Síða 1 af 6
					
				Tacoma 2005
				Posted: 01.des 2019, 15:43
				frá jongud
				Keypti þennan núna í nóvember. Ekin 139 þúsund mílur, stendur á 33 tommu dekkjum (285/75r16)
Varla einn depill af ryði í yfirbyggingunni.
			
		
				
			 
- DSC_4598.JPG (5.31 MiB) Viewed 219040 times
 Veit ekki með þessa kastaragrind, spurning um að bæta prófílengi á hana og drullutjakksgripum?
			
		
				
			 
- DSC_4600.JPG (5.51 MiB) Viewed 219041 time
 
			
		
				
			 
- DSC_4600.JPG (5.51 MiB) Viewed 219041 time
 Virðist vera ágætt viðhald á grindinni.
			
		
				
			 
- DSC_4601.JPG (5.11 MiB) Viewed 219039 times
 Einhverjir möguleikar á upphækkun eins og hann stendur núna.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 02.des 2019, 23:54
				frá íbbi
				til hamingju með þennan. þetta eru flottir bílar. gríðarflottir breyttir
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 16.feb 2020, 15:00
				frá jongud
				Skreið loksins undir hann til að athuga af hverju læsingin að aftan fer ekki á.
Allir pinnar í tenginu á læsingamótornum eru brotnir.
Svona á tengið að líta út
Nú er bara að athuga hvort svona 6-víra toyota kubbur sé eihversstaðar til.
Annars held ég að ég rífi læsingamótorinn úr fyrst til að athuga hvort hann virki yfirhöfuð.
Það kom fínn straumur inn að hinn kubbinn í tenginu, og hann var eftir bókinni eftir því hort læsingarrofinn var af eða á.
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 16.feb 2020, 15:04
				frá jongud
				Reyndar á tengið ekki að líta út eins og á neðstu myndinni, en það eiga allavega að standa pinnar upp úr botninum.
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 25.feb 2020, 17:02
				frá jongud
				Ný loftsía sett í enda sú gamla orðin skítug.
Gróf svo djúpt ofan í minnið á heilanum og fann nokkrar athugasemdir sem næstum því kveiktu vélarljósið. (lean, rich, random misfire)
Hreinsaði MAF skynjarann og ný kerti eru á leiðinni.
			
		
				
			 
- DSC_0590.JPG (189.67 KiB) Viewed 217742 times
 
			
		
				
			 
- DSC_0591.JPG (147.28 KiB) Viewed 217742 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 25.feb 2020, 17:03
				frá jongud
				Vel að merkja, það er ísóprópanól í spreybrúsanum, ekki tjöruhreinsir (sem færi örugglega illa í loftflæðiskynjara).
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 26.feb 2020, 19:55
				frá olafur f johannsson
				Fara með hann hingað og verður enþá skemmtilegri bíl á eftir.  
https://www.facebook.com/HPtunerIceland/ 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 27.feb 2020, 09:23
				frá jongud
				Pakki frá Summit kom loksins í gær.
Stjórntölvan henti kóðum eins og vitlaus væri niður í "djúpminnið" eftir að ég hreinsaði loftflæðisskynjarann.
Það er svona minni fyrir <ég var alveg að fara að kveikja vélarljósið út af þessu>
En kertin fara í ásamt smurolíu í öll þartilgerð göt.
			
		
				
			 
- zz-kerti.JPG (219.39 KiB) Viewed 217532 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 18.apr 2020, 09:36
				frá jongud
				Reif þessa af til að undirbúa næsta skref.
			
		
				
			 
- skref.JPG (304.72 KiB) Viewed 216924 times
  
			
					
				Tacoma 2005 smá skref
				Posted: 30.apr 2020, 18:48
				frá jongud
				Fékk þennan aftur eftir að honum var lyft upp um eitt hænuskref.
			
		
				
			 
- 4taco.JPG (186.03 KiB) Viewed 216518 times
 Fínasti frágangur
			
		
				
			 
- 3taco.JPG (98.77 KiB) Viewed 216518 times
 Boddífesting smíðuð upp á nýtt og færð aftar
			
		
				
			 
- 2taco.JPG (131.55 KiB) Viewed 216518 times
 Ég er mjög ánægður með fráganginn þarna
			
		
				
			 
- 1taco.JPG (189.09 KiB) Viewed 216518 times
  
			
					
				Tacoma 2005 smá skref
				Posted: 30.apr 2020, 18:49
				frá jongud
				Af hverju raðar þessi vefsíða ekki myndunum í réttri röð!!!
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 03.maí 2020, 15:04
				frá jongud
				Stytti aðeins stigbrettið að framan. Öll dekk stærri en 35-tommu hefðu líklega rekist í það.
			
		
				
			 
- 5taco.JPG (213.53 KiB) Viewed 216339 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 03.maí 2020, 15:29
				frá íbbi
				að minni reynslu þá þarf maður að setja myndirnar inn í öfugri tímaröð. 
flottur bíll annars. :)
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 19.maí 2020, 08:12
				frá jongud
				jongud wrote:Pakki frá Summit kom loksins í gær.
Stjórntölvan henti kóðum eins og vitlaus væri niður í "djúpminnið" eftir að ég hreinsaði loftflæðisskynjarann.
Það er svona minni fyrir <ég var alveg að fara að kveikja vélarljósið út af þessu>
En kertin fara í ásamt smurolíu í öll þartilgerð göt.
Þessi pakki hefur allavega gert eitthvað fyrir eyðsluna ásamt hreinsuninni á loftflæðiskynjaranum. Síðasti tankur var í 14,2 á hundraðið þar sem um þriðjungur var innanbæjar.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 19.jún 2020, 14:04
				frá jongud
				Smá innkaup og föndur, kapallinn kemur frá USA þrátt fyrir Covid, rg58 kaplar eru löngu úreltir
			
		
				
			 
- þþerast2.JPG (158.81 KiB) Viewed 215083 times
 
			
		
				
			 
- þþerast1.JPG (133.85 KiB) Viewed 215083 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 19.jún 2020, 14:08
				frá Hjörturinn
				Langar að benda á þetta: 
viewtopic.php?f=5&t=12301&p=63881#p63881allavega þess virði að pota aðeins í grindina þar sem mótorfestingarnar eru fyrst það er verið að gera þetta svona fínt :)
myndirnar dánar en svona leit þetta út:
			
		
				
			 
- 599344_10151188645612959_206035493_n.jpg (76.87 KiB) Viewed 215079 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 19.jún 2020, 16:33
				frá jongud
				Hjörturinn wrote:Langar að benda á þetta: 
allavega þess virði að pota aðeins í grindina þar sem mótorfestingarnar eru fyrst það er verið að gera þetta svona fínt :)
myndirnar dánar en svona leit þetta út:
Fínt að vita, ég er á biðlista hjá Classic Garage, ætla að láta þá fara yfir grindina frá A-Ö. Bið þá að kíkja á þetta sérstaklega.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 19.jún 2020, 16:36
				frá jongud
				Búinn að þræða loftnetskapalinn í. Loftnetsfestingin bíður betri tíma.
			
		
				
			 
- þak1.JPG (92.78 KiB) Viewed 215047 times
 
			
		
				
			 
- þak2.JPG (175.77 KiB) Viewed 215047 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 20.jún 2020, 18:35
				frá jongud
				Setti loftnetið upp í dag.
			
		
				
			 
- DSC_0631.JPG (78.8 KiB) Viewed 214946 times
 Útbjó spjald með málningarteipi öðrum megin til að grípa svarfið
			
		
				
			 
- DSC_0630.JPG (69.23 KiB) Viewed 214946 times
 Stakk spjaldinu undir klæðninguna og setti plastkubb til að kalda klæðningunni aðeins neðar
			
		
				
			 
- DSC_0629.JPG (143.64 KiB) Viewed 214946 times
 19 mm gat í toppinn
			
		
				
			 
- DSC_0628.JPG (150.29 KiB) Viewed 214946 times
 ryðvarnargrunnur kringum gatið og rispað undir til að klóin nái góðri jörð
			
		
				
			 
- DSC_0632.JPG (212.45 KiB) Viewed 214946 times
 Komið á.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 20.jún 2020, 18:36
				frá jongud
				...
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 20.jún 2020, 18:38
				frá jongud
				Og síðuHELV! raðar myndunum algerlega af handahófi!!
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 22.jún 2020, 17:48
				frá jongud
				Eitthvað meira að gerast.
			
		
				
			 
- DSC_0637.JPG (162.03 KiB) Viewed 214791 time
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 30.jún 2020, 09:05
				frá jongud
				Einhverntíman hafa upprunalegu brettakantarnir verið teknir af bílstjóramegin og kíttaðir aftur á.
Það verður einhver vinna og bölv við að þrífa þessa rönd af.
			
		
				
			 
- Taco1.JPG (174.27 KiB) Viewed 214114 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 30.jún 2020, 20:01
				frá elli rmr
				Það er reyndar ekki erfitt að taka kíttið af notar til þess svokallað strokleður fæst t.d í wurth til að setja í borvél skerð mertu hraukana af með góðu rakvélablaði/sköfublað ttekur svo restina með strokleðrinu
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 03.júl 2020, 11:35
				frá jongud
				Úr því að innribrettin eru í burtu er um að gera að vinna á ryðinu undir þeim.
			
		
				
			 
- 6taco.JPG (81.31 KiB) Viewed 213932 times
  
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 20.júl 2020, 14:47
				frá jongud
				Loksins  loksins...
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 21.júl 2020, 10:55
				frá jongud
				Já, 
loksins tilbúinn, sumt lætur maður fagmenn um.
En hann er svolítið hjárænulegur á þessum 33-tommu dekkjum nýklipptur og kanntaður.
			
		
				
			 
- 7taco.JPG (152.07 KiB) Viewed 213301 time
 
			
		
				
			 
- 8taco.JPG (219.64 KiB) Viewed 213301 time
 En svo kom í ljós að geymirinn var orðinn eitthvað mikið slappur, en Skorri h/f reddaði því með 4X4 afslætti.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 23.júl 2020, 21:04
				frá Járni
				Nau Nau! Tilbúinn í veturinn, vel tímanlega!
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 24.júl 2020, 08:11
				frá jongud
				Járni wrote:Nau Nau! Tilbúinn í veturinn, vel tímanlega!
Ekki alveg, vantar enn dekkjagang og svo er næsta skref lægri drifhlutföll, laga læsingu að aftan og lás að framan. Það verður líklega í sept-okt.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 24.júl 2020, 16:05
				frá Járni
				Nægur tími, súper verkefni!
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 28.júl 2020, 10:46
				frá jongud
				Loksins fannst efni í drullusokka, og þá er bara að snikka til og búa til festingar.
			
		
				
			 
- Taco4.JPG (297.14 KiB) Viewed 212824 times
 
			
		
				
			 
- Taco2.JPG (181.87 KiB) Viewed 212824 times
 
			
		
				
			 
- Taco3.JPG (275.45 KiB) Viewed 212824 times
 Var aðeins of graður á söginni, En styrking þarna hefði komið hvort eð er.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 07.aug 2020, 18:37
				frá jongud
				Ég hafði 
svooo rangt fyrir mér varðandi grindina.
Nuno hjá Classic garage gat reddað þessu og það kostaði sitt.
En hann sagði það hreint út að þetta væri ekki gott eintak af grind, og þó að aftari hlutinn hafi verið smíðaður upp af einhverjum sem kunni til verka, þá hafi viðgerðirnar framan til getað verið betur gerðar með límkítti. Suðurnar náðu ekkert inn í efnið. En hann setti sinn besta mann í að laga þetta og nú er hún í lagi.
jongud wrote:DSC_4600.JPG
Virðist vera ágætt viðhald á grindinni.
DSC_4601.JPG
 
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 08.aug 2020, 17:35
				frá jongud
				
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 12.aug 2020, 16:48
				frá Óskar - Einfari
				jongud wrote:Ég hafði 
svooo rangt fyrir mér varðandi grindina.
Nuno hjá Classic garage gat reddað þessu og það kostaði sitt.
En hann sagði það hreint út að þetta væri ekki gott eintak af grind, og þó að aftari hlutinn hafi verið smíðaður upp af einhverjum sem kunni til verka, þá hafi viðgerðirnar framan til getað verið betur gerðar með límkítti. Suðurnar náðu ekkert inn í efnið. En hann setti sinn besta mann í að laga þetta og nú er hún í lagi.
jongud wrote:DSC_4600.JPG
Virðist vera ágætt viðhald á grindinni.
DSC_4601.JPG
 
 
Gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
Þetta er hvimleiður andskoti þetta helvítis rið. Ég er að fara taka minn 2007 Hilux núna í vetur, bæði grind og body. Það er grátlegt að sjá hvernig þetta fer í saltpæklinum hérna á suður horninu. Maður verður bara hálfpartin reiður þegar maður sér orðið að það er verið að krydda göturnar stundum í 4 stiga hita. Bílaframleiðendur skilja ekki varahlutina sem íslendingar eru að panta út af riðskemmdum. Þetta er ekki svona annarstaðar. En það er ekkert annað að gera en að læra af þessu, hér eftir verður allt riðvarið hátt og lágt og þvegið.
 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 13.aug 2020, 09:55
				frá jongud
				Smávegis af góðum fréttum úr óvæntri átt.
Skatturinn endurgreiðir mér virðisaukann af grindarviðgerðunum hjá ArcticTrucks.
Ég var ekkert sérstaklega bjartsýnn af því að skráningin á þessum er "sendibíll" af því að hann ber meira en flestar aðrar Tacomur.
Ekki er ég að skilja hvernig Samgöngustofa skráir samskonar bíla af sömu árgerð sitt á hvað sem fólksbíla eða sendibíla.
Það fer þá önnur umsókn til skattsins vegna viðgerðarinnar hjá Classic Garage.
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 05.sep 2020, 13:54
				frá jongud
				
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 05.sep 2020, 13:58
				frá jongud
				Ég ætla að nota minni og nettari míkrafón, en hann er bara ekki enn kominn frá Kína þó ég hafi pantað hann í febrúar. 
(Af hverju skyldi það vera?)
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 07.sep 2020, 23:02
				frá Axel Jóhann
				Ég pantaði einmitt ýmislegt frá kína í febrúar, bara sumt af því skilaði sér núna um daginn, fékk reyndar allt saman endurgreitt.
			 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 06.okt 2020, 10:43
				frá jongud
				Stækkaði dekkin í dag, fór úr 33 í 37. En það er greinilega nóg pláss fyrir meira, allavega á breiddina, enda eru felgurnar bara 9-tommu breiðar
			
		
				
			 
- Mættur með farm af dekkjum
- Taco6.JPG (199.52 KiB) Viewed 210153 times
 
			
		
				
			 
- Ekki alveg eins hjárænulegur
- Taco5.JPG (468.92 KiB) Viewed 210153 times
 Þessar rauðu skreytingar á felgunum eru ívið of "flashy" fyrir minn smekk, en þetta verður vonandi bara þennan veturinn
lætmighafaþað,fordæmalausircovidtímar... 
			
					
				Re: Tacoma 2005
				Posted: 06.okt 2020, 18:40
				frá jongud
				Ég þarf að fara að koma þessum fyrir, Núna les ég mílur á klukkustund af hraðamælinum og margfalda með tveimur, og fæ þá réttan hraða (eða aðeins minna).
			
		
				
			 
- truspeed.jpg (96.85 KiB) Viewed 210090 times