Síða 1 af 1

Grand Cherokee 2000

Posted: 12.júl 2020, 21:56
frá Eiríkur Örn
Eftir fjöldamörg (alltof mörg) ár af jeppaleysi ákvað ég að ráða bót á því í vetur. Eftir að hafa skannað hvað var í boði á mínu verðbili ákvað ég í samráði við vin minn að kaupa óbreyttan Grand Cherokee (1999-2004 árg.) og breyta honum fyrir 38" dekk. Eftir smá leit fannst einn þokkalega ryðlítill 4.0 lítra bíll.
83907833_197801891623232_8771166792958607360_n.jpg
83907833_197801891623232_8771166792958607360_n.jpg (159.62 KiB) Viewed 8925 times


Markmiðið var að hafa bílinn eins lágan og hægt er og því var byrjað að skera úr að framan
87424391_619787905259244_2825926792429174784_n.jpg
87424391_619787905259244_2825926792429174784_n.jpg (208.88 KiB) Viewed 8925 times

87418475_2427946710638554_1065727638363963392_n.jpg
87418475_2427946710638554_1065727638363963392_n.jpg (110.27 KiB) Viewed 8925 times


Meðal annars þurfti að skera talsvert mikið af neðri hurðarlömum
87729889_193346285277534_153168145912168448_n.png
87729889_193346285277534_153168145912168448_n.png (876.01 KiB) Viewed 8925 times

91183725_1062445130790453_139631542866542592_n.jpg
91183725_1062445130790453_139631542866542592_n.jpg (134.68 KiB) Viewed 8925 times


Síðan þurfti að sjóða í götin...
IMG_20200326_212118427.jpg
IMG_20200326_212118427.jpg (2.98 MiB) Viewed 8925 times

IMG_20200326_212032375.jpg
IMG_20200326_212032375.jpg (2.45 MiB) Viewed 8925 times

IMG_20200326_212028683.jpg
IMG_20200326_212028683.jpg (3.18 MiB) Viewed 8925 times


Settum 3ja mm járn í svæðin sem þurfa meiri burð og styrk
91240578_812105425949030_3976379983625977856_n.jpg
91240578_812105425949030_3976379983625977856_n.jpg (88.24 KiB) Viewed 8925 times


Næstum því búið að koma öllu fyrir í húddinu
94102556_476517479731998_8777027245769228288_n.jpg
94102556_476517479731998_8777027245769228288_n.jpg (166.32 KiB) Viewed 8925 times


Svo var hann tekinn út og snúið við í skúrnum. Þarna átti eftir að full klippa úr frambrettunum
94392666_828251191017973_6745270864494723072_n.jpg
94392666_828251191017973_6745270864494723072_n.jpg (93.76 KiB) Viewed 8925 times


Þar sem hásingin var færð 13 cm aftur þá var ekki pláss fyrir bensíntakninn og því var varadekkshólfið skorið úr og tank úr ZJ bíl komið fyrir
96245522_2734172390246254_5486869494288613376_n.jpg
96245522_2734172390246254_5486869494288613376_n.jpg (71.77 KiB) Viewed 8925 times


Orginal bensíndæla úr ZJ talar við tölvuna í WJ og því var hún notuð og bónusinn við það er að það er sía innbyggð í ZJ dæluna og því var hægt að taka síuna úr bílnum og tengja lögn frá dælu í staðin
83339031_755067538644747_1305426593613015076_n.jpg
83339031_755067538644747_1305426593613015076_n.jpg (63.06 KiB) Viewed 8925 times


Smíðuðum gjarðir til þess að hengja tankinn upp
104728226_3076969212424672_9174287265607687261_n.jpg
104728226_3076969212424672_9174287265607687261_n.jpg (132 KiB) Viewed 8925 times


og svo var sett lok í skottið
IMG_20200627_132415969.jpg
IMG_20200627_132415969.jpg (3.37 MiB) Viewed 8925 times


Í stað þess að færa stífufestingar á bílnum voru stífurnar lengdar, þar sem ég átti fjórar neðri stífur þá var tvemur skeitt saman til þess að gera eina langa
IMG_20200531_144235661.jpg
IMG_20200531_144235661.jpg (3.99 MiB) Viewed 8925 times


Til þess að lengja efri stífuna þá hannaði yfirsmiðurinn lengingu á orginal stífuna þannig að hægt væri að notast við allar upprunalegu festingarnar
IMG_20200531_154102953.jpg
IMG_20200531_154102953.jpg (3.82 MiB) Viewed 8925 times


Hásingin að verða komin á framtíðarstaðsetninguna sína
IMG_20200531_130606778.jpg
IMG_20200531_130606778.jpg (3.41 MiB) Viewed 8925 times


og byrjað að skera úr
IMG_20200531_160218270.jpg
IMG_20200531_160218270.jpg (2.71 MiB) Viewed 8925 times


Við úrklippingu bílstjóramegin að framan kom í ljós svolítið af ryði í hvalbaknum gólfinu undir pedölunum á meðan bíllinn var ryðlaus farþegamegin. Þegar skorið var úr að aftan var það sama sagan, ryð bílstjóramegin en ekki farþegamegin. Við uppflettingar kom í ljós að bíllinn er fluttur inn 2003 frá Bandaríkjunum sem tjónabíll, en þar sem tjónið er ekki hér á landi kom ekkert upp við uppflettingu í tjónaskrá. Ryðið var sem betur fer skorið í burtu að mestu leiti en í hurðarfalsinu þurfti að skipta um smá bút.
103294916_639250330268148_3814546669479202791_n.jpg
103294916_639250330268148_3814546669479202791_n.jpg (91.13 KiB) Viewed 8925 times
104242391_287936012251347_1975374731480878337_n.jpg
104242391_287936012251347_1975374731480878337_n.jpg (107.28 KiB) Viewed 8925 times

104276404_3382128371832225_3978476093656532375_n.png
104276404_3382128371832225_3978476093656532375_n.png (1.26 MiB) Viewed 8925 times


Innribrettin voru keypt völsuð eftir máta frá blikksmiðju
104124986_268228644447086_9190707053130580714_n.jpg
104124986_268228644447086_9190707053130580714_n.jpg (121.79 KiB) Viewed 8925 times

103949286_563190527713386_6578869607398287186_n.jpg
103949286_563190527713386_6578869607398287186_n.jpg (65.17 KiB) Viewed 8925 times


Gormaskálarnar og balance-stangar festingar voru færðar aftur um 13 cm en demparafestingar látnar eiga sig, dempararnir eru í staðin lóðréttir eftri breytingu.
IMG_20200616_144421177.jpg
IMG_20200616_144421177.jpg (4.46 MiB) Viewed 8925 times


Kanntar voru svolítill höfuðverkur þar sem hefðbundnu 38" kanntarnir pössuðu ekki enda eru þeir hugsaðir fyrir upphækkaða bíla. Eftir vangaveltur og kanntamátanir duttum við inná L200 kannta frá aldamótum og sáum að það væri hægt að láta þá ganga
106212076_673742139871073_1360986829383428482_n.jpg
106212076_673742139871073_1360986829383428482_n.jpg (101.26 KiB) Viewed 8925 times

106529641_274517800452077_8502479233096232089_n.png
106529641_274517800452077_8502479233096232089_n.png (2.08 MiB) Viewed 8925 times


Að lokum náðist hann út úr skúrnum rétt í tíma fyrir sumarfríið og svona lítur hann út núna
IMG_20200706_161104129.jpg
IMG_20200706_161104129.jpg (4.81 MiB) Viewed 8925 times


Líkt og með aðra jeppa þá er þessi ekki nærri klár þótt hann sé kominn í notkun. Fyrir sumarfríið settum við upphækkunarklossana sem voru í honum aftur í þannig að hækkunin er um 3 cm í augnablikinu. Í haust verður skipt um hásingar og hlutföll, D44 úr WJ að aftan og D30 high pinion úr Wrangler að framan. Einnig stendur til að setja 2-2,5" lengri gorma og dempara og taka klossana úr. Þá verður hækkunin 2-2,5" í akstursstöðu en 0" í samslætti.

Allan heiðurinn af breytingunni á síðan vinur minn, ég tók aðallega að mér að vera fyrir.

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 12.júl 2020, 22:31
frá draugsii
Flottur

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 12.júl 2020, 23:10
frá gislisveri
Flott vinnubrögð

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 12.júl 2020, 23:30
frá jeepcj7
Töff græja

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 13.júl 2020, 00:05
frá íbbi
alltaf gaman að sjá svona build þræði

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 13.júl 2020, 00:36
frá scweppes
Hrikalega flottur

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 13.júl 2020, 01:30
frá Axel Jóhann
Ekki lengi gert, bara vaðið í þetta! Ansi flott bara.

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 13.júl 2020, 08:05
frá jongud
Þetta er flott, ég fékk smá sjokk þegar ég sá úrklippuna úr hvalbaknum, en svo þegar ég las að þið settuð 3mm efni í gatið þá andaði ég léttara.
Það hefur verið svolítil umræða í vinahópnum um úrklippur úr hvalbökum, en mér sýnist allflestir gera þetta almennilega.

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 13.júl 2020, 12:50
frá Gisli1992
Hvar fær maður svona dekkjamáta hef séð marga með svona væri til í að eignast einn áður en ég fer að breyta bílnum mínum

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 18.júl 2020, 14:38
frá TDK
Þetta er mjög flott smíði. Gaman að sjá orginal stífu festingarnar notaðar og bílinn er virkilega flottur svona lár.

Re: Grand Cherokee 2000

Posted: 15.aug 2020, 16:42
frá Eiríkur Örn
Takk allir. Núna er ég búinn í sumarfríi og búinn að keyra bílinn svolítið og er bara nokkuð sáttur með hann, liggur vel í beygjum og ójöfnum en hlutföllin vantar tilfinnanlega, hann er frekar latur af stað en virkar vel þegar hann er kominn á snúning.


jongud wrote:Þetta er flott, ég fékk smá sjokk þegar ég sá úrklippuna úr hvalbaknum, en svo þegar ég las að þið settuð 3mm efni í gatið þá andaði ég léttara.
Það hefur verið svolítil umræða í vinahópnum um úrklippur úr hvalbökum, en mér sýnist allflestir gera þetta almennilega.


Já við reyndum að passa vel uppá að það væri nægur styrkur í öllu, sérstaklega í kringum hvalbakinn, frekar leiðinlegt að fá dekkið inní bíl ef svo óheppilega vill til að maður lendi í árekstri.


Gisli1992 wrote:Hvar fær maður svona dekkjamáta hef séð marga með svona væri til í að eignast einn áður en ég fer að breyta bílnum mínum


Dekkjamátinn var teiknaður upp af vini mínum fyrir þessa dekkja og felgu samsetningu. Síðan létum við skera hann út fyrir okkur og suðum hann saman.