Tacoma 2005

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 05.júl 2021, 19:47

Ekki LÍTIÐ sem maður hafði fyrir að losa þennan andskota!
Fyrst dugði ekkert annað en slípirokkur á boltann sem hélt þessu í prófíltenginu.
Síðan fóru 7-8 skammtar af WD40 yfir heilan sólarhring og svo slaghamar í ca. 3 kortér.
En út fór helvítið!
Taco18.jpg
Taco18.jpg (378.03 KiB) Viewed 37420 times

Taco19.jpg
Taco19.jpg (235.39 KiB) Viewed 37420 times

Ég var svo heppinn að það voru verktakar að slá garða allt í kring þannig að það var hávaði í hverfinu fyrir.



User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.sep 2021, 16:55

Ég held að ég sé búinn að finna stað fyrir loftdæluna.
Ef ég set framlengingarslöngu á loftsíuna og kem henni fyrir frammi í grilli þá ætti hún ekki að ganga of heit.
Taco21.jpg
Taco21.jpg (5.01 MiB) Viewed 36463 times

Taco20.jpg
Taco20.jpg (5.54 MiB) Viewed 36463 times


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Tacoma 2005

Postfrá KÁRIMAGG » 20.sep 2021, 23:51

Sæll Jón ég sendi þér skilaboð

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 02.okt 2021, 13:02

Kominn tími á að bera á gúmmílistana, og þá meina ég Alla gúmmílista.
Ég reif upp hluta af einum listanum frammi í húddi í fyrravetur og ætla ekki að láta það gerast aftur.
Allir listar þrifnir og borið sílikon á þá.

liststift.jpg
liststift.jpg (142.56 KiB) Viewed 36093 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.okt 2021, 16:35

Aðeins að safna inn hlutum í næstu skref...
Taco22.jpg
Taco22.jpg (6.57 MiB) Viewed 35692 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.okt 2021, 13:51

Notaði góða veðrið til að koma RAM kúlunni fyrir.
Þegar maður er einu sinni búinn að spaðrífa mælaborð er maður enga stund að gera það aftur.
taco24.jpg
Held að ég endi með að koma þessu dóti fyrir afturí
taco24.jpg (192.57 KiB) Viewed 35551 time

taco23.jpg
Kannski er festingin í stærra lagi, en það verður þá leyst með Ram-X festingu
taco23.jpg (168.7 KiB) Viewed 35551 time

taco25.jpg
Sniðugt að geta notað símann til að taka myndir inn undir hluti svo maður sjá hvað er í gangi
taco25.jpg (84.6 KiB) Viewed 35551 time

taco26.jpg
taco26.jpg (158.26 KiB) Viewed 35551 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.okt 2021, 13:58

Gleymdi þessari mynd.
taco27.jpg
taco27.jpg (165.13 KiB) Viewed 35549 times

Þetta er mun meira traustvekjandi en sogskál

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 24.okt 2021, 12:49

Í dag réðst ég á miðjustokkinn. Undir honum er 110 volta inverter sem ég hef og mun aldrei nota.
Plássið þarna undir ætla ég að nota í annað. Og ef mér tekst að fá 100 ampera segullokan frammi í húddi sem gefur straum á svera bláa vírinn til að virka, þá er ég með straum sem ég ætla að nota fyrir loftdæluna aftur á palli. Þarf bara að framlengja vírinn þangað.
Taco28.jpg
Auðvelt að rífa þetta, gírstangarhnúðurinn skrúfaður af, einn smelltur panell, 2 skrúfur og 2 boltar
Taco28.jpg (158.87 KiB) Viewed 35478 times

Taco29.jpg
Þarna gæti ég t.d. sett þrýstiminnkarann fyrir loftkerfið.
Taco29.jpg (128.06 KiB) Viewed 35478 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.des 2021, 14:49

Svo sem lítið að gerast í skammdeginu, en loftkúturinn er kominn á sinn stað og flestir hlutir komnir í loftkistuna.
Byrjaður að pæla í hvar og hvernig hún verður.
Taco32.jpg
Taco32.jpg (156.53 KiB) Viewed 34873 times

Taco31.jpg
Taco31.jpg (157.23 KiB) Viewed 34873 times


Kalli
Innlegg: 411
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Tacoma 2005

Postfrá Kalli » 04.des 2021, 15:02

[imgur][/imgur]


Kalli
Innlegg: 411
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Tacoma 2005

Postfrá Kalli » 04.des 2021, 15:06


User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 05.des 2021, 13:00

Kalli wrote:https://www.aliexpress.com/item/33019204905.html?spm=a2g0o.cart.0.0.486e3c00a3czgy&mp=1

Þetta er þrælsniðugt


Allt of flókið. Óþarfi að hafa eitthvað rafmagnsdót milli fingranna og loftkrananna.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 07.des 2021, 01:21

Líst vel á úrhleypibúnaðinn, er þetta pantað af Ali?

Mitt er þaðan, enn ég fann ekki svona netta krana þar, hvar keyptiru þá?

Er með eins "kistu"

Og hvar keyptiru ViaAir kútinn og hvað er hann stór og hvsð kostaði hann?


Svona leysti ég mitt setup, vildi ekki hafa sjáanlegar lagnir í kistuna.

20210928_170917.jpg
20210928_170917.jpg (2.19 MiB) Viewed 34712 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 07.des 2021, 08:22

Axel Jóhann wrote:Líst vel á úrhleypibúnaðinn, er þetta pantað af Ali?
Mitt er þaðan, enn ég fann ekki svona netta krana þar, hvar keyptiru þá?
Er með eins "kistu"
Og hvar keyptiru ViaAir kútinn og hvað er hann stór og hvsð kostaði hann?
Svona leysti ég mitt setup, vildi ekki hafa sjáanlegar lagnir í kistuna.


Ég keypti úrhleypibúnaðinn á Ebay, fann ebay-verslun í Bretlandi (context-pneumatic-supplies-cpmcontext-pneumatic-supplies-cpm),
þeir áttu allt til nema kistuna sjálfa, hana fann ég í Kína, og hún var 3 vikum lengur á leiðinni en dótið frá Bretlandi.

Viair kútinn keypti ég hjá Arctic-trucks. Hann kostaði rétt um 14 þúsund með 4X4 afslætti, ég dreif í að kaupa hann áður en gengishækkanir settu allt á hvolf. Þessi kútur er með helling af götum og svo fylgdu festingar með. Það hefði líklegast ekki borgað sig að fara í eitthvað annað.

Þetta er flott uppsetning hjá þér, En ég býst við að enda með kistuna þar sem hún er á myndinni, af því að þá get ég fjarlægt aftari hluta af miðjustokknum og hlífina kringum skiptinn til að komast að hlutunum. Svo er ætlunin að hafa þrýstiminnkara undir miðjuhólfinu sem stillir þrýstinginn á max 30 psi inn á kistuna.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.des 2021, 15:42

Síðbúnir jólapakkar sóttir í dag.
Taco33.jpg
Taco33.jpg (4.25 MiB) Viewed 34334 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 30.des 2021, 15:50

Orðinn töluvert betur dekkjaður, og mun vígalegri.
Taco35.jpg
Tappi í krönunum til að byrja með. Úrhleypibúnaður kemur síðar.
Taco35.jpg (4.22 MiB) Viewed 34141 time

Taco34.jpg
40-tommu Pro-Comp á 17x14 felgum
Taco34.jpg (6.94 MiB) Viewed 34141 time


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Tacoma 2005

Postfrá birgthor » 31.des 2021, 16:29

Þetta fer honum miklu betur ;)
Kveðja, Birgir

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Tacoma 2005

Postfrá ellisnorra » 01.jan 2022, 13:47

Þetta er flott, takk fyrir viðskiptin :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.feb 2022, 15:51

Fór loksins í smá prufurúnt, lausasnjór strax inni á Uxahryggjaleið. Nennti ekki neðar en 8psi, enda ennþá bara með loftdælukettlinginn.
Festi mig strax við Þingvallarétt. Þurfti reyndar bara nokkur skóflutök, læsingarnar og smá hjakk og ég var laus. En maður nennir ekki meiriháttar brasi einbíla. Næst er að finna út hvar í FJ! framdekkin eru að narta í.
Það var LANGUR kaffitími meðan T-MAX dælan var að fylla í dekkinn.
Ég náði því miður ekki mynd af því þegar jeppahópur fór framhjá þar sem ég var að dæla í og einn þeirra festi sig í kantinum á 42" dekkjum.
Taco36.jpg
Fyrsta snjófestan á þessum
Taco36.jpg (131.07 KiB) Viewed 33101 time

DSC_1132.JPG
Nýskafið í hnédjúpt
DSC_1132.JPG (8.87 MiB) Viewed 33101 time

DSC_1129.JPG
Mér leist ekkert á slóðina til vinstri, eftir 44-tommu dekk.
DSC_1129.JPG (9.57 MiB) Viewed 33101 time

DSC_1131.JPG
Litli kettlingurinn
DSC_1131.JPG (9.66 MiB) Viewed 33101 time


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 12.feb 2022, 20:10

Blessaður vertu, þú hefðir verið velkominn með okkur þarna, patrolinn festi sig ansi oft en það gekk þokkalega vel hjá hinum.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Tacoma 2005

Postfrá juddi » 13.feb 2022, 17:37

Þetta er að verða glæsilegasti jeppi hjá þér
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 26.feb 2022, 14:50

Hvað skyldi nú vera í gangi?
Taco38.jpg
Taco38.jpg (214.09 KiB) Viewed 32685 times

Taco37.jpg
Taco37.jpg (182.33 KiB) Viewed 32685 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.feb 2022, 12:01

...það vantaði alltaf merkið.
Ég ákvað að hafa það klassískt.

Taco39.jpg
Taco39.jpg (2.85 MiB) Viewed 32617 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 09.mar 2022, 10:59

Ákvað að drífa í að láta styrkja spindilarmana að framan, þeir vilja bogna og annar þeirra reyndist vera boginn þegar skipt var um neðri spyrnurnar í fyrra.
Armur1.jpg
Armur1.jpg (190.52 KiB) Viewed 32339 times

Armur2.jpg
Armur2.jpg (303.95 KiB) Viewed 32339 times

Armur3.jpg
Armur3.jpg (184.14 KiB) Viewed 32339 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.mar 2022, 08:07

Eitthvað fleira að gerast, þó hægt gangi...
Taco40.jpg
Taco40.jpg (6.73 MiB) Viewed 32107 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.mar 2022, 15:14

Lét loksins verða aðf þǘi að föndra þetta. Tók gömlu spjaldtölvufestinguna og setti RAM kúlu á hana. Sogskálarnar voru ekki að gera sig á henni.
Festingin sem fylgdi RAM festingunni var óþarflega stór.
taco23.jpg
Þessi fylgdi með RAM-festingunni, óþarflega stór
taco23.jpg (168.7 KiB) Viewed 31874 times

Taco40.jpg
Ram kúlan fest á gömlu klónna
Taco40.jpg (6.07 MiB) Viewed 31874 times

Taco41.jpg
Töluvert minni um sig en hin
Taco41.jpg (5.45 MiB) Viewed 31874 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.mar 2022, 15:22

Kom nýju loftdælunni fyrir í dag. Lét smíða og beygja festingu hjá Ísloft úr 2mm blikki.
Frágangur á loftinntakinu er svo seinni tíma vandamál

Taco42.jpg
Loftinntakið fjarlægt og rollufitan þrifin af innrabrettinu.
Taco42.jpg (176.22 KiB) Viewed 31870 times

Taco43.jpg
Föndrað úti í góða veðrinu
Taco43.jpg (211.76 KiB) Viewed 31870 times

Taco44.jpg
Festingin mátuð og borað fyrir henni
Taco44.jpg (163.7 KiB) Viewed 31870 times

Taco45.jpg
Dælan komin á sinn stað, þá eru eftir loft- og raflagnir
Taco45.jpg (179.81 KiB) Viewed 31870 times

Taco46.jpg
Sprettuhnífur er fínn í að ná teipi utan af víralúmi
Taco46.jpg (200.66 KiB) Viewed 31870 times


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 20.mar 2022, 18:06

Hvernig er þessi dæla í samanburði við fini, t-max ofl, varðansi verð og loftmagn?
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.mar 2022, 18:47

Axel Jóhann wrote:Hvernig er þessi dæla í samanburði við fini, t-max ofl, varðansi verð og loftmagn?

Verðið er svipað og Fini og Nardi nema hvað með þessari kemur pressustat, yfirþrýstventill, rofi og raflagnir fyrir tvo loftlása.
Ég veit ekki ennþá með loftmagnið, en býst við að mana einhverja í loftdælurallý á næstunni þegar lagnirnar verða tilbúnar hjá mér.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.mar 2022, 08:05

Áfram mjakast þetta, loftúttak komið til bráðabirgða, kerfið kemur seinna.
taco_10.jpg
taco_10.jpg (236.02 KiB) Viewed 31729 times
taco_11.jpg
taco_11.jpg (127.12 KiB) Viewed 31729 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 03.apr 2022, 10:59

Áfram mjakast þetta, hægri handleggurinn er ekki alveg í lagi þessa dagana þannig að framvindan er hæg. En allavega er búið að tengja rafmagnið kringum dæluna og inn á rofa í mælaborðinu sem var laus. Fínt að nota upphækkunarplastið ofan við vatnskassan sem lagnaleið.
Tappar og tengi í kútin komu frá birgja í bretlandi, (Landvélar áttu ekki mikið í NPT gengjum nema eitthvað rándýrt glussadót).
Það er ætlunin að vera með tvö loftúttök, annað í framstuðaranum og hitt aftur á palli.
Taco48.jpg
Tengi komin í kútinn, næst er að tengja hann við dæluna frammí í húddi.
Taco48.jpg (187.37 KiB) Viewed 31247 times

Taco47.jpg
Rafmagnið komið
Taco47.jpg (154.62 KiB) Viewed 31247 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 06.apr 2022, 13:21

Miðstöðin hætti að blása. Sem betur fer eru þessir bílar vinsælir í USA og það var auðvelt að finna kennslumyndbönd um hvernig ætti að prófa alla hluti í kringum svona bilun. Öryggi og segulloki eru í lagi, en mótstaðan er eitthvað skrýtin. Mótorinn snerist þegar tengt var beint inn á hann, og tækifærið var notað til að hreinsa rykið úr viftunni.
Taco50.jpg
Rykug miðstöðvarvifta
Taco50.jpg (136.54 KiB) Viewed 31061 time

Taco49.jpg
miðstöðvarmótstaða
Taco49.jpg (125.61 KiB) Viewed 31061 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 08.apr 2022, 15:50

Ótrúlegt!
Tveir sólarhringar og ný mótstaða komin með DHL.
Og nú blæs miðstöðin eins og ekkert sé.
Rafkerfið kringum þetta er nefnilega það skrýtið að ef mótstaðan fer þá er enginn blástur, jafnvel ekki á hæsta.

Taco52.jpg
Rockauto pakki
Taco52.jpg (166.45 KiB) Viewed 30898 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 07.maí 2022, 16:18

Rúllaði upp í McKinsty mótorsport og keypti beygju sem minnkar úr 4" í 3"
Skar aðeins af 4-tommu hlutanum svo hún slyppi við loftdæluna og ABS módúlinn. Bætti svo við 45° beygju og rörbút í 3-tommu plaströrum.
Býst við að þetta dugi sem loftinntak uppi við hvalbak.
Taco53.jpg
Loftinntak
Taco53.jpg (178.13 KiB) Viewed 30233 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.maí 2022, 10:19

Aðeins verið að safna saman hlutum í úrhleypikerfið
IMG_20220527_101422896.jpg
IMG_20220527_101422896.jpg (6.5 MiB) Viewed 29877 times


Kalli
Innlegg: 411
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Tacoma 2005

Postfrá Kalli » 27.maí 2022, 11:21


User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 06.júl 2022, 12:28

Ekki mikið að gerast þessa dagana, en ég nennti loksins að gera við númersljósin.

Taco54.png
Taco54.png (1.13 MiB) Viewed 28889 times

User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 10.júl 2022, 19:19

Gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
Langar að spyrja út í loftkerfið hjá þér þar sem ég er með eins dælu og eins loftkút (þó það skifti ekki máli).

Ertu með þrýstirofa á lögninni að kútnum og afloftun fyrir framan einstefnuventil? Eða notarðu bara dæluna beint við kútinn enda er hún með eigin þrýstirofa.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 11.júl 2022, 09:35

muggur wrote:Gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
Langar að spyrja út í loftkerfið hjá þér þar sem ég er með eins dælu og eins loftkút (þó það skifti ekki máli).

Ertu með þrýstirofa á lögninni að kútnum og afloftun fyrir framan einstefnuventil? Eða notarðu bara dæluna beint við kútinn enda er hún með eigin þrýstirofa.


Ég er ekki enn komin svo langt. Til að byrja með býst ég við að tengja kútinn beint við dælu með einstefnuloka, og svo er ég með sér öryggisventil á kútnum. Þar sem ég er með læsingarnar á sér dælu þá held ég að það dugi að slökkva á stóru dælunni þegar hún er komin með slatta af lofti í kútinn og farinn að erfiða.

User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 11.júl 2022, 18:23

jongud wrote:
muggur wrote:Gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
Langar að spyrja út í loftkerfið hjá þér þar sem ég er með eins dælu og eins loftkút (þó það skifti ekki máli).

Ertu með þrýstirofa á lögninni að kútnum og afloftun fyrir framan einstefnuventil? Eða notarðu bara dæluna beint við kútinn enda er hún með eigin þrýstirofa.


Ég er ekki enn komin svo langt. Til að byrja með býst ég við að tengja kútinn beint við dælu með einstefnuloka, og svo er ég með sér öryggisventil á kútnum. Þar sem ég er með læsingarnar á sér dælu þá held ég að það dugi að slökkva á stóru dælunni þegar hún er komin með slatta af lofti í kútinn og farinn að erfiða.


Ok. Ég er með þrýstirofa í loftkistu sem slær út við lægri þrýsting en rofinn í dælunni. Er að vandræðast með rafmagnið á afloftuninni en er farinn að hallast á að það sé kannski ekki vandamál. Allavega get ég ekki séð að neitt slíkt fylgi í “kútasettinu” frá ARB og ég get heldur ekki fundið að hún eigi eitthvað erfitt með að fara í gang aftur þegar þrýstirofinn slær inn aftur.

Svo líkt og þú er ég ekki alveg kominn í úrhleypibúnaðinn. Er bara með úttak fyrir slöngu í stuðara. Er með þrýstiminnkara á þeirri lögn með max 40psi svo maður sprengi ekki dekkið í einhverju hugsanarleysi.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: muggur og 1 gestur