Síða 1 af 2

GMC Sierra Loka metrarnir.. samantekt"

Posted: 08.jún 2021, 00:16
frá íbbi
ég hef nú verið í hálfgerðu þagnarbindindi hérna að undanförnu.. ekki af ásettu ráði þó

má nú samt til með að lauma hérna inn einu kvikindi sem ég "hrasaði" um fyrir nokkrum dögum.

þetta er 00 árg ag gmc sierru, z71 með 5.3

það sem er kannski merkilegast með þennan er að hann er ekki ekinn nema 84þús, og það km en ekki mílur. ég keypti hann af eldri manni sem hafði átt hann í á annan áratug, og aðeins keyrt hann 40þús á þeim tíma.

það þarf nú samt að sinna honum aðeins, smá ryðviðgerðir og það er farið að sjá á útlitinu á honum, en þetta er alveg lygilega óslitið, innréttingin er nánast eins og ný.

þessi kemur til með að leysa fordinn af sem vinnusnattari.

Re: GMC Sierra

Posted: 08.jún 2021, 14:27
frá Óskar - Einfari
21 árs bíll ekinn innan við 90k km er bara trítilmagnað. Þetta er heldur betur fengur :)

Re: GMC Sierra

Posted: 08.jún 2021, 19:31
frá íbbi
já lygilega lítill akstur, og sömuleiðis bara 2 eigendur í 21 ár, þar af sami í 16 ár

fyrir svona nörda eins og mig er þetta auðvitað algjört gull, en eins og ég sagði þá þarf nú að sinna honum dáldið, svona svo hann lúkki nú eins og molinn sem leynist þarna undir. en svo framarlega sem því er sinnt þá getur þetta orðið algjört eintak

Re: GMC Sierra

Posted: 12.jún 2021, 17:28
frá olei
Flottur bíll, GM gæðin leyna sér ekki. Til hamingju með gripinn.

Re: GMC Sierra

Posted: 12.jún 2021, 17:41
frá jongud
ÚFF maður !
LS mótorarnir komnir á kosningaaldur!

Re: GMC Sierra

Posted: 15.jún 2021, 18:44
frá íbbi
hehe gm gæðin!

takk fyrir.

það er reyndar sorglegt með þennan bíl. að hann væri ryðlaus ef hver sem breytti honum í upphafi hefði ekki borað bæði kantana og stigbrettin í með sjálfsnittandi skrúfum.. sem er aðgferðafræði sem ég hreinlega skil ekki, en rekst stanslaust á.
breytingaferlið á raminum hjá mér byrjaði m.a þegar ég komst af því að köntunum á honum virtist aðalega vera haldið á honum af hulduefni (dark matter)

eftir að hafa skoðað undir kantana á þessum sýnist mér að hann sé nokkuð góður undir köntunum, en það mætti klárlega kippa þeim af og sinna nokkrum stöðum svona til að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram. og á einum stað' myndi ég segja að það þyrfti orðið að bæta aðeins.

stigbrettin á honum eru skrúfuð upp í ytri sílsana með ryðfríum skrúfum.. og hafa valdið töluverðu tjóni á öðrum sílsanum. hinn virðist ennþá vera góður. mér sýnist samt á öllu að ryðið sé staðbundið og nóg að smíða bætur í þetta. en ekki að skipta út sílsanum. innri sílsinn sýnist mér vera stráheill báðu meginn, og í þessum bílum þá er það frekar óvanalegt, en sílsarnir á þessum bíæum ryðga eins og fátt annað

það þyrfti líka að breyta honum almennilega að framan, hann er hækkaður á fjöðrum að aftan og með hjálparpúða, og skrúfaður í botn að framan, sem er álíka skemmtilegt í praxis og maður myndi halda. það þyrfti að lækka klafana niður í honum. verandi amerískt fæst þetta allt í settum og ég reikna með að fara þá leið, þótt dýrt sé.

annars er ég bara búinn að vera reyna smala saman þeim hlutum sem ég hef fundið að honum. bremsurnar á honum eru allar nýjar, en bíolnum hefur verið ekið svo lítið undan farin ár að þær voru allar orðnar hálf fastar og diskarnir ryðgaðir, hlerinn á honum opnaðist ekki, og eftir að hann opnaðist þá lokaðist hann ekki. ég tók ekki eftir því fyrr en ég vat hálfnaður vestur á honum að það vantaði afturrúðuna í hann, eins furðulegt og það kann að hljóma. en það var búið að troða eh plexiglerplötu í staðin. svo þarf að fá rafmagnrúðumótor í hann farþegameginn.

ég datt niður á rúðu hérna heima, og það helvíti flotta rúðu, original GM með rafdrifnum afturglugga og retrofit takka með lúmi og öllu, rúðumótor og allt inn í afturhleran er á leiðini frá móðurlandinu,

ég spændi niður felgurnar á honum, þær höfðu ekki verið þrifnar árum saman, og fyrri eigandi var mjög hreinskilinn með það að hann skildi ekki alveg conceptið me'ð að vera þrífa felgur.. ég reikna með að mála þær, nema ég finni nennuna í að pólera þær. svo er ég búinn aðm vera dunda við að þrífa hann og bóna. ég held að ég sé búinn að skola af honum svona hálft kíló af mosa, en hann var allur mosavaxinn, í gluggalistum, speglunum, bakvið húsið og undir honum

já það er ótrúlegt hvað LS mótorarnir eru að verða gamlir, ég gerðist svo frægur að búa mér til einn slíkann frá grunni, pantaði nýja shortblock, custom smíðuð hedd og flr og flr í camaro sem ég gerði upp. ég var einmitt að hrista hausinn yfir því að það eru komin 15 ár síðan

Re: GMC Sierra

Posted: 17.jún 2021, 04:20
frá juddi
Er þetta ekki bíllinn sem slökviliðið átti

Re: GMC Sierra

Posted: 17.jún 2021, 12:33
frá íbbi
nei, sá sem átti hann á undan mér var í einhverju gröfubrasi og notaði bílinn til að draga bobcat, minnir að han hafi sagt upprunalega eigandann vera flugvirkja

Re: GMC Sierra

Posted: 22.jún 2021, 22:52
frá StefánDal
Glæsilegt eintak!
En ég man eftir þræði á öðru spjalli þar sem þú varst að smíða ls mótor. Það geta bara alls ekki verið 15 ár síðan. Þú ert kannski orðinn gamall en ekki ég!

Re: GMC Sierra

Posted: 21.nóv 2021, 21:32
frá íbbi
jæja er ekki tilefni í smá update.

ég hef verið afskaplega latur við að sinna einkaverkefnum þetta árið.. tók mér hálfgert bras frí eftir að hafa klárað hús síðasta vetur og selt, en það gengur auðvitað ekki endalaust.

er byrjaður að græja mér vinnuaðstöðu aftur, og sendi raminn í heimavist meðan ég sinnti aðstöðuni, og svona fyrst að hann er ekki á svæðinu þá ætla ég að drífa gemsann af, svona þar sem hann er actually í fullri notkun

ég byrjaði á að skipta um afturrúðu, í fór orginal GM; retrofit rúða með rafdrifinni miðjurúðu, það kom með þessu loom og orginal takki,

fjórhjóladrifið í honum var með stæla. fyrst átti hann það til að vilja ekki fara úr drifunum ef maður hafði sett hann í þau. svo fór hann að taka upp á því að skella sér sjálfur í lágadrifið upp úr þurru, sem getur verið í besta falli hræðilegt við ansi margar aðstæður.
ég sá að fyrri eigandi var búinn að skipta út mótornum við drifið og nemanum á millikassanum, sem eru svona stöluð viðhalds item í þessum bílum. eftir smá gúggl þá ákvað ég að prufa skipta út takkaborðinu sjálfu inn í bíl, það reyndist vera meinið og þetta virkar allt sem skyldi á eftir.

abs kerfið í honum var búið að vera með stæla, hann s.s abs'aði/titraði þegar maður bremsaði, þetta gat verið djöfull slæmt og oft erfitt að stoppa bílinn, lenti m.a í því að vera óþægilega stutt frá því að bókstaflega keyra inn í verslun. fyrri eigandi sagði að það væri loft í abs deilinum, sem ég var skeptískur á, kippti abs kerfinu úr sambandi og þá virkuðu bremsurnar fínt, eftir gúggl og pælingar þá grunar mig að þetta liggi í oxun í kring um abs nemana út við hjól að framan, hún hefur verið að valda því í þessum bílum að skynjararnir séu út á túni en gefi enga villukóða. ég er búinn að skipta þeim út, en á eftir að prufa bílinn

ég tætti undan honum stigbrettin til að skoða skaðann, sílsinn farþegameginn er nokkuð góður en hinum .þarf að skipta út komplett. ég ákvað að vera grand á því og pantaði þá báða ásamt hliðini á húsinu/horninu v/m. mér svelgdist svo á kaffinu mínu þegar ég sá að sendingakostnaður fyrir þessa hluti var rúmir 1000 dollarar og það í gegn um myus, ég ákvað að láta mig hafa það og nokkrum dögum seinna birtist pósturinn hérna með kassa sem leit helst út fyrir að hafa verið utan af stærðarinnar dýnu, ég hinsvegar var hálf hissa þegar ég opnaði kassann og sá mér til mikillar furðu að hann var mestmegnið tómur, í honum var bara hægri sílsinn, sem var nú minnsta stykkið af þessu, þegar ég fór að grafa eftir þessu kom æi ljós að flutnings aðilinn úti týndi 2/3 af sendinguni. sem stendur benda þeir bara á hvorn annan í hringi og ég sé ekki fyrir mér að fá neitt út úr þessu.

ég keypti í hann hækkunarset til að breyta honum almennilega að framan, s.s klafasíkkunarsett. það færir klafana og drifið sjálft niður, auk þess færir það hjólin utar, en þessir bílar eru einhverja hluta vegna mjórri á milli hjóla að framan, eg slakaði bílnum niður í gær, ég ákvað að skipta út öllum slitflötum í framendanum fyrst ég var að þessu, auk þess setti ég stýrisdempara í hann.
ég hækkaði bílinn upp um 10cm, en það er lægsta hækkunin sem er í boði fyrir þessa bíla sem síkkar klafana. ég er mjög ánægður með hæðina á honum, ég gat slakað nánast alveg á vindustöngunum, ég geri ráð fyrir því að 37" fljúgi undir hann

í leiðini skipti ég um efri spyrnur, innri og ytri stýrisenda, spindilkúlur hjólalegur og abs hringi

svo þarf ég að henda í hann rúðuupphölurum og nýjum læsingum í hlerann, það er allt komið og bíður upp í hillu

til gamans má geta að þegar ég keypti bílinn þá átti hann að vera á nýjum dekkjum, þegar ég kom suður að skoða bílinn sá ég að nýju dekkin voru wild country sem að mér best vitandi hafa ekki fengist í þó nokkur ár. eftir að hafa lesið kóðann á þeim sá ég að dekkin voru framleidd í ágúst 2005, nú er ég auðvitað ekkert heilagur í þessu, eða neinn sérfræðingur um dekk en mér finnst það nú ekki nýtt. ekki nýlegt heldur jafnvel

kveðja af vesturvígstöðunum!

Re: GMC Sierra

Posted: 21.nóv 2021, 21:41
frá íbbi
rúðan góða.. og kassinn auðvitað!

Re: GMC Sierra

Posted: 21.nóv 2021, 21:45
frá íbbi
eitthvað fannst mér vanta upp á hljóðið í honum, ákvað í gamni að prufa smíða mér kút. sem kom síðan bara ljómandi vel út. nú búbblar hann eins og v8 bíll á að gera.
ég hugsa að ég eigi nú eftir að smíða fleyri svona fyrir forvitnina, breytti einnig endanum á pústinu

Re: GMC Sierra

Posted: 24.nóv 2021, 22:45
frá svarti sambo
Helvíti hart að þurfa að borga svona mikið fyrir flutning á lofti.
En vantar ekki ennþá einn pakka ?

Re: GMC Sierra

Posted: 24.nóv 2021, 22:57
frá Sævar Örn
Leitt að heyra af þessu klúðri með sendinguna, ég hef afstýrt svona katastrófu með því að biðja um góðar myndir af pörtunum sem þeir taka upp úr kössunum hjá MyUS, kostar 2 dollar fyrir hvern hlut ef ég man rétt og hefur komið sér vel í tvö skipti hjá mér.

Þeir eru einnig liðlegir með að setja minni hluti í minni kassa ef sending innan USA er sett í bjánalega stóra kassa (Sem er algengt).

Re: GMC Sierra

Posted: 24.nóv 2021, 23:37
frá íbbi
já grautfúlt, það verður að segjast

það vantar ekki fleyri pakka, og eina "lausnin" sem er hægt að keyra eftir er að þeir bæti mér stykkin, en þá þarf ég að flytja þau heim aftur fyrir aðra álíka upphæð. sem ég efa hreinlega að ég ætli að standa í. ég held að ég smíði þetta bara upp sjálfur


já ég keypti svona myndir, þetta fór bara framhjá mér.

Re: GMC Sierra

Posted: 03.des 2021, 21:12
frá íbbi
þá er þessi farinn að rúlla um á nýja hjólabúnaðinum. bíllinn er gerbreyttur í akstri, dáldið stífur en fjöðrunin er löng og virkar vel

það er eitthvað smá klúnk í honum að framan þegar ég beygji með hann í framdrifinu. þarf að kíkja á það

abs kerfið komið í lag. rúðuupphalarar og hleri um helgina

Re: GMC Sierra

Posted: 04.des 2021, 00:04
frá svarti sambo
Er hann að hoppa til eða er þetta kannski bara kross.
Færðu alveg frið með þessa endurskoðun.

Re: GMC Sierra

Posted: 04.des 2021, 01:45
frá íbbi
ég hef ekki alveg myndað mér skoðun á hvað þetta kann að vera, m.v það littla sem ég hef keyrt bílinn þá virðist þetta vera bundð við að hann sé í drifunum, kemur bara fram í fullri beygju. ég hendi honum upp á liftu næstu daga og reyni að finna þetta.

skoðunnin er í vinnslu ;D hann var kominn fram yfir þegar ég keypti hann, án þess að það sé gild afsökun, en hann er að verða tilbúinn í skoðun


rúðuupphalarar og mótorar komnir í!

Re: GMC Sierra

Posted: 05.des 2021, 20:57
frá íbbi
skipti um um allt sem hægt er að skipta um í hleranum, læsingarnar læsingarteinana, handfangið, strappana og stykkin sem halda hleranum við bílinn

nú fer að líða af því að maður geti farið að ryðbæta

Re: GMC Sierra

Posted: 06.des 2021, 08:19
frá birgthor
Mikið finnst mér þetta klúnk líklegt til þess að vera öxulliðslegt.

Annars er þessi bíll hrikalega snyrtilegur hjá þér, vel gert.

Re: GMC Sierra

Posted: 06.des 2021, 09:43
frá íbbi
Öxulliður væri nú ekki ókunnugt í svona bíl,. En yrði hissa ef þetta hljóð væri slíkur, hann var líka í lagi fyrir.

Re: GMC Sierra

Posted: 07.des 2021, 18:19
frá birgthor
Heyrist þetta nokkuð þegar þú bakkar í framdrifi?

Re: GMC Sierra

Posted: 08.des 2021, 00:13
frá íbbi
þetta virðist heyrast þegar hann er hreyfður í fullri beygju í hvora áttina sem það er.

þetta hljóð byrjaði ekki fyrr en eftir samsetningu, þannig að þetta liggur væntanlega þar

Re: GMC Sierra

Posted: 01.jan 2022, 07:25
frá íbbi
gleðilegt ár..

þessi er búinn að rúlla um göturnar með fulla skoðun, sá á memory á fb að ég lét skoða hann sama dag og raminn hafði verið skoðaður 4 árum fyrr eftir upprunalega snýtið.

nú er bara að fara sinna útlitinu á honum eitthvað áður en maður mætir í bleyjuskipti pakkann aftur

Re: GMC Sierra

Posted: 10.feb 2022, 00:43
frá íbbi
þessi er búinn að vera góður síðustu daga


Re: GMC Sierra

Posted: 10.feb 2022, 00:54
frá íbbi

Re: GMC Sierra

Posted: 27.sep 2022, 00:27
frá íbbi
jæja er ekki kominn tími á smá uppfærslu.

ekkert að frétta af ram því miður. við fjölguðum mannkynininu í vor og því hefur tími í bílastúss verið eitthvað takmarkaðari en vanalega.

með það í huga að fara komast í raminn aftur þá var gmc drifinn í langþráðar ryðbætingar. þegar þetta er skrifað þá er ég búinn að skipta um sílsa á honum bílstjórameginn. smíða upp afturhornið á húsinu sömu meginn ásamt fleyru tilfallandi. stefnan var að taka báða sílsana og brettabogana beggja vegna að aftan. sílsinn hinu meginn er mun betri og því ekki jafn mikil vinna þar (svo ég viti)

eins og sumir muna kannsiki þá keypti ég öll þessi stykki á hann og flest af því týndist svo, fékk bara sílsann farþega meginn,
ég ákvað að nota hann bílstjórameginn, þegar nánar var skoðað þá var töluverður munur á þeim þar sem bíllinn er 3dyra og þessi sílsi erði ráð fyrir að falla inn í hirðafals alla leið. auk þess er sílsinn b-meginn samsettur við miðju þar sem fremri parturinn fer undir það sem gæti talist sem afturbretti/horn á húsinu.

ég fór þá leið að skera sílsann í sundur í þær lengdir sem báðar einingar voru. svo þurfti að bera hann aðeins til og breyta gráðum á honum til að aðlaga hann að því að vera settur röngu meginn. fremri partinn sauð ég svo við eininguna sem er undir aftari helmingin og gat þá skilað honum eins og hann átti að vera, aftari helminginn skeytti ég svo saman við brettið.

innri sílsinn var orðinn töluvert illa farinn, ég skar neðan af honum mestum og smíðaði botnin á hann ásamt einhverjum bótum.

hornið á húsinu var svo gott sem horfið af, sem var hálfgerður hausverkur þar sem það er töluvert af boddylínum þarna þar sem sílsinn "feidar" út eftir að hafa legið yfir myndum af öðrum bílum og viðgerðastykkjum þá held ég að mér hafi tekist að smíða þetta eins því ber að vera.

Re: GMC Sierra

Posted: 27.sep 2022, 14:14
frá íbbi
felgurnar fengu smá make over

Re: GMC Sierra

Posted: 28.sep 2022, 08:27
frá Járni
Glæsilegt, pússaðir þú felgurnar niður og sprautaðir svo?

Re: GMC Sierra

Posted: 28.sep 2022, 11:45
frá íbbi
já, spændi felgurnar bara niður með vírbursta á rokk/loftfræs og spreyjaði svo með lakki sem má fara á bert ál. þetta var nú barahugsað sem tímabundin redding, tók ekki dekkin af eða neitt. en það er alveg merkilegt hvað þetta getur náðst vel engu síður

Re: GMC Sierra

Posted: 02.okt 2022, 23:43
frá íbbi
sleit kantinn af, ágætis veisla í gangi þarna undir

samt sem áður, þá hef ég nú séð það verra undan köntum,

Re: GMC Sierra

Posted: 09.okt 2022, 19:43
frá íbbi
öllu skárra

Re: GMC Sierra

Posted: 24.okt 2022, 00:05
frá íbbi
þá var hjólboginn næstur á dagskrá. innrikanturinn sem kemur niður úr hjólaskálini var orðinn af hálfgerðu kexi, þannig að ég skar ytra byrðið frá, smíðaði upp þann innri og smíðaði svo nýjann ytri kant.

þá er þessari hlið lokið. og við tekur sama hamingja hinu meginn, þó sílsinn sé nú skárri

Re: GMC Sierra, krabbameinsmeðferð

Posted: 20.jan 2023, 21:27
frá íbbi
þá er þetta alveg að verða til hinumeginn,

kanturinn þar reyndist þvert á það sem ég hélt í fyrstu vera töluvert verri en hinn, neðri parturinn á honum var svipaður 10-12cm bútur ryðgaður af ca upp af boddýlínuni. sílsinn þarnameginn framan við hjólaskál var svo mestur farinn.

efri parturinn og innri kanturinn/endinn á hjólakskálinni var hinsvegar alveg farinn ca 25mm upp.

en.. þrátt fyrir að manni gefist nú ekki mikill tími til að sinna þessu (föstudagskvöld..) þá er þessu að ljúka, ég tók engar fyrirmyndir af þessari hlið

svo er það seinni sílsinn.. sem ég lifi í vonini um að sé sá skárri, hann er amk ennþá til staðar undir bílnum, það er þó eitthvað

Re: GMC Sierra

Posted: 21.jan 2023, 17:03
frá Elvar Turbo
Flott vinnubrögð hjá þér

Re: GMC Sierra

Posted: 29.jan 2023, 21:35
frá íbbi
takk fyrir það.


í fyrradaga var föstudagur, þá er kíkt á kvikindið

nú er hjólaskálinn að mestu búin, og þ.a.l best að ath hvort kanturinn passi ekki á, hann gerði það nú af mestu leyti, ég þarf aðeins að kíkja á botninn á aftari endanum kanturinn liggur ekki alveg rétt við þar.

þetta er vesenið þegar að stykkið sem á að smíða er búið að yfirgefa bílinn þegar maður ætlar að endurskapa það. en þess utan er ég bara kátur með þetta

Re: GMC Sierra

Posted: 04.feb 2023, 01:37
frá íbbi
jæks..

eftir að hafa fagnað gríðarlegum árangri í að fjarlægja tektílinn af hinum sílsanum, þá tók nú ekki betra við undir honum

ég held að ég skipti nú bara um hann, það þarf að fara aðeins í innri sílsann líka

nú þarf að breinstorma aðeins um hvernig ég smíða mér bakka til að stensa þessar rillur í stykkið. hugsa þetta um helgina

Re: GMC Sierra

Posted: 07.feb 2023, 20:03
frá StefánDal
Heppinn! Nú geturu notað beygjuvélina/valsinn :D

Re: GMC Sierra

Posted: 10.feb 2023, 10:29
frá íbbi
Það er nú búið að brúka það apparat slatta í þessu verkefni, sílsinn hinsvegar er nú bara einhverstaðar í pósti a.t.m

Re: GMC Sierra

Posted: 16.feb 2023, 23:08
frá íbbi
þessi fíni sílsi mættur í hús. það var þjófstartað aðeins og byrjað að toga hinn undan