Tacoma 2005

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 26.júl 2023, 12:22

Ákvað að splæsa á hann prófílbeisli að framan, kemur vel, út og hægt að bolta það af ef vill.
Taco101.jpg
Taco101.jpg (178.2 KiB) Viewed 27916 times

Taco100.jpg
Taco100.jpg (141.36 KiB) Viewed 27916 times



User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 06.aug 2023, 08:29

OK, ef dekkjaverkstæðið hjá ArcticTrucks segir að dekk séu ekki góð þá er mark takandi á þeim. Þetta fór til fjandans hjá mér í gær.
Mér fannst það að vísu þurfa lengri tíma en hin þegar ég pumpaði í við Kjalveg, en asnaðist svo ekki til að tékka á loftinu í öllum dekkjum þegar ég stoppaði á Flúðum. Svo heyrði ég bara þegar þetta fór í tætlur 15 km. neðar.
Dekkjavesen.jpg
Dekkjavesen.jpg (246.95 KiB) Viewed 27701 time


bjornsnaer
Innlegg: 6
Skráður: 28.mar 2018, 17:18
Fullt nafn: Björn Snær

Re: Tacoma 2005

Postfrá bjornsnaer » 06.aug 2023, 18:21

Hvað eru þetta gömul dekk? Fóru þau svona vegna fúa heldurðu?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 07.aug 2023, 08:50

bjornsnaer wrote:Hvað eru þetta gömul dekk? Fóru þau svona vegna fúa heldurðu?


Ég veit ekki með aldurinn, ég keypti þau til að redda bílnum gegnum sérskoðun, og notaði þau sem sumardekk eftir að ég fékk mér 40-tommuna.
En Þegar ég fór með þau í ArcticTrucks til að fá betri ballanseringu þá gáfu þeir þeim falleinkunn. En maður ákvað að skrölta áfram á þeim.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 19.aug 2023, 09:05

JA HÉRNA !
Ég tók ekki eftir 4x í textanum hjá Aliexpress þegar ég var að panta mér rofa fyrir aukarafkerfið. enda var verðið fyrir 5 einingar innan við 2000 kall !
En ég á allavega nóg af rofum í það...
Viðhengi
Taco102.jpg
25 STK!
Taco102.jpg (120.1 KiB) Viewed 27371 time


FannarMar02
Innlegg: 1
Skráður: 27.aug 2023, 22:39
Fullt nafn: Fannar Már Jónsson
Bíltegund: Toyota tacoma 2008

Re: Tacoma 2005 smá skref

Postfrá FannarMar02 » 27.aug 2023, 22:51

jongud wrote:Fékk þennan aftur eftir að honum var lyft upp um eitt hænuskref.
1taco.JPG


Fínasti frágangur
2taco.JPG


Boddífesting smíðuð upp á nýtt og færð aftar
3taco.JPG


Ég er mjög ánægður með fráganginn þarna
4taco.JPG



Sæll, sma pæling með þennan þráð hjá þer, en hvernig er bíllinn hækkaðir upp og um hvað mikið?
Og hvernig og hversu stórir eru þessir brettakantar sem þú settir á hana?
Ég er ný búinn að eignast eina tacomu og er í breytingar hugleiðingum

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 28.aug 2023, 08:13

Bíllinn er hækkaður um 5cm. á boddíi og svo er einhver 1,5 - 2 cm álkossi ofan á stífuturnunum að framan sem einhver fyrri eigenda setti í. Brettakanntarnir eru 38- tommu kantar (stærstu og breiðustu) frá Formverk.
Þetta er ekki nóg fyrir 40 tommuna, ég þarf að hækka betur upp og snyrta kanntana eitthvað til. Hann nartar alveg djöfullega í þá svona.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 30.aug 2023, 11:09

Það er eitthvað með mig, Setrið og afturrúður. Hún fór í frumeindir á leiðinni umm afréttina upp í Setur 25. ágúst. Líklega af því að krækjan farþegamegin hefur hrokkið upp og rúðan byrjaða að glamra hálf-laus.
En þetta fæst úr tryggingunum.
afturrúða.jpg
afturrúða.jpg (159.14 KiB) Viewed 26382 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 03.sep 2023, 13:45

Ekki slæmt að geta fengið lánaðan varahlera frá öðrum Tacoma eigendum. Þessi er úr tilskornu plexigleri, svignar svolítið til, en fellur vel að.
Svo er bara að athuga hvort og hversu langan tíma tekur að útvega nýjan.
Taco103.jpg
Taco103.jpg (181.37 KiB) Viewed 25862 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.sep 2023, 18:27

Ég notaði sýninguna hjá Ferðaklúbbnum 4X4 til að finna hugmyndir hvernig best og snyrtilegast er að skera aukalega úr brettakönntum. Ákvað að vaða í málið í dag úr því að veðurspáin fyrir helgina breyttist.
Erfiðast var að hafa þetta eins báðum megin, enda varla neinn staður á köntunum sem hægt er að miða við svo vel sé.
IMG_20230921_173609092_HDR.jpg
Kemur bara snyrtilega út
IMG_20230921_173609092_HDR.jpg (5.54 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_173555174_HDR.jpg
Held að það sleppi að taka af innra plastinu þarna
IMG_20230921_173555174_HDR.jpg (5.3 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_173545024_HDR.jpg
Málningarteip notað til að rispa ekki útfyrir
IMG_20230921_173545024_HDR.jpg (5.49 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_173529176.jpg
Tók aðeins af innra plastinu þarna, kannski kemur motta í staðin
IMG_20230921_173529176.jpg (5.53 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_173514723.jpg
Bi-metal blöð eru fljót að fara í glertrefjum
IMG_20230921_173514723.jpg (5.48 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_170644786_HDR.jpg
Rétta græjan í þetta...
IMG_20230921_170644786_HDR.jpg (5.05 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_170214654_HDR.jpg
Einangrunarteip notað til að fá réttu línuna
IMG_20230921_170214654_HDR.jpg (5.32 MiB) Viewed 24114 times
IMG_20230921_170203524_HDR.jpg
Þarna dugði að ýta innra plastinu til baka
IMG_20230921_170203524_HDR.jpg (5.47 MiB) Viewed 24114 times
Síðast breytt af jongud þann 21.sep 2023, 18:29, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.sep 2023, 18:28

Virðist hafa virkað sem skyldi, fann mér smá torfærur á Hólmsheiðarveginum og hliðarvegum þar, og varð ekki var við nart í brettakanntana þótt hann misfjaðraði duglega.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 29.sep 2023, 08:17

Það er vissara að prófa allar rafmagnsvörur sem maður kaupir frá Kína...
Taco0929a.jpg
Taco0929a.jpg (250.86 KiB) Viewed 23483 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 29.sep 2023, 19:11

Fékk loksins styrktarvinkla fyrir pallinn sem ég pantaði fyrir mánuði. Ég er ekki frá því að hlerinn á pallhúsinu lokist betur eftir að þeir voru komnir í.
Taco106.jpg
3 göt boruð í hliðina
Taco106.jpg (267.18 KiB) Viewed 23402 times
Taco105.jpg
Þarf bara að losa afturljósin til að komast að þessu
Taco105.jpg (163.99 KiB) Viewed 23402 times
Taco104.jpg
Báðir komnir í
Taco104.jpg (224.34 KiB) Viewed 23402 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.okt 2023, 08:24

Ýmislegt í gangi þessa dagana. Þegar ég fór með jeppann í skoðun var ég minntur á að það væri smá slit í efri spindilkúlu (sem lagaðist við smá skot úr koppafeitissprautu). En allavega var ákveðið að hressa upp á fjöðrunina að framan, og í gær kom pakki frá Rockauta með nýjum efri-spyrnum.
Einng fór ég í FabLab og prófaði hvort ég væri með réttan starfænan stansa fyrir rofana. Svo reyndist vera þannig að það er hægt að halda áfram að hanna rofaborðið.
taco1023a.png
taco1023a.png (2.18 MiB) Viewed 22989 times

taco1023b.png
taco1023b.png (1.82 MiB) Viewed 22989 times


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Tacoma 2005

Postfrá grimur » 06.okt 2023, 03:16

Moog er nú ekki verðugasta merkið til að setja í Toyota.
Það er nú bara þannig.
Leitaðu að pörtum frá Aisin eða 555, þá er allt í lagi að skipta. Annars er oftast skárra að setja notaðan Toyota part í.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 14.okt 2023, 15:35

Í vikunni fóru nýju spyrnurnar í ásamt lítið notuðum Bilstein 4000 dempurum. Með sömu upphækkunarplötum er jeppinn aðeins hærri að framan, en gráðuhallinn á framöxlunum er 10-11 gráður sem er líklega innan þolmarka. En gormarnir eiga kannski eftir að setjast betur. Maður á eftir að tjakka þetta upp og niður til að sjá hvernig dropp og fleira er núna.
Taco107.jpg
Nýjir demparar og efri spyrnur
Taco107.jpg (195.35 KiB) Viewed 21985 times

Taco108.jpg
gráðuhalli
Taco108.jpg (152.12 KiB) Viewed 21985 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 25.okt 2023, 08:12

Það mjakast smám saman að hanna og prenta rofaboxið fyrir aukarafkerfið. FabLab í Breiðholtinu reddar því.
Taco109.jpg
Rofabox
Taco109.jpg (254.23 KiB) Viewed 20135 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 14.nóv 2023, 16:51

Þessir upphækkunarklossar sem voru í bílnum þegar ég keypti hann reyndust vera heilir 3,5 cm að þykkt!
Sem þýðir 6,5cm raunhækkun.
Svo mikið er örugglega of mikið, þannig að ég bað um skipti yfir í eitthvað þynnra, enda líklega smá hækkun í Bilstein coliover settinu.
Núna stendur hann með 13. cm upp í plastið í brettakönntunum í stað 16. Gráðuhallinn á framsköftunum ef farinn úr 10° niður í 6-7° sem er vel ásættanlegt. Ég á eftir að mæla demparana betur eins og þeir sitja, af því að ég ætla að vera viss um að framfjöðrunin stoppi á samsláttarpúðunum en ekki dempurunum.
Held þó að það ætti að sleppa ágætlega.

Taco107.jpg
Þetta er aðeins of mikið...
Taco107.jpg (195.35 KiB) Viewed 18950 times

Taco110.jpg
Situr mun betur svona
Taco110.jpg (160.26 KiB) Viewed 18950 times

Taco107a.jpg
Smá teygjuæfingar, vantar betri tjakk!
Taco107a.jpg (268.06 KiB) Viewed 18950 times

Taco111.jpg
6-7°halli á framsköftunum
Taco111.jpg (125.57 KiB) Viewed 18950 times


Næsta skref er að athuga smit á tannstangarstýrinu og slit í innri stýrisenda.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.nóv 2023, 12:42

Sparkaði mér loksins af stað til að lóða tengingar og leiðslur í rofaborðið.
Taco112.jpg
Lóðningar
Taco112.jpg (141.72 KiB) Viewed 18381 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 11.feb 2024, 13:56

Sparkaði mér loksins af stað í prufutúr upp að Bargabót og Vörðu.
Fjöðrunin er allt önnur á þessum dempurum, Núna er hægt að níðast vel á henni úr því hann er hættur að narta í brettkanntana nema í mikilli beygju og holu með.
Færið var allskonar. Dekkin högguðust ekki á felgunum þótt þau væru í 5 pundum og töluverðu álagi. Það má eiginlega segja að maður hafi séð allt nema djúpan púðursnjó og krapa.
IMG_20240210_113331904_HDR.jpg
Kristín að æfa sig í snjó
IMG_20240210_113331904_HDR.jpg (4.9 MiB) Viewed 15840 times

DSC_2186.JPG
Frábært veður!
DSC_2186.JPG (6.89 MiB) Viewed 15840 times

DSC_2185.JPG
Margir jeppar að paufast í hlíðinni
DSC_2185.JPG (6.24 MiB) Viewed 15840 times

DSC_2184.JPG
Komin að Skjaldbreið
DSC_2184.JPG (5.27 MiB) Viewed 15840 times


Elvar Turbo
Innlegg: 48
Skráður: 06.júl 2013, 19:28
Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
Bíltegund: Chevrolet Camaro

Re: Tacoma 2005

Postfrá Elvar Turbo » 11.feb 2024, 22:36

Ég mætti þér á húddlausum ford sport track á 44", kannaðist við bílinn helvíti myndarlegur hjá þér

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.feb 2024, 08:25

Elvar Turbo wrote:Ég mætti þér á húddlausum ford sport track á 44", kannaðist við bílinn helvíti myndarlegur hjá þér


Kældi "fordinn" sig betur eftir að húddið var fjarlægt?


Elvar Turbo
Innlegg: 48
Skráður: 06.júl 2013, 19:28
Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
Bíltegund: Chevrolet Camaro

Re: Tacoma 2005

Postfrá Elvar Turbo » 12.feb 2024, 09:54

jongud wrote:
Elvar Turbo wrote:Ég mætti þér á húddlausum ford sport track á 44", kannaðist við bílinn helvíti myndarlegur hjá þér


Kældi "fordinn" sig betur eftir að húddið var fjarlægt?


Já það virkaði fínt, kom samt ýmislegt annað í ljós þegar leið á daginn hehe

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 05.mar 2024, 15:54

Skipti um miðstöðvarmótor núna í febrúar. Sá gamli virkaði ekki nema maður gæfi honum utan undir. Splæsti í original Toyota, kanarnir á Tacoma spjallborðunum segja að allt annað sé hávært og kraftlaust. Fann út þegar ég skipti að það var engin sía í miðstöðinni. Einn félaginn sem var á Tacomu sagði að það hefði drepið mótorinn hjá sér. Ég tók þann gamla í sundur eftir að ég skipti og hann var bókstaflega FULLUR af mold!
Þannig að það fer ný sía í miðstöðina strax og ég finn hana.
IMG_20240305_152359562_HDR.jpg
Slatti af mold bara undir neðstu hlífinni
IMG_20240305_152359562_HDR.jpg (5.76 MiB) Viewed 15394 times

IMG_20240305_152716503.jpg
Nóg eftir af kolunum, en neðri mótorhlífin full af mold
IMG_20240305_152716503.jpg (5.89 MiB) Viewed 15394 times

IMG_20240305_154324377.jpg
Ankerið útatað í mold, þannig að það verður ekki púkkað upp á þennan meira.
IMG_20240305_154324377.jpg (3.89 MiB) Viewed 15394 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 14.mar 2024, 16:13

Alltaf eitthvað að brasa, fékk athugasemd síðast út af brotnu afturljósi og þar sem það var farið að verða drullugt að innan ákvað ég að splæsa í nýtt.
Taco112.jpg
Gama ljósið skítugt og brotið
Taco112.jpg (175.73 KiB) Viewed 15196 times

Taco113.jpg
Allt annað að sjá þetta
Taco113.jpg (209.84 KiB) Viewed 15196 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 14.mar 2024, 16:21

Áfram með smjörið, sverari borskrúfur dugðu ekki lengi til að halda loftdælunni, og við nánari athugun var 6mm. boltinn sem skrúfaðist svo hentuglega niður í áfasta ró í brettinu laus. Róin reyndist búin að víbrast laus. Ætlaði að prófa hnoðrær, en ég sá að þær myndu ekki bæta neitt. Þannig að plastið í brettinu var skrúfað laust og svo var unnið blindandi með aðra hendina á kafi í rollufeiti inni í brettinu og hina í húddinu. 8mm boltar duga vonandi eitthvað.
Taco115.jpg
Gat þar sem bolti víbraðist laus
Taco115.jpg (140.81 KiB) Viewed 15195 times

Taco116.jpg
8mm boltar duga vonandi betur
Taco116.jpg (194.84 KiB) Viewed 15195 times


Verkjar í veskið eftir þetta, fékk mér nýja tannstangarstýrismaskínu með innri stýrisendum og lét hjólastilla í leiðinni.
Taco114.jpg
Ný maskína og innri stýrisendar
Taco114.jpg (137.54 KiB) Viewed 15195 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 05.apr 2024, 08:49

Nú var ekki gaman um páskana.
Um miðjan mars datt jeppinn allt í einu í 'safe mod' þannig að vélin snerist ekki hraðar en 1500 snúninga og hann skipti sér ekki upp. Hraðamælisnálin sveiflaðist líka fram og til baka.
Eftir smá stund hætti þetta, og ég fór heim og las kóða af tölvunni sem var P0345 (knastásskynjari bílstjóramegin).
Eftir mikið grúsk í tacoma spjallþráðum í USA ákvað ég að panta nýja skynjara fyrir báðar hliðar (V-mótor).
Þeir voru komnir í hús daginn eftir pálmasunnudag.
Ég þorði ekki að gera þetta sjálfur af því að boltarnir hafa ekki verið hreyfðir frá því að jeppinn rann af færibandinu og ég er ekki með græjur til að ná úr brotnum boltum. Svo ég hringdi í verkstæði sem ég var búin að semja við að taka hann inn þá vikuna.

EN! Er þetta breyttur jeppi? hann er of stór til að komast inn hjá okkur!
Þannig að það var hringt í annað verkstæði sem átti auðvitað ekki tima fyrr en eftir páska!

Á annan í páskum var rennt með jeppan á verkstæðið, og hann var ekki með neina stæla í það skiptið. Skynjararnir voru settir í en það dugði ekki til.
Þeir buðust til að athuga þetta betur þegar þeir mættu vera að og ég samþykkti það.
En daginn eftir var hringt frá verkstæðinu. Þeir lásu "freeze frame data" sem segir hvað var lesið af skynjurum þegar bíllinn fór í 'safe mod'.
Og þá var hraðinn mældur 250 km/klst.
Þannig að þeir prófuðu að tengja framhjá hraðamælabreytinum og þá var allt í lagi.
Næsta skref er að athuga hjá Samrás hvort hægt sé að gera við breytinn, eða hvort það þurfi nýjan.

Taco115.jpg
Nýjir knastásskynarar
Taco115.jpg (189.33 KiB) Viewed 14907 times

User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 06.apr 2024, 12:35

Leiðinlegt svona bögg. Skil ég þig rétt að í raun var allt í lagi með skynjarana þetta var bara breytirinn? Lenti einmitt í því að minn breytir hætti að virka en það eina sem skeði var að hraðamælirinn hætti að virka og A/T ljósið byrjaði að blikka. Hringdi í Samrás og hraðamælabreytir kostaði einhvern 20 þús kall. Svo reyndist bara eitt rafmagnstengi hafa gefið sig.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 07.apr 2024, 08:44

muggur wrote:Leiðinlegt svona bögg. Skil ég þig rétt að í raun var allt í lagi með skynjarana þetta var bara breytirinn? Lenti einmitt í því að minn breytir hætti að virka en það eina sem skeði var að hraðamælirinn hætti að virka og A/T ljósið byrjaði að blikka. Hringdi í Samrás og hraðamælabreytir kostaði einhvern 20 þús kall. Svo reyndist bara eitt rafmagnstengi hafa gefið sig.


Ég er ekki viss. Prófa líklega að tegja breytinn aftur með vönduðum tengjum ef Samrás getur ekki prófað hann einhvernvegin.
Annars er ég að pæla í hvot það sé hægt að forrita hrðamælinn í tölvunni, veit af einum Toyota galdramanni sem ég þarf að hafa samband við. Núna þegar ég er bara með einn dekkjagang þarf ég ekki hraðamælabreyti sem getir svissað milli mismunandi stærða.
Það virðist sem skynjararnir hafi eitthvað verið að bögga, en ekki nóg til að kveikja vélarljósið, en svo bilaði breytirinn og þá var skynjaravillan efst á listanum.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 28.apr 2024, 10:26

FJANDSNS ROK!
Já, við skruppum smá helgarrúnt upp á hálendið, vorum að snuðra kringum helstu leiðir.
Það var allt komið i drullu og krapa og þar sem maður sá djúpar rásir eftir 46-tommu og stærra nennti maður ekki að brasa eitthvað einbíla.
En veðrið var fínt. Fyrir utan hressilega norðaustanátt.
Vitleysan í hraðamælinum fékkst staðfest, nú þegar enginn breytir er til staðar. Þá er að lesa mílurnar af hraðamælinum, margfalda með tveimur og þá eru komnir kílómetrar á tímann.
En með fullan tank í Reykjavík og fyllt á í Hrauneyjum var eyðalan á móti vindi 18 lítrar á hundraðið.
Svo þegar búið var að leggja saman alla útúrdúrana hjá okkur og fylla tankinn aftur eftir að heim var komið var eyðslan unda vindi 13 lítrar á hundraðið.
Þannig að hressilegur mótvindur getur skipt svolitlu máli.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 07.jún 2024, 16:01

Sumarið er komið og þá er að huga að næsta skrefi, sem er aukarafkerfið.
Ég byrjaði á að greina hvað þarf að gera;

Finna stað fyrir hraðamælabreytinn
Finna stað fyrir tengiblokkirnar og festa þær.
Finna stað fram í húddi fyrir 3-4 segulrofa.

Hvað þarf að tengja;
Hraðamælabreyti
Rofaborðið
GPS tæki
rofana 2 vinstra megin

Finna leiðina sem blái sveri strengurinn fer frá litla segulrofaboxinu að miðjustokknum.
Tengja segurofan í litla boxinu þannig að hann lokist þegar svissað er á.
Smíða 3-4 segulrofa festingu til að hafa undir miðjustokknum.
Smíða 4 segulrofa festingu til að setja fram í húdd.

leggja og draga í;
3-4 leiðslur aftur á pall
4 leiðslur fram í húdd

Búa til tvö tengiknippi fyrir 3-4 segulrofa. (miðjustokkur og húdd)


Þetta er aðal verkefni sumarsins...

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 15.jún 2024, 16:42

Jæja, þá er maður byrjaður.
Gróf upp línuleitarann minn og það rifjaðist fljótt upp hvernig hann væri notaður. (Leiðbeiningarnar fundust svo upp úr hádeginu)
Það er sver blár vír sem liggur frá öryggjaboxinu þvert yfir húddið, undir bílinn farþegameginn, upp um gólfið og undir framsætið að miðjustokknum. Þetta er fæðilínann fyrir 110 volta inverterinn sem ég fjarlægði.
Þarna er kominn leið til að fóðra 3-4 segulloka sem ég set þar sem inverterinn var. Þeir munu svo fóðra toppljósin á pallhúsinu, 'gaystickið' og vonandi seinna millitankadælu.
Og úr því ég var með línuleitarann þá athugaði ég hvar 110-volta lögnin lá. Hún var frá miðjustokknum, undir farþegasætið, undir bílinn og alveg sér í lögn aftur á pall. Þetta voru of grannar leiðslur til að nota fyrir 12-volt, þannig að ég fjarlægði vírana. Nota þá kannski sem stýristrengi fyrir segulloka.
Rofarnir fyrir original-læsinguna og inverterinn eru ekki notaðir lengur þannig að ég skipti þeim út fyrir ljósarofa, (þarf að fara að redda mér kastaragrind).
Fann svo ekki 5-liða smellutengiblokkirnar sem ég ætlaði að nota hjá öryggjaboxinu undir mælaborðinu. Mundi loksins að ég notaði þær við að tengja ljós inni á baði, (verslunarleiðangur á morgun)
Þessi eina smellutengiblokk sem ég var komin með hjá öryggjaboxinu hékk í vírunum. Smá bútur af speglalími reddaði því. Nú er ég með 12+ á 'ON' og 3 laus slott ofan á öryggjaboxinu þar sem leiðslurnar munu ekki þvælast fyrir.
Breytir virðist hafa fundið besta staðinn fyrir hraðamælabreytinn á sínum tíma. (neðst við öryggjaboxið undir mælaborðinu). Setti þann nýja þar, stytti leiðslurnar og setti 4ra liða hraðtengi á þær.
Svo er að sjá til hvað maður nennir miklu á morgun.

Taco-117.jpg
Línuleitarinn tengdur við svera bláa
Taco-117.jpg (4.6 MiB) Viewed 9214 times

Taco-118.jpg
110 volta leiðslurnar dregnar úr
Taco-118.jpg (7.38 MiB) Viewed 9214 times

Taco-119.jpg
Grafið undir framsætið
Taco-119.jpg (4.51 MiB) Viewed 9214 times

Taco-120.jpg
Rofum skipt út, ljós í stað læsingar og inverters og halarnir merktir með gulu
Taco-120.jpg (4.49 MiB) Viewed 9214 times

Taco-121.jpg
Plús á 'ON' límdur fastur
Taco-121.jpg (4.76 MiB) Viewed 9214 times

Taco-122.jpg
4ra liða hraðtengi sett á hraðamælabreytinn
Taco-122.jpg (4.71 MiB) Viewed 9214 times

Taco-123.jpg
Tengi sett á fyrir 4ra liða hraðtengi við rafkerfið
Taco-123.jpg (5.31 MiB) Viewed 9214 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1231
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 17.jún 2024, 16:26

Almennilegur frágangur.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.jún 2024, 18:20

Leiðinda rigning úti þannig að maður gerir lítið á meðan. En tíminn notaður til að teikna kerfið upp.
Taco-124.jpg
Rafmagnsteikning
Taco-124.jpg (4.85 MiB) Viewed 8830 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.jún 2024, 15:13

Það stytti aðeins upp eftir hádegi, þannig að það var byrjað að draga í.

Taco-125.jpg
3 vírar í kápu aftur á pall
Taco-125.jpg (7.62 MiB) Viewed 8303 times

Taco-126.jpg
5 vírar fram í húdd
Taco-126.jpg (6.37 MiB) Viewed 8303 times

Taco-127.jpg
Erfiðast að koma öllu gegnum gúmmítúttuna í hvalbaknum
Taco-127.jpg (4.97 MiB) Viewed 8303 times

Taco-128.jpg
4 vírar komnir fremst í húddið, kastarar og fleira?
Taco-128.jpg (5.26 MiB) Viewed 8303 times

Taco-129.jpg
Tengiblokkir komnar fyrir PARK og JÖRÐ
Taco-129.jpg (5.41 MiB) Viewed 8303 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 29.jún 2024, 15:15

Áfram var haldið í dag að draga í og ganga frá leiðslum. Takkaborðið fór líka loksins á sinn stað. Jarðtenging fyrir pallinn er líka klár. Innra byrðið á pallinum er úr trefjaplasti þannig að það er jarðsnúra lögð niður í grind.
Næst er að koma segulrofunum fyrir og tengja þá.

Taco-130.jpg
Tvær leiðslur og sver jörð komin upp í pallhúsið
Taco-130.jpg (5.65 MiB) Viewed 5846 times

Taco-131.jpg
Ein sæmilega sver leiðsla og jörð tilbúin byrir millitankadælu
Taco-131.jpg (4.96 MiB) Viewed 5846 times

Taco-132.jpg
Grunnurinn fyrir takkaborðið skrúfað fast
Taco-132.jpg (4.98 MiB) Viewed 5846 times

Taco-133.jpg
Takkaborðið kemur flott út
Taco-133.jpg (4.85 MiB) Viewed 5846 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 30.jún 2024, 13:27

Stillti hraðamælabreytinn í dag. Náði mælinum niður í 2,5% vitleysu (sýnir 80 km/t á 78) Læt'ða slæda.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.júl 2024, 11:37

Enn mjakast þetta áfram. Útbjó tvö segulrofabretti og tengdi stóra seglurofan undir húddinu. Nú ætti straumur að vera kominn á undir miðjustokkinn.
Taco-134.jpg
Segulrofabretti
Taco-134.jpg (7.65 MiB) Viewed 5255 times

Taco-136.jpg
Brotin demparapinni
Taco-136.jpg (3.59 MiB) Viewed 5255 times

Heyrði eitthvað glamur undir honum á þriðjudaginn og fjöðrunin var eitthvað skrýtin að aftan. Ástæðan var brotinn demparapinni. Beint á RockAuto og pantað samsvarandi par fyrir afturendann eins og er að framan. Þriðjudagskvöld og miðvikudagur notaðir í að drekkja demparaboltunum í ryðlíu. Svo þegar ég var að skrúfa gömlu demparana undan kom SMS. UPS kemur með demparana í dag, fimmtudag. Þá var að grafa upp veskið með grútskítugum höndunum og borga aðflutningsgjöld! En ég held það hafi ALDREI gengið jafn vel hjá mér að skrúfa dempara undan!
Taco-135.jpg
Stóri segulrofinn tengdur
Taco-135.jpg (5.18 MiB) Viewed 5255 times

Taco-137.jpg
Góð ryðolia gulli betri!
Taco-137.jpg (9.65 MiB) Viewed 5255 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.júl 2024, 16:58

UPS er sannarlega með allt aðra þjónustu en HELV! Pósturinn.
Þegar maður er búinn að borga aðflutningsgjöldin láta þeir vita ca. hvenær pakkinn kemur. Það hefur staðist ágætlega hjá þeim. Svo þegar afhendingartíminn nálgast getur maður fylgst með "í beinni" á netinu hvar sendibíllinn er!
Allavega, pakkinn var 50 klukkustundir frá USA gegnum Köln í Þýskalandi inn á gólf hjá mér.
Svo var maður í rólegheitum innan við klukkutíma að skrúfa demparana undir.
Nú étur hann þvottabrettið uppi á Reynisvatnsás eins og ekkert sé.
Taco-138.jpg
Pakkinn kominn
Taco-138.jpg (4.86 MiB) Viewed 5225 times

Taco-139.jpg
Komið undir
Taco-139.jpg (3.55 MiB) Viewed 5225 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2660
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.júl 2024, 14:22

JÆJA !
Vonandi síðasta skiptið í bili sem maður þarf að rífa svona mikið af innréttingunni.
Það er allt tengt og virðist virka, seglurofarnir komnir á sinn stað undir miðjustokknum og hægt að komast að öryggjunum undir fölskum botni á miðjuhólfinu. Rafmagnstengi fyrir GPS tækið komið þannig að það er ekki háð lausri snúru eða rafhlöðunni. Ég fræsti aðeins úr GPS haldarnum fyrir USB tengi, snúran sem fylgdi tækinu gerir ekki ráð fyrir að haldarinn sé fjarlægður úr ökutækinu.

Taco-140.jpg
Fræst úr, auðvelt enda bara harðplast
Taco-140.jpg (3.6 MiB) Viewed 4912 times

Taco-142.jpg
Takkaborðið tengt með tveim 4ra liða tengjum
Taco-142.jpg (3.03 MiB) Viewed 4912 times

Taco-141.jpg
Passar í svona
Taco-141.jpg (4.33 MiB) Viewed 4912 times

Taco-143.jpg
Allt í tætlum!
Taco-143.jpg (4.11 MiB) Viewed 4912 times

Taco-144.jpg
Plúsinn tilbúinn fyrir segullokana og kraftstrengurinn með auka öryggisfestingu
Taco-144.jpg (5.87 MiB) Viewed 4912 times

Taco-145.jpg
Segulrofarnir komnir á sinn stað
Taco-145.jpg (2.98 MiB) Viewed 4912 times

Taco-146.jpg
Botninn á miðjustokknum
Taco-146.jpg (5.49 MiB) Viewed 4912 times

Taco-147.jpg
Aðeins að saga úr
Taco-147.jpg (4.86 MiB) Viewed 4912 times

Taco-148.jpg
Sæmilegt aðgengi að öryggjunum undir falska botninum
Taco-148.jpg (4.22 MiB) Viewed 4912 times


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur