Svartholið - smíðaþráður

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1675
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Svartholið - smíðaþráður

Postfrá Freyr » 19.okt 2019, 00:12

svartholið.jpg
svartholið.jpg (32.75 KiB) Viewed 2514 times


Þessi Dakota hefur verið skúraverkefnið mitt undanfarin ár. Ástæða þess að Dakota varð fyrir valinu er sú hve sérlega vel sá jeppi hentaði í þær breytingar sem ég ætlaði mér að gera... Djók, ég henti öllu sem snýst og hálfu rafkerfinu ásamt megninu af grindinni en bíllinn var ódýr og nær ryðlaus ásamt því að mér þykir þetta boddý sérlega flott.

Eitthvað þótti vinnufélögunum verkefnið ganga hægt þrátt fyrir að soga til sín tíma og íhluti ásamt því að hafa vart sést svo þeir nefndu jeppann Svartholið og síðan hefur hann gengið undir því nafni undanfarin ár.

Í grófum dráttum er uppskriftin svona:
-5,7 Hemi úr 2004 Durango
-545 rfe skipting úr 2004 Durango
-Lógír smíðaður úr 241 Rubicon millikassa
-Millikassinn kemur úr Land Cruiser 200 og er rafstýrður sídrifskassi
-Framhásingin er með Patrol miðju og LC 80 endum, smíðuð 16 cm breiðari en 80 hásingin og er 176 cm
-Afturhásingin er úr Y61 Patrol, breikkuð um 6 cm og er því 171 cm.
-Ca. 60% af original grindinni var hent. Því sem eftir var breytti ég mikið og rest smíðuð frá grunni. Þetta var gert til að búa til pláss fyrir langa fjöðrun ásamt því að halda bílnum eins lágum og hægt væri. Einnig þá náðist mun betri beygjuradíus með þessu ásamt því að framendinn á bílnum var lengdur um 10 cm á yfirbyggingu og ögn meira á grind.
-Fox coil over fjöðrun með mikið fjöðrunarsvið, 43 cm að framan og 60 cm að aftan og skiptist það jafnt sundur og saman.
-44" Nokian dekk

Mun setja inn myndir hér en einnig er ég búinn að búa til albúm sem er öllum opið á Facebook:
https://www.facebook.com/profile.php?id=100000570254985&sk=media_set&set=a.2880840738611573&type=3
Síðast breytt af Freyr þann 23.okt 2019, 00:04, breytt 1 sinni samtals.User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1675
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá Freyr » 19.okt 2019, 01:18

Byrjum á boddýinu

Hér er byrjað að klippa úr frambretti, svo stækkaði klippan aðeins meira
IMG_20190813_232416900.jpg
IMG_20190813_232416900.jpg (2.77 MiB) Viewed 2503 times


Innri svarta línan sýnir 44" Nokian dekk í fullum samslætti, ytri svarta línan sýnir ca hvernig úrklippan verður.
IMG_20190813_192237863.jpg
IMG_20190813_192237863.jpg (2.84 MiB) Viewed 2503 times


Hér er úrklippan hm. fr. langt komin. Brettið allt komið fram um 10 cm nema hællinn á því, skildi hann eftir á sínum stað. Gapinu milli brettis og hurðar verður lokað með 3D prentuðu stykki.
IMG_20190813_192137881.jpg
IMG_20190813_192137881.jpg (2.23 MiB) Viewed 2503 times


Hvíta línan sýnir upphaflegu skurðarlínuna bak við framljósið, það þarf líka að taka töluvert af framljósinu þrátt fyrir að framendinn sé lengdur um 10 cm
IMG_20190813_000806323.jpg
IMG_20190813_000806323.jpg (2.48 MiB) Viewed 2503 times


Svarta línan sýnir upphaflegu skurðarlínuna, svo stækkaði úrklippan ögn meira.
IMG_20190813_000651431.jpg
IMG_20190813_000651431.jpg (3.24 MiB) Viewed 2503 times


og svona eftir klippu, það verður smá áskorun að koma öllu fyrir þar sem ekki er mikið rými eftir.
IMG_20190812_235457360.jpg
IMG_20190812_235457360.jpg (3.3 MiB) Viewed 2503 times


Svona er innra frambretti fyrir klippu
IMG_20190812_235451814.jpg
IMG_20190812_235451814.jpg (3.33 MiB) Viewed 2503 times
Síðast breytt af Freyr þann 25.okt 2019, 01:59, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2120
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá jongud » 19.okt 2019, 09:44

Þetta er svo flott að maður veigrar sér við að nota orðið smíðaklám um þetta!

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2753
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá elliofur » 19.okt 2019, 19:09

Þessu verður gaman að flytjast með!

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1125
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá Startarinn » 20.okt 2019, 16:52

Ég er ekki hissa á að vinunum þyki þetta dragast, þetta lítur út fyrir að vera tímafrek breyting og vel gerð
Gangi þér vel, við fylgjumst spenntir með
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 807
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá grimur » 22.okt 2019, 04:31

Smíðaerótík?


íbbi
Innlegg: 1205
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá íbbi » 22.okt 2019, 20:40

þetta er það sem skilur að svona skúra amatöra eins og undirritaðan, og fagmennina

þetta er hrikalega flott
1997 Chevy silverado z71
1998 Chevy silverado z71
2004. Ford F250 powerstroke
1996 Dodge Ram

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1675
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá Freyr » 22.okt 2019, 23:41

Framhásingin er Landcruiser 80 hjólabúnaður en báðir innri öxlarnir eru 8 cm lengri en original, það breikkar hásinguna úr 160 cm í 176 cm. Hásingamiðjan er síðan Patrol. Hér er undirbúningurinn fyrir breikkunina langt komin, verið að mæla endanlega rörlengdina sem passar frá drifi að hásingaendanum. Rörið sem var notað í breikkunina er 90 mm svert tjakkrör með 7,5 mm veggþykkt.
IMG_20170519_200928220.jpg
IMG_20170519_200928220.jpg (3.64 MiB) Viewed 1827 times


Í stað þess að skera á original suðurnar við hásingaendana til að losa liðhúskúlurnar sagaði ég rörið í sundur töluvert innar og fékk svo vin minn hann Þengil til þess að renna utan af rörinu þar til komið var niður úr ryðpollunum. Með þessu fæst mun lengri stýring og sterkari samsetning en með því að nota original stýringuna. Að auki er original stýringin of grönn til að passa inn í nýja hásingarrörið
IMG_20170519_183113803.jpg
IMG_20170519_183113803.jpg (3.25 MiB) Viewed 1827 timesIMG_20170519_181917008.jpg
IMG_20170519_181917008.jpg (3.25 MiB) Viewed 1827 times


Hér er verið að byrja að mæla upp rörlengdina. Þegar þetta var gert byrjaði ég á að panta öxlana, stillti þessu svona upp og mældi svo rörlengdina sem vantaði upp á. Með þessu tryggði ég að hásingin væri í réttri breidd fyrir öxlana. Ef eitthvað varðandi þá hefði verið pantað vitlaust af mér eða smíðað vitlaust hjá RCV skipti það ekki öllu þó hásingin endaði ögn breiðari eða mjórri, en ég vildi ekki sitja uppi með hásingu og öxla sem ekki pössuðu saman.
IMG_20170518_234536769.jpg
IMG_20170518_234536769.jpg (3.56 MiB) Viewed 1827 times


Fyrstu mælingar
IMG_20170518_232034990.jpg
IMG_20170518_232034990.jpg (3.44 MiB) Viewed 1827 timesFramdrif úr Patrol og 80 Cruiser
2017-01-17 20.53.38.jpg
2017-01-17 20.53.38.jpg (2.66 MiB) Viewed 1824 times


Samsetningin var þannig gerð að rör voru pressuð inn í innri endana á tjakkrörunum og þær stýringar soðnar fastar. Síðan voru þær stýringar pressaðar inn í drifkúluna, hásingin sett í rennibekk, hún rétt af og að lokum soðin.
IMG_20170525_135006735.jpg
IMG_20170525_135006735.jpg (3.33 MiB) Viewed 1822 times


Eftir að samsetningarnar voru heilsoðnar og hásingin orðin köld var kastið mælt (tæpir 20 mm) og hásingin rétt af með hitun og smá suðu. Það ferli verður endurtekið ef þörf er á eftir að allri suðuvinnu kringum fjöðrun o.fl. verður lokið. Enn og aftur var það öðlingurinn hann Þengill sem aðstoðaði mig.
IMG_20170525_135017164.jpg
IMG_20170525_135017164.jpg (3.17 MiB) Viewed 1822 times


elli rmr
Innlegg: 212
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá elli rmr » 23.okt 2019, 17:57

Metnaður í þessu hjá þér

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1688
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá jeepcj7 » 24.okt 2019, 19:45

Snilld alveg
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1675
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá Freyr » 02.nóv 2019, 18:32

Öflugt rör notað sem þverbitar þarna og aftan við millikassann, gert til að stífa grindina og aftari demparaturnarnir munu koma niður í þetta rör
IMG_20190605_201612574.jpg
IMG_20190605_201612574.jpg (3.27 MiB) Viewed 929 times


Rörið fer í gegnum plötur innan og utaná grindarbitunum, seinna mun koma plata yfir þær til stífingar
IMG_20190605_201602100.jpg
IMG_20190605_201602100.jpg (3.95 MiB) Viewed 929 times


Þarna er búið að koma nýju grindarbitunum fyrir en allur frágangur eftir; Þverbitar, pallfestingar o.fl... þessir grindarbitar voru smíðaðir með nokkra hluti í huga:
-Fá gott pláss fyrir fjöðrun utan grindar
-Hleypa hásingunni lengra upp, með því er hægt að hafa mikla samfjöðrun án þess að hækka bílinn mikið
-Grindin verður mikið stífari svona. Þá losnar maður við leiðinda sveiflur og sveigju sem fylgir þessum opnu grindum í USA pallbílum
-Það þurfti hvort eð er að smíða svo mikið í gömlu grindinni að þegar upp er staðið sparaðist sennilega tími á þessu
-Losna við ryð og drullu jafnvel á milli laga (grindin var á köflum tvöföld og hnoðuð saman
IMG_20190527_224344183.jpg
IMG_20190527_224344183.jpg (2.7 MiB) Viewed 929 times


Gamall og nýr grindarbiti. Sagaði gömlu grindina í sundur við öftustu boddýfestingarnar og henti því sem var þar fyrir aftan frá a-ö. Hér sést vel hve mikill hlykkur inn á við er í nýja bitanum, þetta er gert til að fá gott pláss fyrir fjöðrun utan grindarinnar.
IMG_20190527_191909186.jpg
IMG_20190527_191909186.jpg (3.26 MiB) Viewed 929 times


Hér sést hve hár hlykkurinn upp á við er miðað við gölmu grindina. Þetta er gert til að hleypa hásingunni hærra upp og fá mikla samfjöðrun án þess að hækka bílinn mikið
IMG_20190527_191832550.jpg
IMG_20190527_191832550.jpg (3.23 MiB) Viewed 929 times


Gamla grindin, hér voru um 74 cm upp í samsláttarpúðann og hásingin hefði stoppað endanlega í ca 76 cm hæð
IMG_20190526_171704388.jpg
IMG_20190526_171704388.jpg (2.98 MiB) Viewed 929 times


Með nýju grindinni kemst toppirinn á hásingarrörinu upp í um 90 cm hæð sem gefur um 30 cm samfjöðrun miðað við aksturshæð. Í stað þess að síkka samsláttinn eins og gjarnan er gert var hann semsagt hækkaður upp um 14 cm
IMG_20190526_171556320.jpg
IMG_20190526_171556320.jpg (3.24 MiB) Viewed 929 times


Nýju bitarnir klárir til ísetningar. Myndin bjagar þetta eitthvað, en bitarnir eru spegilmynd af hvor öðrum.
IMG_20190526_132743872.jpg
IMG_20190526_132743872.jpg (3.09 MiB) Viewed 929 times


Nýju bitarnir klárir til ísetningar
IMG_20190526_132740982.jpg
IMG_20190526_132740982.jpg (3.4 MiB) Viewed 929 times


Aparass
Innlegg: 303
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá Aparass » 02.nóv 2019, 20:54

Alveg meiriháttar gaman að fylgjast með þessari smíði!
Bíð spenntur eftir framhaldinu.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2753
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Svartholið - smíðaþráður

Postfrá elliofur » 05.nóv 2019, 20:41

Þetta er glæsilegt. Endilega haltu okkur upplýstum, þetta er mjög spennandi og flott smíði. Almennilega uppísig-byggður :)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir