Tacoma 2005
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
VÁ!
Maður hrökk við í símanum í dag.
Ég fór með jeppann í hjólastillingu, og það uppgötvaðist hjá ArcticTrucks að það var bara venjulegur 8.8 bolti í neðri fóðringunni á öðrum gormaturninum, þ.e. boltanum sem festir neðri hlutan við neðri spyrnuna.
Eins gott að hafa fagmenn í þessu sem taka eftir svona.
Hins vegar virðist Covid vera enn að hrekkja mann, það tók tvær vikur aukalega að fá allt sem til þurfti til að hjólastilla.
Maður hrökk við í símanum í dag.
Ég fór með jeppann í hjólastillingu, og það uppgötvaðist hjá ArcticTrucks að það var bara venjulegur 8.8 bolti í neðri fóðringunni á öðrum gormaturninum, þ.e. boltanum sem festir neðri hlutan við neðri spyrnuna.
Eins gott að hafa fagmenn í þessu sem taka eftir svona.
Hins vegar virðist Covid vera enn að hrekkja mann, það tók tvær vikur aukalega að fá allt sem til þurfti til að hjólastilla.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Nýkomin úr hjólastillingu með nýjar neðri-spyrnur. Einn spindil þurfti að rétta.
Sérskoðun strax eftir helgi.
Sérskoðun strax eftir helgi.
Re: Tacoma 2005
Er þessi bíll með boddíhækkun?
-haffi
-haffi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
TF3HTH wrote:Er þessi bíll með boddíhækkun?
-haffi
Já, það er 5cm boddíhækkun og smá klossar ofan á demparaturnunum, líklega 1 eða 1-1/2 tommu hækkun þar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Stór dagur í dag. Sérskoðun hjá Betri skoðun í Hafnarfirði.
Fékk 2021 miða. En smá hnipp vegna handbremsu (sjálfskipur bíll ! ) og aðeins of hátt lýsandi framljósa.
Ákvað í leiðinni að koma við á dekkjaverkstæðinu hjá ArcticTrucks af því að skjálfti í stýrinu hafði ekki lagast með nýjum spyrnum og hjólastillingu.
Þess vegna á maður að láta fagmenn sem eru vanir stórum dekkjum um allt yfir 33 tommum!
Eitt dekk var með allt of mikið blý og annað er líklega vírslitið. En þetta eru alger bráðabirgða/útsöludekk.
En þrátt fyrir að þeir hafi eiginlega gefist upp á einu dekki er enginn skjálfti lengur sem maður finnur fyrir.
Fékk 2021 miða. En smá hnipp vegna handbremsu (sjálfskipur bíll ! ) og aðeins of hátt lýsandi framljósa.
Ákvað í leiðinni að koma við á dekkjaverkstæðinu hjá ArcticTrucks af því að skjálfti í stýrinu hafði ekki lagast með nýjum spyrnum og hjólastillingu.
Þess vegna á maður að láta fagmenn sem eru vanir stórum dekkjum um allt yfir 33 tommum!
Eitt dekk var með allt of mikið blý og annað er líklega vírslitið. En þetta eru alger bráðabirgða/útsöludekk.
En þrátt fyrir að þeir hafi eiginlega gefist upp á einu dekki er enginn skjálfti lengur sem maður finnur fyrir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Maður fékk smá hroll þegar kom í ljós að annar spindillinn var boginn.
En eftir að hafa fengið hann réttan þá fór maður að athuga hvað væri hægt að gera í þessu, og þá er gott að vera á amerískum bíl
https://sdhqoffroad.com/products/spindle-gusset?variant=6919722926115
Þetta er allavega komið á óskalistann
En eftir að hafa fengið hann réttan þá fór maður að athuga hvað væri hægt að gera í þessu, og þá er gott að vera á amerískum bíl
https://sdhqoffroad.com/products/spindle-gusset?variant=6919722926115
Þetta er allavega komið á óskalistann
-
- Innlegg: 113
- Skráður: 12.okt 2011, 21:50
- Fullt nafn: Brynjar Hróarsson
Re: Tacoma 2005
svona styrkingar fást líka í Arctic trucks, þetta er algengt vandarmál og yfirleitt alltaf styrkt í 38 tommu og stærri breytingum.
Re: Tacoma 2005
Er þetta ekki sami hjólabúnaður að framan og í 120 krúser?
-haffi
-haffi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
TF3HTH wrote:Er þetta ekki sami hjólabúnaður að framan og í 120 krúser?
-haffi
Nei, það eru ekki sömu spyrnur og spindlar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Það er ekki verið að spara feitina þegar maður lætur ryðverja hjá Classic Garage.
En það er um að gera að hafa þetta almennilegt. Önnur tacoma er nýkomin út hjá þeim og það var jafnmikil vinna við hana og mína.
Ég sætti mig alveg við að það verði keimur eins og af blautri kindahjörð næstu vikurnar ef hann ryðgar minna.
En það er um að gera að hafa þetta almennilegt. Önnur tacoma er nýkomin út hjá þeim og það var jafnmikil vinna við hana og mína.
Ég sætti mig alveg við að það verði keimur eins og af blautri kindahjörð næstu vikurnar ef hann ryðgar minna.
-
- Innlegg: 1206
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Tacoma 2005
Þetta er orðið toppeintak!
Endilega láttu okkur vita hvort Fluid Film kindafýlan fari ekki alveg örugglega með tímanum. Ég er nefnilega að smíða jeppa og keypti tvo brúsa af þessu glundri til að sprauta í króka og kima. En eftir að hafa prufað það aðeins snérist mér nánast hugur...
Endilega láttu okkur vita hvort Fluid Film kindafýlan fari ekki alveg örugglega með tímanum. Ég er nefnilega að smíða jeppa og keypti tvo brúsa af þessu glundri til að sprauta í króka og kima. En eftir að hafa prufað það aðeins snérist mér nánast hugur...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2324
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
StefánDal wrote:Þetta er orðið toppeintak!
Endilega láttu okkur vita hvort Fluid Film kindafýlan fari ekki alveg örugglega með tímanum. Ég er nefnilega að smíða jeppa og keypti tvo brúsa af þessu glundri til að sprauta í króka og kima. En eftir að hafa prufað það aðeins snérist mér nánast hugur...
Hún fer með tímanum, ég setti 2 spreybrúsa á Land Cruiser 90 fyrir nokkrum árum og lyktin var farin eftir mánuð. Það tekur örugglega lengri tíma í froststillum eins og eru núna, en ég fann varla lykt þegar ég tók smá rúnt í gær. En ég myndi láta mig hafa hana í tvo þrjá mánuði bara af því að hún hindrar þetta ##!!!&%$## ryð!
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir