Nú er ýmislegt að gerast.
Og töluvert lán í óláni.
Við fórum í frábæru veðri yfir Sprengisand um miðjan júlí, og ég var feginn að hafa fyllt á loftkælinguna. Það var 20˚C eða meiri hiti alla leið úr Nýjadal og niður í Bárðardal.
Hins vega byrjaði ég að heyra eitthvað leiðinda sarg þegar jeppinn fór ofan í holur og það var verra ef ég var líka í hægri beygju. Og svo þegar ég var að nálgast Mýri í Bárðadal stoppaði ég til að taka myndir og þurfti að bakka upp á veginn aftur, og þá var sargið enn verra!
Ég skildi ekkert hvað var í gangi, var búinn að setja málningarteip á brettakanntana til að athuga hvort dekki væru að naga þá, en það var greinilega ekki raunin.
Síðan þegar við tjölduðum í Kiðagili í Bárðardal opnaði ég húddið til að loftdælan fengi meira kalt loft þegar ég var að pumpa í vindsængurnar. Þá sýndist mér vélin halla eitthvað. Þá skreið ég undir jeppann og sá að mótorfestingin var brotinn í grindinni. Sargið var þegar viftuspaðinn var að urga utan í trektinni utan um spaðann.
Við ókum daginn eftir suður eftir malbikinu með krossaða putta og náðum heim án vandræða.
Næsta skref var að hafa samband við grindarsérfræðing nr.1 (Classic Garage) og ég fékk tíma DAGINN EFTIR! Og jeppinn var tekinn upp á lyftu og grindin skoðuð frá A-Ö.
Í stuttu máli þá gáfu þeir út dánarvottorð á grindina. Sögðust geta gert við hana fyrir marga hundraðþúsundkalla, en ég þyrfti bara að koma 2 árum seinna í meiri viðgerðir. Enda var ég varaður við þegar þeir gerðu við grindina fyrir 4 árum að þetta væri EKKI GÓÐ GRIND!
Ég hafði reyndar búist við að þurfa að skipta um grind eftir 1-2 ár en nú þarf sem sagt að flýta því.
Ég var tiltölulega fljótur að finna grind, og fékk grindarsérfræðing nr.1 til að kíkja á hana til öryggis og þeir gáfu grænt ljós í gær.
Þannig að jeppinn er stopp næstu mánuði, en þetta virðist vera að reddast.
Tacoma 2005
Re: Tacoma 2005
Ömurlegt að lenda í þessu! Sérstaklega að grindin skuli vera ónýt. Það er náttúrulega mikil vinna að skipta um grind en gefur færi á að uppfæra fullt af hlutum í leiðinni. Þá er ég að hugsa um bremsurör, bensínlagnir og hinar ýmsu festingar og dót. Svo að ryðverja nýju grindina og botninn á bodyinu. Það er ef maður tekur Pollyönnu á þetta. Verður nánast eins og nýr bíll á eftir.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
muggur wrote:Ömurlegt að lenda í þessu! Sérstaklega að grindin skuli vera ónýt. Það er náttúrulega mikil vinna að skipta um grind en gefur færi á að uppfæra fullt af hlutum í leiðinni. Þá er ég að hugsa um bremsurör, bensínlagnir og hinar ýmsu festingar og dót. Svo að ryðverja nýju grindina og botninn á bodyinu. Það er ef maður tekur Pollyönnu á þetta. Verður nánast eins og nýr bíll á eftir.
Það er varla arða af ryði á botninum á boddíinu. Nýja grindin verður sandblásin og máluð.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Loksins eitthvað að gerast.
Nýja grindin var sótt í dag og flutt í sandblástur og málun.
Nýja grindin var sótt í dag og flutt í sandblástur og málun.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Grindin kom úr sandblæstri í dag. Því miður verður ekki byrjað að grindarskiptunum strax þannig að ég tók grindina heim.
Notaði Halloween sem afsökun og sagðist ekki eiga beinagrind til að skreyta garðinn með en notaði bílgrind í staðinn.
En grindin er alveg meiriháttar flott!
Nú sér maður líka að mótorfestingarnar á þessari grind (sem er árg.2007) eru styrktar og þar með minni hætta á að þær gefi sig eins og á upprunalegu grindinni.
Notaði Halloween sem afsökun og sagðist ekki eiga beinagrind til að skreyta garðinn með en notaði bílgrind í staðinn.
En grindin er alveg meiriháttar flott!
Nú sér maður líka að mótorfestingarnar á þessari grind (sem er árg.2007) eru styrktar og þar með minni hætta á að þær gefi sig eins og á upprunalegu grindinni.
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Tacoma 2005
Margar skreitingar verri :D
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Loksins er þessi kominn aftur heim eftir grindarskipti og hjólastillingu.
Ekki til hiksti í honum, og þeir sem hjólastilltu héldu varla vatni yfir hvað grindin var flott.
Næst er að setja drullusokkana aftur undir og skipta um drifskaftsupphengju (AFTUR).
Því miður náðist ekki að fá original Toyota upphengju í tæka tíð til að láta verkstæðið sem skiptu um grindina gera það í leiðinni.
Ekki til hiksti í honum, og þeir sem hjólastilltu héldu varla vatni yfir hvað grindin var flott.
Næst er að setja drullusokkana aftur undir og skipta um drifskaftsupphengju (AFTUR).
Því miður náðist ekki að fá original Toyota upphengju í tæka tíð til að láta verkstæðið sem skiptu um grindina gera það í leiðinni.
-
- Innlegg: 56
- Skráður: 06.júl 2013, 19:28
- Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
- Bíltegund: Chevrolet Camaro
Re: Tacoma 2005
jongud wrote:Loksins er þessi kominn aftur heim eftir grindarskipti og hjólastillingu.
Ekki til hiksti í honum, og þeir sem hjólastilltu héldu varla vatni yfir hvað grindin var flott.
Næst er að setja drullusokkana aftur undir og skipta um drifskaftsupphengju (AFTUR).
Því miður náðist ekki að fá original Toyota upphengju í tæka tíð til að láta verkstæðið sem skiptu um grindina gera það í leiðinni.
Er ekkert verið að taka upphengjubúnaðinn úr og setja heilt skapt i staðinn? Er það ekki bara lausn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Elvar Turbo wrote:jongud wrote:Loksins er þessi kominn aftur heim eftir grindarskipti og hjólastillingu.
Ekki til hiksti í honum, og þeir sem hjólastilltu héldu varla vatni yfir hvað grindin var flott.
Næst er að setja drullusokkana aftur undir og skipta um drifskaftsupphengju (AFTUR).
Því miður náðist ekki að fá original Toyota upphengju í tæka tíð til að láta verkstæðið sem skiptu um grindina gera það í leiðinni.
Er ekkert verið að taka upphengjubúnaðinn úr og setja heilt skapt i staðinn? Er það ekki bara lausn
Ég hef ekki heyrt af miklum vandamálum með þessa uppsetningu. Ég virðist bara hafa lent í ansi ófaglegum vinnubrögðum þegar það var skipt síðast um fyrir ca. 3 árum. Reyni að gera þetta sjálfur núna, getur varla enst skemur.
Re: Tacoma 2005
jongud wrote:Loksins er þessi kominn aftur heim eftir grindarskipti og hjólastillingu.
Ekki til hiksti í honum, og þeir sem hjólastilltu héldu varla vatni yfir hvað grindin var flott.
Næst er að setja drullusokkana aftur undir og skipta um drifskaftsupphengju (AFTUR).
Því miður náðist ekki að fá original Toyota upphengju í tæka tíð til að láta verkstæðið sem skiptu um grindina gera það í leiðinni.
Þetta er glæsilegt og til hamingju með þessa jólasendingu! Flott að þú fórst þessa leið því ansi margir bílar enda í pressunni útaf grindarveseni þar sem fólki finnst kostnaðurinn við að laga eða skipta um grind allt of hár. Núna mun þessi bíll væntanlega duga þér mörg ár í viðbót!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
muggur wrote:
Þetta er glæsilegt og til hamingju með þessa jólasendingu! Flott að þú fórst þessa leið því ansi margir bílar enda í pressunni útaf grindarveseni þar sem fólki finnst kostnaðurinn við að laga eða skipta um grind allt of hár. Núna mun þessi bíll væntanlega duga þér mörg ár í viðbót!
Það ætla ég sko að vona!
En þessi jeppi var orðinn það dekstraður og góður að maður tímdi ekki að skipta. Ég þekki hann orðið út og inn og hendurnar rata orðið alveg ósjálfrátt um mæla- og takkaborðin.
Auk þess sem maður hefði þurft að læra inn á allt annan bíl ef maður hefði skipt, og líka orðið að strauja einhverja dynti og galla úr þeim bíl alveg upp á nýtt.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Mér þótti best að koma þessum í skoðun fyrir áramót, og hann rann í gegn!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2695
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Tacoma 2005
Því miður lítið að gerast, en ég krækti mér í 9,5-tommu köggul til að eiga ef ske kynni að ég þyrfti að styrkja aftuhásinguna.
Ekki smá klettþungt helvíti!
Ekki smá klettþungt helvíti!
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur