Tacoma 2005

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.aug 2024, 09:59

Nú er ýmislegt að gerast.
Og töluvert lán í óláni.

Við fórum í frábæru veðri yfir Sprengisand um miðjan júlí, og ég var feginn að hafa fyllt á loftkælinguna. Það var 20˚C eða meiri hiti alla leið úr Nýjadal og niður í Bárðardal.
Hins vega byrjaði ég að heyra eitthvað leiðinda sarg þegar jeppinn fór ofan í holur og það var verra ef ég var líka í hægri beygju. Og svo þegar ég var að nálgast Mýri í Bárðadal stoppaði ég til að taka myndir og þurfti að bakka upp á veginn aftur, og þá var sargið enn verra!
Ég skildi ekkert hvað var í gangi, var búinn að setja málningarteip á brettakanntana til að athuga hvort dekki væru að naga þá, en það var greinilega ekki raunin.
Síðan þegar við tjölduðum í Kiðagili í Bárðardal opnaði ég húddið til að loftdælan fengi meira kalt loft þegar ég var að pumpa í vindsængurnar. Þá sýndist mér vélin halla eitthvað. Þá skreið ég undir jeppann og sá að mótorfestingin var brotinn í grindinni. Sargið var þegar viftuspaðinn var að urga utan í trektinni utan um spaðann.
Við ókum daginn eftir suður eftir malbikinu með krossaða putta og náðum heim án vandræða.
Næsta skref var að hafa samband við grindarsérfræðing nr.1 (Classic Garage) og ég fékk tíma DAGINN EFTIR! Og jeppinn var tekinn upp á lyftu og grindin skoðuð frá A-Ö.
Í stuttu máli þá gáfu þeir út dánarvottorð á grindina. Sögðust geta gert við hana fyrir marga hundraðþúsundkalla, en ég þyrfti bara að koma 2 árum seinna í meiri viðgerðir. Enda var ég varaður við þegar þeir gerðu við grindina fyrir 4 árum að þetta væri EKKI GÓÐ GRIND!
Ég hafði reyndar búist við að þurfa að skipta um grind eftir 1-2 ár en nú þarf sem sagt að flýta því.
Ég var tiltölulega fljótur að finna grind, og fékk grindarsérfræðing nr.1 til að kíkja á hana til öryggis og þeir gáfu grænt ljós í gær.
Þannig að jeppinn er stopp næstu mánuði, en þetta virðist vera að reddast.
MYN_4398.JPG
Ekið norður í átt að Nýjadal
MYN_4398.JPG (8.65 MiB) Viewed 645 times

MYN_4403.JPG
Nýjidalur
MYN_4403.JPG (10.07 MiB) Viewed 645 times

MYN_4414a_HDR.jpg
Tjaldað í Kiðagili
MYN_4414a_HDR.jpg (7.68 MiB) Viewed 645 times

Brot.jpg
Brotin mótorfesting
Brot.jpg (4.81 MiB) Viewed 645 times



User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 21.aug 2024, 11:17

Ömurlegt að lenda í þessu! Sérstaklega að grindin skuli vera ónýt. Það er náttúrulega mikil vinna að skipta um grind en gefur færi á að uppfæra fullt af hlutum í leiðinni. Þá er ég að hugsa um bremsurör, bensínlagnir og hinar ýmsu festingar og dót. Svo að ryðverja nýju grindina og botninn á bodyinu. Það er ef maður tekur Pollyönnu á þetta. Verður nánast eins og nýr bíll á eftir.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.aug 2024, 13:04

muggur wrote:Ömurlegt að lenda í þessu! Sérstaklega að grindin skuli vera ónýt. Það er náttúrulega mikil vinna að skipta um grind en gefur færi á að uppfæra fullt af hlutum í leiðinni. Þá er ég að hugsa um bremsurör, bensínlagnir og hinar ýmsu festingar og dót. Svo að ryðverja nýju grindina og botninn á bodyinu. Það er ef maður tekur Pollyönnu á þetta. Verður nánast eins og nýr bíll á eftir.


Það er varla arða af ryði á botninum á boddíinu. Nýja grindin verður sandblásin og máluð.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur