Tacoma 2005

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.aug 2022, 15:58

...
Síðast breytt af jongud þann 27.aug 2022, 16:01, breytt 2 sinnum samtals.User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.aug 2022, 16:01

Loksins eitthvað að gerast hjá manni. Reddaði gegnumtökum fyrir brettakanntana og boraði fyrir þeim.
Taco55.jpg
Gegnumtök og slöngur
Taco55.jpg (164.11 KiB) Viewed 2073 times

Taco56.jpg
Verkfærin tilbúin
Taco56.jpg (290.65 KiB) Viewed 2073 times

Taco57.jpg
Mælt fyrir
Taco57.jpg (130.41 KiB) Viewed 2073 times

Taco58.jpg
Kominn í
Taco58.jpg (131.56 KiB) Viewed 2073 times

User avatar

muggur
Innlegg: 310
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 27.aug 2022, 18:47

Gaman að fylgjast með þessu, sérstaklega þar sem ég er í svipuðum pælingum. Hvernig úrhleypibúnað ætlarðu að vera með: handvirkan, Stýrivélaþj eða Sölva?
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 28.aug 2022, 10:46

muggur wrote:Gaman að fylgjast með þessu, sérstaklega þar sem ég er í svipuðum pælingum. Hvernig úrhleypibúnað ætlarðu að vera með: handvirkan, Stýrivélaþj eða Sölva?


Ég verð með handvirka kistu, ef þú ferð á bls. 3 á þessum þræði þá sérðu mynd af henni.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.sep 2022, 19:10

Tosast aðeins áfram í loftkerfinu;
Loftdælan tengd eins og hún á að vera, kúturinn tengdur með gegnumtak við dæluna, og lögnin að honum varin með hlífðarkápu.
Lofttengið að framan verður ofan í húddinu, ómögulegt að hafa það í saltinu í stuðaranum.
Ef rýnt er í myndina af loftdælunni sést ein 8mm slanga fara bakvið festinguna og gegnum stóra gatið á bakvið hana út í brettið.
Taco61.jpg
Lofttengið að framan
Taco61.jpg (110.37 KiB) Viewed 1860 times

Taco60.jpg
10mm gegnumtak í pallinum og rör í kútinn
Taco60.jpg (54.12 KiB) Viewed 1860 times

Taco59.jpg
Loftdælan tengd fram í tengi og aftur í kút
Taco59.jpg (180.02 KiB) Viewed 1860 times

Taco63.jpg
Sama hlífðarkápa þar sem rörið í kútinn fer uppmeðfram pallinum að framan
Taco63.jpg (63.03 KiB) Viewed 1860 times

Taco62.jpg
Hlífðarkápa um rörið aftur í kút
Taco62.jpg (157.11 KiB) Viewed 1860 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 22.okt 2022, 18:30

...lítið gerst að undanförnu vegna meiðsla, en ég hafði mig í það að staðsetja og bora fyrir ventlakistunni og 2 af 6 slöngum í hana. Þarf að fá tvö 10mm vinkilhné áður en ég bora fleiri.
Taco66.jpg
Taco66.jpg (506.15 KiB) Viewed 1232 times

Taco65.jpg
Taco65.jpg (5.29 MiB) Viewed 1232 times

Taco64.jpg
Taco64.jpg (3.12 MiB) Viewed 1232 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 08.jan 2023, 13:22

Aðeins að fikta og læra á loftmælana. Reyndar mæla þeir bara mun upp á 0,5 psi, en það ætti að vera nógu nákvæmt.
Taco 68.jpg
Taco 68.jpg (124.32 KiB) Viewed 828 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 10.jan 2023, 19:23

Ákvað að nota fjóra loftmæla, einn fyrir hvert dekk.
Fór í FabLab uppi í Breiðholti og fékk fína hjálp við að hanna og prenta festingu.
Taco69.jpg
Taco69.jpg (81.19 KiB) Viewed 733 times

Taco 70.jpg
Taco 70.jpg (171.32 KiB) Viewed 733 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1217
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 11.jan 2023, 22:40

Þetta er flott. Ég er í svipuðum pælingum hvað varðar loftkerfi og úrhleypibúnað.
Geturu sett inn mynd sem útskýrir kerfið hjá þér?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.jan 2023, 08:28

StefánDal wrote:Þetta er flott. Ég er í svipuðum pælingum hvað varðar loftkerfi og úrhleypibúnað.
Geturu sett inn mynd sem útskýrir kerfið hjá þér?


Hérna er gróf mynd, dæla frammi í húddi, kútur aftur á palli og stútur undir húddinu og annar aftur á palli.
Dælan er með stjórnloka sem slær út við 110 psi.
Kúturinn er með 120 psi. yfirþrýstingsventil til öryggis.
Á slöngunni milli dælu og kúts verður té sem liggur að kistunni milli sætanna.
Kistan er með sérstakan yfirþrýstiventil upp á 35 psi. þannig að dekk verði ekki í hættu.
Tveir 3/8" kúlulokar á kistunni stjórna því hvort loft fer út eða inn.
Fjórir 1/4" kúlulokar stýra hvort það er opið frá kistu og út í dekkin fjögur.
Fjórir Panasonic dp-002 þrýstimælar sjá um að fylgjast með þrýstingnum á hverju dekki.

loftkerfi.jpg
loftkerfi.jpg (4.25 MiB) Viewed 618 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1217
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 12.jan 2023, 13:49

Takk fyrir þetta

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.jan 2023, 17:15

Ruglaði gatasetningunni á fyrstu útgáfu. Miðaði við festingu fyrir eldri gerð af mælum sem voru stærri.
En önnur útgáfa heppnaðist vel.
Taco 71.jpg
Taco 71.jpg (134.21 KiB) Viewed 436 times

Taco 72.jpg
Taco 72.jpg (113.54 KiB) Viewed 436 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.jan 2023, 15:01

Enn að reyna að finna hvar leiðir út. Það virðist vera eðlilegt að nýlegir bílar seú að nota 0,2A (200 milliamper) þegar þeir standa. Hins vegar virðist ARB kerfið sem tengist læsingadælunni leiða út um 100 milliamper í viðbót. Þannig að sá leki er líklega fundinn. Næst er að athuga hvar útleiðslan er.
Nákvæmur 0-500 milliampera mælir er sniðugur til að elda svonalagað uppi. Ampertöng er of ónákvæm.
Taco73.jpg
Sniðugur til að mæla útleiðslu
Taco73.jpg (680.77 KiB) Viewed 323 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1217
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 21.jan 2023, 22:19

Þetta er frábært. Hvaðan koma svörtu loftmælarnir?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 22.jan 2023, 09:26

StefánDal wrote:Þetta er frábært. Hvaðan koma svörtu loftmælarnir?

Þeir voru keyptir á Ebay á 27$ stykkið, nákvæmnin er upp á 0,5 psi sem ætti að vera nóg.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.jan 2023, 18:34

jongud wrote:Enn að reyna að finna hvar leiðir út. Það virðist vera eðlilegt að nýlegir bílar seú að nota 0,2A (200 milliamper) þegar þeir standa. Hins vegar virðist ARB kerfið sem tengist læsingadælunni leiða út um 100 milliamper í viðbót. Þannig að sá leki er líklega fundinn. Næst er að athuga hvar útleiðslan er.
Nákvæmur 0-500 milliampera mælir er sniðugur til að elda svonalagað uppi. Ampertöng er of ónákvæm.
Taco73.jpg


OK, 200 miliamper er bara fyrst eftir að maður hefur drepið á. Tölvurnar fara svo að sofa hver af annarri og eftir 1-2 tima er straumnotkunin komin niður í 20 milliamper sem er skv. nokkrum spjallþráðum eðlilegt. Þannig að nú er bara að athuga nákvæmlega hvað í ARB læsingarkerfinu er að leiða út.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1897
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tacoma 2005

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2023, 23:16

Sæll Jón nú skil ég ekki alveg, er hann að tæma geymi vegna 0.02A útleiðslu?
Það er þá eitthvað undarlegt, skjátlist mér ekki upprifjunin í rafmagnsfræðinni ætti það að taka 75Ah geymi sem dæmi um það bil 150 daga að tæmast við 0.02A notkun

(75Ah/0.02A=3750 klst) 3750klst/24klst= 156 dagar

Ég mældi minn Hilux að gamni, eftir 4 daga kyrrstöðu þá er straumnotkun skv. AVO mæli 0.06A en í honum eru 2 stórir geymar að samanlögðu 175A
(175/0.06=2916 klst) 2916/24= 121 dagur

Minn hilux hefur aldrei verið rafmagnslaus, og stendur gjarnan svo vikum skiptir ósnertur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2527
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » Í gær, 09:48

Sævar Örn wrote:Sæll Jón nú skil ég ekki alveg, er hann að tæma geymi vegna 0.02A útleiðslu?
Það er þá eitthvað undarlegt, skjátlist mér ekki upprifjunin í rafmagnsfræðinni ætti það að taka 75Ah geymi sem dæmi um það bil 150 daga að tæmast við 0.02A notkun

(75Ah/0.02A=3750 klst) 3750klst/24klst= 156 dagar

Ég mældi minn Hilux að gamni, eftir 4 daga kyrrstöðu þá er straumnotkun skv. AVO mæli 0.06A en í honum eru 2 stórir geymar að samanlögðu 175A
(175/0.06=2916 klst) 2916/24= 121 dagur

Minn hilux hefur aldrei verið rafmagnslaus, og stendur gjarnan svo vikum skiptir ósnertur


Hann er ekki að tæma rafgeyminn í bili.
Ég tók ARB kerfið úr sambandi og síðan hefur hann ekki verið með neina stæla.
Mér þótti samt vissara að athuga vandlega hvað hann væri að taka mikið þegar hann stendur.
ARB kerfið þarf ég hins vegar að athuga betur. En mér finnst það ansi skrýtið það það leiði út af því að það fær straum frá lögn sem er bara virk þegar svissinn er á "ON".
En það gæti líka verið að ljósin í rofunum séu að leiða út. Þau fá strauminn frá lögn fyrir mælaborðsljósin.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir