Ford F150


Höfundur þráðar
elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Ford F150

Postfrá elli rmr » 10.júl 2022, 12:07

Jæja ekki átti ég von á að ég mundi kaupa mér Ford hef allavegana verið duglegur að gera grín af þeim í gegnum tíðina, EN það gerðist ég eignaðist semsagt Ford F150 Platinium 2019 árg stefnan var að gera ekkert við hann í sumar og bara að nota hann.... það gekk vel er búinn að panta/kaupa hjálparpúða að aftan, upphækkunarklossa að framan, aðrar felgur (minni) og umþaðbil 35" dekk og svo dettur örugglega eithvað inn þar sem ég ligg heima með Covid þessa dagana. En að bílnum þetta er semsagt bíll með 3,5 l ecoboost motor 10 gíra skiftingu orginal 375hö og svo er kubbur :D eyðslan kemur skemtilega á óvart og er ekki svo mikið hærri en á japananum sem ég átti :D bíllinn ef stíflaður af aukahlutum með hita í öllum sætum að auki með kælingu, nuddi og rafstiltum framsætum, hita í stýri, glerþaki, leður innrétting, Bang & Olufsen græjur og svo margt fleira. Það er að auki töluvert betra pláss inní þessun en japananum enda er farþegarínið á þessum 150 bílum orðið það sama og í stóra bróðir 250 og uppúr :D
Viðhengi
Pink.jpg
Pink.jpg (1.24 MiB) Viewed 7091 time



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ford F150

Postfrá Járni » 13.júl 2022, 20:48

Magnað, til lukku með þennan! Alsæll?
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Ford F150

Postfrá elli rmr » 16.júl 2022, 08:28

Járni wrote:Magnað, til lukku með þennan! Alsæll?


Já takk , þetta er nokkuð ljúft :) kominn með hjálpar loftpúðana í að aftan :) svo nú er það dekkjaskiftin og hækunarklossar að framan :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ford F150

Postfrá jeepson » 05.nóv 2022, 10:13

Flottur ford. Hvað er svona eco boost græja að eyða ef ég mætti spyrja?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Ford F150

Postfrá elli rmr » 07.nóv 2022, 22:12

jeepson wrote:Flottur ford. Hvað er svona eco boost græja að eyða ef ég mætti spyrja?


Takk fyrir það :) þú mátt allveg spyrja :) ég fór t.d 1000 km rúnt vestur á firði í jarðaför í sumar keyrt á 100 Km/h á cc og á 100 upp allar brekkur nema það væri vinkil beygja í þeim, fór djúpið vestur og suðurfirðina heim var með camperinn á og þegar ég bakkaði í stæðið heima um kvöldið stóð eyðslu mælirinn í 13,8 og í blönduðum innanbæhar með kerru og sma landsbyggð virðist hann vera í um 15 til 16..... og það er enþá soldið gaman að gefa óþarflega mikið í

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Ford F150

Postfrá íbbi » 08.nóv 2022, 22:50

til hamingju með þennan, vonandi að covid sé ekki að fara of illa með ykkur, það fórhamförum á mínu heimili síðustu vikuna.


það er algengur miskilningur að f150 sé mikið minni en stóru bræðurnir, á þessari kynslóð er húsið eins og þú segir bókstaflega það sama, en á eldri kynslóðunum t.d 04+ bílunum þá eru þeir bara styttri, og þá bara std pallurinn, supercrew f150 með löngum palli er jafn langur f250/350 supercrew með stuttum palli.

flottur bíll.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Ford F150

Postfrá elli rmr » 09.nóv 2022, 21:22

íbbi wrote:til hamingju með þennan, vonandi að covid sé ekki að fara of illa með ykkur, það fórhamförum á mínu heimili síðustu vikuna.


það er algengur miskilningur að f150 sé mikið minni en stóru bræðurnir, á þessari kynslóð er húsið eins og þú segir bókstaflega það sama, en á eldri kynslóðunum t.d 04+ bílunum þá eru þeir bara styttri, og þá bara std pallurinn, supercrew f150 með löngum palli er jafn langur f250/350 supercrew með stuttum palli.

flottur bíll.


Takk fyrir það Covidið fór ekki illa með okkur og engin voru efrirköstin eins og margir virðast upplifa ... nema kanski helst budduna þar sem of mikill tími ekki í vinnu er eytt á internetinu og þá kaupir maður dót :) en ég er búinn að koma hjálparpúðunum í og 35" dekkjunum asamt 17 tommu felgunum og er stefna núna að setja hækkunar klossana í að framan og lata hjólastilla. Er pínu geðklofin gagnvart pallinum mætti vera lengri en svo er lika ágæt að vera ekki á lengri bíl en þetta :)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Ford F150

Postfrá íbbi » 11.nóv 2022, 06:48

já er ekki 5.5ft pallur á þessum? þeir eru eiginlega of stuttir, áður fyrr voru bara tvær staðlaðar stærðir 6.5 og 8ft, sem voru alveg alveg ideal stærðir, savo upp úr 03/04 þá fóru 1500/150 bílarnir að koma með extra stuttum pöllum, þegar það fór að verða normið að þeir væru crew cab í stað extra cab þá styttu þeir palllana um því sem nam lenginguni á húsinu
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Ford F150

Postfrá elli rmr » 27.des 2022, 13:34

Jú 5.5pallur en verandi uppalinn á japana þá er það ekki svo slæmur pallur ;)... en að bílnum hann kemur skemtilega á óvart í vertarfærðini sem er hér á suðurlandi og hef ég farið vegi sem reyndu töluvert á drifgetu og þægindi bíls og kom hann vel út í þeim samanburði
Viðhengi
20221217_083508.jpg
20221217_083508.jpg (3.72 MiB) Viewed 3850 times
20221224_090900.jpg
20221224_090900.jpg (3.99 MiB) Viewed 3850 times
20221217_154154.jpg
20221217_154154.jpg (3.65 MiB) Viewed 3850 times
20221225_111800.jpg
20221225_111800.jpg (3.38 MiB) Viewed 3850 times


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir