður kom þá í ljós að mótorinn varð að færast fram. Bitinn undir millikassa var losaður og festingarnar soðnar aftur fastar 4cm framar. Síðan voru smíðaðar mótor festingar með smá mixi á orginal mótorpúðana. Nóg pláss uppí húdd frá millihedd, setti mótorinn niður aðeins meira bílstjóramegin til að eiga ekki í hættu á að pannan rekist í framköggulinn. Mögulega tek ég smá af horninu á pönnunni til að eiga inni fyrir stærri köggli.
Þarf eitthvað að skoða fjöðrun í bílnum að framan, finnst hann ekki hafa vera smíðaður með mikinn sundurslátt inni.

Svo er ég með mikinn höfuðverk yfir þessum afturhlera, eini gallinn við þessa bíla en hann er líka stór. Þetta drasl getur tekið upp á því að rúðan kannski fer ekki upp þegar maður þarf að komast í skottið í hríðargargi. Ætli einhver hafi farið í að smíða nýjan hlera á bíl hjá sér, tvískiptann einsog lc 80 eða vængi í sitt hvora átt?
Viðhengi
20230909_135316.jpg
20230909_135316.jpg (3.95 MiB) Viewed 2747 times
20230909_144416.jpg
20230909_144416.jpg (3.31 MiB) Viewed 2747 times
20230909_181414.jpg
20230909_181414.jpg (3.45 MiB) Viewed 2747 times
20230910_001655.jpg
20230910_001655.jpg (3.95 MiB) Viewed 2747 times
20230910_010622.jpg
20230910_010622.jpg (3.42 MiB) Viewed 2747 times
20230910_011620.jpg
20230910_011620.jpg (2.94 MiB) Viewed 2747 times
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner 90 44'' PH648


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir